Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 2 3 Jákvæðar tillög- ur að væntanleg- um samningum - segir utanríkisráðherra um tillögur sátta- nefndar um auðlindir við Jan Mayen Á þossu korti má sjá svæðið er tillogurnar taka til ok er skyKgða svseðið aflanga það sem mestar líkur eru taldar á að verðmæti finnist. Á FUNDI með fréttamönnum í gær kynntu ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra, Hans G. Andersen sendiherra og Hann- es Hafstein tillögur sátta- nefndar varðandi skiptinRU Is- lands ok Noregs á nýtingu auðlinda við Jan Mayen. I Oslóarsamkomulaginu um fisk- veiðiréttindi við Jan Mayen, sem undirritað var fyrir rúmu ári, var sérstakri sáttanefnd falin þessi tillögugerð, en niður- stöðurnar hafa nýlega verið kynntar ríkisstjórnum land- anna. sem munu nuta þær sem viðræðugrundvöll til endanlegs samkomulags um þessi mál. Hans G. Andersen sat í sátta- nefndinni fyrir Islands hönd og Jens Evensen af hálfu Norð- manna, en oddamaður var Elliot L. Richardson. Hans G. Ander- sen sagði að í fyrstunni hefði nefndin fengið jarðeðlisfræðinga frá ýmsum löndum til að taka saman upplýsingar um land- grunnið við Jan Mayen, en lítið hefðu menn vitað um hugsan- legar auðlindir þess. Voru niður- stöður þeirra m.a. þær, að hugs- anlega væri þar nýtanlega olíu eða gas að finna, en fá yrði nánar úr því skorið með marg- háttuðum rannsóknum, sem ráð- gert er að taki allt að 9 árum. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Norðmenn annist þessar frumrannsóknir og greiði af þeim allan kostnað finnist þar engin verðmæti. Sé hins vegar útlit fyrir nýtanlegar auðlindir yrði olíufyrirtækjum boðið að rannsaka frekar og myndu þau þá fá 50% hlutdeild í þeim og Norðmenn og Islendingar 25% hvor þjóð. Líkur eru taldar á olíu, en öll tormerki á vinnslu hennar miðað við núverandi tækniþekkingu, m.a. þar sem hún er sennilega á miklu dýpi. Svæðið við Jan Mayen, sem um er að ræða er sunnan við eyna og eru um 12000 ferkílómetrar þess innan 200 mílna lögsögu Islands og 32000 utan hennar, en því nær sem dregur Jan Mayen eru meiri líkur taldar á verðmætum. Tillögur sáttanefndarinnar voru samtimis kynntar frétta- mönnum í Noregi og sagði Ólaf- ur Jóhannesson að íslenska rík- isstjórnin og þingflokkar hefðu litið á tillögurnar sem jákvæðan umræðugrundvöll fyrir sam- komulagi milli þjóðanna. Ríkis- stjórnirnar eru ekki bundnar af tillögunum og eru nú framundan samningaviðræður og kvað Ólaf- ur hliðsjón verða hafða af þess- um tillögum. Hans G. Andersen, Ólafur Jóhannesson, Hannes Hafstein og Berglind Ásgeirsdóttir kynntu tillögur sáttanefndarinnar fyrir fréttamönnum í gær. I.jósm. Rax. 255 m.gkr. tap hjá Hafskip á síðasta ári: Yerðlagsstefna yfirvalda og gengisþróun aðalorsakir - segja forráðamenn félagsins HARÐNANDI samkeppni, óhag- stæð gengisþróun og verðlags- stefna opinberra yfirvalda eru helstu ástæður 255 milljón gkr. taps Hafskips hf. er varð á síðasta ári, en upplýsingar þess- ar komu fram á aðalfundi félags- ins, sem haldinn var i gær. Afskriftir voru 448 m.gkr. og veltan nam 9.088 milljónum og tvöfaldaðist frá árinu áður. Albert Guðmundsson stjórnar- formaður Hafskips og fram- kvæmdastjórarnir Björgólfur Guðmundsson og Ragnar Kjart- ansson gerðu grein fyrir starfsemi og fjárhag félagsins. Kom m.a. fram, að áætlunarkerfið hefur mjög verið aukið og eru hafnar vikulegar siglingar á Norðursjáv- arhafnir, fjölgað hefur verið við- komustöðum á Norðurlöndum og fastar áætlunarferðir teknar upp til Ameríku. Þá siglir Hafskip einnig til Finnlands og Póllands. Pélagið rekur nú 7 skip og hafa tvö af eldri skipunum verið seld og tvö ný keypt í þeirra stað. Auk fjölhæfniskipa gerir félagið nú tilraunir með sérhannað gámaskip og pallaskip með hliðaropi og vörulyftu. Unnið er nú að víðtækri áætlun um aðhald kostnaðar og er stefnt að 5 til 7% raunlækkun rekstrarkostnaðar á árinu 1982. í máli forráðamanna Hafskips kom fram, að gengisþróun á síð- asta ári hefur verið mjög óhag- kvæm verslunarútgerðinni þar sem milli 75 og 80% skulda útgerðanna séu í erlendri mynt. Hækkaði gengi Bandaríkjadals um 58% á móti 24% árið 1979 og jókst gengistap úr 8,7% af raun- tekjum í 13,6% og nam 1.238 m.gkr. Verðlagsstefna opinberra yfirvalda var gagnrýnd og bent á að 1980 hefðu kostnaðarhækkanir verslunarskipaútgerðarinnar numið milli 15 og 20% í erlendum gjaldeyri, en aðeins fengist 4% meðaltalshækkun flutningataxta. Þá kom fram, að eðlilegt væri að rekstrargreinin tæki á sig nokkrar hækkanir, sem hægt væri að mæta með hagræðingu. Niður- skurður hækkunarumsókna fram yfir það bryti hins vegar í bága við heiðarlegar leikreglur og væri óviðunandi að félagi i mikilli rekstrarlegri sókn væri úthlutað rekstrartapi með stjórnvaldsað- gerðum. Frá aðalfundi Ilafskips i gær. Albert Guðmundsson stjórnarformaður er i ræðustól. I.jósm, Emiha. Lokasýning á Haustinu i Prag í fyrrakvöld: Rætt um skoðanakúgun að lokinni sýningu „ÞAÐ FÓRU fram panelum- ræður uppi á sviði að lokinni síðustu sýningu á Haustinu i Prag, sem fram fór í fyrra- kvöld,“ sagði Helgi Skúlason. leikari, í samtali við Morgun- hlaðið, en Helgi leikstýrði verkinu. Sagði hann að þennan dag hefði Amnesty International átt afmæli og svo vel hefði tekist til að Sakharov ætti einnig afmæli þennan dag. „Friðrik Páll Jónsson, frétta- maður, stjórnaði umræðunum, en í þeim tóku þátt Árni Bergmann, Margrét Bjarnason og ég,“ sagði Helgi. Helgi sagði, að spjallað hefði verið vítt og breitt um sýninguna sem fjall- aði algerlega um andófsmenn í Tékkóslóvakíu og ennfremur hefði verið rædd skoðanakúgun hvarvetna í heiminum. Helgi sagði að þessi mál hefðu bæði verið rædd á sviðinu og af fólki í salnum, en fullt hús var á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.