Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 11 600 YEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ A GOOMAR KEMSTÞÚ UHGRA Goodyear hjólbarðar eru hannaðir með það í huga, að þeir veiti minnsta hugsanlegt snúningsviðnám, sem þýðir öruggt vegagrip, minni bensín- eyðslu og betri endingu. IhIHEKLAHF J Laugavegi 170 -172 Sími 212 40 Jakob Jónsson við eitt verka sinna. Jakob Jónsson í Listasafni Alþýðu JAKOB Jónsson hefur opnað sýn- ingu í Listasafni Alþýðu að Grens- ásvegi 16 dagana 9.—31. maí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—:22. Á sýningunni eru 69 verk, teikningar, olíupastel- og vatns- litamyndir. Jakob er fæddur á Bíldudal árið 1936. Hann stundaði myndlistar- nám í Ny Carlsberg Glyptotek og Det Kongelige Danske Kunstaka- demi. Sýning Snorra Helgasonar í Ráðhúsi Bolungavíkur í RÁÐHÚSINU í Bolungavík stendur nú yfir listsýning á verkum Snorra Helgasonar. opnaði 5. maí og verður opin næstu daga kl. 20.30—22.00, en fer að ljúka. Þarna sýnir Snorri 50 myndir, olíumálverk. teikn- ingar, pastelmyndir og lágmynd- ir úr gipsi. Að sogn Olafs Krist- jánssonar, sem hafði séð myndir Snorra og fékk hann tii að sýna i Bolungavík, hefur verið mikil aðsókn að sýningunni og 8 mynd- ir selst. Sagði hann að nokkrir væru búnir að koma 3—4 sinnum á sýninguna. Þetta er 6. einkasýning Snorra á verkum sýnum. Hann er sonur Helga Pálssonar tónskálds og bróðir Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara og hefur sjálfur fengist við listsköpun, þótt ekki færi hann að sýna verk sín fyrr en fyrir fáum árum. í Bolungavík er líflegt listalíf. Lokatónleikar Tónlistarskólans standa fyrir dyrum næstkomandi mánudag. Þar munu um 60 nem- endur skóians koma fram. Sagði Ólafur að venjulega væru þessir tónleikar vel sóttir, kæmu 200— 300 manns. Mikill tónlistaráhugi er á staðnum, enda eru Bolvík- ingar heppnir með gott. kennaralið við tónlistarkennslu. Guðmundur Emilsson tónlistarmaður: Fyrir Islands hönd í dómnefnd Tónlistar- hátíðar Norðurlanda „ÉG ER AÐ fara út til Noregs og mun sitja þar fyrir hönd íslands í dómnefnd Tónlistarhátíðar Norð- urlanda, en þetta er stærsta tónlistarhátíð sem haldin er á Norðurlöndum og er hún annað hvert ár,“ sagði Guðmundur Em- ilsson tónlistarmaður, í spjalli við Morgunhlaðið, en hann hélt utan á mánudaginn. „Fyrir þessari tónlistarhátíð stendur Tónskáldaráð Norður- landa, en síðast var hátíðin haldin í Helsinki árið 1980 og ég sat raunar í dómnefnd þeirrar hátíðar líka. Ég geri ráð fyrir að 10—12 íslensk tónskáld sendi inn tón- verk, en hátíðin verður haldin í Osló haustið 1982. í dómnefndinni situr einn maður frá hverju Norð- urlanda og velja þeir væntanlega bestu tónverkin úr og verða þau síðan flutt á hátíðinni. Þarna er því um að ræða mörg hundruð tónverk frá Norðurlöndum sem við verðum að vinsa úr og verða þau síðan flutt á hátíðinni. Islensk tónskáld munu leggja til bæði stór hljómsveitarverk sem ekki hafa verið flutt áður og einnig minni kammerverk. Á síðustu hátíð voru flutt fimm íslensk tónverk og þóttu þau bera af,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði, að dóm- nefndarstörfin tækju tæpa viku, en hins vegar stæði hátíðin yfir í hálfan mánuö. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Affelgum, felgum og jafnvægisstillum Nokkrir þátttakenda væntanlegrar ráðstefnu um sjónvarp.s- og útvarpsmál ræða um tilhögun ráðstefnunnar. Leigir sanddæluskip frá Færeyjum í 3 ár SANDDÆLUSKIPIÐ Skúvanes frá Færeyjum tekur væntanlega til starfa við landfyliingu eða efnisöfl- un fyrir steypustiiðvar á na-stunni. Ólafur Ögmundsson á ísafirði hefur gert kaupleigusamning við Poul Klein í Færeyjum til þriggja ára og er leiguverðið um ein milljón króna. Skúvanesið er flutningaskip um leið og það er sanddæluskip og ber um 350 tonn eða 250 rúmmetra af t.d. salti eða asfalti. Því var breytt í sanddæluskip í Færeyjum árið 1969. Poul Klein verður skipstjóri á skip- inu, en Ólafur Ögmundsson vélstjóri. Skipið kemur í miðri vikunni til ísafjarðar, sagði hann, og að næg verkefni virtust vera framundan fyrir skipið. Hann sagði að skip þetta væri mjög hagkvæmt í rekstri, það væri neyzlugrannt á olíu, 3—4 væru í áhöfn og fleira sagðist Ólafur geta nefnt. „Þess vegna tel ég okkur geta boðið þjónustu skipsins 30% ódýrar en önnur sambærileg skip hér á landi,“ sagði Ólafur Ögmundsson. Þingað um framtíð sjónvarps og útvarps „FRAMTÍÐ sjónvarps og útvarps á íslandi“ er efni ráðstefnu sem verður haldin laugardaginn 16. júní nk. kl. 10—4 í Valhöll, Iláaleitisbraut 1. bað er menn- ingarmálanefnd Sjálfsta>ðis- flokksins sem stendur fyrir ráðstefnunni. Erna Ragnarsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Mbl., að tilefni ráðstefnunnar væru meðal annars þær öru tæknibreytingar sem hafa verið að eiga sér stað á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, samhliða þróun í örtölvutækni, eins og síaukin notkun myndsegulbanda, Nordsat, norræni sjónvarpshnötturinn, sem virðist njóta vaxandi fylgis á Norðurlöndum og rýmkun út- varpslaga varðandi leyfi til út- varpsreksturs, svokallað „frjálst útvarp", sem mikil umræða hefði verið um að undanförnu. Síðast en ekki síst væri tilefni þessarar ráðstefnu það óviðunandi fjársvelti sem stjórnvöld viðhafa gagnvart þessum þýðingarmiklu fjölmiðlum þjóðarinnar, útvarpi og sjónvarpi. Erna sagði að spurningar hefðu vaknað af þessu tilefni, svo sem hvort hlutverk fjölmiðla muni breytast, hvert það hlutverk muni verða og hver áhrif þess á líf fólks. Hvaða þýðingu mun almenn notk- un myndsegulbanda og fjölgun sjónvarpshnatta hafa varðandi gerð innlends dagskrárefnis og dreifingu þess? Mun slík tækni festa í sessi ríkisumsvif í sjón- varpsrekstri? Hvernig á að leysa höfundarréttarmálin? Hvað er „frjálst útvarp" og hvert á hlut- verk þess að vera? Verður Ríkis- útvarpið knúið til þess að sveigja af þeirri lögbundnu stefnu sinni að stuðla að menningarþróun í landinu vegna verðlagshafta stjórnvalda? Erna sagði það álit nefndar- manna að löngu væri tímabært að hefja almenna umræðu um fjöl- miðla, meðal annars í ljósi ofan- greindra atriða til þess að unnt væri að gera sér ljóst hvernig bregðast skuli við í þessum mál- um. Ráðstefnan er fyrsti áfangi í heildarumfjöllun um fjölmiðla og er meðal annars fyrirhuguð önnur ráðstefna í haust um málefnið „útgáfa blaða, bóka og tímarita á Islandi". Þátttakendur í ráðstefnunni verða margir sérfróðir aðilar um fjölmiðla, þ. á m. nokkrir starfs- menn og stjórnendur hjá útvarpi og sjónvarpi, auk áhugafólks. Ráðstefnan er öllum opin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.