Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 JARÐSIG íbúðarhús, nokkur fyrirtæki og borgarsundlaug, vörubifreið og fimm Porsche-bílar sukku þegar þessi 135 metra breiða og 45 metra djúpa hola myndaðist i Winter Park, Florida. Yiktor Korchnoi með bakþanka BruNsel. 22. maí. AP „FLÓTTI minn hefur valdið fjölskyldu minni svo miklum þjáningum, að ef ég ætti þess kost að velja á ný, þá myndi ég hugsa mig vandlega um áður en ég flýði frá Sovétríkjunum,“ sagði Viktor Korchnoi, hinn landflótta sovéski stórmeistari, á fundi með fréttamönnum i Briissel í dag. „Eg er ekki andófsmaður. Ég flýði til að ná meiri frama í skákinni," sagði Korchnoi. Hann sagðist hafa flúið í þeirri full- vissu, að fjölskyldu hans yrði fljótlega leyft að fara frá Sov- étríkjunum. Korchnoi sagði, að kona hans, Bella og sonur hans, Igor hefðu fjórum sinnum sótt um leyfi að fara frá Sovétríkj- unum en ávallt fengið neitun. Deilur um kjarn- orkuvopn í Japan Washinjfton. Tókýó. 22. maí. AP BANDARÍKJAMENN geymdu um tíma kjarnorkuvopn í skipi skammt undan strönd Japans vorið 1961. Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Tókýó, Edwin Reischauer og Alexis Johnson, fyrrum aðstoðarutanrikisráðherra Bandaríkjanna, staðfestu þetta við fréttamenn. Skipið, sem geymdi kjarnorkuvopnin, lá við festar í Iwakuni, aðeins 40 kílómetra frá Hiroshima. Reischauer, sem þá gengdi em- að kanna hvað hæft væri í þessum bætti sendiherra í Tókýó, sagðist hafa fært þetta i tal við Johnson á sínum tíma og þeir hefðu verið sammála um, að slíkt væri óráð- legt og beittu þeir sér fyrir að kjarnorkuvopnin yrðu fjarlægð og var það gert skömmu síðar. Þessi yfirlýsing Johnsons og Reischauers olli miklu fjaðrafoki í Japan. Blöð þar í landi slógu fréttinni upp með miklum látum. Zenko Suzuki, forsætisráðherra Japans fól utanríkisráðuneytinu staðhæfingum. Ráðuneytið gaf í dag út yfirlýs- ingu þar sem sagði, að engin vitneskja hefði nokkurn tíma bor- ist um geymslu kjarnorkuvopna í Japan og engin ástæða væri til að ætla, að Bandaríkin hefðu nokk- urn tíma brotið í bága við sam- komulag þjóðanna um, að kjarn- orkuvopn skuli ekki staðsett í Japan. Af og til hafa komið fram staðhæfingar í Japan um stað- setningu kjarnorkuvopna í land- inu. Japönsk stjórnvöld hafa markað mjög ákveðna stefnu í kjarnorkuvopnamálum. Sem er, að í Japan er bannað að framleiða og geyma kjarnorkuvopn. Eins og ávallt, hafa bandarískir embætt- ismenn neitað að gefa nokkrar yfirlýsingar um staðsetningu bandarískra kjarnorkuvopna. Að- eins sagt, að Bandaríkin virði afstöðu japanskra stjórnvalda um kjarnorkuvopn. Kommúnistaflokkurinn jap- anski helt því fram fyrr í mánuð- inum, að honum hefði tekist að komast yfir bandarísk skjöl um Ieiðbeiningar um meðferð og próf- un kjarnorkuvopna og af þessu var sú ályktun dregin, að í Japan væru kjarnorkuvopn. FRANCOIS Mitterand, hinn nýi forseti Frakklands við komuna til Elysée-hallar. Þar tók Valery Giscard d'Estaing, fráfarandi forseti á móti hon- Um. Símamynd AP Veður víða um heim Akureyri 8 alskýjaö Amsterdam 28 sólskin Aþena 25 skýjaó Barcelona 20 hólfskýjaó Berlín 26 heióskírt BrUssel 20 skýjsó Chicago 26 heióskírt Oenpasar 31 heióskírt Dytlinni 14 skýjað Feneyjar 24 rigning Frankfurt 29 rigning Færeyjar 9 þoka í gr. Genf 22 skýjaó Heisinki 18 sólskin Hong Kong 25 heióskírt Jerúsalem 23 heióskirt Jóhannesarborg vantar Kairó 29 heióskírt Kaupmannahöfn 22 heióskírt Las Palmas 21 hólfskýjsó Lissabon 19 hetóskírl London 16 rigning Los Angeles 23 heióskirt Madrid 21 sólskin Malaga 21 léttskýjaó Mallorka 24 hólfskýjaó Mexicoborg 20 skýjaó Miami 30 heióskírt Moskva 22 heióskirt New York 25 heMskirt Nýja Oeftti 4 -4 rsiimtssr #* nmrar Osló 22 heióskirt Paris 21 skýjaó Perth 19 haióskírt Reykjavík 11 skýjaó Ríó de Janeiro 31 heióskírt Rómaborg 27 heióskirt San Francisco 16 skýjaó Stokkhólmur 23 sóiskin Sydney 18 rigning Tel Aviv 24 heiðskirt Tókýó 25 heióskirt Átök í E1 Salvador San Salvador. 22. mal. AP. TIL ÁTAKA kom milli stjórnar- hermanna og sveita skæruliða í norður- og austurhluta E1 Salva- dor. en engar fregnir fóru af manntjóni. Þá sprungu tvær öfl- ugar sprengjur i útjaðri höfuð- borgarinnar í birtingu. með þeim afleiðingum að mikið tjón varð á hankahyggingu og samkomustað hermanna. Tveir menn a.m.k. særðust í sprengingunni. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins sagði, að til átaka hefði komið í dag í Chalatenango í norðurhlutanum og Suchitoto í austurhlutanum, þar sem við „smávægileg vandamál væri að etja“. Vinstrisinnaðir skæruliðar, sem Dóttir Reagans á mótmælaf undi WashinRton. 22. mai. AP. PATTI Davis, dóttir Ronald Reag- ans Bandarikjaforseta, hefur i hyggju að taka þátt i mótmæla- fundi þann 14. júni gegn kjarnorkumálum. Enda þótt andstaða Patti gegn þessum málum sé alþekkt, sagði talsmaður hennar að þetta væri „fyrsta pólitíska aðgerðin sem hún tæki þátt í, síðan faðir hennar var kjörinn forseti". Eins og alkunna er styður Reagan forseti áframhaldandi þróun í kjarnorkumálum. berjast gegn stjórnarhernum, eru sterkir fyrir á þessum svæðum og njóta samúðar. Stjórn landsins hefur í hyggju að efna til þingkosninga næstkom- andi marz, og í dag gaf kjörstjórn út þá yfirlýsingu, að allir þeir stjórnmálaflokkar er hygðust taka þátt í kosningunum, yrðu að tilkynna þátttöku sína með stuðn- ingsyfirlýsingum 3.000 einstakl- inga. Jose Napoleon Duarnte sagði, að kosningarnar myndu að öllum líkindum marka upphaf nýs lýð- ræðisskeiðs í landinu og draga úr spennu, sem leitt hefur m.a. til vopnaðra átaka vinstri skæruliða og stjórnarhersins. Láta mun nærri, að 22.000 manns hafi týnt lífi í pólitískum átökum í landinu frá því 15. október 1979, er herinn steypti stjórn Carlosar Humberto Romero. Bella býr nú í Leningrad en hún fær hvergi vinnu vegna flótta manns síns og er óheimilt að yfirgefa borgina. Igor neitaði að gegna herþjón- ustu af ótta við gð komast í kynni við hernaðarleyndarmál, sem síðar gerðu honum ókleyft að komast úr landi. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs þrælkunarbúðir í Síberíu í des- ember 1979 og þar dvelst hann nú. „Ég skrifa alltaf af og til til fjölskyldu minnar en bréf mín eru ritskoðuð og þegar ég hringi, þá er síminn hleraður," sagði Korchnoi. Hann sagði, að ástæð- an fyrir neitun sovéskra stjórn- valda væri óttinn við að aðrir sovéskir skákmenn fylgdu í kjölfarið og flýðu landið. Kýpur Grikkir kjósa á morgun Nikosía. Kýpur. 22. mai. AP. GRÍSKIR Kýpurbúar kjósa sér nýtt þing nk. sunnudag og bjóða sjö stjórnmálaflokkar fram. Kosnir eru 35 þing- menn. Aðalbaráttan er sögð standa milli Demókrataflokks Spyros Kyprianou forseta, sem hefur nú meirihluta, Ak- els, valdamikils kommúnista- flokks sem fylgir Moskvu- linunni, og hægri sinnaða Lýð- ræðisbandalagsins undir for- ystu Glafkos Clerides. Aðalmálið í kosningabarátt- unni hefur verið skipting eyj- arinnar eins og geta má nærri, og einnig hafa efnahagsmál komið töluvert við sögu. Samkvæmt stjórnarskrá Kýpur er gert ráð fyrir að þingið sé setið 50 þingmönnum, þar af 15 Kýpur-Tyrkjum. Tyrkir hafa ekki tekið þátt í þingstörfum síða 1963 og sæti þeirra verið auð. Hyggjast Kýpur-Tyrkir kjósa sitt eigið þings, em 25 menn sitja á, í júnímánuði nk. Stjórnmálafréttaritarar telja mestar líkur fyrir því að flokkur Cleridesar stórauki fylgi sitt. Loftsteinn útrýmdi risaeðlum og gróðri Ottawa, 22. maí. AP. LUIS ALVAREZ, Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði frá 1968 sagði í dag, að loftsteinn, sem var 10 kílómetrar í þvermál, hefði hrapað til jarðar og eytt 70% af öllu dýra- og jurtalífi fyrir 65 milljónum ára. Alvarez sagði, að vísinda- mannahópur við Lawrence Berkel- ey vísindastöðina, sem hann veitir sjálfur forstöðu, hefði sýnt fram á, að það hefði verið loftsteinn sem rakst á jörðina, og að aðrar kenningar um útrýmingu dýra- og jurtalífs, væru haídslausar. Meðal þeirra dýra sem hurfu fyrir um 65 milljónum ára voru risaeðlur. Alvarez hlaut Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar á því að mjög sjaldgæf efni, eins og iridi- um, væri að finna í mestum mæli í setlögum sem mynduðust eftir útrýmingu risaeðlanna og fyrir þróunarsögu spendýranna. Hann hefur haldið því fram, að magn þessara sjaldgæfu efna gæfi til kynna að þau hefðu borist utan úr geimnum. Þegar loftsteinarnir skullu á jörðina, hefði myndast slík sprenging, að rykið af völdum árekstursins hefði verið að falla til jarðar og dreifast í þrjú ár eftir áreksturinn. Fyrir vikið hefði öll ljóstillífun, þ.e. starfsemi grænu- korna plantna, stöðvast. Heimsendir? Ef þessar kenningar reynast á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.