Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981 Útgefandi tliifiMfr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Mágnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Stefnumörkun í stór- iðjumálum kistulögð Alvarlegasta meinsemd stjórnarfrumvarps um raforkuver er sú, að það sniðgengur alveg forsendu stærri virkjana, það er orkufrekan iðnað; en nauðsynlegt er, að orkunýting haldist í hendur við orkuöflun, ef arðsemi virkjananna, atvinnuöryggi og aukning þjóðartekna eiga að ráða ferðinni. Þessum annmarka veldur andstaða Alþýðubandalagsins og orkuráðherra þess, sem frumvarpið samdi, við orkufrekan iðnað, þá leið til bættra lífskjara í landinu sem liggur um stórar virkjanir og stóriðju. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lögðu fram á Alþingi sameiginlega tillögu um stefnumörkun í stóriðjumálum, sem tryggði allt í senn: arðsemi virkjananna, mikilvægan áfanga í fjölgun atvinnutækifæra á íslenzkum vinnumarkaði og eflingu þjóðartekna, er bera uppi lífskjör í landinu á hverjum tíma. Stjórnarliðar afgreiddu þessa tillögu þann veg að vísa henni til ríkisstjórnarinnar, hvar Hjörleifur Guttormsson, orkuráðherra Alþýðubandalagsins, helzti andstæðingur orkufreks iðnaðar hér á landi á líðandi stund, er stefnuviti í þessum málaflokki. Þar með má segja, að tillaga þessi hafi verið kistulögð, m.a. með atkvæðum þeirra sjálfstæðismanna, er sitja f núverandi ríkisstjórn. Þessi afgreiðsla Alþingis, í skugga neitunarvalds Alþýðubandalags- ins, er meiriháttar slys í íslenzkum þjóðarbúskap, sem allir framfarasinnaðir íslendingar þurfa þegar að taka höndum saman um að vinna upp, fyrst og fremst með því að skapa virka þjóðarsamstöðu um nýja sókn í málinu. Barn til blóra Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, bregst ekki reiðari við en þegar rætt er um hagstæð ytri skilyrði, m.a. verulega aukningu botnfiskafla síðustu árin, sem styrkt hafi stöðu þjóðarbúsins. Tímaritstjórinn vill bersýnilega hafa illt árferði, a.m.k. í orði, svo hægt sé að afsaka stjórnarfarið í landinu í ljósi erfiðra aðstæðna. Hann vill skapa sér bam til blóra, eins og fyrrum var sagt, hafa eitthvað til að skella skuldinni á. Ekki er nú trú hans á væntanlegan árangur ríkisstjórnarinnar meiri en þetta, enda hefur löng lífsreynsla gert hann skyggnari á agnúa stjórnarsamstarfsins en hann vill vera láta. Staðreynd er, að þrátt fyrir góðæri hefur þjóðarframleiðsla lítið sem ekkert aukizt síðustu 2—3 vinstristjórnarár og á yfirstandandi ári er spáð algjörri stöðnun þjóðarframleiðslu og lækkun þjóðartekna, sem setur okkur almennan lífskjararamma. Stóraukinn þorskafli í kjölfar 200 mílna fiskveiðilögsögu, sem sjálfstæðismenn höfðu forgöngu um, og góðir sölusamningar, t.d. á saltfiski, koma þannig ekki fram í batnandi almannakjörum. Önnur viðskiptakjör hafa að vísu versnað, sem skylt er að viðurkenna, en aðeins sem svarar broti af viðskiptakjararýrnun 1974—’76, sem þá var 25—30%. Ekki vildi Alþýðubandalagið meta þá rýrnun inn í kjaradæmi þeirra ára, þó nú heyrist annað hljóð úr horni úr þeim herbúðum. Sem sagt: hallæri skal það heita í leiðurum Tímans, hvað sem staðreyndum líður, og vera áróðurslegt barn til blóra ríkisstjórninni og axarskaftasmíði hennar. ísland í hættu fíkni- efnamarkaðar Sigurlaug Bjarnadóttir beindi nokkrum fyrirspurnum til Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra, á Alþingi, vegna vaxandi framboðs fíkniefna hér á landi. Ráðherrann svaraði því m.a. til, að hópur Islendinga, sem dvalizt hefði í Svíþjóð og Danmörku, „hefði framfæri sitt af því að kaupa fíkniefni í suðlægari löndum eða Hollandi og selja þau síðan í Danmörku og Svíþjóð og jafnvel að nokkru leyti á íslandi. Hluti þessa fólks hefur ánetjast sterkari efnum og mikil hætta er tengd heimkomu þessa fólks," sagði ráðherra. í ljósi þeirra upplýsinga, sem fram komu í máli þingmannsins og ráðherrans, er ljóst, að ísland er að færast inn í það hættusvæði fíkniefnamarkaðar, sem er eitt alvarlegasta böl samtímans í veröldinni. Engin ráð má láta óreynd til að hamla gegn þessari þróun, hvorki á sviði lögregluaðgerða né fræðslu, og ættu félagasanitök í landinu að byggja upp samvirka herferð hins þögla meirihluta í þjóðfélaginu gegn þessum vágesti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið; en sterkt og virkt almenningsálit samhliða hörðum opinberum aðgerðum, geta bægt annars yfirvofandi vá frá þjóðardyrum, a.m.k. að verulegum hluta. Hluti af slökkviliði Keflavikurflugvallar. Ljósmynd Mbl. Gudjón. „Einfaldlega besti slökkvi- liðsstjóri í heimi“ hans stjórn, án nokkurra milli- liða. Á sumrin er æft á hverjum idegi, ein æfing á dag, en á veturna er þetta aðallega í kennsluformi. Við höfum náð mestum árangri í fyrirbyggjandi aðgerðum, einkanlega eldvarna- mótun og að koma í veg fyrir ísmyndanir á flugbrautinni. Einnig byggjast þessar aðgerðir á uppfræðslu, en þá er gengið í skóla og á heimili þar sem sýnt er og kennt hvernig bregðast á við eldi. Það sést kannski best á því hvað áhrifaríkt þetta er að hér uppi á velli hefur aldrei orðið neitt meiriháttar tjón af bruna þar sem hann hefur alltaf verið kæfður í fæðingu. Hér heyrir það til undantekninga ef maður ferst í eldi. Það er haldið uppi mjög ströngu eldvarnaeftirliti hér. Skemmtistaðir eru skoðaðir af okkur hálftíma fyrir opnun og svo aftur eftir lokun. Flugskýli eru skoðuð vikulega og aðrar byggingar mánaðarlega. Ökkar mestu viðurkenningar höfum við hlotið fyrir störf að eldvarnamótun. Árið 1980 hlut- um við fyrstu verðlaun fyrir eldvarnaáætlanir sem rekið er á vegum slökkvistöðva í Banda- ríkjunum og Kanada. Reyndar var ég gerður að heiðursborgara í Boston þegar við tókum við viðurkenningunni fyrir 1980. Annars þökkum við það því, að hér heyrir til undantekninga ef tjón hlýst af völdum elda, að hér er fólk mjög upplýst varðandi eldsvoða. Þetta er mjög gott fólk og samvinnuþýtt." <■ Þeir segja að þú sért harður húsbóndi. „Ef það telst til hörku að ætlast til að menn skili vinnu fyrir laun sín, þá viðurkenni ég að ég sé harður húsbóndi. Kröfu- pólitíkin er orðin svo „gígantísk" að horfir til stórvandræða. Það er ætlast til alls af atvinnu- rekendum og fyrirtækjum og undir hælinn lagt hvað menn ætla sér að skila til baka. Því miður. Vinnumórall hér á ís- landi hefur stórversnað að mínu mati. Við lifum í vellystinga- þjóðfélagi og um efni fram. Kannski á það stærstan þátt í þvi hvernig komið er i þessum málum. Mín tilfinning ræður alveg þegar ég vel fólk til starfa. Ég finn það undir eins hverskonar týpa það er sem gengur inn um dyrnar. Það er óskapleg aðsókn í þessi slökkviliðsstörf hérna en ég tel mig hafa verið afskaplega heppinn með starfsfólk." Sveinn Eiriksson tekur við viðurkenningunni. „ÉG IIELD að í hugum okkar hér á Keflavíkurflugvelii sé Sveinn Eiríksson einfaldlega besti slökkviliðsstjóri í heimi,“ sagði Peter T. Smith. yfirmaður deildar sjóhersins á Keflavíkur- flugvelli, er hann afhenti Sveini _The Distinguished Civilian Service Award“, orðuna, sem er önnur æðsta orða sem veitt er borgara af Bandaríkjastjórn. í fylgiskjaii með orðunni segir að Sveinn hafi fengið hana fyrir „framúrskarandi gott starf i mótun og framkvæmd eldvarna- áætlunar, en áætlun þessi er viðurkennd sem hin besta í varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna.“ Éinnig segir í þessu fylgi- skjali að hann hafi hlotið heið- urinn fyrir frábær slökkvi- og björgunarstörf og fyrir ís- og snjóruðningframkvæmdir, er urðu til þess að Keflavíkur- flugvöllur var sá eini sem opinn var meðan aðrir flugvellir á tslandi og í Norður-Evrópu voru lokaðir. Athöfnin fór fram í einu flugskýlanna á Keflavíkurflug- velli í gærmorgun. Voru þar samankomnir allir helstu yfir- menn hersins á Keflavíkurflug- velli. Við náðum tali af Sveini rétt eftir athöfnina. „Þessi viðurkenning sem ég hlaut í dag á ekki eingöngu við um mig heldur líka þá 110 starfsmenn, sem við þetta slökkvilið starfa. Það er tiltölu- lega auðvelt að hugsa upp hluti, en að framkvæma þá rétt er stór partur í þessu og starfsmennirn- ir eiga mikinn hlut í viðurkenn- ingunni. Ég var einn af átta íslendingum sem ráðnir voru í slökkviliðið hér 1952 og voru þá í því aðeins amerískir borgarar og hermenn. Það var ekki vand- ræðalaust að stjórna liðinu í þá daga með þessa þrjá ólíku hópa, en einhvernveginn gekk það. Árið 1961 tók sjóherinn við af flughernum og þeir vildu reyna að setja íslending í embætti slökkviliðsstjóra, en í því starfi höfðu aðeins verið borgarar, amerískir eða hermenn. Undan- þága var veitt, en þetta er einsdæmi að útlendingur sé slökkviliðsstjóri á vegum Banda- ríkjahers. Nú, smátt og smátt hurfu þessir borgarar og her- menn úr slökkviliðinu og árið 1971 var svo komið að einungis íslendingar unnu við það. Við erum starfsmenn hersins og heyrir slökkviliðið beint undir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.