Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
19
Nokkrir menn hafa rætt við mig um þáttinn hér á
laugardaginn var, þar sem gripið var á stóru máli. Ég
benti á það, að kenningin um endurholdgun á ekki stoð í
Biblíunni og að bæði orð og þögn Jesú Krists andmæla
henni.
Margir, sem eru sannfærð-
ir um að endurholdgun sé
staðreynd, velta þessu fyrir
sér. Þeir viðurkenna að Jesús
styður ekki skoðun þeirra.
Sumum er engan veginn
sama um það. Þeir telja, að
Jesús hafi verið sá meistari,
sem mestur var allra. Hvers
vegna er hann á öðru máli í
slíkri höfuðgrein en búddha
og aðrir indverskir meistar-
ar?
Algengt er, að menn svari
þessari spurningu með því að
halda fram að Jesús hafi
kennt annað en eftir honum
er haft, heimildarmenn hafi
misskiiið hann eða mistúlkað
vísvitandi.
Þess háttar staðhæfingar
eru alltaf neyðarúrræði og
haldlausar. Með slíku móti
geta menn gert hvern sem er
ábyrgan fyrir öllu, sem þeim
sýnist. Ráð af þessu tagi eru í
sjálfu sér full sönnun fyrir
því, að menn vita sig ekki
eiga ráð á neinum rökum.
Aðrir vitna í guðspjöllin í
því skyni að rökstyðja að
Jesús hafi í raun og veru
trúað á endurholdgun. Það
eru ekki margir staðir, sem
menn hafa treyst sér til að
benda á í því sambandi. Þar
er fyrst að telja þau ummæli
Jeús, að Jóhannes skírari
hafi verið Elía spámaður
(Matt. 11, 14; 17,10-12). Jes-
ús er þar að svara spurningu
lærisveina sinna. Þeir höfðu
verið vitni að viðburði, sem
sannfærði þá um, að Jesús
væri sá, sem koma skyldi,
mannkynsfrelsarinn. Og þá
fara þeir að velta fyrir sér, að
fræðimenn sögðu, að Elía
ætti að koma fram á undan
Messíasi til þess að undirbúa
komu hans. Jesús svaraði, að
Elía væri kominn og þeir
skildu, að hann átti'við Jó-
hannes skírara. Hér er ekki
rennt neinum stoðum undir
endurholdgun. Elía var í vit-
und Gyðinga ekki aðeins
söguleg persóna, heldur og
tákn eða ímynd (líkt og Davíð
konungur). Það var trú
þeirra, að þegar hjálpræðis-
sagan væri að ná hámarki,
myndi Guð senda þann spá-
mann, sem væri jafnoki hins
mikla og minnisstæða and-
lega leiðtoga og baráttu-
manns, Elía. Og í augum Jesú
var Jóhannes skírari sá mað-
ur. Þegar fæðing Jóhannesar
var boðuð, var um hann sagt,
að hann myndi „ganga fyrir
Drottni í anda og krafti
Elía“, (Lúk, 1,17). Hér er ekki
um það að ræða, að þessi
síðasti spámaður þess tíma-
skeiðs, sem var að líða undir
lok með komu Krists, sé Elía
endurborinn bókstaflega,
heldur sé hann gæddur þeim
andans krafti frá Guði, að því
verði jafnað til þess, sem hið
forna mikilmenni bjó yfir.
Slíkur samanburður mikil-
menna er algengur fyrr og
síðar og á ekkert skylt við
hugmyndir um endurholdg-
un.
Það er vert að benda á
söguna í Matt. 17 af um-
myndun Jesú. Hann var uppi
á fjalli með þremur læri-
sveinum sínum og ummynd-
aðist að þeim ásjáandi, himn-
esk dýrð hans leiftraði í gegn
eitt andartak. Og þá voru
Móse og Elía á tali við hann
(Elía. ekki Johannes skír-
ari!). M.ö.o.: Elía er til í heimi
eilífðar handan grafar, hann
hafði ekki haft hamskipti og
komið fram í n ýju gerfi á
jörð. Hér eru enn tekin af
tvímæli um það, að ummælin
um samband Elía og Jóhann-
esar er engin bending um
endurholdgun.
Ekki er annað að fá út úr
orðum Heródesar konungs,
þegar hann segir, að Jóhann-
es sé risinn upp frá dauðum,
(Mark. 6,14—16). Hann hafði
ekki góða samvisku og varð
óttasleginn, þegar hann
heyrði um Jesú. Hann sló því
fram af vísdómi sínum, að
Jóhannes, sem hann hafði
látið hálshöggva, væri risinn
upp og hálfu skæðari en áður.
Slika óra getur sett að harð-
stjórum og blóðhundum, eins
og kunngt er, og er slíkt
engin opinberun. Aðrar til-
vísanir í Biblíuna til stuðn-
ings endurholdgun byggjast á
ennþá yfirborðslegri skiln-
ingi. Nýja testamentið kennir
fortilveru Krists. Hann er
það orð, sem var í upphafi,
eilíft eins og hugur Guðs. Það
orð varð maður til þess að
„sýna oss föðurinn", „opin-
bera hann“ (Jóh. 14, 9—10,
Matt. 11,27), birta sannleik-
ann um hann og vinna hans
verk til hjálpræðis. Hans
fortilvera er ekki almennt
lögmál, heldur eitt af leynd-
armálum Guðs eins. Fæðing
hans til jarðar er ekki al-
menn regla, heldur einstæð
þáttaskil í afskiptum Guðs af
þessum heimi.
Sumir kristnir menn hafa
trúað því, að sál mannsins sé
til áður en hún fæðist til
jarðar. Þeirrar skoðunar
verður vart hjá fornum
kirkjufeðrum. Origenes er
kunnastur þeirra. Hér er um
allt annað að ræða en endur-
holdgun, en menn gera sér
ekki alltaf grein fyrir því,
heldur blanda því saman.
Þessir kristnu guðfræðingar
töldu, að mannssálin væri
sköpuð áður en maðurinn er
borinn til jarðar. Þeir héldu
þar með ekki fram endur-
teknum fæðingum. Reyndar
er þessi skoðun aðeins sér-
stök útgáfa af þeirri al-
mennu, kristnu vissu, að hver
maður sé til í huga Guðs.
Einn stað í guðspjöllunum
þarf ég að lokum að minna á.
Jóhannes segir frá því (9.
kap.), að Jesús sá mann, sem
var blindur frá fæðingu.
Lærisveinarnir spurðu:
Hvort syndgaði hann eða
foreldrar hans, úr því að
hann fæddist blindur?
Sú ályktun, sem vart hefur
orðið, að þessi spurning feli í
sér þá trú, að maðurinn hafi
syndgað í fyrri tilveru, er
vanhugsað. Þeir sem spyrja,
miða við forsendu, sem var
gyðingaleg og algeng: Allt böl
hlýtur að vera refsing, endur-
gjald fyrir afbrot. Indverjar
hafa hreinræktað þetta við-
horf með kenningu sinni um
endurholdgun og karma. Og
hjá þeim gengur dæmið upp
til hlítar. Með Gyðingum gat
það hins vegar ekki gengið
upp, guðstrú þeirra gat ekki
sætt þá við, að endurgjalds-
lögmálið væri sá örlagavald-
ur, sem úthlutaði hverjum
manni þeim kjörum, sem
hann hefur unnið til. Og
þegar lærisveinarnir standa
frammi fyrir manni, sem er
fæddur bindur, þá blasir við
spurningin: Hverjum er það
að kenna, að hann er svona
ógæfusamur? Honum sjálf-
um eða foreldrum hans?
Ef þeir hefðu verið með
indverskum grúru, hefðu þeir
ekki þurft að spyrja. Ef þeir
hefðu verið sannfærðir um
endurholdgun og karma, lá
svarið í augum uppi: Sá sem
fæðist blindur er að taka út
refsingu fyrir afbrot sín í
fyrra lífi. En nú var þessi
lausn ókunn þeim. Hitt
þekktu þeir, að litið væri á
allt mannlegt böl sem hegn-
ingu. Það er reyndar nokkuð
djúprætt í mannlegri dulvit-
und. En varð aldrei einsæ
kenning, aldrei rökræn alls-
herjar formúla, sem hugs-
andi menn sættu sig við,
nema á Indlandi. Og spurn-
ingin, sem Jesús fékk, er
sprottin af því, að hér er
gáta, sem köldu svörin hafa
ekki leyst. Svar Jesú skýrir
ekki gátuna. En það sker úr
um annað: Hann afneitar
endurholdgun og karma.
Hann segir: Orsök þess böls,
sem þessi maður ber, er ekki
synd hans né foreldra hans.
En jafnvel þetta og hvað
annað, sem á mann er lagt,
getur orðið til hlessunar,
það getur fengið tilgang, þó
að það sé meiningarlaust í
sjálfu sér, Guð getur opinber-
að dýrð sína í hverju myrkri.
Spyrjið ekki um ógagnsæ rök
og orsakir, þegar þið horfist í
augu við mannlega neyð.
Spyrjið um hitt, hvort þið
getið orðið verkfæri í hendi
Guðs til þess að bæta bölið:
Oss ber að vinna verk þess, er
sendi mig.
Þetta sagði Jesús. Sú
örlagahyggja, samfara lífs-
afneitun og afskiptaleysi af
mannlegu böli, sem ind-
verska kenningin um endur-
holdgun og karma felur í sér,
er í fyllstu mótsögn við af-
stöðu Krists, eins og hún
birtist bæði í orðum hans og
verkum. Hugsandi menn
skyldu gera sér grein fyrir
því og íhuga málavexti. Gera
síðan upp við sig, hverju þeir
kjósa að fylgja.
Sigurbjörn Einarsson.
Bænadagur
Bænadagurinn er á morg-
un og þar með hefst nokkur
hátíðatími í söfnuðum lands-
ins. Biskup hefur óskað þess
að á tímabilinu frá bænadegi
fram yfir Hvítasunnu 6.-7.
júní verði Kristniboðsársins
sérstaklega minnst í kirkjum
og einstökum söfnuðum.
Hinsvegar verða haldnar
héraðshátíðir í prófastsdæm-
um landsins síðar í sumar og
í haust, til þess að halda
hátíðlegt 1000 ára kristniboð
á íslandi og er undirbúningur
þegar í fullum gangi. Bænar-
efni Bænadagsins í ár mark-
ast eðlilega af Kristniboðsár-
inu. Yfirskrift dagsins verð-
ur:
íslenzk framtíð —
kristin framtíð
Að sjálfsögðu eru allir dag-
ar bænadagar, en um alllangt
skeið hefur sérstakur dagur,
5. sunnudagur eftir páska,
verið nefndur Bænadagur
kirkjunnar. Er mælst til að
þá verði guðsþjónustur í sem
flestum söfnuðum landsins
og sameinast verði í bæn
fyrir sama bænarefninu.
Hafa ýmsir haft á orði að
gott sé að koma í kirkjuna
sína og biðja í takt við
bræður og systur í öllum
landshlutum, með sama bæn-
arefni, á sama tíma. Um mátt
bænarinnar efast ekki þeir
sem reynt hafa.
Bænahringir
brúa
fjarlægðir
Bænahringir hafa starfað
hérlendis um alllangt skeið,
þeir starfa með þeim hætti
að þátttakendur sem gjarnan
búa vítt um landið gera bæn
sina á tilteknum tíma og
fylgja þar bænalista sem
gerður hefur verið sameigin-
lega. Sá, sem þetta ritar,
minnist sérstaklega hve
þátttaka í bænahring var
honum mikils virði, er hann
bjó í afskekktri byggð á
Vestfjörðum. Á ákveðinni
stundu var bænastundin, og
vinir í Eyjafjarðarsýslu,
Reykjavík, Skagafirði og
Selfossi báðu hver á sínum
stað fyrir sameiginlegu bæn-
arefni. Beðið var saman þótt
vík væri milli vina.
Bænabók
Nokkrar bækur eru til á
íslenzku um bænalíf, sem
Bænin má aldrei bresta þig
geta verið til mikillar leið-
sagnar. Má þar nefna Bæna-
líf í þýðingu sr. Páls Pálsson-
ar, Úr heimi bænarinnar,
sem Gunnar Sigurjónsson
þýddi. Þá má sannarlega
benda á bænabókina aftast í
nýju sálmabókinni. Þar eru
bæði daglegar bænir og bæn-
ir í sérstökum aðstæðum,
ferðabænir, bænir sjúkra, við
altarisgöngur o.s.frv. Biskup-
inn hefur tekið saman þessa
bænabók og bætir hún úr
brýnni þörf. Sálmabókin er
til á flestum heimilum og
handhægt að grípa til bæna-
bókarinnar þar, sem veitir
stuðning við bænargerðina, í
einrúmi og í hóp.