Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981 Móöir okkar + SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR fré Villingaholti, er látin. Krístrún Agústsdóttir, Sigriöur Brunés. t Móðir okkar og tengdamóöir, ARNBJORG SIGUROARDÓTTIR, Fagragarði 6, Keflavik, andaöist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 21. þ.m. Börn og tengdabörn hinnar látnu. Sonur okkar og bróöir, STEINAR ÓSKARSSON vélatjóri, Langholtsvegi 172, andaöist í Landspítalanum 21. maí. ó(öf Daníe|sdóttirj Óskar Halldóraaon, Dagfríöur Óskaradóttir, Hrafnhildur Oskaradóttir. t Eiginmaður minn, VILMUNDUR GÍSLASON, Króki, andaöist aö Hrafnistu 22. þ.m. Þorbjörg Guöjónsdóttir. t MARÍAS FINNBOGASON lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 20. maí. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Klara Ásgeirsdóttir. Amma okkar, HELGA SIGURDARDOTTIR, Dalbraut 27, sem lést aö heimili sínu 19. maí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. maí kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Kolbrún Olgeirsdóttir, Jóhannes Gísli Olgeirsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför systur okkar, ÞORDÍSAR GESTSDÓTTUR frá Hjaröarholti, Kjós. Systkini hinnar látnu. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför fóstursystur minnar, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Álfhólsvegi 80. Fyrir hönd aöstandenda, Ólafía Ingímundardóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns og fööur, ÓLAFS HALLDÓRS ÞORBJÖRNSSONAR. Sérstakar þakkir færum viö stjórn Fálkans hf., sem kostaöi útför hans, starfsfólki Fálkans hf., Stefáni og Árnýju Guöjohnsen fyrir ómetanlega hjálp, starfsfólki og læknum á Borgarspítalanum, deild E 6, fyrir frábæra umönnun í veikindum hans, svo og öllum, sem sýnt hafa okkur hjálp og stuöning í velkindum hans, viö fráfall hans og útför. Jóhanna Aradóttir, Asmundur Halldórsson. Minning: Gudrún Grímsdótt- ir frá Oddsstöðum Fædd 10. maí 1888. Dáin 4. maí 1981. Hinn 4. þ.m. lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja háöldruð kona, Guðrún Grímsdóttir, kennd við Oddsstaði, og var hinn síðasti blundur henni örugglega kærkom- inn eftir langa legu. Nú að leiðar- lokum er mér ljúft að setja saman nokkur þakkar- og kveðjuorð um tengdamóður mína. Hún var að mínum dómi óvenjuleg kona á marga lund, skynsöm vel og skiln- ingsgóð og færði alla hluti til betri vegar. Þau tæp 30 ár, sem ég þekkti hana, leið mér ævinlega vel í návist hennar, og hún reyndist mér og mínum ætíð ráðholl og góð. Af sjálfu sér leiðir, að erfitt er fyrir mig að greina nákvæmlega frá aðalstarfsárum tengdamóður minnar, þar sem þau voru þegar að baki. begar fundum okkar bar fyrst saman. Hér verða því nokkur fátækleg orð sett á blað á við- kvæmri kveðjustundu. Vel man ég þá fögru morgun- stund í ágúst 1953, er mig bar fyrst að garði á Oddsstöðum og leit augum hið snyrtilega og fagra heimili, sem andaði þegar hlýju og vinsemd á móti þeim gesti, sem kominn var. Svo var látið heita sem hann ætti einkum erindi við hinn óvenjuskemmtilega og glæsi- lega bónda Guðrúnar, Guðjón Jónsson, sem þá var kominn fast að áttræðu. Guðjón hafði ég séð snöggvast árinu áður, en nú leit ég konu hans í fyrsta skipti. Hin lágvaxna og elskulega kona tók gestinum með mikilli alúð, enda laðaöist hann ósjálfrátt að þeim hjónum. Mér varð fljótt vel ljóst, hversu innilegt og fölskvalaust samband var á milli þeirra Oddsstaðahjóna þrátt fyrir nokkurt miseldri og gagnkvæm virðing í hvívetna. Er sízt of mælt, að þetta var til mikillar fyrirmyndar. Þau hjónin tóku mér þegar sem einu barna sinna, og varð mér það mikil gleði og raunar ákveðin fylling, systkinalausum sem ég var. Fyrir þetta ber mér sérstak- lega að þakka nú, þegar þau hjón bæði eru horfin úr samfylgdinni. Ég komst brátt að raun um, að auk hins mikla myndarskapar, sem Oddsstaðaheimilið bar með sér hið innra og ytra, ríkti þar óvenjuleg eindrægni með stórri fjölskyldu og glaðværð, sem marg- ur Eyjamaður hlýtur að minnast í þakklátum huga. Þar átti vissu- lega drjúgan hlut að sú kona, sem kvödd er í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum af börnum sín- um, stjúpbörnum, fósturbörnum, tengdabörnum og fjölmörgum af- komendum öðrum, auk allra þeirra vina, sem hún eignaðist á iangri ævi. Guðrún var fædd 10. júní 1888 og því nær 93 ára, þegar hún lézt. Voru foreldrar hennar Vilborg Einarsdóttir og Grímur Þor- + Þökkum þeim fjölmörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu viö andlát og útför elskulegs sonar okkar, TRAUSTA SVEINSSONAR. Guö blessi ykkur öll. Ester Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Jónsson. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar og bróöur, ANDRÉSAR BJORNSSONAR. Alma Andrésdóttir, Edda Andrésdóttir, Helgi Björnsson. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför VIGFÚSÍNU JÓNSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju aó Stóra-Múla í Dalasýslu. Fyrir mína hönd og annarra aöstandenda, Benedikt Kristjénsson. + Þökkum innilega samúö viö andlát og jarðarför HJARTAR ÞÓRÐARSONAR, Vatnsnesvegi 21, Keflavík. Steinunn Þorsteinsdóttir, Ólafur Þóröarson, Ingibjörg Jóhannsdóttir. + Þökkum öllum nær og fjær samúö og hlýjan hug vlö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, SOFFÍU DAVÍÐSDÓTTUR, Suöurgötu 44, Siglufiröi. Einnig öllum þeim, sem veittu hennl hjálp í veikindum hennar. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Þorleifur Sigurösson og dætur. steinsson á Arnaldsstöðum í Fljótsdal. Stóðu að 1 jnni aust- firzkar ættir, enda átti hún frændgarð mikinn þar eystra og fjöld vina, en þeir munu nú flestir horfnir yfir móðuna miklu á undan henni. Guðrún var yngst fimm systkina og hið síðasta þeirra, sem kveður þennan heim. Fljótt fékk Guðrún að reyna fallvaltleik lífsins, því að faðir hennar drukknaði í Seyðisfirði, er hún var 17 vikna gömul. Á þeim árum voru engar tryggingar, sem gátu veitt aðstoð. Var þá oft ekkert til bjargar nema gott fólk. Guðrún fylgdi að vonum móður sinni og var með henni á ýmsum stöðum á Héraði, lengst að ég hygg í Víðivallagerði í Fljótsdal. Hún vandist snemma allri venju- legri vinnu, innan húss sem utan, enda komu fljótt í ljós mikil vinnusemi og myndvirkni, eins og Austfirðingar nefna það gjarnan. Hugur Guðrúnar stóð til þess að mennta sig sem bezt hún kunni og búa sig undir lífið, en vitaskuld voru útvegir fáir til slíkra hluta á þeim árum hjá aldamótakynslóð- inni, sem við nefnum svo. Þó tókst henni fyrir dugnað sinn að afla sér þekkingar í tveim greinum, sem komu henni síðar að miklum notum, þótt hana hafi tæplega þá órað fyrir, á hvern hátt það yrði. Á þeim árum, sem Guðrún var að vaxa úr grasi, var Seyðisfjörður mikil menningarmiðstöð í lífi Austfirðinga, enda höfuðstaður Austurlands og mikið athafnalíf þar á mörgum sviðum. Þangað hélt Guðrún og lærði fatasaum af Guðrúnu Gísladóttur á verkstæði Eyjólfs Jónssonar, sem þar var bæði klæðskeri og ljósmyndari og síðar bankastjóri. Á efri árum minntist tengdamóðir mín þess- ara ára á þann veg, að auðheyrt var, að þar hafði henni liðið vel. í sambandi við saumanám sitt mun hún fljótlega hafa farið víða um Hérað til sauma, enda lék allt í höndum hennar. En þetta nægði ekki hinni ungu stúlku. Guðrún hafði einnig mikinn hug á að læra eitthvað í matreiðslu. Hélt hún því til Reykjavíkur og sótti matreiðslunámskeið í þrjá mánuði hjá Ingibjörgu Jónsdóttur í Bárunni, en það var kunnur staður við Tjörnina, sem gamlir Reykvíkingar muna enn. Enda þótt námstími Guðrúnar væri þar ekki lengri en þessir fáu mánuðir, bar hin frábæra matar- og köku- gerð hennar þess vitni, að vel hefur hún notað tímann. Vafa- laust hefur og meðfædd hneigð hennar í þessa átt stutt hér drjúgum að. Og ánægja hennar á þessu sviði entist henni ævilangt eða meðan sjón og kraftar leyfðu. Var hreinasta unun að snæða það góðgæti, sem hún reiddi fram, og lengi held ég ungir sem aldnir í fjölskyldunni muni „mömmukök- urnar" hennar, svo að einungis eitt dæmi sé nefnt. Þá var og áhugi Guðrúnar slíkur í þessum efnum, að fram yfir nírætt var hún alltaf að reyna eitthvað nýtt, ef hún hafði spurnir af því. Þannig var áhugi hennar í þessari grein sem öðrum síkvikur og vakandi. Svo kom að því, að hin glæsilega austfirzka stúlka flyttist alfarin úr átthögum sínum og settist að á þeim stað, sem átti eftir að verða heimkynni hennar æ síðan, þ.e. í Vestmannaeyjum. Þangað kom Guðrún árið 1922 og gekk að eiga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.