Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAI1981
Hugleiðing um möguleika íslenskrar
kvikmyndagerðar á alþjóðlegum markaði
Stundum verður kvikmynda-
rýninum hugsað til þess — mitt
í kvikmyndaflóðinu — hverjir
séu raunverulega möguleikar ís-
lenskra kvikmynda á hinum al-
þjóðlega markaði, sem virðist
svo yfirfijótandi. Hvort ekki sé
ráð að marka skýra stefnu varð-
andi íslenska kvikmyndagerð,
áður en drengir góðir taka að
selja ofan af sér uppí filmu-
kostnað. Undirritaður hefur ekki
í hyggju að tylla sér á tá og
mæla spámannsorðum, aðeins að
benda á hugsanlegar leiðir að
því marki að íslensk kvikmynda-
gerð verði máttug og öflug. En
drukkni ekki með sprunginn
bjarghring.
Af þeim kvikmyndum íslensk-
Hvert
um sem undirritaður hefur rýnt,
finnst honum að þær myndir
sem byggja hvað mest á ramm-
íslenskum veruleik, hljóti að
vera sigurstranglegastar á hin-
um alþjóðlega markaði. Þessar
myndir eru ákaflega sérstæðar,
ferskar „ómengaðar" ef svo má
segja. Vesturlandabúa sem eru
að kafna í skít og hassgufum
hverskonar hlýtur að þyrsta
eftir slíkum myndum. Á orku-
snauðri öld munu milljónir
manna ekki eiga þess kost að
hverfa að silfurtærri á eða
hreinu sólskini nema á kvik-
mynd. Og ekki sakar ef þráður
myndarinnar er ofinn úr ís-
lenskri sagnahefð. Eg held að
ráðamenn þjóðarinnar ættu að
gera sér grein fyrir því að það
eru til fleiri „nýiðnaðarkostir"
en magnesíum/saltvinnsla eða
hvað þetta nú allt saman heitir.
Það er nefnilega til önnur orka
en rafurmagn, ef hugarorka
landsmanna er rétt virkjuð má
með henni mala gull.
En hvað þá um myndir sem
ekki byggja á hinni íslensku
sagnahefð og taka mið af hinu
íslenska bændasamfélagi fyrir
tækniöld. Eiga slíkar myndir
erindi á hinn alþjóðlega markað.
Vissulega, en hafa útlendingar
Góð kvikmynd þekkir engin
landamæri. Chaplin í Shanghai.
áhuga á okkar hálftæknivædda
verðbólguþjóðfélagi? Eru risar
kvikmyndaiðnaðarins ekki að
fjalla um hliðstæð vandamál og
Kvlkmyndir
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
okkar hér og beita þar sínum
bestu mönnum? Ég held að
dvergar hafi fátt til þeirra mála
að leggja. Hins vegar er kjörið
verkefni fyrir sjónvarpið okkar
að taka samtímann til krufn-
ingar á filmu. Ættu íslenskir
kvikmyndagerðarmenn að hafa
greiðan aðgang að þessum miðli
með hugmyndir augnabliksins.
Munum það að ef sjónvarpið
okkar verður vanmáttugt sökum
fjármagnstregðu, munu mynd-
segulbandafyrirtæki vaxa því
yfir höfuð. Islendingar vilja sjá
sinn eigin samtíðarveruleik á
skjánum, rétt eins og þeir vilja
fá dagblöðin inn til sín á morgn-
ana. Erlendar kvikmyndir, þótt
góðar séu, hljóta að víkja fyrir
slíku efni. Nú og svo virðast
Norðurlöndin hafa nokkurn
áhuga á Islandi nútímans.
Enn er ein leið fær hinni
íslensku kvikmynd inn á alþjóð-
lega markaðinn. Sú er bæði
torsótt og vart á færi okkar
sjálfra nema að vissu marki. Hér
er átt við filmun forsagnanna.
Hliðstæðan bókmenntaarf á vart
nokkur þjóð á vesturhveli utan
Grikkir og það er beinlínis
skylda okkar að þýða mál forn-
bókmenntanna yfir á filmumál;
þá tungu sem heimurinn skilur í
dag. En slíka snörun tel ég
aðeins einn kvikmyndagerðar-
mann núlifandi færan um: Akira
Kurosawa. Nú kann einhver að
spyrja, hvert erindi Japani eigi
inn í heim fornsagna okkar. Því
er til að svara að snilldarverk
verður eigi unsnapað nema af
snillingi. Ég hef séð eitt af
snilldarverkum Shakespeare,
Macbeth, filmað af Kurosawa.
Maður sat agndofa læstur í
snilld Shakespeares, þrátt fyrir
að gulir skáeygðir Japanir í
samurai-búningum veltust um á
tjaldinu. Hvers vegna? Nú auð-
vitað vegna þess að bak við
kvikmyndavélina stóð snillingur
á sama plani og Shakespeare.
Enginn veit hver samdi
Njáls-sögu né Macbeth né
Odysseifskviðu. Höfundar þess-
ara snilldarverka skipta ekki
máli aðeins sá veruleiki sem þar
er lýst. Á sama hátt skiptir ekki
máli hver filmar þann veruleik
sem lýst er til dæmis í Njáls-
sögu, aðeins að hann komist
sómasamlega til skila. Heimur-
inn á vissulega rétt á að kynnast
þessum veruleik óbrengluðum.
Hver veit nema einn góðan
veðurdag standi hinn íslenski
Kurosawa alskapaður fyrir aft-
an kvikmyndavélina. Þá en ekki
fyrr getum við boðið heims-
byggðinni Njálssögu á al-
íslenskri filmu.
skal stefna?
Sýning
Arna
Páls og
Magnúsar
Kjartans-
sonar
Öll myndlist hefur í sér undir-
tón leiks og lífsnautnar, samfara
alvöru og djúpum hugrenningum.
Þetta kemur manni í hug strax og
komið er inn á sýningu þeirra
félaga Árna Páls og Magnúsar
Kjartanssonar í nýiistargallerí-
inu að Vatnsstíg 3. Vera má að
sprell og spé þeirra félaga gangi
full langt á yfirborðinu og að
yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum
séu full alvörulausar og virki
þannig frekar ankannalega á
þorra almennings. Þeim virðist
a.m.k. ekki lagið að láta taka sig
alvarlega ef ráða má af því að
þeir fullyrða að menn þiggi ekki
myndir þeirra gefins einu sinni,
en þeir hafa boðið ýmsum opin-
berum stofnunum myndir. Þó er
hér vissulega um gilda myndlist
að ræða og skúlptúrverk þeirra,
unnin í samvinnu, eru ósjaldan
unnin af miklu hugmyndaflugi og
sköpunargleði. Verkin sem unnin
eru í brotajárn minna fyrir sumt
á það sem Daninn Robert Jacob-
sen var að fást við í eina tíð.
Slíkar myndir sáust t.d. á Nor-
rænni sýningu á Listasafni Is-
lands árið 1960 og vöktu þá
Vera má að sprell
og spé þeirra félaga
gangi full langt á yfir-
borðinu og að yfirlýs-
ingar þeirra í fjölmiðl-
um séu full alvöru-
lausar.. 44
Hestur og maður
Þjóóleikhúsið:
GUSTUR.
Saga af hesti.
Höfundur: Léf Tolstoj.
Leikgerð: Mark Rozovskí.
Ljóð: Júrí Rjasjentséf.
Tónlist: M. Rozovskí og S. Vet-
kin.
Þýðandi: Árni Bergmann.
Lýsing: Árni Baldvinsson.
Leikmynd og búningar: Messí-
ana Tómasdóttir.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Gustur er saminn eftir gamalli
dapurlegri sögu um hest eftir Léf
Tolstoj. Verkið er söngleikur, en
þó með fyrirvara vegna þess að
víða hljómar mælt mál. Nemend-
ur við Gorkíleikhúsið í Lenín-
USaga Gusts er ein-
föld og hugnæm, svip-
myndir úr lífi hesta og
manna. Textinn er lát-
laus og virðist mér
Árna Bergmann hafa
tekist ágætlega að
snúa honum á ís-
lenzku, þýðingar ljóð-
anna sýndu óvænta
hlið á Árna 44
grad völdu sér sögu Tolstojs að
viðfangsefni í námi sínu, en
smám saman þróaðist sagan í
það sem hún er nú með hjálp
þeirra Marks Rozovskís, S. Vetk-
íns og Júrí Rjastenséfs. Það var
1975 sem sem nemendur Gorkí-
leikhússins vöktu Gust til lífs, en
síðan hefur hann farið víða og
alls staðar verið vel tekið. Segja
má að Gustur komi á réttum
tíma. Hann býr yfir ýmsum
helstu kostum söngleiks og sagan
er sígild dæmisaga, auk þess
eftir eitt af höfuðskáldum Rúss-
lands.
Oftar en einu sinni minnir
Gustur á að margt er líkt með
hesti og manni. Ekki er heldur
ólíklegt að Tolstoj hafi með sögu
sinni viljað benda á bág kjör
manna, ekki síst leiguliða. Hann
fjallar meðal annars um eignar-
rétt í sögunni og er ómyrkur í
máli um men sem í ófullkomleik
sínum vilja allt eiga, láta mótast
af drottnunargirni og veraldleg-
um hégóma.
Ógæfa Gusts er fólgin í því að
hann er skjóttur. Eigandi hans,
hershöfðinginn, lætur gelda
hann af þeim sökum. Fursti
nokkur kaupir hann af hershöfð-
ingjanum. Hjá furstanum er
Gustur hamingjusamur. Hann
vinnur sigur í veðhlaupi, en á
stund sigursins verða ástamál
furstans til þess að hann leggur
of hart að gæðingnum í leit sinni
að ótrúrri ástkonu og Gustur
verður aldrei samur eftir það.
Hann bíður ekkert nema niður-
lægingu kerrujálksins og að lok-
um er honum ofaukið í fríðum
flokki hesta.
Saga Gusts ei einföld og hugð-
næm, svipmyndir úr lífi hesta og
manna. Textinn er látlaus og
virðist mér Árna Bergmann hafa
tekist ágætlega að snúa honum á
íslensku, , þýðingar ljóðanna
sýndu óvænta hlið á Árna.
Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stjóri nær góðum árangri í túlk-
un verksins, en það byggir mikið
á hreyfingum, ekki síður en
Bessi Bjarnason og Sigriður Þorvaldsdóttir.
Magnús Kjartansson og Árni
Páls á sýningu sinni i Nýlistar-
safninu að Vatnsstig 3.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
forundran og reiði margra en
þeir hefðu gert góð kaup sem
hefðu haft vit á því að festa sér
þær fyrir lítinn pening þá, svo
eftirsóttar sem þær eru í dag.
Seinna sá ég keimlíkar myndir í
Bandaríkjunum árið 1965. Þetta
er alls ekki sett fram til þess að
rýra gildi mynda Árna og Magn-
úsar því að þær hafa ýmislegt
óvenjulegt til. brunns að bera
sem vert er allrar athygli.
Tvívíðu myndirnar á sýning-
«unni unnar í ljósmynda- og sáld-
'þrykktækni virkuðu hvergi nærri
jafn sterkt á mig og höggmynd-
irnar eru of þokukenndar og
órólegar á köflum og ólíkar þeim
samanþjappaða krafti er ein-
kennir skúlptúrana.
Það er erfitt að lýsa myndun-
um á sýningunni og hér er sjón
sögu ríkari. Menn ættu að fjöl-
menna á sýninguna yfir helgina
sem er síðasta sýningarhelgin og
kynnast um leið ágætum sýn-
ingarsölum Nýlistarsafnsins.
Ég hafði mikla ánægju af
heimsókn á sýninguna og þakka
að lokum fyrir mig. _
Bragi Ásgeirsson.
orðum og tónum. Það er léttleiki
í hreyfingum leikaranna og
ævintýraleg leikmynd Messíönu
Tómasdóttur er sterk. Á nokkr-
um stöðum er teflt djarft við
gerð sviðsmyndar í náinni sam-
vinnu við Árna Baldvinsson
Ljósameistara. Ljósum er beitt á
áhrifaríkan hátt, en ekki jafn
yfirgnæfandi og stundum vill
verða þegar brugðið er út af
vananum. Hófsemi einkennir
þessa sýningu að flestu leyti og
er sú leið farsæl.
Það er alltaf gaman í leikhúsi
þegar hópatriði takast vel, líf
kviknar á sviðinu í heild. Fjöldi
leikara og dansara mynda kór-
inn/stóðið og meðal þeirra sem
athygli vekja eru Helga Bern-
hard, Ólafía Bjarnfreðsdóttir og
Ragnheiður Elfa Arnarsdóttir.
Arnar Jónsson þótti mér góður
í hlutverki Serpúkhovskís fursta;
í gleði og sorg, drukkinn og
ódrukkinn var furstinn trúverð-
ugur. Gleðilegt er til þess að vita
að Arnar hefur losnað við ýmsa
kæki sem stundum hafa háð
honum, ennfremur óstyrka sviðs-
framkomu og öfgafulla raddbeit-
ingu.
Sigríður Þorvaldsdóttir lék
þrjú hlutverk og fór á kostum í
þeim öllum. Lék á jafn kvenlega
strengi sem hryssan Gletta og
ástkonan Mathieu.
Gamalreyndir leikarar eins og
Árni Tryggvason, Flosi Ólafsson,
Gunnar Eyjólfsson og Róbert
Arnfinnsson voru allir í hlut-