Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
13
HLAÐVARPINN
HELGARVIÐTALIÐ
Rósa Steinsdóttir starfar viö geðdeild Barnaspítala Hringsins. Hún
er þaö sem kallast ó útlendu máli art-therapist og hefur veriö útlagt
list-lækning á íslenzku. Blaöamaöur ræddi viö Rósu Steinsdóttur í
vikunni.
Að virkja sköpunar-
gáfu einstaklingsins
í HVERJU cr starf þitt fóltrið í
meKÍnatriðum o*r hvað er art-
therapy?
í fáum orðum sagt: að virkja
sköpunargáfu einstaklingsins.
Ég starfa hér við geðdeild
barnaspítala Hringsins og fæst
því við börn. Aðstæður haga því
þannig, að ég vinn með eitt barn
hverju sinni og er mitt hlutverk
m.a. að hjáipa því til að tjá
bældar tilfinningar. Tilfinningar
sem börnin hafa kannski ekki
þorað eða getað tjáð sig um.
Börn hafa ríka þörf til að tjá sig
og þau eiga ákaflega auðvelt með
að tjá sig í myndlist. í hinum
almenna skóla er ekki lögð
áherzla á tjáningu i myndlist
heldur er börnum kennt að
teikna, draga linur. Teikna bíla,
hús og svo framvegis. Meira er
lagt uppúr útiitinu en ekki að
börnin gefi ímyndunarafli sínu
lausan tauminn, tjái sig. Ekki
skiptir máli hvað þú hefur að
segja, heldur hvernig þú teiknar.
Einstaklingurinn er svo óum-
ræðilega lftill. Skólinn fjölda-
framleiðir þegna út í þjóðfélagið
og gefur sér ekki tíma til að
huga að þörfum einstaklingsins í
eins ríkum mæli og æskiiegt
væri.
Það er engin tilviljun, að
myndlist verður fyrir vaiinu og
þá á ég við myndlist í þess orðs
víðustu merkingu, sama hvort
unnið er við til að mynda að
teikna, máia eða móta með leir,
— myndlist er vel fallin til að
draga fram persónuleg einkenni.
Hingað koma m.a. börn, sem
hafa orðið undir í skólakerfinu,
fúnkera þar ekki. Það er sorglegt
að fylgjast með þeirri gífurlegu
samkeppni, sem myndast um
leið og börn hefja skólagöngu.
Þau sem verða af einhverjum
ástæðum undir fá vanmeta-
kennd. Þau sem ekki standast
samkeppnina draga sig inn í skei
sína. Þau þora ekki að tjá sig og
hegðunarvandamál skapast. Nú
er samkeppnisþörf rík meðal
barna, en börnin verða að finna,
að þau eiga sínar sterku hliðar.
Á það legg ég áherzlu. Það geri
ég ekki með því að kenna í þess
Rósa Steinsdóttir
I.jósmvnd Mbl. Krlstján
orðs merkingu, heldur miklu
fremur leiða; ég bíð og sé hvað
kemur frá barninu. Það kemur í
ljós alltaf einhver vísbending um
eitthvað, sem hægt er að vinna
með, þar sem barnið finnur
hvers það er megnugt; finnur
sínar sterku hliðar.
Það er athyglisvert að þegar
tortryggni barna er horfin; þeg-
ar þau finna að ekki eru gerðar
gegndarlausar kröfur til þeirra,
þá sjá þau og viðurkenna góða
hluti í myndum hvors annars.
Hér er til að mynda lítill dreng-
ur; hann er ekki duglegur að
slást og þar fram eftir götunum,
en eftir að hann fór að tjá sig í
myndum, þá fóru hin bömin að
lita hann öðrum augum.
Svo ég nefni annað dæmi. Hér
er stúlka, sem hefur áhyggjur af
holdafari sínu. Hún tjáir sig ekki
beinum orðum um það, en teikn-
ar stelpu og talaði síðan um'
vandamál hennar. Útfrá þessum
punkti vinn ég, og fæ hana til að
yfirfæra vandamálið á sig, það
er að segja hjálpa henni til aö
gera henni það meðvitað.
Ég verð að segja, að ég sakna
þess, að hafa ekki i minni
skólagöngu fengið tækifæri til
þess að tjá mig á þennan hátt í
skóiastarfinu; teikningu, til að
mynda. Ég er þess fullviss, að
væri þessum þætti sýnd verð-
skulduð athygli væri vafalaust
hægt að fyrirbyggja ýmis vanda-
mái.
Nú eru ekki bara börn hér. sem
hafa orðið undir i skólakerfinu?
Nei, hér eru einnig geðveik
börn fyrir utan þörn með hegð-
unarvandamál. Hér eru nokkur
einhverf börn. Fremur er nú
hallast að því, að einhverfa stafi
af líffræðilegum orsökum en
áður fyrr átti sú skoðun miklu
fylgi að fagna, að uppeldið stuð-
laði að einhverfu. Þessi börn
eiga rétt á aðstoð og mikið er
hægt að gera fyrir þau en
sjaldnast hægt að lækna.
Astandið í málefnum geðveikra
barna er slæmt en nú er verið að
byggja meðferðarheimili fyrir
einhverf börn aö Trönuhólum í
Breiðholti og er það spor í rétta
átt.
Hvað varð þess valdandi að þú
hófst nám í art-therapiu?
Ég nam sálarfræði við Há-
skóla íslands og lauk þaðan
BA-prófi og vaknaði áhugi minn
á myndlist á námsárunum. Ég
var sannfærð um, að hægt væri
að sameina þessi tvö svið:
myndlist og sálarfræði og eftir
að hafa fengið upplýsingar hjá
Sigríði Björnsdóttur, hóf ég nám
við St. Albans á Englandi. Fyrst
nam ég myndlist og síðan eitt ár
art-therapiu. Ég held ég megi
fullyrða, að ég er sú eina, sem
vinn í fullu starfi á þessu sviði
hérlendis. Ég hef orðið var við
áhuga myndlistarnema á þessu.
Það er eins og þessi hugmynd
hafi alltaf verið til staðar en
áhugi fólks sé fyrst nú verulega
að vakna.
H. Halls.
HJÓLREIÐAR
Þarf hugrakk-
an mann til að
voga sér í umferðina
„Við vorum sex sem stofnuðum Hjólreiðafélag Reykjavikur í ágúst i
fyrra. Nú eru meðlimir félagsins eitthvað á milli 30 og 40. En við
höfum ekki lagt mikla áherzlu á að afla félaga heldur höfum við unnið
af kappi að undirbúningi starfsins; koma félaginu á legg, ef svo má að
orði komast,“ sagði Ásgeir Heiðar, formaður Hjólreiðafélags Reykja-
vikur i samtali við blaðamann i vikunni.
„Markmiðið með stofnun félags-
ins er að glæða áhuga fyrir
hjólreiðum sem keppnisíþrótt, svo
og almenningsíþrótt og auðvitað
einnig hjólinu sem faratæki;
stórkostlegu farartæki. Sjálfur
hóf ég ekki að stunda hjólreiðar
fyrr en í fyrravor en fékk fljótlega
bakteríuna og hef hjólað víða
síðan. Fór til að mynda til Kefla-
víkur um helgina. Auk þess hef ég
hjólað nokkuð erlendis. Ég verð að
segja eins og er, að eftir að ég hóf
að stunda hjólreiðar, þá upplifi ég
Reykjavík með allt öðrum hætti
en áður.“
Þið vinnið að kappi að undir-
búningi hjólreiðadagsins á morg-
un? „Já, við vinnum að kappi að
undirbúningi dagsins. En einnig
höfum við unnið að byggja félagið
upp, haldið fundi og sýnt kvik-
myndir. Þann 17. júní næstkom-
andi munum við í samvinnu við
þjóðhátíðarnefnd gangast fyrir
hjólreiðakeppni í nokkrum flokk-
um. í fyrra vorum við með keppni
GAMLA BERNHÖFTSHÚSIÐI
Yeitingastaður
opnar í sumar
„VIÐ vonuðumst til að geta opnað matsölustaðinn um miðjan júli en
ég er hrædd um, að það dragist eitthvað,“ sagði Kolbrún
Jóhannesdóttir I samtali við blaðamann en hún hyggst opna nýjan
matsölustað i Bankastræti 2, gamla Bernhöftshúsinu en nú er unnið
af fullum krafti við viðgerðir á húsinu. Torfusamtökin hafa eins og
kunnugt er tekið Bernhöftstorfuna á leigu af rikinu og endurleigja
síðan húsnæðið.
í félagi með Kolbrúnu verða börn hennar tvö, Linda Ingvadóttir og
Guðmundur Ingvason. Kolbrún rak áður Torfuna i félagi við örn
Baldursson. „Við hyggjumst bjóða góðar veitingar i aðlaðandi
umhverfi og verða allar innréttingar i upprunalegri mynd,“ sagði
Kolbrún við blaðamann.
Kolbrún fyrir framan Bernhöftshúsið gamla.
Mynd Mbl. Ól.K.M.
út á Granda en við erum ekki
búnir að koma okkur niður á
skipulag íslandsmóts en að þvi er
stefnt. Við erum í sífelldum vand-
ræðum með að fá leyfi til keppni.
Reglugerðir eru úreltar; til að
mynda má ekki hjóla hraðar en 25
kílómetra á klukkustund á götum
Reykjavíkur. Við erum nú með
undirskriftasöfnun í gangi þar
sem við hvetjum borgaryfirvöld til
að gera malbikaða keppnisbraut,
einnig hvetjum við til að tekið
verði tillit til hjólreiðaiðkunar í
skipulagi."
Hvernig eru aðstæður fyrir
hjólreiðamenn hér á landi? „Þær
eru afleitar, svo ekki sé dýpra í
árinni tekið. Veðurfar er eins og
allir þekkja slæmt en með þessum
10 gíra hjólum komast menn allar
brekkur án mikillar fyrirhafnar.
Það sem sýnir slæmt ástand
þessara mála er hin geigvænlega
slysatíðni. Hjólreiðaslysum hefur
fjölgað ógnvænlega; þeim fjölgaði
um 300% frá 1979 til 1980. Ég vil
eindregið hvetja ökumenn til að
sýna aðgætni og einnig að sýna
hjólreiðamönnum tilitssemi. Það
er ljóst að Reykjavík er ekki
tilbúin að taka við þeim þúsund-
um, sem nú streyma á hjólum út í
umferðina og stórátaks er þörf. Ég
vil eindregið hvetja hjólreiðamenn
til að sýna fyllstu aðgæzlu og
virða reglur; hjóla ekki í hópum
heldur einfaldri röð.
Úrbóta er þörf, það er ljóst en
það að hleypa hjólreiðamönnum á
gangstéttir er engin lausn; aðeins
léleg bráðabirgðalausn. Á vissum
stöðum gengur það alls ekki, ég
nefni bara Laugaveginn sem
dæmi. Við hjólreiðamenn viljum
ekki hjóla niður fólk, frekar en
vera sjálfir keyrðir niður í um-
ferðinni. Það þarf hugrakkan
mann til að voga sér út í umferð-
ina.“