Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 25 landsmótsins boltanum í átt að marki. nar í netinu eftir fast skot im. Guðmundur skoraði fyrsta markið I>AÐ kom í hlut Guðmundar Torfasonar Fram. að skora fyrsta mark íslandsmótsins í kr.attspyrnu að þossu sinni. Mark Guðmundar kom á elleftu mínútu fyrri hálflciks. Leik- mönnum ÍBV tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá marki sínu og holtinn hrökk fyrir fætur Guðmundar sem var inni i miðj- um vitateig. Guðmundur kom aðvífandi á fullri ferð, tók bolt- ann viðstöðulaust ok skoraði með þrumuskoti. óverjandi fyrir Pál Pálmason markvörð ÍBV. • Guðmundur Torfason. Maður leiksins FRAMARAR hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að velja mann leiksins. eftir alla leiki Fram í fslandsmótinu. I>að er þri^Kja manna dómnefnd sem velur við- komandi. í leikslok fær svo við- komandi viðurkenningu. Að þessu sinni var það Guðmundur Torfason sem varð fyrir valinu. Ilann fékk b<)k ojí hlómvönd í verðlaun. Ásdís og Árni urðu bikarmeistarar SKÍ SÍÐASTA hikarmót Skíðasamhands íslands fór fram á ísafirði um síðustu heliíi. SiífurvoKarar í hik- arkeppninni árið 1981 urðu þau Ásdís Alfreðsdóttir Iteykjavík i kvennaflokki hlaut 150 stit; otr Árni l>ór Árnason Reykjavík í karla- flokki hlaut 150 stitt. Roð tíu efstu varð þessi: Konur: stig Ásdis Aifreðsdóttir R Bikarmeistari SKl ’81 150 Nanna la'ifsdóttir A 140 Ásta Ásmundsdóttir A 115 Hrefna Magnúsdóttir A 106 Tinna Traustadóttir R 64 Halldóra Björnsdóttir R 58 Guðrún Björnsdóttir R 46 Dýrleif A. Guðnuindsd. R 39 Sigrún Þórólfsdóttir í 37 Kristín Simonardóttir D 30 Karlar: stig Arni Þór Árnason R Bikarmeistari SKÍ ’81 150 Guðnuindur Jóhannsson Í 120 Björn Víkingsson A 90 Einar V. Kristjánsson í 88 Haukur Jóhannsson A 81 Elías Bjarnason A 80 \ralþór Þorgeirsson A 55 Helgi Geirharðsson R 50 Ólafur Harðarson A 50 Bjarni Bjarnason A 41 Eyjamaóurinn skoraói gegn IBV FRAM OG ÍBV skildu jöfn á Meiavellinum á laugardaginn í fyrsta leik íslandsmótsins í knattspyrnu. Bæði lið skoruðu eitt mark og í?átu bæði lið eftir atvikum vel við unað. Lítið var um færi í leiknum og ef fyrri hluti fyrri hálfleiks er undanskilinn var einnig lítið um frambærilega knattspyrnu. Það var Guðmundur Torfason, Eyjamaður i liði Fram, sem skoraði fyrsta mark íslandsmótsins að þessu sinni, hann skoraði einnig í fyrsta leik mótsins í fýrra. Og Guðmundur gerði gott betur, var kjörinn maður leiksins af hlutlausri dómnefnd, en Framarar munu standa að slíku vali í öllum leikjum sínum í sumar. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Fram. Það voru lengst af malartaktar í leik þessum, en framan af honum náðu Framarar þó nokkrum sinn- um góðum fléttum. Ein slík endaði með marki á 11. mínútu. Atgang- urinn hófst með góðri sókn Péturs Ormslevs og Guðmundar Steins- sonar niður vinstri vænginn og björguðu Eyjamenn naumlega í horn er Guðmundur renndi knett- inum fyrir markið. Guðmundur tók hornspyrnuna og sendi vel fyrir markið, Eyjamenn skölluðu frá, en ekki nógu langt, því Guðmundur Torfason var á vakki við vítateigslínuna og hann þrum- aði knettinum til baka, óverjandi fyrir Pál Pálmason markvörð ÍBV. Sigurlás var á ferðinni við mark Fram 3 mínútum síðar, en skaut yfir. Færið gat þó varla talist af betra taginu, satt best að segja var það bæði þröngt og erfitt. En tveimur mínútum síðar sluppu Eyjamenn þegar þeir hefðu ekki átt að gera svo. Guðmundur Steinsson brunaði þá upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið þar sem Pétur Ormslev var í dauða- færi. En á markteig ÍBV var hann sparkaður gróflega niður og Páll var síðan fljótur að góma knött- inn. Ekkert dæmt, en nokkrum mínútum síðar varð Pétur að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla sem hann hlaut í rimmu þessari. Reyndar voru Eyjamenn í grófara lagi framan af leiknum, en drógu nokkuð í land eftir að Guðmundur Erlingsson hafði verið bókaður fyrir að stjaka við nafna sínum Steinssyni. En við að missa Pétur út af fjaraði sóknarleikur Fram út. Síð- ari hálfleikur var mjög jafn fram- an af og sókn ÍBV þyngdist jafnt og þétt, uns hún gaf af sér jöfnunarmarkið. Þá fékk ÍBV á 90 sekúndna kafla tvö dauðafæri, þau einu sem liðið fékk í leiknum. Það síðara nýttist og féll annað stigið þar með í hlut liðsins. Fyrra færið kom á 60. mínútu og kom það svo skyndilega, að erfitt var að átta sig á aðdragandanum. En skyndi- lega stóð Viðar Elíasson með knöttinn fyrir miðju marki og markvörðinn einan í veginum. Svo illa vildi til, að Viðar hitti ekki knöttinn er hann hugðist senda hann á sinn stað. En það kom ekki að sök, vörn Fram hafði eitthvað riðlast við þetta og hafði ekki náð saman nokkrum andartökum síð- ar, er Ingólfur Sveinsson, nýliði IBV frá Vopnafirði, fékk knöttinn í góðu færi. Marteinn Geirsson varði skot Ingólfs á marklínu, en knötturinn hrökk út til Kára Þorleifssonar sem gerði færinu betri skil, 1—1. Framarar sóttu mikið undir lokin, en færi voru fá eða engin, enda enginn broddur lengur í framlínunni. Oft náði liðið þokka- lega saman úti á vellinum, en svo þegar að síðustu sendingu fyrir markið kom, hættu menn að vanda sig og því fóru Eyjamenn létt með að halda fengnum hlut. Aðeins einu sinni má segja mark IBV hafa sloppið fyrir horn, en það var þegar heldur óvænt fyrir- gjöf frá Marteini utan af kanti var Fram — ÍBV 1—1 hrifin af vindinum þannig að knötturinn hafnaði ofan á þver- slánni. Lið Fram var ekki sannfærandi í leik þessum, þó leyndist ekki að það ætti að geta betur er búið er að pússa hina mörgu nýju leik- menn liðsins saman. Vörnin var yfirleitt þétt með Martein og Sighvat sem sterkustu menn. Mið- vallarleikmennirnir Ársæll, Ágúst og Albert náðu aldrei afgerandi tökum á þeim vallarhluta, en gerðu góða hluti annað slagið. Guðmundur Torfason komst vel frá leiknum, en mætti stilla skapið örlítið. Þá átti Guðmundur Steinsson góða spretti, einkum í fyrri hálfleik. Lið ÍBV er nokkuð óþekkt stærð og erfitt að gera sér grein fyrir hvernig liðið mun standa sig. Leikmenn liðsins eru sem oftar ákaflega sterkir líkamlega, en á laugardaginn sýndi liðið litla knattspyrnu. Það kemur kannski er farið verður að leika á grasi. Ómar Jóhannsson bar nokkuð af í liðinu, leikmaður sem alltaf virtist hugsa áður en hann framkvæmdi hlutina. Þegar IBV náði bestu samleiksköflum sínum, kom Ómar næstum alltaf meira og minna við sögu. Að öðru leyti voru leikmenn liðsins afar jafnir. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild: Fram — ÍBV 1-1 (1-0) Mark Fram: Guðmundur Torfason (11. mín.) Mark ÍBV: Kári Þorleifsson (61. min.) Áminningar: Guðmundur Erlings- son ÍBV Dómari: Hreiðar Jónsson. —gg. Athyglisverður árangur í langstökki í Kópavogi UNGUR og efnilegur Snæfellingur. Kristján Ilarðarson, er keppir fyrir UBK náði athyglisverðum árangri í langstökki á Vormóti Kópavogs í frjálsíþróttum á laugardag. Kristján stökk 7,15 metra og átti tvö önnur stökk yfir sjö metra. og öll stökkin hans voru yfir 6.85 metra. Margir höfðu búist við auðveldum sigri Jóns Oddssonar. KR. sem einbeitt hefur sér að frjálsíþróttum frá þvi um áramót. Jón virkaði þungur á atrennuhrautinni, en stökk samt 7.14 metra í síðasta stökki. og sjö slétta í næstsiðasta. Gaman verður að fylgjast með þessum íþróttamönnum í sumar, þvi þótt mcðvindur hafi verið of mikill. þá gefur þessi árangur þeirra á fyrsta móti sumarsins góðar vonir. Kristján cr ungur að árum. aðeins 17 ára gamall, og Jón hefur öðru hverju sýnt að hann getur náð langt í þessari íþróttagrein, en hingað til hefur hann verið það liðtækur í ýmsum öðrum iþróttagreinum. að hann hefur ekki sinnt frjálsiþróttunum af alvöru. Vonandi verður breyting þar á. því hann gæti eflaust náð langt í þessari íþróttagrein. Árangurinn á Kópavogsmótinu bar það annars með sér, að hér var um fyrsta mót sumarsins að ra-ða. Ýmsir settu þó persónulcgt met í sinni fyrstu keppni i ár, og hörkukcppni var i ýmsum greinum. Ilrcinn Ilalldórsson KR hcfur náð sér ótrúlega eftir uppskurð. sem gerður var á olnboga kasthandarinnar. fyrir tveimur mánuðum i dag. varpaði jafnan um 18—18.50 metra, en gcrði því miður köst sín öll ógild. En litum annars á úrslitin: Karlar: 200 m hlaup: 1. Hjörtur Gíslason, KR 23,2 2. Guðni Tómasson, Á 23,7 3. Jónas Egilsson, ÍR 24,3 400 m hlaup: 1. Egill Eiðsson, UÍA 52,1 2. Jónas E'gilsson, ÍR 55,2 3. Sigurður Haraídsson, FH 56,4 1000 m hlaup: 1. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR2:37,5 2. Magnús Haraldsson, FH 2:45,8 3. Lúðvík Björgvinss., UBK 2:47,1 4. Gunnar Birgisson, ÍR 2:52,8 5. Einar Sigurðsson, UBK 2:58,5 Langstökk: 1. Kristján Harðarson, UBK 7,15 2. Jón Oddsson, KR 7,14 3. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR 6,66 4. Helgi Hauksson, UBK 6,38 Ilástökk: 1. Stefán Þ. Stefánsson.ÍR 1,90 2. Jón Oddsson, KR 1,85 3. Hafliði Maggason, ÍR 1,80 4. Helgi Hauksson, UBK 1,80 5. Sigurður Einarsson, Á 1,80 Kúluvarp: 1. Helgi Helgason, USAH 13,65 2. Óskar Thorarensen, KR 12,64 Sveinar: 100 m hlaup: 1. Gunnar H. Kristjánss., KR 12,2 2. Guðmundur Sigfússon, ÍR 12,5 3. Hreiðar Gíslason, FH 12,7 1000 m hlaup: 1. Ólafur Sverrisson, ÍR 2:57,4 2. Viggó Þ. Þórisson, FH 2:57,6 3. Már Mixa, ÍR 3:00,0 4. Kristinn Álexanderss., ÍR 3:01,2 Konur: 200 m hlaup: 1. Geirlaug Geirlaugsd., Á 26,3 2. Helga Halldórsdóttir, KR 27,1 3. Thelma Björnsdóttir, Á 27,1 4. Hrönn Guðmundsd., UBK 27,8 400 m hlaup: 1. Hrönn Guðmundsd., UBK 61,1 2. Guðrún Karlsdóttir, UBK 62,0 3. Aðalbjörg Hafst.d., HSK 63,7 4. Berglind Erlendsd., UBK 64,0 1000 m hlaup: 1. Guðrún Karlsdóttir, UBK 3:20,8 2. Linda B. Ólafsdóttir, FH 3:39,5 Langstökk: 1. Bryndís Hólm, ÍR 5,54 2. Jóna B. Grétarsd., Á 5,41 3. Hulda Laxdal, USÚ 5,13 4. Helga Halldórsdóttir, KR 5,06 Hástökk: 1. María Guðnadóttir, HSH 1,65 2. Sigríður Valgeirsd., ÍR 1,55 Kúluvarp: 1. Guðrún Ingólfsdóttir, KR 12,63 2. Helga Halldórsdóttir, KR 8,20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.