Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 11 Halldór Ásgeirsson á sýningu sinni í Suðurgötu-galleríinu. Sýning Halldórs Ásgeirssonar Það kennir margra grasa á sýningu Halldórs Ásgeirssonar í Suðurgötu galleríinu — myndir hans eru unnin í margvísleg efni eftir því sem andinn blaes hinum unga manni í brjóst hverju sinni. Hvað fjölbreytnina snertir er þetta dálítið óvenjuleg sýning á þessum stað, sem er þekktur fyrir annað en ríkulegt úrval mynda. Hér má finna ljósmyndir tengdar náttúrulegum skúlptúrum, lit- skyggnumyndir og þrívíddar- myndverk ásamt verki, sem er unnið á veggi sýningarsalarins á efri hæð. Hið síðasttalda er nokk- uð óvenjulegt hér á landi og þýðir að máiað verður yfir myndina strax að sýningunni lokinni, þann- ig að einungis minningin verður eftir en efalaust rækilega skjal- fest á ljósmyndum. Halldór er WHalldór er allur vígður hugmyndum nútímans, sem nefnd- ar hafa verið „nýlist“ hérlendis og hefur það fram yfir félaga sína, að hann virðist af- kastameiri og taka köllun sína alvar- legar 44 allur vígður hugmyndum nútím- ans, sem nefndar hafa verið „ný- list“ hérlendis og hefur það fram yfir marga félaga sína, að hann virðist afkastameiri og taka köll- un sína alvarlega. Fátt kom mér þó á óvart á sýningunni, myndirn- ar eru í svipuðum dúr og maður hefur átt að venjast á líkum sýningum hérlendis sem erlendis á mörgum undanförnum árum. Þá er hér eitthvað sem situr í manni eftir að komið er út af sýningunni, og hún skilur eftir í manni tilefni til umhugsunar um þennan unga mann. Ekki skyldi mér koma það á óvart þó að hér sé á ferð upprenn- andi og atkvæðamikill persónu- leiki innan nýsköpunarlistar en um það sker framtíðin ein úr. Halldór á að baki óvenjulegan námsferil að því leyti að hann hefur numið í París í stað þess að forframast í Hollandi líkt og nær allir er langt hafa út á þessa braut, — nánar tiltekið í Vin- cenne-hásskólanum og lauk þaðan námi á sl. ári. Með þessari sýningu Halldórs virðist fjörkippur hafa komist í starfsemi sýningarsalarins eftir ládeyðu undanfarið, — hélt ég eiginlega að salurinn væri að leggjast niður. Nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu því varla er hið unga fólk þurrausið af hugmyndum. Það ber sýning Hall- dórs Ásgeirssonar sannarlega ekki vott um. verkum sem hæfðu þeim vel og gerðu þeim viðeigandi skil. Sig- urður Skúlason er enginn ný- græðingur, en ástæða er til að fagna kraftmikilli túlkun hans á hinum ýmsu hlutverkum í Gusti. Gust sjálfan lék Bessi Barna- son. Sagt er að ívan Túrgenéf hafi sagt við Léf Tolstoj eftir hafa hlustað á sögu um hest af vörum kollega síns: „Þú hlýtur einhverntíma að hafa verið hest- ur, Léf Nikoiajevits!" Ekki veit hvort Bessi Bjarnason hefur ver- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ið hestur í fyrra lífi, en hann skilur hesta og lýsir þeim á mannlegan hátt eins og vera ber. Hestur og maður eru eitt í túlkun Bessa sem er í senn góðlátleg og alvörugefin, einkennist af hóg- værð sem á köflum er kannski fullmikil, en oft átakanleg og sönn. Bessi Bjarnason á um þessar mundir 30 ára leikafmæli og er hlutverk Gusts hið 129. í röðinni sem hann leikur hjá Þjóðleikhús- inu. Bessi hefur verið eftirlæti ungra áhorfenda meðal leikhús- gesta, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum við túlkun stórra og smárra hlutverka sem höfðað hafa til hinna eldri og þroskaðri. Þótt okkur sé tamt að líta á Bessa sem kómíker er ljóst að Bessi getur líka tjáð afbragðs- vel harmræna reynslu. Um það eru mörg leiftrandi dæmi frá síðustu árum. Og er ekki eitt þeirra einmitt Gustur? Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Manden som paaskud eftir Dorrit Willumsen MANDEN som paaskud er ekki fyrirferðarmikil bók, né lengi lesin, hún er upp á hundrað blaðsíður og afar aðgengilega uppsett. Dorrit Willumsen er dönsk, fædd 1940, hún mun hafa skrifað einar níu bækur og ég man ekki til að neina þeirra hafi ég lesið. Danir eru töluvert hrifnir af henni, finnst hún alvörulista- maður sem sé aukin heldur fyndin, nákvæm, snjöll og ljóð- ræn. Ég get tekið undir það að hún skrifar lyriskan og nota- legan stíl, ekki rismikinn og stundum er eilítið óskýrt: hvað er draumur, virkileiki, upprifj- un, nútíð? Þetta fléttast saman og ekkert nema gott við siíku að segja svo framarlega sem það lánast. í þessari bók lánast það ekki alltaf. Hér er fjallað um Lisu, sem er seinni kona manns- ins síns. Þau eiga barnið Lone og það er ýmislegt sem bendir til að hjónabandið sé að verða dálítið erfitt. Maðurinn hefur áður ver- ið giftur Sonju og á með henni feitan táning sem heitir Monika og hefur mikið af kompleksum. Svo heldur hann við Mariönnu, og gefur henni dýrindis gjöf sem hann ætlaði Lisu í byrjun. En Lisa er að verða honum erfið og leiðinleg og gengur illa að hreinsa snigla í matinn, svo að hann skellir sér til hjákonunnar. Svo endar bókin engan veginn og þó getur verið að þetta fari eiginlega alla vega, það er að minnsta kosti engin einhlít lausn á þessum glímum og togstreitum, sem nagar fólkið í bókinni. Bókin er sem slík snyrtileg og læsileg eins og fram er tekið áður. En meira eins og hér sé á ferðinni höfundur sem er með léttar fingraæfingar en að fyrir honum vaki eitthvað stórbrotið. Kannski er þetta ádeila, almenn hugleiðing um samskipti kynjanna. En mér þykir óþarfi að lesa hana öðru vísi en sem litla og þekkilega þók, óáreitna með öllu. "---------------- > Sjaldgœfar, suðrœnarpottaplöntur Sjaldan eöa aldrei hefur úr- valið af suörænum pottaplönt- um verið glæsilegra en nú. Allt frá smá-græðlingum upp í risa-pálma og juccur. Fjöldi tegunda ótrúlegur. Heimsækið Græna Torgiö um helgina. blómcwjol GróÖurhúsinu við Sigtún: Símar 36770-86340 GARÐEIGENDUR TAKIÐ EFTIR! Seljum mold dagana 23. og 24. maí Pantanir ísíma 40314 og 44026 Heimkeyrsla LIONSKLÚBBURINN MUNINN, KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.