Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981
35
Minning:
Sigurður Guðmunds-
son frá Eyrarbakka
Guðjón Jónsson, bónda og trésmiö
á Oddsstöðum, 9. desember sama
ár. Var Guðjón þá ekkjumaður
með átta börn í heimili, sum á
barnsaldri.
Fara má nærri um það hvílíkt
happ það var Guðjóni á Oddsstöð-
um og börnum hans að fá í
heimilið slíka úrvalskonu sem
Guðrún var. Hún reyndist líka
heimilinu sú stoð og stytta, að
lengi verður munað. Þurfti örugg-
lega ekki svo lítinn kjark og
dugnað til þess að axla þá byrði,
sem hún tók hér að sér. Hef ég og
sjálfur heyrt eitt barnanna minn-
ast þess, hversu vænt þeim þótti
um komu hennar í heimilið. Þau
hafa líka metið hana sem raun-
verulega móður sína og komið
þannig fram við hana, að aðdáun-
ar er vert.
Þegar hér var komið sögu Guð-
rúnar, kom það sér vel, sem hún
hafði lært til sauma og matár-
gerðar, enda var hagur margra
þröngur hér á landi um þær
mundir, og allrar hagsýni þurfti
að gæta til að framfleyta fjöl-
mennu heimili. Við þau börn, sem
fyrir voru á Oddsstöðum, bættust
svo hennar eigin börn með Guð-
jóni, fjögur að tölu, og þar að auki
tvö fósturbörn.
Guðrún var vakin og sofin frá
morgni til kvölds að sinna héimil-
isstörfum á Oddsstöðum. Meðan
börnin voru ung mun hún m.a. oft
hafa vakað lengur en aðrir á
heimilinu við að breyta og laga
hverja flík, því að þá var engu
hent fyrr en fullnýtt var. Hér
vann hún sitt hljóðláta starf svo
sem margar íslenzkar húsfreyjur
hafa gert um aldir og þannig
unnið þjóð sinni meira gagn en
margir þeir, sem meira hefur
borið á í þjóðlífi okkar.
Nokkurn búskap ráku þau hjón
á Oddsstöðum til að framfleyta
heimili sínu, og var svo nær allan
þann tíma, sem þau nutu sam-
vista. Höfðu þau bæði kýr og
hænsni. Þar sem Guðjón stundaði
smíðar um árabil og var m.a.
kunnur líkkistusmiður, hlaut mik-
ið af þessum búskap þeirra að
lenda á herðum húsfreyjunnar.
Mun hún og hafa gert það með
ánægju, enda sjálf alizt upp við öll
sveitaverk austur á Héraði.
Árið 1959 féll Guðjón á
Oddsstöðum frá eftir tæplega 37
ára sambúð þeirra hjóna. Var þá
svo komið, að Guðrún var orðin
eiii eftir á hinu áður svo fjöl-
menna og glaðværa heimili. En
börn hennar voru vissulega mörg
ekki langt undan og sum búsett á
næsta leiti. Hafði einnig órofið
samband haldizt milli allra þess-
ara heimila og gamla heimilisins á
Oddsstöðum. Þar sem allir vissu,
að Guðrún á Oddsstöðum hafði
mikla löngun til að standa sem
lengst á eigin fótum, var það
samdóma álit barna hennar, að
hún yrði um kyrrt á heimili sinu
svo lengi sem hún hefði heilsu og
þrek til. En vitaskuld gat hún
samt ekki verið þar ein. Þá var
það, að elzti sonur hennar, Ingólf-
ur, sem hafði ágæta atvinnu við
prentiðn í Reykjavík, sleppti starfi
sínu og hélt aftur til Eyja til að
búa með móður sinni. Hefur hann
æ síðan dvalizt með henni, og
verður honum aldrei fullþakkað,
hversu vel hann reyndist móður
sinni og raunar allri fjölskyld-
unni.
Þegar kom í ljós, að gamla húsið
á Oddsstöðum var of stórt fyrir
þau mæðgin og á ýmsa lund
óhentugt. Brá Ingólfur þess vegna
fljótlega á það ráð að reisa lítið
steinhús og þeim mjög hentugt í
túnfæti Oddsstaðajarðarinnar.
Þar bjuggu þau mjög vel um sig,
enda ætlaði Guðrún að eyða þar
síðustu ævidögum sínum í skjóli
Sonar síns og návist margra barna
sinna og vina. Var mikil unun að
heimsækja þau mæðgin á þetta
nýja „Oddsstaðaheimili". En þessa
heimilis biðu sömu hryggilegu
örlög og fjölmargra annarra við
eldgosið á Heimaey árið 1973.
Urðu þau mæðgin að flytjast til
Reykjavíkur þá örlaganótt með
öðrum eyjaskeggjum. Verður mér
ógleymanlegt, þegar tengdamóðir
mín kom á heimili okkar daginn
eftir. Lítil svipbrigði sáust á hinni
lífsreyndu konu, sem hafði svo
skyndilega orðið að yfirgefa heim-
ili sitt og búslóð, nær 85 ára
gömul. En hún hafði líka snemma
orðið að reyna fallvaltleik lífsins.
Nú var samt sá munur á og í
byrjun lífsgöngu hennar, að hún
var umvafin ástríkum börnum og
öðrum afkomendum sínum.
Þrátt fyrir eignamissi og háan
aldur var kjarkur Guðrúnar enn
óbugaður. Hér í Reykjavík dvöld-
ust þau mæðgin einungis stuttan
tíma, en héldu aftur til Eyja eins
fljótt og kostur var á. Hafði
Ingólfur sýnt þá ótrúlegu bjart-
sýni að festa kaup á ágætri íbúð
fyrir þau að Hásteinsvegi 62
næstum í miðju gosi. I þá íbúð
fluttust þau og bjuggu sér þar
vinalegt heimili. Undu þau sér þar
vel. Var jafngaman að heimsækja
þau þar og áður, enda hafði
Oddsstaðabragurinn í engu
breytzt.
Nú er saga Guðrúnar á
Oddsstöðum á enda eftir nær 93
ára hérvist. Auðvitað hlaut hin
tápmikla og elskulega kona að
lúta sömu örlögum og allra bíður
fyrr eða síðar.
Þeir verða örugglega margir
auk barna hennar og annarra
vandamanna, sem þakka henni að
leiðarlokum langa og góða sam-
fylgd og geyma bjartar minningar
um hana í þakklátum huga. Sjálf-
ur þakka ég henni alveg sérstak-
lega allt það, sem hún var mér og
mínum.
Blessuð veri minning minnar
mætu tengdamóður.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Fa*ddur 21. maí 1926.
Dáinn 14. maí 1981.
Þegar litið er til baka sýnist
ekki svo ýkja langt um liðið síðan
við hjónin fluttum að Hvanneyri.
Það sem markar tímann mest er
hve fátt er nú eftir af fólkinu, sem
lifði þar og starfaði haustið 1971.
Sumt er brottflutt og annað hefur
kvatt að eilífu. Mig langar í
nokkrum orðum að minnast Þór-
halls Þórarinssonar sem nú er
horfinn yfir móðuna miklu. Þótt
orð nái skammt, verður það samt
fyrst fyrir manni að stinga niður
penna og skrifa nokkrar línur sem
þakklætisvott fyrir góð kynni og
gott nágrenni i áratug.
Þórhallur var einn hinna fyrstu
sem við þurftum að leita til við
komuna að Hvanneyri og þá eins
og ætíð síðar leysti hann vanda
okkar á besta veg. Við nánari
kynningu fann ég brátt að þrátt
fyrir það að Þórhallur væri skap-
maður, þá var hann drenglyndur
og setti sanngirni ofar öðru. Hann
var einnig mikill starfsmaður og
því var það erfitt fyrir hann að
sætta sig við dvínandi starfsorku
þegar heilsu hans tók að hraka hin
síðari ár.
Örlögin höguðu því svo að við
unnum mikið saman á árinu 1980
og fann ég þá vel, þótt hann gengi
ekki lengur heill til skógar, hve
annt honum var um þann þátt
starfs síns, sem tengdist Bænda-
skólanum á Hvanneyri. Hann
benti þá á margt sem betur mætti
fara og kom með tillögur til
úrbóta. Sumt af því sem við
ræddum komst í framkvæmd,
annað flokkast undir langtíma-
verkefni sem nokkur ár tekur að
ljúka. Nú þegar leiðir skiljast er
mér efst í huga þakklæti til
Þórhalls bæði persónulega og eins
fyrir hönd þeirrar stofnunar sem
hann vann hvað mest.
Foreldrar Þórhalls voru þau
Þórarinn Sigurjónsson, síðar
bóndi í Garði í Hegranesi og
Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrun-
arkona. Þórhallur mun í æsku
hafa vanist öllum algengum
sveitastörfum og fór að sjá fyrir
sér sjálfur fljótlega eftir ferm-
ingu. Þótt gatan væri ekki greið til
náms, tókst honum að komast í
Héraðsskólann á Laugarvatni
haustið 1945 og hóf því næst nám í
Fæddur 2. október 1924.
Dáinn 17. maí 1980.
Sigurður Guðmundsson fyrrv.
skipstjóri frá Eyrarbakka er lát-
inn.
Með honum er genginn góður
drengur í þess orðs fyllstu
merkingu.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Guðlaug Brynjólfsdóttir og Guð-
mundur Jónatan Guðmundsson á
Eyrarbakka, og þar ólst Sigurður
upp. Síðan fluttust foreldrar hans
til Reykjavíkur, þar sem Guð-
mundur rak um árabil umfangs-
mikla bílasölu.
Nokkru eftir að skyldunámi
lauk, stundaði Sigurður nám við
héraðsskólann á Laugarvatni. Að
því loknu fór hann í iðnnám og
lauk prófi í rafvirkjun og vann að
þeirri iðngrein um nokkurt skeið,
en undi því ekki til langframa og
gerðist skipstjóri á eigin báti og
gerði út frá Eyrarbakka og Þor-
lákshöfn. Þegar sjómennskuárum
Sigurðar lauk, gerðist hann
flokksstjóri við lagningu núver-
andi vegar milli Selfoss og
Reykjavíkur, en varð á síðari
árum birgðavörður hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur.
rafvirkjun hjá Johan Rönning í
Reykjavík árið 1946. Þórhallur
lauk síðan sveinsprófi 1950 og fékk
meistarabréf í rafvirkjun 1953.
Bæði á Laugarvatni og í Iðnskól-
anum í Reykjavík sýndi hann
nijög góða námshæfileika og fékk
viðurkenningar fyrir ágætan ár-
angur.
A Hvanneyri kom Þórhallur
fyrst sumarið 1947 og starfaði þar
alla tíð síðan, fyrst undir hand-
leiðslu síns ágæta meistara og
síðar sem sjálfstæður rafverktaki.
Þórhallur kvæntist 17. júní 1955
Erlu Rögnu Hróbjartsdóttur, frá
Hamri í Hegranesi, og eignuðust
þau eina dóttur, Helgu Margréti.
Fljótlega eftir að Ragna og Þór-
hallur giftust hófu þau byggingu
íbúðarhúss á Hvanneyri og árið
1957 fluttu þau í Sólvang, sem var
heimili þeirra upp frá því.
í eðli sínu var Þórhallur félags-
hyggjumaður. Hann var meðal
annars einn af stofnendum Kiw-
anisklúbbsins Jöklar og Rafverk-
takasambands Vesturlands og
starfaði innan þessara samtaka af
alúð og kostgæfni meðan honum
entist heilsa til.
Þórhallur Þórarinsson var afar
traustur og vandaður iðnaðarmað-
ur, svo traustur að nafn hans þótti
næg trygging fyrir því að verk
væri unnið á fullnægjandi hátt.
Með þessum fáu kveðjuorðum
sendum við Ágústa innilegustu
samúðarkveðjur til Rögnu og
Helgu og annarra vandamanna og
vina Þórhallar.
Gisli Karlsson
Við Þórhallur Þórarinsson vor-
um samstarfsmenn á Hvanneyri í
fjórðung aldar, 1947—1972. í
fyrstu var hann lærlingur hjá
hinum þekkta og mikilhæfa Norð-
manni Johan Rönning rafvirkja-
meistara, en síðar öðlaðist hann
réttindi rafvirkjameistara sjálfur
og hefur haft þau störf með
höndum á Hvanneyri og víðar í
Borgarfirði til dánardags, eftir því
sem heilsa og orka leyfði.
Um það leyti sem Þórhallur hóf
Sigurður var óvenju fljótur að
kynnast fólki og hygg ég að þar
hafi ráðið að mestu, hve einlægur
hann var og hreinskiptinn. Aldrei
heyrði ég hann hallmæla einum
eða neinum, né styggðaryrði
hrökkva af vörum hans. Lítt
flíkaði hann tilfinningum sínum,
gékk hann þó ekki alltaf heill til
skógar hin síðari ár.
Árið 1949 gekk Sigurður að eiga
Vilborgu Sæmundsdóttur. Þau
eignuðust tvo syni, Hafstein, f. 13.
nóvember 1961, og Guðmund Jón-
atan, f. 18. desember 1965.
Árið 1979 hefst í lífi fjölskyld-
unnar mikil harmsaga. Yngri son-
urinn Guðmundur Jónatan veikist
af alvarlegum sjúkdómi og síðan
hefur sú barátta staðið svo að
segja óslitið. Hinn 25. maí 1980,
reiða örlögin enn til höggs og
þungt, sem fyrr. Þann dag ferst
Hafsteinn, eldri sonur þeirra, af
slysförum. Það segir sig sjálft að
þessar mannraunir hafa snert
viðkvæma strengi í sálu þessa
góða drengs og fjölskyldu hans.
Nú þegar lokið er þessum mörgu
og erfiðu sporum Sigurðar vinar
míns, er ég þess fullviss að allir,
sem eitthvað þekkja til sögu
lífsstarf sitt var fullgert raforku-
verið við Andakílsárfossa. Þaðan
var strax leitt rafmagn að Hvann-
eyri, fyrst haustið 1947. Voru þá
lagðir rafkaplar um staðinn, skipt
um rafleiðslur í húsum á staðnum,
byggt rafstöðvarhús með spenni
og fjórum stórum vatnsgeymum.
Þaðan var hinu upphitaða vatni
dælt í skólahús og skólastjórahús
og til súgþurrkunar út í fjóshlöðu.
Hér var því mikið verk að vinna
fyrir ungan, duglegan og frama-
gjarnan rafmagnsmann. Þórhall-
ur gekk mjög upp í þessu starfi og
ekki leið á löngu þar til að það
hvíldi að öllu á herðum hans.
Trausti Árnason frá Patreks-
firði verður jarðsunginn í dag frá
Stykkishólmskirkju við hlið konu
sinnar, sem lést 1978.
Trausti var um árabil fréttarit-
ari Morgunblaðsins á Patreksfirði,
eða þar til hann fluttist þaðan
fyrir nokkrum árum. Trausti var
mjög árvökull í starfi sem frétta-
ritari og minnast blaðamenn sam-
starfsins við hann með ánægju.
Eru ótalin sporin eða fyrirhöfnin,
sem hann lagði á sig blaðsins
vegna.
Starfsfólk blaðsins þakkar
Trausta nú á skilnaðarstund sam-
vinnuna og tryggð hans alla og
vottar aðstandendum samúð við
fráfall hans.
fjölskyldunnar undanfarin ár,
taka af heilum hug undir bæn til
þess guðs, sem stillir sorg og
þerrar tár, að hann styrki og
styðji eiginkonu Sigurðar, Vil-
borgu Sæmundsdóttur, í hennar
miklu erfiðleikum og 15 ára gaml-
án son þeirra í hetjulegri baráttu
hans við hin grimmu oriög.
Sigurður verður jarðsunginn í
dag, við hlið Hafsteins sonar
þeirra hjóna, frá Eyrarbakka-
kirkju.
Blessuð sé minning hins góða
drengs.
Ágúst Helgason
Þórhallur reyndist strax af-
kasta maður ágætur, velvirkur,
útsjónarsamur og svo samvisku-
samur, að í því efni átti hann fáa
sína líka. Er ekki vafi á því, að hin
mikla ábyrgð, sem hann fann svo
vel til, hafi á stundum orðið
honum þungur baggi og meiri en
heilsa hans þoldi.
Þegar byrjað var á nýrri skóla-
byggingu á Hvanneyri 1965, sá
Þórhallur um raflagnir þar og var
einn af fjórum ágætum iðnaðar-
mönnum, er þar höfðu umsjón og
lögðu hönd að verki. Hinir þrír
voru: Sigurgeir Ingimarsson,
byggingameistari í Borgarnesi,
Jón Kr. Guðmundsson, pípulagn-
ingameistari í Borgarnesi og Rík-
harður Jónsson, málameistari á
Akranesi. Ég minnist þess, hve
samvinna þessara manna var
ákjósanleg. Þeir unnu allir sem
einn maður, eins og verkið væri
þeirra eigin eign.
Kona Þórhalls, Ragna Hró-
bjartsdóttir, er af mikils metnum
skagfirskum ættum. Hun er bráð-
dugleg, áhugamikil og samvisku-
söm, og hefur unnið Hvanneyrar-
stað mikið og gott starf.
Ég vil þakka þeim Þórhalli og
Rögnu samstarf á Hvanneyri,
þakka fyrir vel unnin störf í þágu
bús og skóla og biðja henni og
efnilegri dóttur þeirra styrks í
sárri sorg.
Guðmundur Jónsson
Þórhallur Þórarinsson
Hvanneyri - Minning
Trausti Árnason
- kveðja