Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981
Dómsmálaráðherra á Alþingi:
Hópur Islendinga
hefur framfæri
af f iknief nasölu
Þingfréttir í stuttu máli
Talsmenn orkufrumvarpsins
Skúli Alexandersson. þingmaður Alþýðubandalansins, sem mælti
fyrir nefndaráliti stjórnarliða um samþykkt orkufrumvarps
ríkisstjórnarinnar, ok Hjörleifur Guttormsson, orkuráðherra, sem
lagði fram frumvarpið, einnig úr Alþýðubandalagi.
50 nýir íslendingar
úr öUunt heimshornum
Fullvinnslugjald á grásleppuhrogn
„Þegar fíkniefnaneysla breidd-
ist út í Evrópu og til Norðurlanda
milli áranna 1960—1970 þótti
sýnt, að siík efni hlytu einnig að
berast til Islands, þótt síðar yrði.
Var hafist handa um laga-
breytingu árið 1968 á ópíumlögun-
um gömlu, svo að þau næðu yfir
fleiri efni, og árið 1970 var varsla
fíkniefna gerð refsiverð og refsi-
rammi hækkaður. Um þetta leyti,
þ.e. 1969—1970, fóru fíkniefni að
berast til landsins.
Lögreglan í Reykjavík og ýmsir
áhugaaðilar, einkum Kiwanis-
klúbburinn Katla, stóðu að því að
fá hund til hassleitar árið 1971.
Var hundurinn við leitir allt fram
til ársins 1977, en þá var honum
fargað. Árangur af leit bar ágæt-
an árangur, einkum framan af, og
tilvist hundsins skapaði geysimik-
il almenn varnaðaráhrif.
Dómsmálaráðuneytið sendi öll-
um lögreglustjórum landsins bréf
árið 1971 og hvatti til aukinnar
aðgæslu og löggæslu með fíkniefn:
um og samstarfs á því sviði. í
ársbyrjun voru tveir lögreglu-
menn í Reykjavík settir í það
verkefni að sinna fíkniefnamálum
einvörðungu. Smám saman hefur
fjölgað lögreglumönnum sem
starfa að þessum málum og nú er
starfandi sérstök deild að þessum
málum við lögreglustjóraembætt-
ið í Reykjavík. Einnig er starfandi
einn lögreglumaður í Keflavík,
sem eingöngu sinnir þessum mála-
flokki.
Ríkisstjórnin ákvað árið 1970 að
setja samstarfshóp og árið 1972,
þegar hann lauk störfum, var,
samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar, skipuð önnur samstarfs-
nefnd með það hlutverk að sam-
ræma og stjórna aðgerðum af
ríkisins hálfu. Nefnd þessi, sem
skipuð er fulltrúum dóms-, heil-
brigðis-, menntamála- og
fjármálaráðuneytis, var endur-
skipuð á sl. ári.
Árið 1972 varð fíkniefna vart i
talsverðum mæli og tókst að
upplýsa mörg þeirra mála. Þá
ákvað þáverandi dómsmálaráð-
herra, Ólafur Jóhannesson, að
beita sér fyrir að setja á fót
sérdómstól til að sinna málum af
þessu tagi. Með lögum nr. 52 1973
var stofnað til embættis sakadóm-
ara í ávana- og fíkniefnamálum.
Ekki er talin ástæða til að rök-
styðja hér sérdómstól þennan.
Töluverður hópur íslendinga
hefur dvalist erlendis, aðallega i
Danmörku og Svíþjóð, sem hefur
framfæri sitt af því að kaupa
fíkniefni í suðlægari löndum eða
Hollandi og selja þau síðan i
Danmörku eða Svíþjóð og jafnvel
að nokkru leyti á Islandi. Hluti
þessa fólks hefur ánetjast sterkari
efnum og mikil hætta er tengd
heimkomu þessa fólks. Allnokkrir
úr hópnum hafa náðst og verið
dæmdir, og hafa setið í fangelsum
bæði erlendis og hér á landi.
Ráðuneytið hefur miklar
áhyggjur varðandi þróun þessara
mála. Á sl. ári var lögreglustjór-
anum í Reykjavík skrifað bréf og
óskað eftir tillögum um eflingu
löggæslu og varna á sviði ávana-
og fíkniefnamála. Með bréfi dags-
ettu í júlí á sl. ári lagði hann fram
margþáttaðar tillögur. Lögreglu-
stjóri bendir á nauðsyn náinnar
samvinnu lögreglu- og tollyfir-
valda og nefnir sérstök námskeið
Stóraukið
framboð eitur-
lyf ja á íslenzk-
um markaði?
SigurlauK Bjarnadóttir
(S) vakti athygli á því utan
dagskrár á Alþingi í fyrra-
kvöld að framboð á eitur-
lyfjum færi vaxandi, dreif-
ing slíkra efna væri að
verða að harðsvíruðum „at-
vinnuvegi** sem velti jafnvel
milljörðum gkróna. Spurði
hún dómsmálaráðherra um
stöðu þessara mála í dag og
hver hefðu verið og yrðu
viðbrögð stjórnvalda gegn
þessari vá. Svar Friðjóns
Þórðarsonar, dómsmálaráð-
herra,fer hér.
sem haldin hafa verið og haldin
verða í lögregluskóla ríkisins um
þessi mál. Þá nefnir hann einnig
þörf þess að halda áfram á þeirri
braut að senda lögreglumenn utan
til að kynnast starfsaðferðum
lögreglunnar þar.
Varðandi eflingu á starfsemi
fíkniefnadeildar lögreglustjór-
aembættisins lagði hann til eftir-
farandi:
1. „Ráðinn verði löglærður full-
trúi til að stjórna rannsókn
mála.“
Heimild fékkst fyrir fulltrúan-
um, og skömmu fyrir síðustu
áramót var ráðinn til starfa ólaf-
ur Jónsson, fyrrv. tollgæslustjóri,
sem einnig hafði starfað sem
fulltrúi lögreglustjórans um ára-
bil.
2. „Tala lögreglumanna verði auk-
in um þrjá.“
Heimild fékkst á fjárlögum
fyrir þremur nýjum starfs-
mönnum við fíkniefnadeild.
3. „Þjálfaðir verði einn eða tveir
hundar til leitar að fíkniefn-
um.“
Snemma á þessu ári voru fest
kaup á einum fíkniefnaleitarhundi
í Danmörku og hlaut hundurinn
svo og iögreglumaðurinn, sem
stjórnar honum, þjálfun hjá
dönsku lögreglunni. Vegna skil-
yrða um sóttkví hefur enn ekki
verið unnt að láta hundinn hefja
leit, en þess er skammt að bíða að
hann komist í gagnið.
4. „Aflað verði aukins tækjabún-
aðar.“
Með bréfi, dags. 20. maí 1981,
hefur lögreglustjórinn sundurlið-
að hvaða tækjabúnað hann telur
þurfa, og mun ráðuneytið á næstu
dögum reyna eftir föngum að
verða við þeim óskum. Ásgeir
Friðjónsson var settur í maí 1973 í
dómarastöðu þessa og síðar
skipaður. Hefur einn löglærður
fulltrúi starfað við dómstólinn frá
1973 til 1977 en þá fékkst heimild
fyrir tveimur fulltrúum. Þá hefur
ritari verið starfandi, lengst af í
hálfu starfi.
Deild lögreglumanna hefur ekki
verið starfrækt við dómstólinn og
dómarinn hefur ekki verið hlynnt-
ur slíku. Hann hefur m.a. rökstutt
skoðun sína með eftirfarandi:
1. Óheppilegt að dómari hafi dag-
lega stjórn lögreglumanna.
2. Óvissa um stöðu og víðfeðmi
verkefna.
3. Þess mátti vænta að upp kæmu
umfangsmiklar rannsóknir með
fjölda grunaðra í mörgum lög-
sagnarumdæmum. Þá væri lík-
legt að tilvist slíkrar lögreglu-
deildar gerði nauðsynlega og
nána samvinnu milli embætta
flóknari en vera þyrfti.
4. Stofnun slíkrar lögregludeildar
þótti líkleg til að einangra hið
nýja embætti og virka gegn
eðlilegu frumkvæði og ábyrgð
einstakra sýslumanna- og bæj-
arfógetaembætta.
Dómstóllinn hefur aðsetur í
lögreglustöðinni í Reykjavík. Með
nánu sambýli við fíkniefnadeild
lögreglustjóra hefur áunnist
margvíslegt hagræði, m.a. mátt
sneiða hjá tvíverknaði varðandi
smæstu brotaaðila.
Fjöldi fíkniefnamála hefur stöð-
ugt aukist. Hefur reynst nauðsyn-
legt að fjölga starfsliði hjá
ríkissaksóknaraembættinu til að
mæta auknum verkefnum þar.
Flestum málum er lokið með
dómssátt, og eiga þá í hlut neyt-
endur, kaupendur, minni háttar
seljendur og að vissu marki milli-
gönguaðilar um dreifingu fíkni-
efna frá innflytjendum og stærri
dreifendum. Frá maí 1973 til
nóvember 1977 höfðu 37 aðilar
hlotið dóm, þar af 20 í óskilorðs-
bundið fangelsi.
Langmest hefur verið smyglað
af hassi gegnum árin, þ.e. canna-
bisefnum. Á árunum 1973—’74
barst nokkuð magn af LSD-töfl-
um, en þeirra gætir litið nú orðið.
Amfetamíni er smyglað í vaxandi
mæli og kókaíns er einnig farið að
gæta.
Það er ljóst að þróunin hér á
landi er með líku móti og annars
staðar, stigvaxandi, þannig að
hass er byrjunin en síðan koma í
kjölfarið önnur og sterkari efni.
Enn sem komið er hefur lítið
borist af ópíum, heróíni og morf-
íni til landsins, en allar horfur eru
á að þessi efni berist fyrr en síðar
til landsins.
En reynslan hefur sýnt, að
verulegs tækjabúnaðar er þörf til
að unnt sé að vinna að uppljóstran
fíkniefnamála.
Þá hefur verið í undirbúningi í
ráðuneytinu um alllangt skeið
áætlun um það, hvernig heppi-
legast sé að efla fræðslu, aðallega
fyrir ungmenni, um skaðsemi
fíkniefna. Ljóst er að gera þarf
stórátak hvað þetta snertir, og
þess er skammt að bíða að sam-
starfsnefndin úm fíkniefnavanda-
málið reki smiðshögg á áætlun um
fræðsluherferð."
• — Fimmtíu og einn íslend-
ingur bættist í þjóðarhópinn er
Alþingi samþykkti frumvarp til
laga um veitingu ríkisborgara-
réttar í fyrradag. Fæðingarstað-
ir viðkomenda voru m.a.: Tyrk-
land, V-Þýzkaland, Bandaríkin,
England, Frakkland, Spánn,
Færeyjar, Líbanon, Noregur,
Danmörk, Japan, Finnland,
Kanada, Ástralía, Pólland, Sov-
étríkin, Kolumbía.
• — Samþykkt hafa verið lög
um lagmetisiðnað og Þróunar-
sjóð lagmetis. Tekjur þróunar-
sjóðs eru m.a. fullvinnslugjald af
grásleppuhrognum „skal falla
niður 1. apríl 1982“.
• — í fyrstu grein frumvarps
um loðdýrarækt segir: „Loðdýr
nefnast í lögum þessum öll þau
dýr, sem ræktuð eru eða alin
vegna verðmætis skinnanna ein-
vörðungu eða aðallega. Land-
búnaðarráðherra sker úr ágrein-
ingi um, hvort dýrategund skuli
teljast loðdýr eða ekki.“ í þriðju
grein stendur m.a.: „Eigi má
flytja loðdýr til landsins, nema
þau eða foreldrar þeirra hafi
hlotið verðlaun á loðdýrasýningu
eða þau séu af viðurkenndu góðu
kyni að mati Búnaðarfélags ís-
lands."
• — Bílbeltamálið kom til um-
ræðu í neðri deild í gær og urðu
þar nokkrar deilur um réttmæti
þess að lögskylda notkun bíl-
belta. Frumvarp þetta stefndi þó
hraðbyri að lögum síðdegis í
gær.
• — Sama má segja um stjórn-
arfrumvarp um sjóefnavinnslu á
Reykjanesi, sem ýmsum þing-
mönnum þótti ekki nægilega vel
að staðið í undirbúningi í þing-
inu, fyrst og fremst vegna þess
hve seint það var fram lagt á
Alþingi. Þó mun stefnt að því að
þetta frumvarp, sem og frum-
varp um steinullarverksmiðju og
stálbræðslu fái lagagildi fyrir
þinglausnir í dag.
• — Þá urðu nokkrar deilur
um tekjuöflunarleiðir fyrir
framkvæmdasjóð aldraðra.
Þingnefnd lagði til 100 króna
gjald á skattgreiðendur en aðrir
vildu binda tekjustofninn við
ríkisframlög á fjárlögum. Þá var
gagnrýnt að fyrirtækjum, stór-
um og smáum, skyldi ekki ætlað
að bera stærri framlög en ein-
staklingar.
• — Deilu þingdeilda um heiti
frumvarps (landakaupasjóður
eða landkaupasjóður vegna
kaupstað og kauptúna) er lokið
með sigri efri deildar og nafns-
ins landkaupasjóður. Alexander
Stefánsson (F), framsögumaður
félagsmálanefndar neðri deildar,
kunngerði uppgjöfina úr ræðu-
stól á Alþingi í gær — og er
fullvíst talið að þessi landkaupa-
sjóður fái lagagildi með því
nafni.
• — Stefán Jónsson (Abl) lét
að því liggja í þingræðu að það
væri „alger óhæfa", hve lítinn
tíma iðnaðarráðherra ætlaði Al-
þingi að fjalla um svokölluð
verksmiðjufrumvörp, en iðnað-
arnefndarmenn (efri deildar)
hafi ekki talið sig geta borið
ábyrgð á frumvörpunum í þeirri
mynd, sem þau voru lögð fram.