Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 Qlafur Jóhannesson: Höfuðatriðið aðildin að Atlantshafsbandalaginu 35 styrjaldir á 30 árum utan okkar heimshluta, sagði Geir Hallgrímsson Gildir neitunarvaldið, ef til tíð- inda dregur, spurði Benedikt Gröndal________________________ Keflavíkurstöðin tengist kjarn- orkuvopnakerfi, sagði Svavar Gestsson Ólalur Jóhannesson. utanríkis- málaráóherra. mælti í gær fyrir skýrslu sinn til Alþingis um utan- ríkismál, sem drcift var til þin«- manna um mánaðamótin marz — april/sl. Lýðra'ðið er svo sjálÍKefió i huKum marKra íslendinKa. saKÓi utanríkisráóherra. aó þeir huKa ekki aó þvi aó þaó þarf varna vió. Dókkar hlikur eru á alþjóóahimni, shkóí hann. «k horfurnar alvarleKri nú en verið hefur um lanKt skeiö. EnKU aö síður verður aö halda áfram á hraut slökunar. halda öllum leióum opnum til sátta, sem veróa aó fcla í scr KaKnkva'mni í afvopnun i>k eftirKjóf. Einhliöa eftirKjöf hyKKÍst hvorki á raunsa-i né réttu mati á aðsta'ðum i veröld- i.nni. Ilöfuóatriðið þátttaka í AtlantshafshandalaKÍnu Utanríkisráðherra ræddi fyrst um slökunarstefnuna, Madrid-ráðstefn- una, afvopnunarmál, Austurlönd nær, samskipti ríkra þjóða og snauðra, Sameinuð þjóðirnar, Norð- urlandasamvinnu og Evrópuráðiö. Hann minnti á þau orð Kurt Wald- heim, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að 800 milljónir manna byggju nú við allsleysi í veröldinni og áætlað hafi verið að aðeins á árinu 1978 hafi meira en 12 milljónir barna undir 5 ára aldri dáið úr hungri. Hinn nakti raun- veruleiki sem endurspeglist í þessum tölum fái allt tal um framfarir mannkyns til að hljóma sem háð. Hér hafi þjóðirnar verk að vinna, hættu að fyrirbyggja, sem snúizt geti upp í vá fyrir velmegunarríkin. Hafi verið gild rök fyrir inngöngu Islands í Atlantshafsbandalagið á sinni tíð þá tel ég þau rök enn gildari nú, ég tel það höfuðatriði í öryggis- málum okkar að við tökum þátt í starfsemi Atlantshafsbandalagsins og leggjum þar með fram okkar skerf til að komið verði í veg fyrir að styrjöld geti nokkru sinni brotizt út í okkar heimshluta. Síðan fjallaði ráðherra um haf- réttarmál, Grænland og EBE, af- stöðu til Grænlands og Færeyja, þróunarsamvinnu, og loks um utan- ríkisviðskipti okkar og hagsmuna- gæzlu út á við. Ráðherra kvað utanríkisþjónustu okkar skila ár- angursríku starfi en eiga undir högg að sækja hjá fjárveitingavaldinu, sem héldi þennan þátt opinberrar þjónustu sem olnbogabarn. Það hef- ur sínar góðu hliðar, sagði ráðherra, að hafa meiri áhuga á innanlands- málum en utarlríkismálum, en vita verðum við, að það getur skipt sköpum um framtíð okkar, frelsi og hag, hvern veg mál þróast í umheim- inum, og hvern veg við tryggjum stöðu okkar út á við, hæði viðskipta- lega og á sviði öryggis og stjórnar- farslegs sjálfstæðis. Islonzkir hajjs- munir í öndvegi Geir Ilallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það meg- inþætti þessa málaflokks, að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar út á við, að tryggja yfirráð okkar yfir auðlindum lands og sjávar, að fram- fylgja íslenzkri hagsmunagæzlu gagnvart umheiminum og stuðla að friöi og heilbrigðum samskiptum þjóða og einstaklinga á sviði menn- ingar, viðskipta og annarra þátta í sambúð mannkyns. Þegar við íslendingar tókum utan- ríkismál okkar í eigin hendur, í byrjun síðari heimstyrjaldarinnar, hafði haldleysi hlutleysis bitnað á fjölda þjóða, þ.á m. þremur Norður- landaþjóðum, sem allar eru nú aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Þegar Íslendingum var fyrst boðin aðild að Sameinuðu þjóðunum með því skil- yrði að þeir segðu Öxulveldunum stríð á hendur þá vóru orð eins og hlutleysi og friður ekki töm á tungu sósíalista, sem vildu sæta þessum kostum, þó þeir telji varnarleysi henta okkur nú. A þeim 30 árum sem liðin eru frá því að varnarsamningur við Banda- ríkin kom til framkvæmda, innan vamarkeðju vestrænna ríkja, hefur ríkt friður í okkar heimshluta, þrátt fyrir að geisað hafi 35 tíma- og svæðisbundnar styrjaldir í veröld- inni, sem urðu um það bil 6 milljón- um manna að aldurtila, auk þeirra þjáninga annarra, sem ekki verða mældar á neina mælikvarða. Allar götur frá upphafi þessar varnarsam- starfs hefur ríkt samstaða lýðræðis- flokkanna þriggja hér á landi um helztu þætti utanríkismálastefnunn- ar og öryggisstefnunnar. Þó hafa komið ský á þann himinn þegar Alþýðubandalagið hefur fengið aðild að ríkisstjórnum, eins og 1971—73, og má minna á viðbrögð meirihluta kosningabærra manna í landinu undir kjörorðinu „Varið land“ til að hamla gegn áhrifum þeirra á sinni tíð. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1974—78 rétti síðan af þá skekkju sem komin var í varnarmálastefnuna. Geir vék síðan að svokölluðum leynisamningi milli aðila núverandi ríkisstjórnar, sem Alþýðubandalagið túlkaði þann veg að það hefði neitunarvald í ágreiningsefnum, m.a. á sviði öryggis— og utanríkis- mála. Þetta neitunarvald væri bókað í stjórnarsáttmála varðandi flug- stöðvarbyggingu, en utanríkisráð- herra teldi sig hafa ákvörðunarvald varðandi flugskýli og eldsneytis- geyma í Helguvík. Rakti hann hvern veg Framsóknarflokkurinn á Al- þingi hefði snúizt gegn eigin mið- stjórnarsamþykkt í því máli, með einni undantekningu, utanríkisráð- herranum. Ég lýsi yfir stuðningi við skilning utanríkisráðherra á vald- sviði hans hér að lútandi, hvað sem líður leynisamningi þeim sem kommúnistar flagga nú með. Geir Hallgrímsson sagði Alþýðu- bandalagið halda fast við meira en 30 ára skoðanir í öryggismálum en ekki hafa, lagað afstöðu sína að þróun alþjóðamála. Áróður þeirra gegn varnarsamstarfi byggist nú á staðlausum fullyrðingum um kjarn- orkuvopn á Keflavíkurflugvelli, enda tali þeir sjálfir um nauðsyn „hræðsluáróðurs" í stað þeirrar bar- áttuaðferðar, sem svo litlum árangri hafi skilað í 30 ára andstöðu. Sam- staða lýðræðisflokkanna sé hinsveg- ar söm og áður í öryggismálum og las hann upp því til staðfestingar ályktun stjórnar Samtaka um vest- ræna samvinnu, sem skipuð er aðil- um úr Alþýðuflokki, Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki. Þá ræddi Geir Hallgrímsson í ítarlegu máli um hafréttarmál, ís- lenzka hagsmuni er tengjast annars- vegar fiskistofnum en hinsvegar hafsbotnsréttindum og samstarf við Grænlendinga og Færeyinga um þau efni. í því sambandi ræddi hann og um nauðsyn þess að efla landhelgis- gæzluna, sem enn hefði veigamiklu hlutverki að gegna. Hann ræddi og almennt um viðskiptahagsmuni okkar út á við og nauðsyn þess að vera vel á verði í þeim efnum, enda hefðu viðskiptakjör, með og ásamt eflingu þjóðarframleiðslunnar, mest að segja um lífskjör okkar sem heildar og einstaklinga. Hann gagn- rýndi hve dregizt hefði að ísland gerðist aðili að Alþjóðaorkustofnun- inni, sem tryggði betur öryggi okkar í olíumálum, sem og hve klaufalega iðnaðarráðherra hefði haldið á mál- um gagnvart Alusuisse með því að opinbera ásakanir áður en hann hefði sannreynt sannleiksgildi þeirra. „Kommúnískt siðleysi ok sífelld svik við eÍRÍn stjórn or samstarfsmenn“ Benedikt Gröndal (A) sagði Al- þýðubandalagið hafa síðustu mánuði hafið nýja áróðurssókn gegn yfir- lýstri utanríkis- og öryggisstefnu þeirrar ríkisstjórnar, sem það sæti sjálft í. „Þannig er þessum flokki aldrei að treysta," sagði Benedikt, „þar ríkir kommúnískt siðleysi og sífelld svik við sína eigin stjórn og samstarfsmenn." Þessi áróðurssókn er til komin vegna innri óánægju í eigin herbúðum þeirra vegna þess að heitstrengingin um brottför varnar- liðsins hefur í þriðja sinni verið urðuð fyrir ráðherrastóla. En áróður skal fólkið fá þó málstaðurinn sé svikinn sérhvert sinn sem sést í ráðherrastól. Benedikt vék að þingskjölum frá landsfundi Alþýðubandalagsins, varðandi öryggismál. Þar hafi staðið á þingskjali nr. 3: „Nauðsynlegt er að hefja eins konar hræðsluáróður gegn stöðinni," þ.e. er varnarstöð- inni, en staðhæfingar um kjarnorku- vopn og árásarstöð séu liður í slíkum skipulögðum „hræðsluáróðri". Það leynir sér ekki, sagði Benedikt, að allur undirtónn í hinni nýju áróðurs- herferð Alþýðubandalagsins, er stuðningur við Sovétríkin og sjón- armið þeirra á alþjóðavettvangi. Benedikt vitnaði í annað þingskjal landsfundar Alþýðubandalagsins, sem samið hefði verið af Svavari Gestssyni. Þar stæði: „Fram kom ... að flokkar ríkisstjórnarinnar hefðu neitunarvald í þeim málum, sem þeir teldu mikilvægt að væru ekki sam- þykkt. Hugsanlegt er að beita þessu neitunarvaldi í því máli,“ þ.e. birgða- stöðinni í Helguvík. Af þessu tilefni spurði ræðumaður, efnislega: komi til alvarlegra tíðinda í veröldinni, þann veg að efla þurfi varnarliðið á Keflavíkurflugvelli með nokkurra klukkustunda fyrirvara, sem gerast yrði með samþykki íslenzkra stjórn- valda, nægir þá leyfi utanríkisráð- herra eins — eða þarf til samþykki ríkisstjórnarinnai: , alltar, stjórnar, þar sem Alþýðubandalagið hefur neitunarvald? Benedikt vitnaði til bókar rússn- eska aðmírálsins Gorshkvovs, sem kallaður hefði verið faðir sovézka flotans, er hann fjallaði um hina miklu og alhliða uppbyggingu sov- ézka flotans á norðurhveli jarðar. I flokksþingskjölum Alþýðubanda- lagsins væri þessi flotauppbygging talin nauðsynleg fyrir Sovétríkins svo þau mættu verja fiskiskip sínl! Aðmírállinn væri hreinskilnari. Hann segði: „Sæveldi ríkisins er voldugt afl til að skapa hagstæð skilyrði til að koma á sósíalisma og kommúnisma ...“ Benedikt tíundaði síðan í ítarlegu máli í hverju þessi flotauppbygging væri fólgin, sem og þau viðbrögð, sem Vesturveldin hefðu gripið til, sem andsvars, svo sem ratsjárflugvéla og Sosus— hlustunarkerfis á hafsbotni. Benedikt Gröndal fjallaði síðan um friðlýsingu Norður-Atlantshafs- ins. Kommúnistar á Norðurlöndum töluðu nú um einhliða friðlýsingu, sem fjallaði um að leggja niður allar stöðvar NATO, en þessi friðlýsing ætti hinsvegar ekki í neinu að ná til mótaðilans, Sovétríkjanna, hvorki herbúrsins á Kolaskaga né Eystra- saltsríkja, þar sem mikill viðbúnað- ur væri. Jafnaðarmenn á Noéður- löndum eru reiðubúnir að ræða þessa hugmynd í víðara samhengi, í gagnkvæmri slökun, en i þeim bún- ingi sem kommúnistar setja hana fram, og Alþýðubandalagið bergmál- ar, er hún barnaleg og algerlega óraunhæf. Það eru hættutímar í veröldinni, sagði ræðumaður að lokum, og við FJÓRIR rútuhílar með gestum sjálfstæðisfélaKsins Hvatar fóru um Reykjavíkurborg frá klukkan eitt c.h. á sunnudaK <»k fram undir kl. 5 en Hvöt hafði hoðið upp á skoðunar- ferð um borKÍna undir leiðsögn horKarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Ragnhildur Pálsdóttir undirbjó og stjórnaði þessari ferð, sem var að þessu sinni hin hefðhundna vorferð félagsins. Var farið um nýrri hverfin, í Sundahöfn og um Breiðhoit, þar sem margir Reykvíkingar eru enn ókunn- ugir og síðan um Austurbæinn og út á Granda, þar sem skoðað var fullkomnasta frystihús landsins hjá ísbirninum. Ingvar Vilhjálmsson, hinn aldni eigandi og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins tók á móti gest- verðum að sýna það raunsæi og þann manndóm að haga okkur eftir því. Varnarsamningurinn stjórnarskrárbrot Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. rakti aðdragandann að inn- göngu í NATO og varnarsamstarfi við Bandaríkin og taldi að sá samn- ingur hefði verið stjórnarskrárbrot á sínum tíma, þó Alþingi samþykkti hann eftirá. Hann vitnaði til leyni- skjala frá þessum tíma, sem nú væru opinber í Bretlandi og Bandaríkjun- um, og taldi þau sýná að erlent vald, þjónustað af hérlendum stjórnmála- mönnum, hafi þröngvað varnarlið- inu upp á Islendinga. Tilgangurinn með valdbeitingu, m.a. um viðskipta- þrýsting, hafi meðfram verið sá að koma í veg fyrir stjórnaraðild sósíal- ista á þeirri tíð. Hann taldi erlendum þrýstingi einkum hafa verið beitt við fram- sóknarmenn, m.a. fyrir milligöngu Vilhjálms Þór, er þeir hefðu verið þyngstir í taumi svokallaðra lýðræð- isflokka. Svavar sagði stefnu sósíalista um friðlýst ísland jafn rétta nú og fyrir 30 árum. Hann sagði að þrátt fyrir að hægt hafi miðað hjá Þjóðviljan- um, Alþýðubandalaginu og Samtök- um herstöðvaandstæðinga að vinna að brottför hersins og úrsögn úr NATO hafi engu að síður tekizt að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn næðu hér „frekari fótfestu eftir 1951“, þótt ýmsir hefðu hagnazt vel á hermanginu. Þannig hefði lokun herstöðvarsjónvarpsins verið mikil- vægur sigur á sinni tíð. Þá vék Svavar að því sem hann kailaði eðlisbreytingu herstöðvar- innar hin síðari árin. Keflavíkur- stöðin væri nú önnur en áður, orðin mikilvæg stjórnstöð í kjarnorku- vopnakerfi Bandarikjanna, árásar- stöð en ekki varnarstöð, sem byði hættunni heim. Vitnaði hann til viðtals sem Þjóðviljinn hefði birt við norskan hernaðarsérfræðing, sem teldi að Evrópa þyrfti að fá nýjan valkost í öryggismálum, og að sú eðlisbreyting, sem orðin væri á Keflavíkurstöðinni, raskaði „jafn- vægi óttans“. Er gert var hlé á fundum Alþingis síðdegis í gær, vegna þingflokka- funda, hafði Svavar ekki lokið ræðu sinni, og þrír aðrir vóru á mælenda- skrá. Það vakti athygli, að er utanríkis- ráðherra, Ólafur Jóhannesson, flutti framsögu sína, var lengst af enginn þingmaður Alþýðubandalags í sæti sínu, Guðrún Helgadóttir sat þó undir síðari hluta ræðunnar og tveir ráðherrar, Ragnar Arnalds og Svav- ar Gestsson, gengu í salinn þegar utanríkisráðherra átti ósagðar ör- fáar setningar. sýndu gestum frystihúsið. Síðan var boðið upp á kaffi í vistlegri kaffistof- unni með útsýni yfir höfnina. Þar ávarpaði þátttakendur Davíð Oddsson borgarfulltrúi. Björg Ein- arsdóttir formaður Hvatar sagði nokkur orð. Síðari áfangi skoðunar- ferðarinnar var Vesturbær og hluti Austurbæjar og var komið í Valhöll laust fyrir kl. 5. Borgarfulltrúar skiptu sér á bílana og Birgir Isl. Gunnarsson, Magnús L. Sveinsson, Páll Gíslason og Elín Pálmadóttir sögðu frá því í hljóðnema sem fyrir augun bar. I skoðunarferðinni voru bæði Reykvíkingar og aðkomufólk. T.d. notuðu nokkrir fulltrúar á lands- þingi sjálfstæðiskvenna daginn áður tækifærið til að skoða höfuðborgina undirJeiðsöKn kunnugsa.. ríkis- unum, ásamt verkstjorum sem Nokkrir þátttakendur I ferð Hvatar skoda hinn fullkomna úthúnað í frystihúsinu ísbirninum. Skoðuðu borgina í f jórum rútubílum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.