Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 17

Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 17 Richard Valtingojer, myndlistarmaður, séra Bolli Gústavsson og séra Bernharður Guðmundsson virða fyrir sér prufur af höklum á ráðstefnunni i Skálholti. ræður sameiningarpunktur, sem er sjálf kirkjulistin. Það þurfti ekki að þrefa um útgangspunkt- inn því hann var fullkomlega ljós." — En hvers er hægt að vænta af slíkri ráðstefnu? „Það getur ekki hjá því farið að ráðstefna sem gerð verða skil í miklu riti, Kirkjuritinu, hlýtur að hafa einhver áhrif. Ráðstefn- an sem Kirkjuritið gekkst fyrir í fyrra hafði þau áhrif að sá hópur sem þá kom saman kynntist til frambúðar og þau kynni hafa orðið til mikils góðs og eiga örugglega eftir að leiða af sér enn meira gott. Við höfum fulla ástæðu til að vænta þess sama af þessari ráðstefnu. Það sem gerist á slíkum ráð- stefnum er að menn koma til tals við kirkjuna. Setjast niður og ræða málin og kynnast kirkjunni og komast að því að hún er ekki öll á sömu bókiná lærð. Það eru býsna margvíslegar hliðar á henni. Og þeir komast að því að kirkjan er fúsari til viðræðna og viðræðuhæfari en þeir hafa kannski haldið áður.“ — Hefur kirkjan þá ekki rætt við þessa hópa áður. Hafa þeir ekki kynnst henni áður? „Það má ekki setja þetta upp þannig, ekki sem andstæður heldur miklu fremur sem áhersluatriði. Við erum að reyna að leggja áherslu á það sem ekki hefur verið haldið á lofti áður. Auðvitað hefur kirkjan alltaf verið áhugasöm um myndlist og bókmenntir en hún er að undir- strika þennan áhuga með þessum hætti. Þetta er ekki bylting heldur hagræðing," sagði Heimir að lokum. „Jákvæð og skemmtilej' reynsla“ Oddur Albertsson, æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar, tók einnig þátt í ráðstefnunni: „Auðvitað vekur það bjartsýni þegar maður tekur þátt í ráð- stefnu sem þessari. Þetta var eins og að tveir lítt kunnugir einstaklingar mættust og tókust með þeim gagnkvæmar ástir. Það er uppbyggjandi að fá að taka þátt í slíku. Sem manneskja er ég skapandi einstaklingur og sköpunargleðin er forsenda míns daglega lífs. Það var jákvæð og skemmtileg reynsla fyrir mig að upplifa það að prestar geta málað og lista- menn lesið guðspjallið. Að hafa áhuga á listum og líka á því að rannsaka Guðs orð er jákvæð og skemmtileg blanda. Ráðstefnan hefur ekki síður vakið mig til umhugsunar eftir á. Maður komst að því hvað maður veit lítið um það sem ráðstefnan snerist um.“ „Það gerðist ótrúlega mikið“ „Er ráðstefnunni var lokið fagnaði ég því að frumkvæðið var kirkjunnar en ekki okkar mynd- listarmanna," sagði Richard Valtingojer myndlistarmaður. „Það sem okkur vantar er einmitt það að við myndlistar- menn höfum ekki alltaf frum- kvæðið." Richard sagði að ótrúlega mik- ið hefði gerst á þessari ráðstefnu. „Dagskráin var mjög stíf, við unnum frá kl. 8 á morgnana til miðnættis en það ávannst líka mikið eins og strax er að koma í ljós með því að biskup hefur samþykkt ályktanirnar tvær. Og ef fram heldur sem horfir má vænta mikils af ráðstefnunni. Á myndlistarsýningunni, sem væntanlega verður haldin haust- ið 1982, munu líklega 20—30 listamenn sýna verk sín. Þá hefur strax áunnist mikið því nú vinnur enginn að trúarlegum verkum í nokkrum mæli. Fyrir okkur myndlistarmenn er það líka mjög mikilvægt að ræða við stofnun sem hefur verið tiltölulega hlutlaus í nokkurn tíma. Við vorum allir mjög ánægðir, sérstaklega með stór- góða ráðstefnustjórn dr. Gunn- ars Kristjánssonar." — En hvað er það sem þér er minnisstæðast? „Það sem sló mig mest var það hvað ég og aðrir myndlistarmenn vorum kvíðnir fyrirfram. Hvað gerist? Hvað vill kirkjan af okkur núna, var það sem við veltum fyrir okkur. En svo hóf- ust umræðurnar og það skapað- ist gott andrúmsloft. Við mynd- listarmennirnir þekktum prest- ana mjög lítið, kannski eitthvað í gegnum starf þeirra. Því fannst mér það merkilegast að við gátum sest niður við sama borð, rætt um sömu hlutina og komist að sömu niðurstöðum," sagði Richard að lokum. rmn Sýning í Öskjuhlíðarskóla Á sunnudaginn var sýning á vinnu nemenda Öskjuhlíðarskólans i Reykjavík. Þarna var að sjá handavinnu. teikningar, vinnubækur, hópvinnuverkefni o.fl. Einnig var kökubasar til styrktar nemendum. Aðsókn var geysimikil og almenn ánægja með sýninguna. að sögn aðstandenda. Ljósm. Lmilía. Boðsbréf Hinn 30. júní n.k. verður biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, sjötugur. í tilefni þess hefur Prestafélag íslands haft forgöngu um útgáfu bókar sem geymir úrval af ræðum hans og ritgerðum. Áskriftarkjör Bókin mun aðeins fást í áskrift og verður verö hennar meö söluskatti kr. 296.40. Meðfylgjandi er áskriftarmiöi sem væntanlegir kaupendur eru beðnir aö fylla út og senda til Prestafélagsins fyrir 1. júní n.k.í pósthólf nr. 1253, Reykjavík. TABULA GRATULATORIA Nöfn áskrifenda verða skráð fremst í bókína. Askriftarmiöi: Ég undirrit... óska hér meö eftir aö fá senda í póstkröfu, samkvæmt tiiboði Prestafélags íslands, bók þá er félagiö hefur forgöngu um aö gefa út í tilefni sjötugsafmælis herra Sigurbjörns Einarssonar biskups: (NAFN) (HEIMILISFANG OG PÓSTNÚMER) EINTAK/EINTÖK Ef þér óskiö eftir fleiru en einu eintaki, þá vinsamlegast setjiö viöeigandi töluOfan við oröin EINTAK/EINTÖK. F.h. Prestafélags íslands Guömundur Óskar Ólafsson form. Sigfinnur Þorleifsson ritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.