Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK
114. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
• •
Ofgamenn sigra
á Norður-írlandi
fírlfast, 22. mai. AP.
HARÐLÍNUMENN bæði úr röðum mótmælenda og kaþólskra
unnu mikið á i byggðakosningum á Norður-írlandi í dag í
kjölfar blóðsúthellinga er stafa af dauða fjögurra hungur-
fanga.
Mikil alda skotárása. sprengjutilræða, óeirða og íkveikna
gekk yfir Londonderry í dag eftir dauða hungurfangans
Patrick O’Hara í gærkvöldi og fertugur, kaþólskur maður
fékk kúlu i höfuðið og særðist banvænu sári.
Alls fengu um 20 manns skotsár
í Belfast og Londonderry, tugir
óbreyttra borgara fengu læknis-
meðferð og að minnsta kosti 26
voru handteknir í óeirðum í Bel-
fast, Londonderry og Newry, þar
sem einnig sló í brýnu.
Minnst fimm brezkir hermenn
særðust í Londonderry, þar sem
O’Hara átti heima. Hermenn
særðu tvo í viðureign við leyni-
skyttur. Provo-armur írska lýð-
Spenna í
Póllandi
Varsjá. 22. mai. AP.
PÓLSKA verkalýðshreyfingin
Solidarno.se varaði við þvf i dag
að ef ríkisstjórnin gæti ekki
hrundið i framkvæmd ýmsum
málum. sem samið hefði verið
um. gæti það leitt til vaxandi
spennu út af nokkrum stað-
hundnum deilumálum.
Solidarnosc bendir á stað-
bundnar deilur er ná til slökkvi-
liðsmanna í Solidarnosc og fleiri
hreyfingum og auk þess prent-
ara, starfsmanna í varnarmála-
og innanríkisráðuneytinu,
bankastarfsmanna og starfs-
manna í orkuverum.
Fimm verkamenn í Sosnowiec
í Suður-Póllandi hafa verið tvo
daga í hungurverkfalli til þess
að fá fimm stjórnmálafanga úr
andófssamtökunum „Bandalag
sjáfstæðs Póllands" (KPN)
leysta úr haldi. Stjórnvöld telja
samtökin þjóðernissinnuð og
fangana fjandsamlega ríkinu.
Sovézka fréttastofan Tass hélt
því fram að öfl „endurskoðunar-
sinna" sem stefndu að skipulags-
breytingum á kommúnista-
flokknum ættu nána samvinnu
við Solidarnosc og andófsmenn
og flokksblaðið Trybuna Ludu
birti grein með gagnrýni á
stefnu Solidarnosc.
veldishersins sagðist bera ábyrgð
á byssuárásunum í dag.
Fimmti hungurfanginn, Brend-
an McLaughlin, er sagður alvar-
lega veikur í sjúkrahúsi á áttunda
degi föstu sinnar af völdum maga-
sárs, sem geti orðið honum að
bana, en hann hafnar læknisað-
stoð.
Thomas 0 Fiaich kardináli, yf-
irmaður írsku kirkjunnar grát-
bændi Margaret Thatcher forsæt-
isráðherra að slaka til gagnvart
„reiði allra þjóðernissinnanna".
Sigurvegari kosninganna er
mótmælendapresturinn Ian Pais-
ley, en flokkur hans, Lýðræðislegi
sambandsflokkurinn hefur fengið
139 af 542 sætum í 26 byggðaráð-
um sem kosið var til, helmingi
fleiri en 1977. Gamli Sambands-
flokkurinn hefur fengið 140 sæti,
en sr. Paisley virðist ætla fram úr
honum.
Hinn nýstofnaði írski sjálfstæð-
isflokkur kaþólskra hefur fengið
19 sæti og aðrir herskáir þjóðern-
issinnar fimm. Oliver Hughes,
bróðir hins látna hungurfanga
Francis Hughes, náði kjöri í Mag-
herafelt, norðvestur af Belfast.
Sósíaldemókrata- og verka-
mannaflokkurinn (SDLP) hefur
fengið 84 sæti miðað við 113 1977.
Bandalagsflokkur (AP) óháðra
tapaði mest eða 40 af 70 sætum
sem hann fékk 1977.
Komnir úr
geimferð
Moskvu. 22. maí. AP.
RÚMENSKI geimfarinn Dim-
itru Pruniaru og sovézki geim-
farinn Leonid Popov sneru aftur
til jarðar í dag í geimfarinu
Soyuzi 40. eftir vikudvöl í geim-
rannsóknastöðinni Salyut-6, að
sögn Tass.
Unglingar kasta hnullungum í öryggissveitir í Vestur-Belfast þar sem götuvigjum var rutt
burtu frá fjölbýlishúsum.
Mitterrand skipar
í ráðherraembætti
Paris. 22. mal. AP.
FRANCOIS Mitterrand íorseti
rauf þing á öðrum degi sinum i
embætti í dag og skipaði stjórn til
að fara með völdin fram að
þingkosningunum i næsta mán-
uði.
Utanríkisráðherra var skipaður
Claude Cheysson, fulltrúi í stjórn-
arnefnd EBE, og André Chandern-
agor var sem staðgengli hans falið
að fara með mál Evrópu.
Jacques Delors, eitt sinn ráðu-
nautur Jacques Chaban-Delmas
fyrrum forsætisráðherra, var
skipaður efnahags- og fjármála-
ráðherra og Laurent Fabius, tals-
maður sósíalistaflokksins, fjár-
lagaráðherra.
Sérfræðingur flokksins í varn-
armálum í langan aldur, Charles
Henru, var skipaður landvarnaráð-
herra eins og við var búizt.
Þótt stjórnin sitji aðeins til
bráðabirgða skipaði Mitterrand í
öll embætti eða 30 ráðherra og 12
aðstoðarráðherra. Enginn komm-
únisti situr í stjórninni. En Maur-
ice Faure úr Róttæka vinstri
flokknum var skipaður dómsmála-
ráðherra og Michel Jobert, sem er
óháður og var utanríkisráðherra
Georges Pompidou, var skipaður
utanríkisviðskiptaráðherra.
Mitterand tók vandlega tillit til
valdahlutfalla í sósíalistaflokkn-
um. Keppinautur hans, Michel Roc-
ard, var skipaður efnahagskipu-
lagsmálaráðherra, og leiðtogi
vinstri armsins, Jean-Pierre Chev-
enement, var skipaður rannsókna-
og tæknimálaráðherra.
Nýkjörinn forseti bryddaði upp á
þeim nýmælum að skipa André
Henry „frítíma-ráðherra" og frú
Nicole Questiaux „þjóðarsamstöðu-
ráðherra". Annað nýmæli var
stofnun „sjávarráðuneytis“ undir
forystu Louis le Pense frá Bretagne
og titill „valddreifingar“-ráðuneyt-
is í tengslum við innanríkisráðu-
neytið, sem fengið var Gaston
Defferre, borgarstjóra í Marseille
og fyrrum forsetaframbjóðanda,
sem lengi hefur glímt við „París-
arvaldið“. Fjórar konur voru skip-
aðar í ráðherrastöður.
Tilkynningin um stjórnarmynd-
unina dróst í fjóra tíma og fréttir
voru um erfiðleika um val í stöðu
efnahags- og fjármálaráðherra. En
bent er á að sjónvarpað var beint
frá tröppum Elysée-hallar í aðal-
fréttatíma þegar skipan stjórnar-
innar var kunngerð.
Þrýstingurinn
á Habib eykst
Bcirút. 22. mmi. AP.
FULLTRÚI Bandaríkjaforseta.
Philip C. Ilabib. mætti vaxandi
þrýstingi i dag i tilraunum sinum
til að finna skjóta lausn á deilu-
málum Sýriendinga og ísraels-
manna þegar að minnsta kosti ein
konnunarflugvél tsraelsmanna
Kvennamorðinginn
í ævilangt fangelsi
London, 22. maí. AP.
KVIÐDÓMUR skipaður sex
körlum og sex konum fann i dag
vörubilstjórann Peter Sutcliffe
sekan um morð á 13 konum og
Sir Leslie Boreham dómari
dæmdi Sutcliffe i ævilangt fang-
elsi. Dómarinn lagði til að Sut-
cliffe sæti inni i minnst 30 ár.
Lög um dauðarefsingu hafa ver-
ið afnumin i Bretlandi.
Dómarinn sagði við Sutcliffe:
„Þetta er langur tími.. .en ég
held að þér séuð óvenjuhættu-
legur maður ... Þegar ég segi
ævilangt fangelsi vona ég að það
merki það ... Það er erfitt að
finna orð við hæfi til að lýsa
grimmd og alvöru þessara glæpa .
.. Eg læt skrána um þessa glæpi
tala sínu máli.“
Kviðdómurinn samþykkti með
10 atkvæðum gegn 2 að finna
Sutcliffe sekan, um hálftima eftir
að hann tilkynnti að hann gæti
ekki komizt að einróma niður-
stöðu. Sutcliffe sýndi engin svip-
brigði er dómur var kveðinn upp.
Mannfjöldi, sem beið fyrir
utan, hrópaði húrra þegar fréttin
barst út. Réttarþjónn kom hlaup-
andi út á gang til að tilkynna:
„Sutcliffe-morð, Sutcliffe-morð“.
Mikið fjaðrafok varð hjá blaða-
mönnum sem börðust um að
komast í síma og fá viðtöl við
ættingja fórnarlambanna þegar
þeir komu út.
Sutcliffe
var skotin niður með sovézksmíð-
uðum eldflaugum Sýrlendinga.
Habib fór til Beirút frá ísrael og
átti fundi með Elias Sarkis forseta
og Chafik A1 Wazzan forsætisráð-.
herra, en gaf engin merki þess að
lausn væri nærri. Samkvæmt óstað-
festum fréttum fer Habib næst til
Damaskus.
Wazzan sagði fréttamönnum að
nokkur ástæða væri til bjartsýni,
en menn yrðu að vera vel á verði.
Hann skoraði á utanríkisráðherra-
fund Araba í Túnis að koma
Líbanon til hjálpar. „Líbanon, bróð-
urland ykkar, stendur í logum og er
að hrynja," sagði hann. „Líbanon á
skilið að Arabar sýni samstöðu og
bjargi landinu úr klóm hörmung-
anna.“
Viðvaranir bárust frá Moskvu og
Damaskus og undirstrikuðu þá
skoðun að hætta á styrjöld væri
áþreifanlegur möguleiki ef sátta-
tilraun Habibs miðaði ekki áfram.
„Ef ein skyssa verður gætu eld-
tungur læst sig um öll Miðaustur-
lönd og ekki er hægt að vita hve
langt neistarnir gætu dreifzt,"
sagði Leonid Brezhnev, forseti Sov-
étríkjanna, i ræðu.
í Sýrlandi sagði stjórnarmál-
gagnið að kröfur ísraels mörkuðu
upphaf „hættulegs kafla spennu“.