Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 45 Vonandi bera alþingis- menn gæf u til að f ella það Jón Eiriksson skrifar 8. maí: „Hr. Velvakandi! Um leið og ég þakka birtingu bréfs um veðurfréttir, vil ég biðja yður að birta þetta bréf. Það fjallar um frumvarp, sem nú liggur frammi á Alþingi, um að skylda menn með lögum til að nota bílbelti. Aðeins um sterk- ar líkur að ræða Ég hef heyrt að frumvarpið, sem er stjórnarfrumvarp, sé flutt að beiðni ökukennara, og að rökin fyrir því að það er flutt séu þau, að bílbeltin hafi margoft bjargað lífi og limum þeirra, sem sitja í framsætum, og skal ég ekki rengja það. En þetta er erfitt að sanna nema í fáum tilvikum, annars er aðeins um sterkar likur að ræða. Sama gildir um þau atvik, að menn bjargist án notkunar bíl- belta, eða einmitt vegna þess. I skýrslum lögreglumanna, sem koma á slysstað, má efalaust finna tilvik, þar sem álitið er að bílbelti hafi komið í veg fyrir slys, eða að slys hafi orðið af því að menn voru ekki með bílbelíi. En slík skýrslu- eða álitsgerð mun hvorki vera tæmandi né fullkomlega áreiðan- leg. A ég þar við, að það sé erfitt að sanna í öllum tilvikum, að menn hafi bjargast vegna þess að þeir voru með bílbelti, en ég er ekki með þessu að láta í ljós efa minn á því að lögreglumenn vinni verk sín samvizkusamlega. Ilafa aðeins litið á eina hlið málsins Ég get svo sem skilið ökukenn- arana. Þegar þeir eru með óvant fólk við stjórn á bílnum og þurfa oft að snarstoppa til að forðast árekstur eða aðrar hættur, þá finnst þeim, að bílbelti sé það eina sem geti bjargað þeim og nemand- anum frá því að skella með höfuðið í framrúðuna, og skal ég ekki mótmæla því. A öllum málum eru fleiri en ein hlið, einnig á umræddu máli. Þeir sem að frumvarpinu standa hafa aðeins litið á eina hlið málsins. Þá er ekkert minnst á bílbelti Eins og ég hef sagt áður er erfitt að sanna eða afsanna hve- nær bílbelti hafi verið til tjóns eða björgunar. Þó hafa gerzt atvik, sem sýna ótvírætt að menn björg- uðust vegna þess, að þeir voru ekki með bílbelti, en þegar skýrt er frá þeim atvikum er ekkert minnzt á bílbelti. — Maðurinn, sem kastaði sér út úr bílnum á veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla áður en — eða um leið og — bíllinn fór út af og hrapaði niður í fjöru, hefði tæp- lega getað gert það, ef hann hefði fyrst þurft að losa sig úr bílbelti. Ekki sæmandi fyr- ir lýðfrjálsa þjóð Svo eru það bílbeltin sjálf. Hvers vegna eru lásarnir hafðir niður við gólf, hvor þétt upp að öðrum, þar sem þeir sjást ekki, og ekki er hægt að ná til þeirra nema með annarri hendinni? Má ekki hafa lásana svolítið hærra svo að þeir sjáist og báðar hendur komist að þeim? Það er ekki sæmandi fyrir lýðfrjálsa þjóð, eða ráðamenn hennar, að skylda þegnana með þvingunarlögum til að vera fjötr- aðir við farartækið, sem þeir ferðast í. Vonandi bera alþingismenn gæfu til að fella þetta frumvarp." Tilkynning um litar- merkingu á sauðfé Viö viljum minna á litarmerkingarskyldu á afrétt- arfé, samkvæmt ákvöröun Sauöfjársjúkdóma- nefndar í eftirtöldum sýslum: V-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Borgarfjaröarsýslu, Mýrasýslu, V-Húnavatnssýslu, A-Húnavatnssýslu, auk þess bæirnir Melar og Fagrabrekka, Bæjar- hreppi, Strandasýslu. Ákvörðun þessi var tekin meö stoö í lögum um varnir gegn útbreiðslu næmra sauöfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra nr. 23/1956 og nr. 12/1967, ennfremur samkvæmt ákvæöum reglugeröa frá 18/7 1957 og 24/11 1978. Stuðst er einnig viö lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 42/1969 meö breytingum nr. 43/1976. Einnig er hér meö varaö viö aö sleppa fé á atrétt nú í vor, fyrr en girðingar hafa veriö lagfæröar. Ber aö hafa samráö við fulltrúa Sauöfjárveikivarna á hverjum staö um þetta. Sérstaklega er minnt á merkingarskyldu á fé frá riðubæjum, og alvarlega er varað viö aö sleppa af húsi fé meö riðueinkennum. Sauöfjárveikivarnir, Bændahöilinni, Reykjavík. Hraóari afgneiösla - Lægna verö Rööun-Heftun Við höfum nú tekið f notkun nýja Ijósritunarvél, U-BIX 300, i Ijósritunarþjónustuna f verzlunlnnl. Þessl nýja vél tekur 35 afrlt á mlnútu. Við getum nú boðlö hraðari afgrelðalu og raðaö saman og heft ef þess er ðskað. Venjulegt verð, mlnna magn: A-4 1,60 A-3, B-4 1,80 A-4, báðum megin 3,60 A-3, B-4 béðum megln 4,00 Enginn afsláttur velttur af Ijósritun báðum megin vegna of mikilla affalia. Löggildur 2,40 Löggildur báðum megin 5,00 Glaerur 4,00 Magnverð þegar unnlö er með U-BIX 300, aðeins öðrum megin á blaöið, raðað og heft, ('ef þess er ðskaðj: Verð pr. eintak A-4 A-3, B-4 30-99 elntök 1,15 1,35 100-249 eintök 0,90 1,10 250 og flelri 0,80 1,00 Betri þjönusta - Lægra verö SKRIFSTOFUVÉLAR HXI Hver ræður verðlagn- ingunni? Jón Ilelgi Jónssun hringdi og sagði: — Ég er einn af þeim sem gaman hafa af að renna fyrir fisk og vera úti í náttúrunni. Það hefur verið auðvelt fyrir okkur Reykvík- inga að sameina þetta tvennt á fremur ódýran hátt með því að skreppa á góðviðrisdögum eða -kvöldum upp að EHiðavatni. En nú virðist eiga að girða fyrir að svo megi verða í framtíðinni. Ég Hann er á! held að mér sé óhætt að fullyrða, að almenn óánægja ríkir með þá gífurlegu hækkun sem orðið hefur á veiðileyfum þar frá því í fyrra. Þá kostuðu sumarleyfin 80 þúsund krónur, en núna kosta þau sem svarar 70 þúsund gkr. Og þess vegna spyr ég: Hver ræður verð- lagningunni þarna? Er ekki verð- stöðvun í landinu? Menn sem hafa í áraraðir stundað það að fara í Elliðavatn, hafa nú snúið þaðan í fússi. Mér finnst það mikil synd, þar sem þarna hefur í gegnum árin myndast skemmtilegur kjarni „veiðimanna", sem koma þangað engu síður til að hittast og vera úti en til að „veiða", en vilja samt hafa eitthvað til að dudda við. Nú virðist hins vegar ætlunin að hrekja þessa viðkunnanlegu „kaffibrúsakarla“ burt og finnst mér það illa farið. Komdu með Kiss Gunnsi Tótu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að fara fram á það við Þorgeir Ástvaldsson að hann komi með hljómsveitina Kiss sem allra fyrst í sjónvarpið. Hún er þræl- góð. HNSTAKT TEKIHH?! Sérlega góður Körfubíll til sölu Simon D56 17.07 m vinnuhæð lyftigeta 230 kg. Stuttur afgreiðslufrestur Verö 259.634.-. með söluskatti Allar nánari upplýsingar hjá PÁLMASON &VALSSON HF. KLAPPARSTÍC K S. 27745

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.