Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
37
fclk í
fréttum
Frægur piltur rekinn úr skóla
+ Þessi fréttamynd kom á forsíðum breskra dagblaða fyrir svo sem 6 vikum. Myndin er tekin af því er nemandi
í skóla einum kyssti á hönd lafði Díönu Spencer, er hún ásamt unnusta sinum, Karli Bretaprins, heimsótti
skólann. — En skjótt hefur sól brugðið sumri. Ungi pilturinn, Nicholas Hardy, sem er 18 ára hefur nú verið
rekinn úr skólanum fyrir reykingar. Skólinn heitir Cheltenham-skóli.
Það eru reglur skólans, sem er heimavistarskóli, að reykingar eru með öllu bannaðar, m.a. af
öryggisástæðum. Hér er átt við eldhættu. Pilturinn var staðinn að verki seint í vetur er leið. Hann lofaði þá bót
og betrun og að láta það ekki henda sig aftur að brjóta reykingabannið. Um daginn var hann aftur staðinn að
verki. Þá sat hann hinn rólegasti og reykti að viðstöddum 80 nemendum skólans!
— Skólaráðsmaðurinn sagði blaðamönnum eftir að brottrekstur hans var orðinn að blaðaefni og blöðin birtu
myndina á ný af því er hann kyssti á hönd hefðarmeyjarinnar, að skólinn gæti ekki breytt ákvörðun sinni.
Nicholas, sem annars kæmi vel fyrir hefði verið rekinn úr skólanum og þeirri ákvörðun yrði ekki breytt.
Þykir með
ólíkindum
+ Það er vitað mál að Kínverjar
eru miklir hjólreiðamenn. — En
þó svo sé þá er það ekki
venjulegt að sjá þar margmennt
á reiðhjólum. Hér eru ekki
neinir venjulegir kínverskir
hjólreiðamenn. Hér eru á ferð-
inni akróbatar í Peking-sirk-
usnum og þeir leika sér hér, 12
stykki, á einu og sama reiðhjól-
inu! Þetta skemmtiatriði þykir
hreint með ólíkindum.
Ég kunni að
segja eitt orð!
+ Maxim Shostakovich hljómsveitarstjóri útvarpshljómsveitar
Ríkisútvarpsins í Moskvu, sem komst undan á flótta og bað um
hæli fyrir sig og son sinn tvítugan, er hljómsveitin var á
tónleikaferð í V-Þýskalandi, hefur skýrt frá því í blaðasamtali,
að hann hafi verið í hópi hæstlaunuðu listamanna í
Sovétríkjunum, er hann flúði. Hann hafi nánast frá því hann
var barn að aldri, hann er nú 42ja ára, verið ákveðinn í því að
komast úr landi. Flóttinn hafi verið til þess að mótmæla því
andrúmslofti að vonlausir aular stjórni tónlistarlífinu í
heimalandinu. Hann sagði þannig frá flótta sínum að hann
kynni aðeins örfá orð í þýsku. — Er hann og sonur hans sáu sér
færi á því á dögunum í V-Þýskalandi hafi hann snúið sér að
lögregluþjóni og sagt eitt hinna fáu orða sem hann kunni á
þýsku: Stinga af! — Lögregluþjónninn hafði strax áttað sig og
þeim feðgunum ók hann í lögreglubíl til næstu lögreglustöðvar.
I samtalinu segir Maxim Shostakovich að hann hafi kosið að
flytjast til Bandaríkjanna, lands mannréttindanna. Maxim er
sonur Dimitri Shostakovich eins kunnasta tónskálds síðari tíma
og þess má geta að sonur Maxims, sem flúði með honum heitir i
höfuðið á afa sínum, Dimitri. — Þessi mynd af feðgunum er
ekki ný, hún er tekin af þeim fyrir 6 árum, er Dimitri var
unglingur.
Auglýsing um
áburðarverð 1981
Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðar-
tegunda er ákveðið þannig fyrir áriö 1981:
Vid skipshliö á Afgreitt á bfla
ýmsum höfnum í Gufunesi
umhverfis land
Ammonium nitrat 34,5%N
Kjarni 33% N
Magni 1 26% N
Magni 2 20% N
Græðir 1 14-18-18
Græðir 1A 12-19-19
Græðir 2 23-11-11
Græðir 3 20-14-14
Græðir 4 23-14-9
Græöir 4A 23-14-9+2S
Græðir 5 17-17-17
Græðir 6 20-10-10+4+1S
Græðir 7 20-12-8+4+1S
Græðir 8 18-9-14+4+1S
N.P. 26-14
N.P. 23-23
Þrífosfat 45% P205
Kalíklóríð 60% K20
Kalísúlfat 50% K,0
kr. kr.
2.000,00 2.025,00
1.900,00 1.940,00
1.560,00 1.600,00
1.360,00 1.400,00
2.300,00 2.340,00
2.260,00 2.300,00
2.160,00 2.200,00
2,180,00 2.220,00
2.260,00 2.300,00
2.300,00 2.340,00
2.220,00 2.260,00
2.120,00 2.160,00
2.160,00 2.200,00
2.080,00 2.120,00
2.220,00 2.260,00
2.480,00 2.520,00
1.940,00 1.980,00
1.340,00 1.380,00
1.660,00 1.700,00
Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifaliö í
ofangreindu verði fyrir áburö kominn á ýmsar hafnir.
Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifaliö
í ofangreindu veröi fyrir áburö sem afgreiddur er á bíla í
Gufunesi.
Áburðarverksmiðja ríkisins
VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS
STOFNAÐUR 1905
* Innritun
næsta skólaár
Verzlunarskóli íslands tekur inn nemendur af öllu
landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur, án tillits til
búsetu.
Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla íslands,
Grundarstíg 24, 101 Reykjavík. Skrifstofa skólans er
opin alla virka daga kl. 9—15.
VERZLUNARDEILD
Nemendur eru teknir inn í 3. bekk.
Inntökuskilyröi er grunnskólapróf.
Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um
skólavist, verður höfö hliðsjón af árangri nemenda á
grunnskólaprófi.
Umsóknarfrestur er til 5. júní 1981 og skulu umsóknir
þá hafa borizt skrifstofu skólans, en æskilegt er aö
umsóknir berist sem fyrst eftir að grunnskólaprófum
er lokiö, ásamt prófskírteini eða staöfestu afriti en
ekki Ijósriti.
LÆRDOMSDEILD
Nemendur eru teknir inn í 5. bekk. Inntökuskilyröi er
einkunnin 6,50 á verzlunarprófi. Umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 5.
júní.
NÁMSEFNI
Vikulegur fjöldi kennslustunda í einstökum náms-
greinum.
Verzlunardeild Lærdómsdeild
3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur
íslenska 4 4 4 4
Enska 5 5 5 5
Þýzka 4 4 3 3
Danska 4 4
Franska 0(4) 0(6)
Latína 0(6) 0(6)
Stærðfræði 4 4 8(4) 7(3)
Bókfærsla 5 5 3(0)
Hagfræði 3 3 5(0) 5(0)
Lögfræöi 3
Saga 3 2 2
Líff. — efnafr. 5 5
Vélritun 3 3
Tölvufræði 3 3
Leikfimi 2 2 2 2
Valgreinar 0 0 3 3
Samtals 40 40 37(38) 39(39)
Tölur innan sviga sýna tímafjölda í máladeild en tölur
utan sviga sýna tímafjölda í hagfræöideild.