Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 2 7 Landsþing LIF 13. júní nk. Stjórn Landssambands ís- lenzkra frímerkjasafnara hefur boðað til árlegs þings sambands- ins í 'Flataskóla í Garðabæ laugardaginn 13. júní. Er það hið 14. í röðinni. Þingið hefst kl. 9 að morgni. Samkv. þeirri dagskrá, sem send hefur verið til aðildar- félaga sambandsins, verða ein- ungis hefðbundin störf á þessu þingi. Aftur á móti er alltaf viðbúið, að bryddað verði upp á ýmsu nýju í starfi íslenzkra frímerkjasafnara, enda er það örugglega von núverandi stjórn- ar. Umsjónarmaður þessa þáttar hefur um nokkur ár setið í stjórn L.Í.F. og veit því vel, að stjórnin hefur bæði hug á að hafa sem mesta og bezta samvinnu milli frímerkjasafnara innanlands og eins við samtök þeirra erlendis, ekki sízt á Norðurlöndum. Hefur sú samvinna einmitt aukizt á síðustu árum og m.a. haft það í för með sér, að við hér heima erum farin að taka þátt í sam- norrænum frímerkjasýningum. Á þinginu í júní munu eiga rétt til setu milli 25 og 30 fulltrúar með stjórn sambands- ins, og er von hennar, að sem flestir þeirra sæki þingið og taki virkan þátt í störfum þess. Garðar ’8Í Samkvæmt þeirri venju, sem skapazt hefur á síðustu árum í sambandi við þing L.Í.F., verður lítil frímerkjasýning haldin í Flataskóla dagana 12.—14. júní. Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Fer vel á, að hún hefur hlotið heitið Garðar ’81. Þessar sýn- ingar eru fyrst og fremst haldn- ar til þess að örva safnara hér heima til að sýna eitthvað af því, sem þeir hafa komið saman af margs konar frímerkjaefni, svo að aðrir safnarar geti dregið af því einhvern lærdóm. Um leið er tilgangurinn líka sá að kynna frímerkjasöfnun fyrir almenn- ingi og þá ekki sízt til að beina unglingum að hollri og skemmti- legri tómstundaiðju. Gert er ráð fyrir, að sýn- ingarrammar verði milli 50 og 60, og er von aðstandenda sýn- ingarinnar, að fjölbreytni efnis- ins verði sem mest. Með nýút- komnu ágætu hefti Grúsksins var sent umsóknareyðublað um þátttöku í sýningunni. Vil ég hér nota tækifærið til að hvetja safnara til að senda eitthvert efni á Garðar ’81. Enda þótt tekið hafi veri fram, að umsókn- ir skuli hafa borizt fyrir 20. maí, get ég fullyrt, að þau tímamörk eru ekki ströng og enn er tekið við efni með mikilli ánægju. Að mínum dómi er aðalatriðið að vera með. En svo er auk þess til verðlauna að vinna, ef vel tekst til. Umsóknir um þátttöku á að senda til L.Í.F., Pósthólf 5530, 125 Reykjavík. Sérstakur stimpill hefur verið útbúinn af Póst- og símamála- stofnuninni af þessu tilefni, og verður hann notaður á pósthúsi því, sem starfrækt verður í tengslum við sýninguna. Er stimpillinn mjög stílhreinn, svo sem sjá má á sýnishorni hans með þessum línum. Er í honum bæði merki L.Í.F. og Garðabæj- ar. Enda þótt Flataskóli sé ekki gamall að árum fremur en sjálf- ur kaupstaðurinn Garðabær, er í raun á bak við skólann miklu eldri saga og merkileg í menn- ingarsögu okkar. Hér verður hún ekki rifjuð upp, en aðeins minnt á hana með örfáum orðum. Flataskóli hét áður Barnaskóli Garðahrepps, en í þeim hreppi var fyrsti barnaskóli landsins starfræktur á árunum 1792— 1812, Hausastaðaskóli. Var hann reistur fyrir fé, sem Jón Þorkels- son, skólameistari í Skálholti, hafði ánafnað til sjóðsmyndunar eftir sinn dag, en hann lést 1759, rúmlega sextugur að aldri. Er sjóður þessi enn til og nefnist Thorkillisjóður. Runnu í hann allar eigur Jóns, nema handrit og íslenzkar bækur, og skyldi þeim varið til stofnunar, þar sem hin mest þurfandi og fátækustu börn í Kjalarnesþingi hlytu kristilegt uppeldi með húsnæði, klæðum og fæði, unz þau gætu unnið fyrir sér sjálf. Ríkharður Jónsson myndskeri gerði minn- ismerki um Jón Þorkelsson, og kom það út á tveimur minn- ingarfrímerkjum um Jón árið 1959. En styttan stendur í gangi við anddyri Flataskóla og blasir því við þeim, sem koma á frímerkjasýninguna Garðar ’81. Fór því vel á, að þetta minnis- merki var valið sem táknmynd sýningarinnar. Þar sem ekki er víst, að sýningargestir geri sér allir grein fyrir þessu, vil ég benda á það hér í þættinum. Þar sem mér er ekki enn kunnugt um sýningarefnið, verð- ur ekki hægt að greina frá því nánar hér. Hins vegar verða bæði gefin út sérstök umslög til sölu á sýningunni og eins sýn- ingarblokk, svo sem venja hefur verið. Því miður get ég ekki látið sýnishorn hennar fylgja línum þessum. Ráðstefna um gerð og rekstur íþróttamannvirkja SAMBAND íslenzkra sveitarfé- laga efnir til tveggja daga ráð- stefnu um gerð og rekstur, íþróttamannvirkja að Hótel Sögu i Reykjavik næstkomandi þriðju- dag, 26. og miðvikudfeg, 27. mai. Við setningu ráðstefnunnar flyt- ur Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, ávarp, svo og formenn íþróttanefndar ríkisins, íþrótta- sambands íslands og Ungmenna- félags íslands, en síðan verða flutt erindi um gerð og rekstur sund- staða, íþróttahúsa, íþróttavalla og skíðasvæða. Rætt verður almennt um sveitarstjórnir og íþróttir í þéttbýli og í strjálbýli, og full- trúum einstakra íþróttagreina er boðið að svara spurningunni, hvernig sveitarfélög geti búið betur að íþróttaiðkun. Loks verða kynnt- ar reglur um stofnkostnað íþrótta- mannvirkja við skóla. í lok ráðstefnunnar er þátttak- endum boðið að skoða nokkur íþróttamannvirki í Reykjavík. Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 14. maí var spiluð önnur umferð í tvímenn- ingskeppni TBK og staða efstu para er þessi: 1. Hrólfur Hjartarson — Vigfús Pálsson 896 2. Ingvar Hauksson — Orwelle Utley 870 3. Guðjón Einarsson — Kristján Már Gunnarsson 864 4. Júlíus Guðmundsson — Bernharður Guðmundss. 851 5. Gissur Ingólfsson — Guðmundur G. Arnarson 845 6. Hróðmar Sigurbjörnsson — Jóhann H. Sigurðsson 822 7. Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 816 8. 7Gunnar Karlsson — Sigurjón Helgason 809 Fimmtudaginn 21. maí verður spiluð þriðja umferð í tvímenn- ingskeppni TBK. Spilað er í Domus Medica kl. 19.30. Spilarar mætið stundvíslega. Bridgeklúbbur hjóna 12. maí sl. lauk aðalsveita- keppni Klúbbsins og var það jafnframt síðasta spilakvöldið. 18 sveitir tóku þátt í keppninni og var spilað í 3 riðlum. Skipt var í riðlana með jöfnum styrk- leika og spiluðu allir við alla. Síðan var sveitunum raðað eftir úrslitum fyrri keppninnar þann- ig að í A-riðli voru þær 6 efstu, í B næstu 6 og í C síðustu 6. Úrslit urðu þau að sveit Guðríðar Guðmundsdóttur var í 1. sæti, 2. sæti sveit Erlu Sigurjónsdóttur, 3. sæti sveit Dóru Friðleifsdótt- ur. í B-riðli sigraði sveit Drafnar Guðmundsdóttur og í C riðli sigraði sveit Kolbrúnar Indriða- dóttur. 16. maí var haldinn aðalfund- ur klúbbsins að Hótel Sögu og var hann fjölsóttur. Verðlauna- afhending fyrir spilakvöld vetr- arins fór fram svo og fyrir bronsstig klúbbsins en brons- meistarar spilaársins ’80—’81 urðu hjónin Erla Sigurjónsdóttir og Kristmundur Þorsteinsson. Kosin var ný stjórn og er formaður hennar Guðmundur Guðveigsson. Bridgefélag kvenna Þann 18. maí var spiluð síð- asta umferð í hraðsveitarkeppni þeirri sem staðið hefur yfir hjá Bridgefélagi kvenna í fimm kvöld. Þegar upp var staðið hafði sveit Kristjönu Steingrímsdótt- ur sigrað með talsverðum yfir- burðum. í sveit Kristjönu spil- uðu auk hennar Halla Bergþórs- dóttir, Ester Jakobsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Erla Sigur- jónsdóttir. Röð annarra sveita varð ann- ars sem hér segir. 1. Kristjana Steingrímsd. 2858 2. Sigríður Ingibergsd. .2687 3. Gunnþórunn Erlingsd. 2666 4. Alda Hansen 2625 5. Aldís Schram 2613 Þetta var síðasta spilakvöld vetrarins en til stendur að hitt- ast laugardaginn 13. júní og þá líklega í skíðaskálanum, en nán- ar verður sagt frá því síðar. Bikarkeppni Bridgesambands íslands 1981 Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, — Þorgeir Eyjólfsson, Rvík. Jón Stefánsson, Akureyri, — Ferðaskrifstofa Akureyrar, c/o Gunnar Sólnes. Þórður Elíasson, Akranesi, — Jón Þorvarðarson, Reykja- vík. Sverrir Kristinsson, Reykjavík, — Páll Pálsson, Akureyri. Árni Guðmundsson, Reykjavík, — Leif 0sterby, Selfossi. Tryggvi Bjarnason, Reykjavík, — Suðurnesjamenn, c/o Alferð Alfreðsson. Sigmundur Stefánsson, Rvík, — Guðm. Sv. Hermannss. Rvík. Kristján Kristjánss., Reyðarf., — Örn Arnþórsson, Rvík. Jón Páil Sigurjónsson, Rvík., — Sigurjón Tryggvason, Rvík. Kristján Blöndal, Sauðárkróki, — Þórhalldur Þorsteinss., Rvík. Sigurður B. Þorsteinsson, Rvík., — Egill Guðjohnsen, Rvík. Ólafur Valgeirsson, Reykjavík, — Arnar Hinriksson, ísafirði. Þorsteinn Geirsson, ísafirði, — Aðalsteinn Jörgensen, Hf. Yfirsetu eiga eftirtaldar sveitir. Ásgrímur Sigurbjörnss. Sigluf. Ólafur G. Ólafsson, Akranesi. Óli Þór Kjartansson, Keflavík. Spiluð skulu 40 spil í fyrstu umferð, 4 lotur, 10 spil í hverri. Fyrstu umferð skal lokið fyrir 15. júní. Fyrirliðar eru minntir á að skila inn til Bridgesambandsins úrslitum leikja og nöfnum spil- ara í sigursveitum. Nánari upplýsingar veitir Sævar Þorbjörnsson, síma 84143. Stjórnin. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi ; / boöi í —<i—A—A_aM__J Raðhús Njarövík Hef til sölu vandaö raöhús i Njarðvík, stærö 130 fm auk bílskúrs. Verö kr. 650 þús. Raðhús Keflavík Raöhús á 2 hæöum í Keflavík til sölu 6 herb. Stór bflskúr. Verö kr. 550 þús. 3ja herb. íbúö í Njarövík Nýleg vel meö farln 3ja herb. íbúö í fjölbýlishúsl í Njarövfk tll sölu. Verö kr. 340 þús. * hdl Hafnargötu 23, Keflavík. Ljósritun — Fjölritun Fljót afgreiösla — Næg bfla- stæöi. Ljósfell. Skipholtl 31, s. 27210. Vinsœlar hljómplötur B.A. Roberlsson — Bully for you Dr. Hook — Greatest hlts. Suzí Oliatrn — °—l- »•—J Shaken Stevens — Thls Ole . oiDiona — iiii» uie house. REO Speedwagon — Hl In fidelity. Einnig aðrar erlendar og fslensk- ar hljómplötur og kassettur. Mikiö á gömlu veröi. Póstsendi. F. Björnsson, radfóverzlun. Bergþórugötu 2, sími 23689. húsnædi óskast Húsnæöi óskast 3ja—4ra herb. fbúö óskast til leigu í Reykjavík frá og meö 1. sept. n.k. og a.m.k. tll eins árs. Fyrirtramgreiösla ef óskaö er. Reglusemi og góöri umgengni heitiö. Tilboö merkt: .Reglusemi — 9569“ leggist inn á afgr. Morgunbl. fyrir 30. maf n.k. UTIVISTARFERÐIR Sunnudaginn 24.5. Kl. 10: Etja — Móskaröshnúkar. Fararstj. Björn Jónsson. Kl. 13: Tröllafott og nágr., létt ganga f. alla í fylgd meö Friörik Danielssyni, eöa Skálafell meö Aöalbjörgu Zophoníasdóttur. Verö 40 kr. frítt f. börn m. fullorðnum Farlö frá BSÍ vestan- veröu. Útlvist. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Opinn stjórnarfundur veröur mánudagínn 25. maí kl. 20.30 ( Laugarneskirkju, þar sem rætt veröur um starf félagsins og tilgang. Hugleiöing í umsjá Hilm- ars Ðaldurssonar, guöfræöíngs. Kaffiveitlngar. Stjórnin. Félag kaþólskra leikmanna heldur fund f Stigahlíö 63 mánu- daginn 25. þ.m. kl. 20.30. Rætt um télagsstarfiö í sumar (sumar- feröalög). Stjórn F.K.L. Dagsferóir sunnudag- inn 24. maí: 1. kl. 09 Hrafnabjörg (765 m) Fararstjóri: Guömundur Pét- ursson. Verö kr. 70.- 2. Kl. 13 Þingvellir. Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. Verö kr. 50- Fariö frá Umferöarmiöstööinni austanmegin. Farmiöar v/bfl. Ferðafélag íslands. ■geoverndarfélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.