Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
41
Útvarpsráð:
Getur það ekki sleppt
snúðunum á næsta fundi?
Strákur skrifar:
„Hvernig ætli standi á því að
þegar þeir hjá sjónvarpinu eru að
birta myndir af Margaret Thatch-
er til dæmis, þá grípa þeir til
mynda af þeirri ágætu konu í því
hiutverki sem hún gegnir um
þessar mundir, nefnilega sem for-
sætisráðherra Bretlands. Enn-
fremur hafa þeir sama háttinn á
þegar þeir birta myndir af Mitter-
and hinum franska (svo að annað
dæmi sé nefnt), þ.e. þeir velja
mynd af honum í því umhverfi og
þeim búningi sem hann starfar í,
sem í hans tilviki er ósköp hvers-
dagsleg jakkaföt ásamt með ósköp
hversdagslegri skyrtu og bindi.
Þeir hjá sjónvarpinu birta ekki
myndir af Mitterand í hermanna-
galla þegar þeir þurfa ð lýsa því
sem hann aðhefst í dag, og var
hinn nýi Frakklandsforseti þó
vaskur hermaður hér í einn tíð.
Þaðan af síður birta þeir myndir
af Margaret Thatcher að afhýða
kartöflur, og er þó vitað að það var
hlutskipti hennar með meiru áður
en hún komst á þing og var bara
ein af húsmæðrunum í einu af
úthverfum Lundúnaborgar.
Alexander Haig — í venjulegum
jakkafotum.
Ilálfkauðskt og
okki lítið dularfullt
Sjónvarpið kappkostar semsagt
að bregða á skjáinn sem sönnust-
um ljósmyndum af því frægðar-
fólki sem það fjallar um í fréttum
sínum hverju sinni — með einni
undantekningu þó. Alexander
Haig, útanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, er aldrei sýndur okkur
sem slíkur. Ónei. Einhverra hluta
vegna er ævinlega gripið til ljós-
myndar af honum þar sem hann
er i stríðsgalla, rétt eins og
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
mæti til vinnunnar á hverjum
morgni í þrjátíu tonna skriðdreka
eða að minnsta kosti með stál-
hjálm niður að augnalokum og
byssu við beltið. Heldurðu að þú
spyrjir þá nú ekki hjá sjónvarp-
inu, Velvakandi góður, hvað valdi.
Eg veit að þeir eru ekki að þessu
til þess að blekkja einn eða neinn;
þeir eru ekki einu sinni að þessu
til þess að minna á að Haig var
eitt sinn æðsti maður til sjós og
lands hjá NATO. En þetta er hálf
kauðskt allt um það og ekki lítið
dularfullt. Getur útvarpsráð ekki
sleppt snúðunum með kaffinu á
næsta fundi og látið andvirðið
renna í miðlungsvæna mynd af
Haig í venjulegum jakkafötum?"
Þessir hringdu . . .
Verður bannað að
vera með astma?
F.S.D. hringdi og sagði: —
Ekki veit ég hvernig fara á að því
að skylda það fólk, sem til dæmis
er haldið astma eða hvers konar
öndunarsjúkdómum, til að reyra
sig niður í bílsæti með öryggis-
beltum. Og það eru auðvitað
miklu fleiri sem hæpið verður að
neyða til slíks, af fjöldamörgum
ástæðum, t.d. vegna innilokunar-
kenndar eða af öðrum andlegum
orsökum. Eða verður kannski
bannað með lögum að vera með
astma og innilokunarkennd? Eða
á að setja á laggirnar undanþágu-
stofnun? Það er annars
íhugunarefni, að alþingis-
mönnum okkar skuli gefast tími
til að standa í þrasi og masi fram
og aftur um svo persónuleg mál-
efni sem þetta, sem sjálfsagt
virðist, að hver maður fái að ráða
fyrir sig. I þessu ákveðna máli
(en þau eru svo sannarlega fleiri)
stafar ofverndarstefna löggjaf-
ans af uppgjöf framkvæmda-
valdsins og yfirstjórn umferðar-
mála, sem gefist hefur upp við að
halda niðri glannaskap og gá-
leysi. En ofverndarstefnan er
söm við sig: Hún ræðst ekki á
meinið sjálft, heldur á hún að
halda sjúkdómseinkennunum í
böndum (beltum). Slík vinnu-
brögð eru kák og ekki sæmandi
alþingi. Og svo eru stórmálin
afgreidd á handahlaupum síðustu
dagana fyrir þingslit og lélegar
afsakanir og aulalegar hafðar
uppi í fjölmiðlum um að það sé
nánast náttúrulögmál, að svona
þurfi þetta að vera. Nei, ég vil
fækka alþingismönnum niður í
20—30, eða a.m.k. svo mikið að
húsnæðisvandræði þeirra verði
úr sögunni í eitt skipti fyrir öll og
Alþingishúsið rúmi alla þá
starfsemi sem lýtur að úrlausn
þjóðmála, en málaflokkar sem
heyra undir umferðarklúbba og
tryggingafélög víki þaðan. Ég
held að þetta kæmi af sjalfu sér
ef þingmenn yrðu verulega færri
en nú er og vissu fyrirfram, að
þeir hefðu aðeins tíma fyrir
þingmál.
Ættu að skila
dúfunum aftur
4811-0671 hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Svoleiðis
er að sonur minn er með dúfur.
Þær eru hans hjartans mál. Á
sunnudaginn brugðum við okkur
frá í u.þ.b. eina klukkustund. Á
meðan komu hingað drengir á
nýjum 10 gíra-reiðhjólum, trú-
lega 13—14 ára gamlir, brutust
inn í dúfnakofann og stálu þaðan
rauðbrúnu prestarapari, sem
kostar 500 krónur og ég hafði
nýlega lánað stráknum fyrir út á
væntanlega sumarvinnu. Einnig
stálu þeir hojarapari (af svoköll-
uðum vængjuðum hojurum), og
eru fuglarnir hvítir með svarta
vængi. Mig langar til að biðja
drengina um að skila dúfunum
aftur, mér finnst að þeir ættu að
gera það. Gætu þeir skilið þær
eftir í kassa hér við húsið, og þá
væri þetta mál úr sögunni, en
dúfnahaldarinn tæki aftur gleði
sína. Þá vil ég til vara biðja
foreldra og aðra að hyggja að því,
hvort þetta fokdýra prestarapar
hcfur nokkuð skotið upp kollinum
á nýjum stað, og láta mig vin-
samlegast vita ef svo er. Síminn
hjá mér er 21548.
Fyrirspurn til
Rafveitunnar
S. hringdi og bað Velvakanda
að bera eftirfarandi fyrirspurn
fram við Rafmagnsveitur Reykja-
víkur:
— Fyrir nokkrum dögum bár-
ust mér hita- og rafmagnsreikn-
ingar sem dagsettir eru 19. maí.
Nú er það svo að ég er oft
peningalítill í lok mánaðar og því
spyr ég. Hve langur er greiðslu-
fresturinn? Er í lagi að greiða
reikningana eftir mánaðamótin?
Ef svarið verður neikvætt vil ég
beina því til RR að reikningarnir
verði sendir út í upphafi mánað-
ar.
EF ÞAÐ ER
FRETTNÆMT
ÞA ER ÞAÐ I
MORGUNBLAÐINU
1 Frá Tónlistar-
TONLISMRSKOLI KÓPf'NOGS skóla Kópavogs
Skólaslit fara fram í dag, laugardaginn 23. maí kl. 16
í Kópaogskirkju. Skólastjóri
Hestamenn
Okkur vantar nokkra hesta í sumar júní—ágúst til
afnota fyrir vistmenn. Hestarnir eru eingöngu notaöir
til þjálfunar í stuttum ferðum á virkum dögum. Öll
notkun fer fram undir handleiöslu reyndra hesta-
manna.
Allar frekari uppl. gefur Guörún Jóhannsdóttir í síma
66807 kl. 16—18 daglega.
Vinnuheimilið aö Reykjalundi
MORGUNBLAÐIÐMOR
MORGUNBLAÐIÐMOR
MORGUb/qLAOIÐMQ?
MORGU/
. ^
MOR
MOP>
Moel
M\
MtX
MOt
MOF\
MOR(
MORG\
MORGj
Mí
M(\
MC\
MO\
MOR</
MOR/
MOP/,
MOf/^
M
MQ
M
MORGUI^
MORGUNBI
MORGUNBLA
Blað-
burðar-
fólk
óskast
Uthverfi
Smálönd
IMÐMORGUNBLAÐlU
^QMORGUNBLAÐIÐ
QGUNBLAOIÐ
(NBLADIÐ
JLAÐIÐ
(DIÐ
'ALAÐIÐ
l\.AÐIÐ
(ÐIO
3j\ÐIÐ
?DIO
fdLADID
V-AOIO
(DID
)IÐ
iDID
)IÐ
)ID
DID
£ \\OID
OIÐ
Hringið í síma
35408
-WJ&OB
MORGUNBLADIDMt> ^ (NBLAOIÐMí
rJLMtDIÐ
ílBLADIO
^LAOIÐ
ftBLAÐIÐ
/0NBLAOIO
/iUNBLADID
(gunblaoio
tGUNBLAÐID