Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 mmm „ER PETTA KJÓLL/NN SEM ptl VARST i' í BRÚEXAUPSFERÐlMWl ?'* ^7 ... pakki á dag og ástin kemst í lag. TM Reg U.S Pat Off - all rights n • 1978 Los AngatM T/mes Syndicata Er það ekki minnimáttarkennd sem þjáir þig? Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Símamál sjómanna Farmaður skrifar: „Þar sem mikið hefur verið rætt um símamál og skrefatalninguna væntanlegu, þá langar mig að geta sérstöðu farmanna í þessum mál- um eins og öðrum. Afnotagjald einkasíma er nú um kr. 195,60 fyrir þrjá mánuði og virðist öllum þykja það hátt gjald, því að allir kvarta og kveina, ekki sízt fólk úti á landsbyggðinni sem þar fær þó helmingi fleiri skref eða 600 skref á móti 300 skrefum hjá íbúum Stór-Reykjavíkursvæðisins. Álag þrátt fyrir verra samband Fólk búsett úti á landi er oftast í nánd við sína fjölskyldu, en sé því þannig varið að einn úr fjölskyld- unni þurfi á langlínusímtali að halda á hann kost á því að notfæra sér nætur- og helgidagataxta sím- ans sem er helmingi ódýrari en dagtaxtinn. En takið eftir: Farmað- urinn sem er fjarri eiginkonu og börnum svo vikum eða mánuðum skiptir á aðeins kost á samtali við fjölskylduna í gegnum fjarskipta- tæki skipsins. Hann greiðir alltaf dýrasta taxta, sem sé dagtaxta sem er 100% dýrari en kvöld-, nætur- og helgidagataxi, þrátt fyrir að einka- mál sé ekki hægt að ræða og gagn af samtalinu því takmarkað, því eins og allir vita getur alþjóð hlustað á það sem sagt er. Margir skirrast heldur ekki við að gera það og virðist vera tómstundagaman hjá sumum. Ef farmaöur er á skipi sínu lengra en 150 mílur frá landi, þá bætist einnig álag á gjaldið þrátt fyrir verra samband sem ætti þess vegna frekar að vera ódýrara, sérstaklega nú þegar talað er um að allir landsmenn eigi að greiða sömu upphæð fyrir sömu not. Fastagjald með 414% álagi Ég hef hér kvittun fyrir 8 símtöl, tvö á viku frá skipinu fyrir síöasta mánuð, og hljóðar hún upp á kr. 170,00. Er það þó ekki allur kostn- aður því fimm sinnum hringdi ég utan af landi á um 20,00 kr. hvert símtal eða samtals kr. 100,00. Er því kostnaður eins mánaðar kr. 270,00, að viðbættu mánaðarlegu afnotagjaldi, kr. 65,20, samtals kr. 335,20, sem gerir á ársfjórðungi kr. 1005,60, en það er fastagjald með 414% álagi. Vil ég nú fá að vita af hverju sjómenn svo til einir allra lands- manna eiga ekki kost á kvöld- og helgidagataxta. Réttlætir ekki hámarksgjald Þorvarður Jónsson, yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma, segir í Morgunblaöinu þ. 17 marz: „Allir sem eitthvað þekkja til símtala vita, að við langlínusamtöl er kostnaðurinn háður lengd símtal- anna, m.a. vegna þess að fyrir símtalið er notuð dýr langlína." En þegar Reykvíkingur talar heim í gegnum Gufunesradíó, þá er ekki notuð löng né dýr langlína, svo að ekki réttlætir það verðið. Éf sami maður talar hins vegar í gegnum Nesradíó þá er það tilfellið með dýru langlínuna, en það réttlætir ekki að nota hámarksgjald í öllum tilfellum. Svo getur þessi sama stofnun, sem bókstaflega tekur stóran skerf af launum sjómanna beint í sinn vasa, verið þekkt fyrir að hætta að senda út morse-fréttir fyrir sjómenn vegna kostnaöar upp á 40.000, sem er árlegur símakostn- aður 10 sjómanna. Þetta er ekki eini órétturinn sem okkur sjómönnum er sýndur, því flestir borgum við full afnotagjöld af útvarpi og sjónvarpi, en útvarpið heyrist varla hringinn í kringum landið og sjónvarpið sést aðeins við bryggju þrátt fyrir alla félagsmála- pakka ríkisstjórnarinnar. Fróðlegt væri að fá að vita hvað stjórnvöld hyggjast gera í síma- málum sjómanna. Þeir hljóta að eiga að njóta sömu kjara og aðrir landsmenn, þ.e. borga sama gjald fyrir sömu tímalengd og einnig kvöld- og helgartaxta." „N.B. Landmaður sem hringir beint frá Reykjavík til Akureyrar greiðir á kvöld- og helgartaxta kr. 8,40 fyrir 6 mín., en sjómaður sem hringir heim til sín utan af hafi greiðir fyrir helmingi styttri tíma, þ.e. 3 mín., kr. 16,17. Sem sé helmingi hærra gjald fyrir helm- ingi styttri tíma. Sami.“ Gæti einnig haft illar afleiðingar hér á jörð Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Komdu sæll, Velvakandi. Athyglisverð þykir mér hún greinin, sem hann „Fyrdreyminn" skrifar í dálka þína 21. maí. Hafi ég til nokkurs verið að athuga drauma, vitneskju um drauma og frásagnir af þeim, þá ætti ég að mega vera nokkuð viss um, að draumur þessi, um „Bandaríkjamenn og Rússa", er raunverulegur draumur, sem dreymdur hefur verið, en ekki tilbúin frásögn. (Ég hef líka haft spurnir af því, að ýmsa dreymir nú drauma með líkum blæ og þessi er.) Þetta lögmál er nokkuð þekkt víða Gerum nú ráð fyrir, að draumar séu til orðnir fyrir lífstarfsíleiðslu (bio- induction), séu það, sem annar maður lifir á sömu stundu. Þá er auðsætt, að „fyrrverandi flotastöðin” í Hvalfirði, þar sem Fyrdreymnum þótti sem „Bandaríkjamenn” væru að stimpla sig inn til starfs, er hvorki eins og sú herstöð var eða líkur eru til að nokkru sinni muni verða. Heldur mun þetta hafa verið önnur herstöð, sem einungis tengist í draumnum minningu hans um gömlu Hvalfjarðarstöðina. Draumurinn styður þann áminnsta skilning, að endurminningarnar skapi ekki draum- ana, heldur tengist þær atburðum hans. Þetta lögmál, um þau tengsl atburð- anna og minninganna sem meðvitundin skapast af, er nokkuð vel þekkt vfða, — og í einhverju, sem ég las fyrir löngu eftir Spínóza heimspeking á 17. öld, kom fram, að hann hafði reynt að gera sér grein fyrir þessu, í sambandi við draum, sem kunningi hans hafði áhygKjur af Geta engan veginn verið svo smá En þá er eftir sú spurning, hvar hann er, flóinn með herskipunum fimm, og herstöð í landi, sú sem Fyrdreyminn sá i draumi sínum. Ég segi, að hún sé á öðrum hnetti. Og ég tek undir það með Fyrdreymnum, að ástæða sé til að biðja til máttarvaldanna fyrir því, að „þeir“ fari ekki saman á þeim hnetti, því að það gæti haft illar afleiðingar einnig hér á jörð, ef samband er á milli. Hin sönnu máttarvöld geta engan veginn verið svo smá i sniðum að vera einbundin við einn lítinn hnött, af öllum þeim fjölda slíkra, sem svffa í geimn- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.