Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981 íldðiimi... Hundur beit heilbrigðis- fulltrúann Úr Víkurfréttum: Að undanförnu hefur mikiö bor- iö á óánægju meö hundahald hér á Suðurnesjum. í umræöu um þau mál hefur oft boriö á góma óánægja meö þaö hvað heilbrigö- isfulltrúinn viröist lítið gera til aö hemja þá þróun sem orðið hefur í þessum málum. En nú veröur sjálfsagt breyting á, því sjálfur fulltrúinn fékk heldur betur aö kenna á því um daginn úti í Garöi. Samkvæmt óstaöfestum fregnum var hann í húsi einu að taka vatnssýni, en er hann kom út réðist heimilishundurinn á hann og beit. Hvort hundinum hefur veriö lógað eftir þetta vitum viö ekki, en heyrst hefur aö máliö hafi verið kært til meindýraeyöis. Og einnig úr Víkurfréttum: Á fundi bæjarráös Keflavíkur 28. aþríl sl., las bæjarstjóri bréf frá Haraldi Blöndal hdl., þar sem hann fer fram á skaöabætur til handa Pétri Gaut Kristjánssyni, vegna þess aö hundum hans var lógað af lögreglunni hér í bæ. Bæjarráö synjaöi erindinu. Hlýjar mót- tökur formannsins Stjórn Framkvæmdastofnunar hélt nýlega stjórnarmönnum og helztu ráðamönnum stofnunarinn- ar veizlu í einu af hótelum borgar- innar. Stjórnarformaöur stofnun- arinnar, Eggert Haukdal, bauö gesti velkomna með ræöu, sem var eitthvað á þessa leið: „Gott kvöld. Viö erum hér sam- an komin til veizlu. Ég var alltaf á móti þessari veizlu, því aö hún er dýr og ég vil spara fyrir stofnunina. En sá sem öllu ræöur hér, fram- kvæmdastjórinn, hann ákvaö þessa veizlu. Og þar sem viö erum öll komin hér saman, býö ég ykkur hjartanlega velkomin." Síðan hófst boröhald. Þjónar báru fram aöalréttinn og fékk þá stjórnarformaöurinn ekki fyrstur matinn á diskinn sinn. Matthías Bjarnason, alþingismaöur, fékk sinn disk talsvert á undan Eggerti. Þegar Eggert sá þetta, kallaöi hann til Matthíasar: „Hvaö er þetta, sem boriö er fyrir okkur?" „Mér sýnist þaö vera önd," svaraði Matthías. Þá sagöi Eggert: „Þaö var svo sem auövitaö, aö hann byöi ekki upp á landbúnaöarafurö- irl" jOLÍUBRYGGJAN UppfyllinKarefninu sturtað í prammann við IngólfsgarA. Myndir Mbl. Guðjón. 83.500 rúmmetr- ar af fyllingarefni „Á/ETLAÐ fyllingarefni i oliubryggjuna er 83.500 rúmmetrar. Þar af fara 28.500 rúmmetrar í grjótvörnina,“ sagAi Vignir Albertsson, byggingarfræAingur hjá Reykjavikurhöfn, í samtali viA blaAamann. Nú er veriA aA gera 250 metra langa oliubryggju, sem verAur viAlega fyrir oliuskip í strandferAum. Hafist var handa nokkru fyrir áramót og á aA Ijúka verkinu i sumar. Áætlaöur kostnaður viö verkið nemur 740 milljónum gkróna. Prammi sá sem Grettir hefur mokað í er notaður til að flytja efni í fyllinguna. Efnið er flutt á vörubílum í prammann við Ing- ólfsgarð og síðan er siglt með grjótið út að olíubryggjunni. Allt fyllingarefni og stór hluti grjót- varnarinnar er tekinn úr grunni Landsmiðjunnar við Skútuvog. „VIÐ cyðum einkum rottum, dúfum og villiköttum en erum lausir viA skordýrin,“ sagði Ásmundur Reykdal. verkstjóri hjá meindýraeyðingu Reykjavík- urborgar í spjalli við blaðamann í vikunni. en að jafnaði starfa fimm menn viö meindýraeyð- ingu hjá horginni. MeindýreyA- ingin heyrir undir borgarlækn- isembættið en hreinsunardeild gatnamálastjóra var falin fram- kvæmd. „Ég held, að ástandið í þessum málum setnokkuð gott nú. I>á ályktun dregteg af kvörtunum. sem okkur berast og það tel ég gefa nokkuð góða mynd. Kvörtunum hefur fækkað um það bil helming á nokkrum árum. Á siðasta ári fengum við um 1100 kvartanir,“ sagði Ás- mundur. „Við reynum að vinna fyrir- byggjandi aðgerðir eins og kostur er. Dreifum eitri fyrir rottur í fjörur þar sem önnur dýr komast ekki að og þetta hefur gefið allgóða raun. Þá komum við fyrir eitri í alla brunna Reykjavíkur- borgar á síðastliðnu ári, 3000 talsins og það var mikið verk. Ekki ber mikið á rottum nú í miðbænum, en í þeirra stað hefur músin orðið meira áberandi en mun erfiðara er að fást við hana. Þær eru fleiri saman á svæði og smjúga betur. Við notum einkum Þemsi, sógöu þeir, er toringi villikatt- anna í Laugarásnum og hann sýndi búrinu engan áhuga. Myndir Mbl. Guðjón. Asmundur Reykdal, verkstjóri. * *: „ / m íí* ■ < x * * s»‘' .l'W t ■*' • ,.4j ■■■■ it ,. Eftir aö tveir kettir höfóu látið glepjast í gildruna hafa hinir ekki litiö viö. Stærstu rottumar á við ketti gildrur fyrir mýsnar en einnig ur. Árangur af herferð gegn músum er lengur að koma í ljós en gegn rottunum. Hitt er svo, að fólki stendur meiri stuggur af rottum, enda geta þær verið mikill skaðvaldur, að ekki sé talað um hversu geigvænlegur smitberi rottan er. Það vill bera á rottugangi þar sem jarðvegur hefur verið mýr- lendi og er að þorna. Rör vilja þá brotna og rotturnar grafa sér leið upp á yfirborðið. I kjölfarið vilja rörin svo stíflast vegna jarðvegs- ins, sem ofan í þau berst." Nú heyrast alls konar tröllasögur af rottum en hve stórar hafa þær stærstu verið, sem þið hafið komist í kynni við? „Þær stærstu, frá haus til hala, voru 42 senti- metrar. Eins og kettir og þær vógu eitthvað um hálft kíló. En slík stærð heyrir til undantekn- inga.“ Þið útrýmið fleiru en rottum. Axel Guðmundsson, starfsmaöur í meindýraeyöingunni eitrar fyrir rottum í fjörunni. „Já, við þurfum að halda dúfna- stofninum innan vissra tak- marka. Við notum einkum svefn- lyf á dúfur og erum þá einkum á ferðinni þegar fólk er almennt ekki á ferli. Einnig skjótum við dúfur með riffli með hljóðdeyfi þar sem því verður við komið. Það má ekki eitra fyrir dúfurnar, aðeins svæfa þær. Þá reynum við að halda villi- köttum í lágmarki. Það vilja myndast flokkar villikatta og nú erum við að fást við villikatta- flokk í Laugarásnum. Þeir eru eitthvað á milli 15 og 30. Við veiðum þá í gildrur, en þeir eru fljótir að sjá við þeim. Yfirleitt nást ekki nema einn til tveir í gildru. Hinir sjá við gildrunum eftir það. Þá þarf að skjóta þá en þegar við beitum skotvopnum, þá teflum við aldrei í tvísýnu. Ef við erum ekki fullkomlega öruggir um að hæfa kött, þá skjótum við ekki.“ Hvað um svartbakinn. Hafið þið stuggað við honum. „Já, fyrir nokkrum árum skaut ég svart- baka á haugunum við Gufunes. Þeir voru orðnir svo ágengir við menn, að til óþæginda var. Þeir voru fljótir að kvekkjast og hafa sig á brott en nú eru eitthvað um 4 þúsund svartbakar skotnir ár- lega. Svartbakurinn er alveg horfinn af haugunum. Verkstjóri þar hefur nú byssu en það sem skiptir ekki minna máli er, að jafnóðum er rutt yfir úrgang, þannig að matarkyns er ekki að hafa. Og rottur eru nú engar lengur á haugunum en áður fyrr voru þær landlægar á stöðum sem sorphaugum. En eftir að við hófum mikla herferð fyrir nokkr- um árum gegn rottum á haugun- um við Gufunes, hafa þær alveg horfið enda ekki matarkyns að hafa eftir að farið var að ryðja yfir úrganginn," sagði Ásmundur Reykdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.