Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 17 hafa þróast síðan 1975, svo að dæmi séu nefnd. — Mig langar að hverfa frá þessum meginmálum, sem við er að fást á utanrikissviðinu um þessar mundir, og spyrja þig að því, hvers vegna þú gafst til kynna á sínum tima, að leyni- samkomulag hefði verið gert við myndun rikisstjórnarinnar? — Það er ekki óþekkt, að gerðar hafi verið bókanir um sérstök atriði við myndun ríkisstjórna. Hins vegar getur engin slík bókun verið altæk, því að þá hefðu bókanir um öll önnur atriði verið óþarfar. Um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli er það að segja, að í sáttmála núverandi ríkisstjórnar er skýrt fram tekið, að allir aðilar stjórnarinnar verða að samþykkja framkvæmdir við nýja flugstöðvarbyggingu á Kefla- víkurflugvelli. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var 1978, kom fram, að slíkt samþykki allra þyrfti til að koma, áður en ráðist yrði í meiriháttar framkvæmdir, er tengdust varn- arliðinu, þar var því um víðtækt neitunarvald að ræða. Um það er enginn vafi, að framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli heyra undir utanríkisráðherra, þótt hann af pólitískum ástæðum geti talið heppilegt að fjalla um þær á ríkisstjórnarfundum. Erfið að- staða er til að gera slíkt í þessari stjórn, þar sem Alþýðubandalagið er bæði andvígt dvöl varnarliðsins og þátttöku Islands í NATO. Sú afstaða ein sýnir nú, að sá maður myndi varla fyrirfinnast, sem væri að mynda ríkisstjórn og veitti Alþýðubandalaginu stöðv- unarvald, þá væri miklu nær að afhenda flokknum bara utanríkis- ráðherraembættið. Auk þess feng- ist varla nokkur maður utan Alþýðubandalagsins til að taka að sér utanríkisráðherraembættið, ef hann væri settur undir neitunar- vald þess við embættisfærslu sína. Samsteypustjórnir byggjast að sjálfsögðu á því, að haft sé samráð og ástunduð samvinna eftir því sem kostur er. — bað sýnist hafa orðið stefnubreyting hjá Alþýðubanda- laginu i afstöðu þess til smiði nýrra eldsneytisgeyma fyrir varnarliðið, ef marka má afstöðu óiafs R. Grimssonar þingflokks- formanns tii málsins í utanrik- ismálanefnd Alþingis og afstöðu fiokksins i atkvæðagreiðslu sl. fimmtudag? Getur þú skýrt af hverju þessi breyting stafar? — Ég ætla mér ekki að vera með neinar skýringar á hugarfari Ólafs R. Grímssonar, hann gerir sjálfur grein fyrir því. Ég vona, að af þeim gögnum, sem lögð voru fram um Helguvík, hafi hann séð, að um óskir var að ræða, sem erfitt var að standa gegn. Ég skil hans afstöðu svo, að hann telji nauðsynlegt að fjarlægja geymana af þeim stað, þar sem þeir eru nú, og finna fyrir þá annan stað bæði vegna mengunarhættu og af skipulagsástæðum. í ályktun Al- þingis er ekkert sagt um staðinn fyrir nýja geyma. En á þetta mál verða menn að líta í heild. Engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um það, að hinir nýju geymar rísi í Helguvík. í sumar fara þar fram rannsóknir á jarð- vegi, sem geta haft sitt að segja. Ég hef alltaf sagt, að mér þætti Helguvík fullnærri byggð. Mér finnst nauðsynlegt að athuga staðarvalið gaumgæfilega, áður en ákvarðanir eru teknar. Helguvík hefur verið til umræðu vegna ábendinga frá bæjarstjórnum við Keflavíkurflugvöll og samkvæmt tillögum nefndar, sem á sínum tíma var skipuð til að vinna að þessu máli. Ymsir sérfræðingar telja víkina heppilegasta staðinn, „Jú, þeir (framsóknar- þingmenn) héldu sig vera að bjarga stjórn- inni, en alþýðubanda- lagsmenn hefðu ekki rótað sér. “ Fermingar á Eyrar- bakka og Grindavík en fullnaðarrannsóknir fara sem sé fram þar í sumar. En eins og ég sagöi verður að líta á þetta mál í heild. Það er ekki nóg að flytja tanka, frá þeim þurfa að liggja leiðslur inn á völlinn, þessar leiðslur geta sprungið, þótt þær séu grafnar í jörðu. Þess vegna þarf að vanda valið á stað undir þær. Auðvitað er einnig nauðsynlegt að meta óskir varnarliðsins um aukið geymslurými undir eldsneyti. Úr því að liðið er hér á landi, verður búnaður þess og aðstaða að vera með þeim hætti, að það geti sinnt hlutverki sínu. Síðan gömlu tank- arnir voru reistir, hafa ýmsar breytingar orðið hjá varnarliðinu, eldsneytisþörf nýrra flugvéla get- ur verið meiri en eldri véla. Varnarliðið vill einnig hætta að geyma flugvélaeldsneyti í Hval- firði. Allt þetta verður að skoða og meta. Að því er unnið og ég mun ekki svara óskum varnarliðsins, fyrr en því starfi er lokið, ég hef ekki fallist á þær enn. Ég hef samþykkt að unnið verði að undir- búningi hönnunar. — Verður hönnunarvinnan í höndum íslendinga? — Ég hef lagt áherslu á það, að íslenskir aðilar geti komist inn í myndina. Þessi framkvæmd er hins vegar kostuð annars vegar af mannvirkjasjóði NATO, sem greiðir 60% kostnaðar, og Banda- ríkjamönnum, sem greiða afgang- inn. Gert er ráð fyrir því í áliti nefndarinnar, sem um þetta fjall- aði, að framkvæmdir geti tekið 7—10 ár, og er þar bæði miðað við fjárstreymi og að mannaflaþörf raski ekki jafnvægi hér á landi. Miðaö við ályktun Alþingis mun ég að sjálfsögðu reyna að hraða framkvæmdum, en hvort það tekst, um það get ég ekkert sagt á þessari stundu. — Horfir það ekki dálitið ein- kennilega við, að ráðist skuii i þessa framkvæmd með hraði, en tafið fyrir þvi, að hafist verði handa við smiði nýrrar fiugstöðv- ar? — Þetta er framkvæmd, sem íslendingar þurfa ekki að leggja fé til, og hún er sjálfsagt nauðsynleg. En persónulega hefði ég viljað sjá flugstöðina rísa fyrr, enda er bygging hennar algjör forsenda aðskilnaðar millilandaflugs og varnarliðsstarfsemi. Ég fyrir mitt leyti skil ekki þvergirðingshátt þeirra manna, sem leggja stein í götu flugstöðvarinnar. — Voru ekki framsóknarþing- menn að bjarga rikisstjórninni, þegar þeir greiddu atkvæði gegn lántökuheimild vegna fiugstöðv- arinnar? — Jú, þeir héldu sig vera að bjarga stjórninni, en alþýðubandalagsmenn hefðu ekki rótað sér. Það verða ekki stjórn- arslit út af slíkri samþykkt, auk þess hefðu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins getað stöðvað málið í ríkisstjórn. — Að lokum, utanrikisráð- herra, Svarthöfði Vísis skrifaði um það á mánudaginn. að i þínum höndum og forsætisráð- herra væri leyniskýrsla um stór- aukin umsvif Sovétmanna um- hverfis ísland og jafnvel i Iand- inu sjálfu. Hvað viltu um það mál segja? — Mér er ekki kunnugt um, hvað Svarthöfði hefur fyrir sér. En aðmírállinn á Keflavíkurflug- velli, yfirmaður varnarliðsins, hefur sent mér skýrslu, sem hefur að geyma upplýsingar um ferðir sovéskra flugvéla á íslensku yfirráðasvæði — þar er um mikla aukningu að ræða, en flugvélar varnarliðsins fljúga í veg fyrir þessar sovésku vélar. Þetta er ekkert leyndarmál. Bj.Bj. „Mikil aukning“ um- svifa Sovétmanna í lofti við ísland. Fermingar i Grindavik, sunnud. 24. mai. ki. 10.30 og 14. Drengir: Gísli Ari Hafsteinsson, Mánagötu 19. Guðbjartur Agnarsson, Mánasundi 7. Hlynur Guðmundsson, Vesturbraut 15. Hörður Sigurðsson, Hrauni. Ingólfur Guðjónsson, Baðsvöllum 8. Jóhannes Karl Sveinsson, Norðurvör 11. Páll Marcker Egonsson, Heiðarhrauni 39. Ragnar Hólm Gunnarsson, Heiðarhrauni 10. Sigurður Halldórsson, Leynisbrún 16. Stúlkur: ■Anna Maria Guðmundsdóttir, Víkurbraut 2b. Eyrún Björk Eyjólfsdóttir, Suðurvör 13. Gígja Sigurðardóttir, Hvassahrauni 2. Laufey Viðarsdóttir, Heiðarhrauni 9. Margrét Lilja Sigurðardóttir, Steinum. Sigríður Jóna Katarínusdóttir, Hvassahrauni 7. Þórhildur Ásta Magnúsdóttir, Vesturbraut 17. Ferming s.d. kl. 14. Drengur: Steingrímur Eiður Kjartansson, Borgarhrauni 15. Stúlkur: Anna María Emilsdóttir, Leynisbraut 5. Arna Guðmundsdóttir, Heiðarhrauni 17. Bjarný Sigmarsdóttir, Mánasundi 1. Gerður Ólafsdóttir, Hraunbraut 4. Guðlaug Sveinsdóttir, Heiðarhrauni 13. Lilja Björk Helgadóttir, Arnarhrauni 6. Linda Björg Gísladóttir, Ásabraut 4. Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, Borgarhrauni 11. Svala Þórarinsdóttir, Marargötu 4. Fermingarbörn í Eyrarbakka- kirkju sunnudaginn 24. mai ki. 14 Aðalheiður Harðardóttir, Túngötu 52. Aldís Anna Níelssen, Sæbóli. Aldís Marteinsdóttir, Háeyri. Drífa Valdimarsdóttir, Háeyrarvegi 16. Guðbjörg Svandís Gísladóttir, Mundakoti 11. Halla Guðlaug Emilsdóttir, . Eyrargötu 7. Halldór Jónsson, Steinsbæ. Jóna Björg Björgvinsdóttir, Skúmstöðum. Lilja Böðvarsdóttir, Túngötu 63. Magnús Gislason, Litlu Háeyri. Oddrún Bylgja Bjarnadóttir, Háeyrarvöllum 18. Sigurður Frímann Emilsson, Nýjabæ 11. Unnar Birgisson, Ealdbak. Úlfhildur Jóna Hilmarsdóttir, Eyrargötu 35. Alúdarþakkir vil ég færa öllum, serri sýndu mér vinsemd meö heimsóknum, hlýjum kveöjum, gjöfum og góöum hug á 90 ára afmæli mínu. Sérstaklega vil ég þakka ráöamönnum, læknum og starfsfólki á Reykjalundi fyrir aöibúnaö og umhyggju á liönum árum. Pálína Pálsdóttir Irá Eyrarbakka. Ungplöntu morkaður Þær njóta vaxandi vinsælda ungplönturnar, sem viö höfum boðið upp á síökastiö, þó fjöldi tegunda, hafi veriö mikill, höfum viö nú bætt viö enn fleirum. Hafsteinn Hafliðason, garö- yrkjufræöingur veröur á staðnum og miölar af sinni þekkingu. Notiö tækifærið og fræöist um rétt val garöplantna, umhiröu potta- plantna o.fl. Heimsækiö Græna torgiö um helgina. r/ o mm GróÖurhúsinu viÖ Sigtún: Símar 36770-863W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.