Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2Horjyuní>Ififoi& Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 Stórbruni á Tálknafirði VÉLSMIÐJA Tálknafjarðar hf. stórskcmmdist af eldi i nar. en eldurinn kom upp um hádeKÍsbil. Eldurinn kom upp í kyndiklefa við vélasal i húsinu ok er talið að kviknað hafi i út frá rafmaiíni. Eldurinn læsti sig i þak hússins. en það er einanxrað með korkein- antcrun. ok Kaus þá upp KÍfurleKur reykur. samkvæmt heimildum MorKunblaðsins. A lofti vélsmiðj- unnar var Keymd málninK ok ónnur eldfim efni ok læ-sti eldur- inn sík i þau ok varð mikið bál af. Vélsmiðjan stendur við sjó og var sjór borinn á eldinn, en staðarbúar aðstoðuðu við slökkvistarfið. Á Tálknafirði er enginn slökkvibíll, en ein gömul handdregin slökkvidæla og var hún notuð við slökkvistarfið. Þá kom slökkvibíll frá Patreksfirði, en hann var um hálfa klukkustund á leiðinni og var slökkvistarf langt komið þegar hann bar að. Samkvæmt upplýsingum Jóns Bjarnasonar á Tálknafirði, er tjónið mikið, skiptir líklegast milljónum, en í húsinu voru dýr tæki auk tveggja bíla. Jón sagði að nýlega hefði verið innréttaður nýr lager í verksmiðj- unni og hann hefði eyðilagst alger- lega og einnig hefði vatnsskaði orðið mikill. Jón kvað þetta sér- staklega bagalegt vegna þess að vélsmiðjan á Tálknafirði hafi verið einhver best búna vélsmiðjan á sunnanverðum Vestfjörðum og þjónað bæði Bildudal og Patreks- firði. Þörungavinnslan fær 17 milljónir í skaða- bætur frá Skotum SAMNINGAR hafa tekizt á milli Þðrungavinnslunnar á Reykhól- um og viðskiptaaðila hennar i Skotlandi, Alginate Industries, um greiðslu skaðabóta fyrir samn- ingsrof Skotanna við verksmiðj- una. Greiðir skozka fyrirtækið tæplega 1200 þúsund sterlings- pund í skaðabætur eða jafnvirði 17 milljóna króna. Ennfremur hefur samizt milli Þörungavinnsl- unnar og Alginate Industries um kaup hins síðarnefnda á 1.500 tonnum af þangi ár hvert næstu þrjú árin. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að samkomulag þetta hefði verið gert í byrjun maí. Um leið og rekstur Þörunga- vinnslunnar hófst var gerður samningur við Alginate Industries 1974, til 10 ára um sölu á 5.000 tonnum af þangi. Var samið um verðbreytingar og verð, sem áttu að tryKftja afkomu fyrirtækisins, en fyrstu 2 árin voru byrjunarörðug- leikar hjá verksmiðjunni, sem gat þá ekki hagnýtt sér samningin við Alginate. A árinu 1978 fór fram- lelðslan að ganga mun betur og mjög vel 1979, en þá hefði Þörunga- vinnsla getað hagnýtt sér samning- inn að fullu. Þegar hér var komið voru komn- ir markaðserfiðleikar og óskuðu Skotarnir þá eftir því að fá aðeins 3.000 tonn það ár, gegn því að samningurinn yrði framlengdur um eitt ár. Við þessu var orðið. Enn versnaði síðan ástandið hjá Skot- unum og veturinn 1979 til 1980 tilkynntu þeir að þeir gætu ekki staðið við samninginn. Þá hafði ameríska fyrirtækið Merck keypt Alginate Industries. Kváðust Skot- arnir efast um að samningurinn stæðist fyrir rétti og létu að því liggja að þeir vildu láta á það reyna. Vorið 1980 var tekizt á um málið, sem lauk þá með samningi til eins árs, þar sem Skotarnir gengust inn á að greiða 240 þúsund sterlingspund (3,4 milljónir króna) í skaðabætur ofan á þangverð, sem boðið var og var samkeppnisfært. Síðastliðið haust kváðust þeir svo hafa allt of mikið af þörungum til alginate-vinnslu og vildu hætta viðskiptum og segja samningnum upp, en nú hefur náðst áður nefnt samkomulag. Ljósm. Július. Reiðhjólaslys, en meiðsli lítil sem betur fer TÍU ÁRA drengur á reiðhjóli varð fyrir dráttarvél á Vesturlands- vegi klukkan 15.10 i gærdag, en sem betur fer voru meiðsli hans minni háttar. Drengurinn var að fara framúr dráttarvélinni þegar hann missti jafnvægið og féll fyrir vélina. Ökumaðurinn var ekki nógu snöggur að beygja frá og rakst dráttarvélin á hjólið en meiðsl urðu sem betur fer lítil eins og fyrr sagði. Drengurinn meiddist lítillega á hægri fæti. Hjólið er ónýtt. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferðarmála sagði í gær að hjólum fjölgaði sífellt í umferðinni og væri aldrei nógsamlega brýnt fyrir ökumönnum að aka með gát í námunda við reiðhjólin. Þinglausnir á mánudag ÞORVALDUR Garðar Krist- jánsson, fyrsti varaforseti efri deildar Alþingis sleit fundi i deildinni I gærkveldi, en gert er ráð fyrir að fyrsta umræða um orkufrumvarp rikisstjórnarinn- ar fari fram í efri deild eftir hádegi í dag. Þorvaldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að gert væri ráð fyrir að iðnaðarnefnd deildarinnar fjallaði um málið um helgina og að það komi til annarr- ar umræðu og þeirrar þriðju á mánudag. Eins og kunnugt er af fréttum var stefnt að því að ljúka þing- störfum í dag, en Þorvaldur gerði tillögu um það í gærkveldi að þingstörfum lyki á mánudag og iðnaðarnefnd hefði þannig tæki- færi til að fjalla um málið og framganga þess væri því með eðlilegum hætti. Þorvaldur sagði að fullt samkomulag hefði verið á milli þingflokkanna um þetta mál. Um 90 læknar verða hættir um helgina BOÐAÐ hefur verið til sáttafund- ar með fulltrúum stjórnvalda og lækna i dag klukkan 10. Er þá búizt við að læknar leggi fram kröfur, en óvíst var í gær, hvort ríkisvaldið gerði þeim tilhoð. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, voru um 50 aðstoðarlæknar hættir störfum, þ.e.a.s. uppsagnir þeirra höfðu tekið gildi. Um helgina bætast síðan um 40 læknar við í þann hóp, sem hættur er, og munu þá um það bil 70 læknar enn vera í störfum, en um mánaðamótin verða allir, sem eru um það bil 160, hættir. Því má búast við að um og eftir helgina, fari lækna- skortur að hrjá sjúkrahúsin. Orkufrumvarpið til efri deildar: Hjörleifur og Halldór gegn stóriðju á Reyðarfirði STJÓRNARFRUMVARP um raf- orkuver var samþykkt frá neðri deild til efri deildar kl. 23.25 í gærkvöldi með 18 atkvæðum gegn 17. Fimm þingmenn voru fjarver- andi. Fyrst voru greidd atkvæði um breytingartillöKu Sverris Her- mannssonar og Magnúsar H. Magnússonar um stóriðju i Reyð- arfirði og var hún felld með 18 atkvæðum gegn 17. Albert Guð- mundsson og Eggert Haukdal Tollahækkun á Spáni knýr fram verðlækkun á saltfiski VERULEG hreyting hefur orðið á tollun saltfisks á Spáni á þessu ári. Magntollur hefur verið hækkaður úr 5 pesetum á hvert kiló i 12 peseta. en auk þess hefur staða pesetans veikzt gagnvart dollar. Til að koma í veg fyrir frekari samdrátt i sölu saltfisks á Spáni en orðið hefur i kjölfar þessarar tollahækkunar hafa Sölusamtök íslenzkra fiskframleiðenda fallizt á. að taka á sig hækkunina á fyrrnefndum tolli. Um margra ára skeið hafa Spán- verjar lagt háa innflutningstolla á innfluttan saltfisk. Þessir tollar eru tvenns konar, annars vegar verð- tollur, sem nemur nú um 15 af hundraði og hins vegar magntollur, sem til skamms tíma nam 5 peset- um á hvert kíló, en var nýverið hækkaður í 12 peseta á kíló. það jafngildir um 80 dollara tollahækk- un á hvert tonn af saltfiski. íslenzk stjórnvöld hafa unnið að því ásamt viðskiptaaðilum að fá þennan toll felldan niður, en án árangurs til þessa. Að athuguðu máli virðist sýnt að í viðbót við stórhækkun pesetans á móti Bandaríkjadollar síðustu mánuði beri spánski markaðurinn ekki þessa viðbótar-skattheimtu. SÍF hefur því orðið að fallast á að taka á sig að fullu hækkunina á skattinum til að freista þess, að forða frekari samdrætti í sölu saltfisks á Spánarmarkaði en þegar hefur orðið vegna þessarar tolla- hækkunar. I aðalsamningi SÍF við Spánverja frá því í vetur var samið um 8 þúsund tonn, auk 3 þúsund tonna til staðfestingar síðar. Nú hefur þess- um samningi verið breytt þannig, að samið hefur verið um 10 þúsund tonn fast auk eitt þúsund tonna til staðfestingar beggja aðila á haust- mánuðum. Þegar hefur verið af- skipað um 4 þúsund tonnum upp í þessa samninga. greiddu atkvæði með tlllögunni, en Hjörleifur Guttormsson orkuráð- herra og Halldór Ásgrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Austfjörðum. gegn. Eggert Hauk- dal greiddi ekki atkvæði við lokaat- kvaðagreiðslu um frumvarpið i heild, til að mótmæla stefnuleysi orkuráðherra varðandi afsetningu raforkunnar, að þvi er kom fram i greinargerð með atkvæði hans. Albert Guðmundsson greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu. Allar breytingartillögur Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks við stjórnarfrumvarp um raforkuverð voru felldar í neðri deild Alþingis í gær. Breytingartillagan við fyrstu grein frumvarpsins, sem fól í sér heimild til Landsvirkjunar til að reisa og reka tilgreinda virkjunark- osti, var felld að viðhöfðu nafnakalli með 19 atkvæðum gegn 17. Eggert Haukdal (S) greiddi atkvæði með tillögunni en Albert Guðmundsson (S) gegn. Þar með var önnur breyt- ingartillagan sjálffallin. Þriðja breytingartillagan, sem fjallaði um lánsfjármögnun fram- kvæmda, var felld með 19 atkvæðum gegn 17. Enn greiðir Eggert Hauk- dal (S) atkvæði með stjórnarand- stöðu, en Albert Guðmundsson (S) situr hjá. Fjórða, fimmta og sjötta breyt- ingartillaga féllu á jöfnum atkvæð- um, 18 gegn 18, en þær fjölluðu m.a. um „tiltæka virkjunarkosti fram til 1999, með tilliti til verkefna í orkufrekum iðnaði", undirbúning á sölu raforku til orkufreks iðnaðar og þingkjörna orkusölunefnd. Al- bert Guðmundsson og Eggert Hauk- dal greiddu báðir atkvæði með þessum breytingartillögum. Breytingartillaga frá Árna Gunn- arssyni þess efnis, að eignarnáms- heimild vegna fyrirhugaðrar Blönduvirkjunar verði beitt „takist ekki samningar við landeigendur fyrir 1. ágúst 1981“ var felld með 18 atkvæðum gegn 7. Með tillögunni greiddu atkvæði viðstaddir þing- menn Alþýðuflokks og Garðar Sig- urðsson (Abl). Breytingartillögur frá stjórnar- liðum voru samþykktar sem og frumvarpsgreinar svo breyttar með 19 atkvæðum gegn 2 og stundum 3 atkvæðum. í þingdeildinni eiga 40 þingmenn sæti og það vekur athygli, að engin frumvarpsgreina fékk meirihlutafylgi miðað við fullskip- aða þingdeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.