Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 31 Svar tll Bjarna, Inga og co: Spennið beltin og lifið heilir lausum yfir axlirnar án þess að setja þau í læsingu, og litia trú hef ég á, að landinn verði eftirbátur í þessum efnum. Ég hygg að hin stóru og tíðu umferðarslys stafi fyrst og fremst vegna umferðar- lagabrota í einni eða annarri mynd. Ef svo er, hvað munar þá þessa sömu menn um að brjóta eina regluna til viðbótar með því að spenna ekki beltin? Bjargast án bílbelta 15. maí er viðtal við Jón Svav- arsson, þar segist hann aldrei stíga upp í bíl án þess að spenna á sig belti. Varðandi þessa yfirlýs- ingu, þá myndi ég fagna því að sem flestir tækju hann sér til fyrirmyndar af frjálsum vilja, en vegna hinna, sem stafar hætta af lögleiðingunni, þá er ég andvígur henni. Þá spyr Jón, hvort við andmæl- endur lögleiðingarinnar gætum sannað að slys hafi orðið af völdum notkunar á beltum. Stórt var spurt, en lítið svar. í fjöida tilfella hafa menn bjargast lítt sem ekkert slasaðir vegna þess að þeir voru ekki festir við bílinn. Vart þarf að svara Jóni þessu frekar, því svo vill til að á sömu opnu í Morgunblaðinu og viðtal hans er eru frásagnir tveggja aðiia, auk fjölda annarra sem ekki eru hér tilgreindir, sem hafa lent í lífsreynslu-umferðaróhappi en sluppu blessunarlega vel, að beggja áliti vegna þess að þeir voru óbundnir við bílinn. Ég vil undirstrika að gefnu tilefni að því fer fjarri að ég amist við því að bílbelti séu notuð af þeim sem þess óska af frjálsum og fúsum vilja, og svo held ég að sé einnig með aðra sem eru andvígir lögleiðingunni. Ég lít svo á eins og áður hefur komið fram hjá mér að lögleiðing á notkun beltanna sé það stór ábyrgðarhluti að það svari til tortímingar á óákveðnum hópi í tilnefndum tilfellum. I þann mund sem ég er að skrifa þetta heyri ég í sjónvarpsfréttum að allsherjarnefnd Alþingis hefi samþykkt að skyldunotkun bíl- belta verði upptekin á komandi hausti. Svo allt bendir til að þið lögleiðingarmenn getið farið að gleðjast. En „að kvöldi skal dag lofa“. Ég vona það eitt að verði þetta frumvarp að lögum megi það til góðs verða, og eru það mín lokaorð í þessu máli. 15. mai 1981. eftir Ómar Ragnarsson Ég er pennalatur maður, en ætla samt að kvitta fyrir orðsend- ingar tii mín á síðum dagblaða síðustu vikuna, vegna bílbelta. Mönnum verður enn tíðrætt um, að skyldunotkun bílbelta séu þvingunarlög og líkja þessum lög- um við áfengisbann. Hér er ólíku saman að jafna, því að áfengis- bann hefur alls staðar mistekist, bæði hér á landi og erlendis, en skyldunotkun bilbclta hefur hins vegar alls staðar gefist vel, enda ólíkt einfaldara mál og fær betri hljómgrunn, svona álíka og stöðvunarskylda á vissum gatna- mótum. Skyldunotkun bílbelta er nefni- lega ákaflega eðlislík skyldustöðv- un bíla við ákveðin gatnamót á þann veg, að í stað þess, að hverjum og einum sé það í sjálfs- vald sett að meta það, hvort hann þurfi að stöðva við gatnamótin, er hann skilyrðislaust skyldur að stöðva bílinn, jafnvel, þótt engin önnur umferð sé. Þetta er auðvit- að skerðing á frelsi og tímatöf, en þó nauðsynleg i ljósi reynslunnar og virt, eins og önnur skynsamleg umferðarlög, t.d. um umferðar- ljós. Ingi Bergmann segir, að ég afneiti því, að bílbelti geti verið til óþurftar. Þetta er ekki rétt. Ég sagði í grein minni um daginn, að þau gætu verið til óþurftar í einstaka tilfellum, líkt og lyf, uppskurðir og margir góðir hlutir gætu verið. Það væri hins vegar miklu sjaldnar, sem slíkar undan- tekningar ættu sér stað heldur en menn hylltust stundum til að halda. Bjarni, vinur minn, Pálmason tekur sem dæmi um að öryggis- belti geti verið til óþurftar, að nokkrir leikmenn Manchester Un- ited, sem sátu aftast í flugvélinni, sem fórst í Munchen 1958 hafi kastast út úr vélinni og lifað af, einir farþega. Ekki sýnist mér þetta iiggja ljóst fyrir, því að staðreynd er, að allir þessir menn voru með beltín spennt. En ég hringdi í Bjarna og spurði hann, hvort hann væri með þessu dæmi að segja, að verra væri að nota belti í flugvélum og betra að gera það ekki. Nei, sagði Bjarni, beltin eru nauðsynleg í flugvélum svo að fólk kastist ekki til og frá, þegar vélin lendir í ókyrrð. Ég bið menn að hugleiða, hvað þetta svar þýðir. Það þýðir það, að vegna þess. hve beltin veita mikla slysavörn, eins og reynsla hefur ljóslega sannað, þá ber að nota þau, jafnvel þótt i einhverj- um örfáum undantekningartil- fellum geti það verið til óþurftar. Bjarni niinn: Það er þetta, sem við erum að segja, sem viljum lögleiða skyldunotkun bílbelta. Við teljum skyldunotkun bil- belta ekki meiri frelsisskerðingu og jafn sjálfsagðan hlut og þá skyldunotkun öryggisbelta i fiugvéium sem komin er á raun. Munurinn er aðeins sá, að marg- falt fleiri mannslíf bjargast og fleiri meiðslum er afstýrt með notkun bilbelta en notkun örygg- isbelta i flugvélum. Dæmin, sem nefnd eru um það, að fólk hafi bjargast betur án beltanna, finnst mér ekki sann- færandi, og ömurlegt er að sjá gamlan og úreltan misskilning, sem óð uppi í nágrannalöndum okkar fyrir mörgum árum um það, hve bílbeltin væru hættuleg, blómstra nú hér á síðum blaðanna. Góð reynsla af lögleiðingu belt- anna hefur fyrir löngu þaggað þessa gagnrýni niður erlendis, enda gera menn sér ljóst, að meiðsli, sem menn hafa viljað kenna bílbeltunum, hafa oftast orðið þrátt fyrir þau en ekki vegna þeirra, og að mun verr hefði farið, ef þeirra hefði ekki notið við. I lúsaleit sinni að undantekn- ingartilfellum, sem sanni ógagn bílbelta, nefnir Bjarni Pálmason það álit bandariskra lækna, að slæmt sé fyrir ófrískar konur að nota þau, en það stangast á við niðurstöður lækna i öðrum lönd- um. Ómar Ragnarsson Hér er ég hræddur um, að alhæft sé meira en stoð eigi í veruleikanum. Ég vitna í álit bandarísku samtakanna „The Am- erican Association for Automotive Medicine", sem mælir með því að barnshafandi konur noti bílbelti og leggst gegn undanþágum þeim til handa. Samtökin leggja einnig til, að læknar, sem ráðleggi barns- hafandi konum að nota ekki belti, geri það á eigin ábyrgð, sem þýðir hættu á skaðabótamáli á banda- ríska vísu. Og hvers vegna? vegna niður- staðna rannsókna, sem sýna, m.a. að sexfalt meiri líkur eru til þess, að ófrísk kona slasist við að hendast út úr bíl við óhapp heldur en ef hún er í bílnum, og að í meiri háttar árekstrum eru tvöíalt meiri líkur á að hún deyi, ef hún notar ekki bílbelti. Svipað gildir um hættu á fósturláti. Bjarni bendir á, að á meira en níutíu kílómetra hraða verði bíl- beitin gagnslaus. Þetta er eflaust rétt, ef biílinn skellur á öðru farartæki, kletti eða húsi á svona miklum hraða. Þá eru menn í hættu, þrátt fyrir beltið. en ekki vegna þess. Oftast er þó um það að ræða, ef óhöpp verða á þessum hraða, að stórlega hefur dregið úr hraðanum, þegar og ef bíllinn fær á sig mikið högg, og í þeim tilfellum og einnig, ef biilinn veltur, gerir beltið gagn. Bjarni minn: Hér notar þú enn undantekningartilfelli til alhæf- ingar, eða hvað heldur þú, að mörg prósent íslenzkra bíla séu á þess- um hraða á hverjum tíma? Og veistu ekki, að nær öll banaslysin verða á minni hraða en þessum, allt niður í 30 km hraða? Og hvað heldur þú að mörg prósent ís- lenzkra séu hverju sinni á ferð á þeim stöðum, þar sem „séríslenzk- ar aðstæður" eru, á vegum í bröttum skriðum? Ætli það sé ekki vel innan við eitt prósent. Á það að koma í veg fyrir, að hin 90 prósentin noti beltin? Ég reikna með, að tilslökunin í frumvarpinu um bílbeltin, sem gerir ráð fyrir undantekningum frá skyldunni við þessar aðstæður, sé gerð til þess að skapa samstöðu um þessi mál, og ég tek það fram, að undantekningarákvæðið verður ekki bundið við þrjá eða fjóra slíka vegi, eins og ég hafði fregn- að, heldur er það almennt orðað. Það er ýmislegt skondið í for- dómum gagnvart bílbeltunum. Menn tala um að vera „fjötraðir" niður, en samt eru bílar almennt framleiddir nú með rúllubeltum, sem gera afreksömmum kleift að færa sig til í rólegheitunum og sinna öðrum farþegum, ef á þarf að halda. Og ýmist segjast menn bara spenna beltin utanbæjar, eða þá að sagt er, að vegna „sérís- lenzkra aðstæðna" eigi alls ekki að nota þau utanbæjar, heldur frekar í bæjarumferð! En bréfaskriftir ykkar, Bjarni minn, ísólfur, Ingi og co. eru þakkarverðar; umræða um þessi mál er gagnleg, því að tómlæti er versti óvinur framfaranna. Látið ykkur nú segjast, spennið beltin og lifið heilir! fyrir sér. Ég fyrir mig er sann- færður um það af rökstuddum grundvallarástæðum, sem ég hef gert grein fyrir í annarri grein. Hvað er rétt og hvað er rangt verður alltaf afstætt og fer eftir einstaklingum, hópum og heilum þjóðum. Ef einn á að apa eftir öðrum í þeim efnum er hægt að sleppa allri hugsun um rétt eða rangt, eða bara yfirleitt að hugsa. Með bilbeltafrumvarpinu er verið að reyna að flytja inn slíkt staðlað mat. Ég leyfi mér að ætla, þó ég hafi enga sérfræðinga eða tölur mér til fulltingis, að það sé hlutfallslega miklu meiri and- staða gegn skyidunotkun beltanna hér en var í þeim löndum þar sem lögleiðingu hefur verið komið á, Sviss ekki undanskilið (51,6% með, 48,4% á móti). Og er þessi andstaða einhver tilviljun? Ég held ekki, af ástæðum, sem of langt mál yrði að rekja hér. Ég gef lítið fyrir sannfæringu Eiðs Guð- nasonar „um að þeir (sem skrifað hafa gegn lögleiðingu) hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel“. Eiði væri velkomið að glugga í þá stafla af skýrslum, ritum og úr- klippum, sem eru hérna í kringum mig. 4. Ágætur fyrrverandi „kollega" þinn sagði eitthvað á þá leið, að þegar hagræða þyrfti sannleikan- um eða fá æskilegar niðurstöður þá væri vitnað í tölur og sérfræð- inga. Ingi Bergmann Þú vitnar í niðurstöðutölur, sem byggjast á líkindaspá. Hverjum leyfist ekki að efast um þær sem góða og gilda 4. „staðreynd" eða rök — frá tölulegu eða „prinsip"- sjónarmiði — fyrir lögleiðingu. 5. Ég hef lesið nýja bæklinginn og þann eldri um bílbelti o.fl. frá embætti landlæknis. Það fer ekki hjá því, að þar er ýmsan fróðleik að finna. En það breytir engu um þá staðreynd að þar er um ein- hliða túlkun (áróður) að ræða um ágæti bílbeltanotkunar, en þagað yfir ýmsum óþægilegum stað- reyndum, til þess að afla lögleið- ingu beltanna fylgis. Síðan vitn- arðu í bæklinginn. „Árið 1980 létust 25 manns i umferðinni, 711 slösuðust." Umferðarráð spáði að 30 mundu farast það árið (frávik 16%). Svo við sjáum að talnaspám verður að taka með varúð. Hvar koma beltin inn í töluna 25? Við gætum frætt almenning á því að af þessum 25 látnu voru 9 gang- andi vegfarendur, 2 á vélhjóli, 11 ökumenn og 3 farþegar. Hvar og hvernig koma bílbeltin inn í töl- una 14? Það vitum við hvorugur eða aðrir með neinni vissu. Um töluna 711 slasaðir gegnir sama máli. Ég kem því miður ekki auga á þá staðreynd bæklingsins, að út frá þessu megi „lækka þessar tölur um fjórðung með þessari einu aðgerð (lögleiðingu) og því beri að vinna að henni með öllum tiltækum ráðum". 6. Ég segi aðeins: Líttu þér nær maður. Innlendar staðreyndir blasa við þér. Bjarni Pálmason segist hafa sent bréf til allsherjar- nefndar efri deildar Alþingis, hvar þú ert formaður, með á annan tug rökstuddra dæma þar sem beltin verkuðu sem slysa- og dauðagildrur (Mbl. 16/5). Auk þess veit ég að sannverðugt fólk hefur sagt þér frá persónulegri umferðarslysareynslu, þar sem ekki lék vafi á, að það bjargaðist vegna þess að það var ekki spennt beltum. Jafnast engin innlend rök eða staðreyndir á við það, sem þú nefnir „staðreyndir frá erlendum rannsóknum"? 7. Vissulega er það skerðing á persónufrelsi að skylda menn til að nota beltin. Sjálfsákvörðunar- rétturinn er tekinn af þeim og um leið ábyrgðin. Og í þessu tilfelli yrði það ekki gert til þess að vernda einn eða neinn gegn hugsanlegu hættulegu athæfi annarra. Þú talar um heilbrigðiskostnað og möguleik- ann að ná honum niður. Af hverju beitir þingmaðurinn sér ekki fyrir slíku með lögleiðingu í sambandi við áfengi, tóbak, offitu o.fl. þar sem læknisfræðilegi þátturinn er óyggjandi og einnig sá sparnaðar- legi, að ætla mætti. „Svo skulum við ekki gleyma því tjóni, sem verður í umferðarslysum og engir fjármunir geta bætt — ekki öll heimsins auðæfi." Ég tek ofan fyrir Eiði Guðnasyni fyrir þessi orð og furða mig jafnframt á því að við skulum vera á öndverðum meiði í málinu. Það sem okkur er dýrmætast, heilsa, limir, lífið, það verður ekki og má ekki meta til fjár. Þess vegna er það smekk- leysa og hámark óvirðingar við sérhvern einstakling og lands- menn alla, þegar er verið að meta þetta til fjár (þeirra) og segja, að þessir hlutir séu ekki lengur einkamál þeirra. Þess vegna eigi í skjóli valds að ráðskast með einstaklingana eins og skynlausar skepnur eða farm sem reyra á við farartæki (laus farmur getur þó valdið tjóni á öðrum). Er eitthvert fyrirmyndar- siðgæði í þessu? 8. Þú segir: „Bílbeltin eru áhrifaríkasta líftrygging, sem ökumenn og farþegar eiga völ á.“ Það mætti alveg eins segja: Bíl- beltin eru áhrifaríkasta aftakan, sem ökumenn eða farþegar kunna að eiga völ á. í næstu málsgrein er ég Eiði Guðnasyni alveg sammála ... „að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar, meiðsl og dauða", en vil bæta við, án þess að valda öðrum hugsanlega þjáningum, meiðslum eða dauða. „Notkun bílbelta er ódýrasta og einfaldasta leiðin ...“ Eflaust, en eins og allar ódýrar og einfaldar leiðir („patentlausnir") í flóknum og alvarlegum vandamál- um gagnar hún ekki aðeins lítið eða ekki heldur er hún í þessu tilfelli vafasöm og hættuleg. Reykjavík, 20. maí 1981, P.S. Skukasti Baldvins Þ. Krist- jánssonar í Mbl. 19/5 sl. leiði ég ekki hugann að, hvað þá ég svari því, enda hittir það engan nema hann sjálfan. Ef maðurinn ekur í samræmi við orðbragðið, er ekki von á góðu í umferðinni. I.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.