Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 29
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
29
Jón Reykdal og Þórður Hall.
MYNDLIST
Jón Reykdal og Þórður
Hall sýna á Akureyri
í dag kl. 15 opna myndlistarmennirnir Jón Reykdal og Þórður Hall
sýningu í sýningarsalnum Klettagerði 6 á Akureyri.
Á sýningunni eru 40 verk. Jón Reykdal sýnir vatnslita- og
grafíkmyndir og Þórður Hall sýnir grafíkmyndir. Állar myndirnar eru
til sölu.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 15—22 og stendur til
mánaöamóta.
Jónas Guðmundsson við eina mynda sinna.
Sýningu Jónas-
arlýkur
annað kvöld
Um þessa helgi lýkur sýningu
Jónasar Guðmundssonar í kjall-
NÝLISTASAFNIÐ
Sjýningu
Arna Páls
og Magnúsar
lýkur í kvöld
I kvöld lýkur sýningu Árna Páls
og Magnúsar Kjartanssonar, sem
staðið hefur yfir í Nýlistasafninu
við Vatnsstíg. Opið verður frá kl.
14-22.
Á sýningunni eru um 15 verk,
mest allra handa skúlptúr úr
járni, en einnig málverk. Verkin
eru öll unnin síðastliðið ár.
ara Norræna hússins. Þar sýnir
hann rúmlega 60 verk, olíumál-
verk og vatnslitamyndir, flestar
málaðar á síðustu tveimur árum,
en nokkrar eru þó eldri.
Sýningin er opin frá kl. 14—22 í
dag og á morgun en henni lýkur
annað kvöld.
SAFNAHÚSIDÁSELFOS
Bergmynda-
sýning
Maríu
Jónsdóttur
María Jónsdóttir, húsmóðir að
Kirkjulæk í Fljótshlíð, opnar sýn-
ingu í Safnahúsinu á Selfossi
laugardaginn 24. maí, en þar sýnir
hún um 100 verk, leirmyndir og
bergmyndir.
Þetta er 5. sjálfstæða sýning
Maríu, hún hefur sýnt tvisvar á
Mokka og í Eden í Hveragerði auk
þess sem hún hefur sýnt áður á
Selfossi. María er sjö barna móðir
og reka þau hjón á Kirkjulæk gott
og myndarlegt bú.
María hefur aflað sér steina í
myndir sýnar víða að af landinu,
en á þessari sýningu er hún með
70 bergmyndir og 18 leirmyndir.
María á ættir að rekja til mikilla
listamanna og var Bólu-Hjálmar
langafi hennar.
Maria Jónsdóttir
ASMUNDARSALUR
Sýningu austan-
fjallsmannanna
lýkur um helgina
Um helgina lýkur sýningu
þeirra austanfjallsmanna, Páls
Sig. Pálssonar, Elfars Þórðarson-
ar og Páls ísakssonar, í Ásmund-
arsal á Skólavörðuholti.
Aðsókn að sýningunni hefur
verið þokkaleg og nokkrar myndir
selst, en henni lýkur kl. 22 annað
kvöld.
BREIÐHOLTSLEIKHÚSIÐ
Síðustu sýningar
á „Segðu pang“
í dag og á morgun verða tvær síðustu sýningar Breiðholts-
leikhússins á fjölskylduleiknum Segðu PANG!! Sýnt er í
Fellaskóla og hefjast sýningar kl. 15 báða dagana. Að þeim
loknum er fyrirhugað að halda í leikferðir um nágrenni
Reykjavíkur og jafnvel víðar. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson,
en með hlutverk Sigga og Fíu, barnanna í leiknum, fara þau
Þröstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdóttir.
Segðu PANGH fjallar öðrum þræði um börn á sjónvarpsöld
og þanka þeirra um það sem í kringum þau er. Börnin í
leikritinu uppgötva ýmislegt nýtt með leikjum sínum og
uppátækjum, og hrífa þannig áhorfendur með sér. En sýningin
hefur meðal annars fengið jákvæða gagnrýni fyrir hversu
fjörleg hún er og lifandi, og hversu vel hin skoplegu tækifæri
nýtast.
Þröstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdóttir i hlutverkum
sinum í Segðu PANG!!
ÞJOÐLEIKHÚSIÐ
Úr söngleiknum „Gusti“
„Gustur- saga afhesti“
- í kvöld og annað kvöld
í kvöld og annað kvöld verður
söngleikurinn „Gustur, saga af
hesti" á fjölunum í Þjóðleikhús-
inu. Gustur var frumsýndur sl.
miðvikudagskvöld við góðar und-
irtektir áhorfenda og var þá
minnst 30 ára leikafmælis Bessa
Bjarnasonar, en hann leikur ein-
mitt aðalhlutverkið í söngleikn-
í leiknum segir frá lífi Gusts,
sem er svo ólánssamur að fæðast
skjóttur og á þess vegna ekki
heima með stóðinu sem eigandinn
er að rækta. Hann er geltur og
gengur eftir það kaupum og
sölum. Kynnumst við ýmsum
eigendum Gusts, en besti hluti
lífs hans er meðan hann er í eigu
lífsnautnamannsins Serpúkhov-
skís, sem Arnar Jónsson leikur.
i Önnur helstu hlutverk eru í
höndum Sigríðar Þorvaldsdóttur,
Sigurðar Skúlasonar, Árna
Tryggvasonar, Róberts Arn-
finnssonar, Gunnars Eyjólfsson-
ar og Flosa Ólafssonar. Þá er
hópur leikara sem leikur hesta-
stóð og eru þar ýmsir sem leika
sín fyrstu hlutverk í Þjóðleikhús-
inu.
Söngleikurinn er eftir Mark
Rozovskí og byggður á sögu eftir
Lev Tolstoj. Leikstjóri er Þórhild-
ur Þorleifsdóttir, leikmynd og
búningar eru eftir Messíönu
Tómasdóttur. Árni Bergmann
hefur þýtt leikinn og lýsingin er í
umsjá Árna Baldvinssonar.
LEIKFELAG REYKJAVÍKUR
Barn í garðinum
u
í kvöld verður bandariska leik-
ritið Barn í garðinum, eftir Sam
Shepard, sýnt hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, en Shepard þykir nú
merkasta leikritaskáld Banda-
ríkjanna af yngri kynslóðinni.
Leikritið fékk Pulitzer-verð-
launin 1979, sem besta nýja leik-
ritið þar í landi. Það gerist á
búgarði í Illinois og fjallar um
fjölskyldu, sem býr yfir ógnvæn-
legu leyndarmáli. Ungur piltur
kemur aftur heim á búgarðinn í
leit að sjálfum sér. í för með
honum er vinkona hans og smám
saman verður hún vitni að því, er
flett er ofan af hinum leyndar-
dómsfulla glæp fjölskyldunnar.
Leikritið hefur hlotið góða
dóma, þótt leikmynd og umgjörð
þess hafi vafist fyrir ýmsum
gagnrýnendum. Leikararnir hafa
hins vegar hlotið lof fyrir túlkun
sína á hinum erfiðu hlutverkum.
M.a. sagði gagnrýnandi Morgun-
blaðsins, Jóhann Hjálmarsson:
„Það er með ólíkindum hve
Steindóri Hjörleifssyni tekst vel
að túlka Dodge, einkum í niður-
lægingu hans og sjúkleika. Engu
að síður verður túlkun Margrétar
Ólafsdóttur á Halie það sem
maður man einna best, tvíbentri
persónunni gerir hún slík skil.“
Þá hafa aðrir leikendur sýningar-
innar einnig hlotið mikið lof, en
þeir eru Hanna María Karlsdótt-
ir, Hjalti Rögnvaldsson, Þorst-
einn Gunnarsson, Sigurður
Karlsson og Guðmundur Pálsson.
Leikstjóri er Stefán Baldursson,
þýðandi Birgir Sigurðsson, en
leikmynd og búninga gerði Þór-
unn S. Þorgrímsd.
Eftir sýninguna í kvöld eru
aðeins eftir tvær sýningar á
verkinu í vor.
Á sunnudagskvöld er svo revían
Skornir skammtar eftir þá Jón
Hjartarson og Þórarin Eldjárn á
fjölunum í leikstjórn Guðrúnar
Ásmundsdóttur og er uppselt á þá
sýningu að vanda.
„Barn í garð-
inum“: Vince
(Iljalti Rögn-
valdssun) yf-
irtekur hús-
eign afa sins.
Dodge,
(Steindórs
Hjörleifsson-
ar). Aðrir á
myndinni:
Sigurður
Karlsson og
Hanna M.
Karlsdóttir.
ALÞYÐULEIKHÚSIÐ
Síðustu sýning-
ar á Stjórn-
leysingjanum
Senn líður að lokum þessa leikárs
hjá Alþýðuleikhúsinu í Hafnarbíói.
Um mánaðamótin maí/júní hefjast
kvikmyndasýningar að nýju í bíó-
inu.
Síðustu sýningar leikársins á
„Stjórnleysingi ferst af slysförum"
eftir Dario Fo verða þriðjudaginn
26. og miðvikudaginn 27. maí. Ekki
verður unnt að hafa neinar auka-
sýningar á verkinu, þar sem gera
þarf breytingar á húsnæðinu áður
en kvikmyndasýningar hefjast. Al-
þýðuleikhúsið hefur í hyggju að
fara með tvær af sýningum leiklrs-
ins út um landsbyggðina í sumar. í
júlí verður „Kona“ á Austfjörðum,
en „Stjórnleysinginn" fyrir vestan
og norðan í ágúst. í september mun
Alþýðuleikhúsið opna að nýju í
Hafnarbíói.