Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981
3
Mikinn reyk lagði frá eldinum í gamla kornvöruhúsinu, sem brann í fyrrinótt og barðist slökkviliðið við eldinn í fjóra til fimm tima.
Bruninn á Akureyri:
Gamla kornvöru-
húsið stórskemmt
Akureyri. 22. mai.
GAMLA Kornvöruhúsið sem svo
er nefnt og stendur á baklóð
vestan við aðal verslunarhús
Kaupfélags Eyfirðinga stór-
skemmdist. eða eyðilagðist af
eldi i gærkvöldi. Eldurinn var
mjög magnaður og varð ekki
slökktur fyrr en eftir fjögurra
til fimm klukkustunda harða
viðureign. bá olli reykur mikl-
um óþægindum og jafnvel
skemmdum I mörgum húsum i
nánd.
Húsið er steinhús í eigu KEA
og er kjallari, tvær hæðir og ris.
Á neðri hæð er trésmíðaverk-
stæði þar sem unnið er að
viðgerðum og viðhaldi á húseign-
um KEA en á efri hæð var
auglýsingadeild KEA þar sem
gerð voru áletruð spjöld og annað
letur og sýningarbúnaður og
skreytingar í verslunarglugga. I
kjallara voru vörugeymslur og í
risi pappírsgeymsla.
Slökkviliðið var kvatt út kl.
22.23 og þegar það kom á staðinn
sást hvar sakleysislegan reyk
lagði undan þakskeggi hússins.
En þegar húsið var opnað var þar
inni ekkert að sjá nema eld og
eimyrju, svo að húsið virtist
alelda og hitinn var ofsalegur.
Strax var kallað á liðsauka og allt
slökkvilið bæjarins og sveit úr
slökkviliði Slippstöðvarinnar
voru kölluð út. Illa gekk að
komast nægilega vel að eldinum
vegna hitans og miklan reyk og
þykkan lagði frá eldinum undan
hægri norðangolu. Það var ekki
fyrr en eftir klukkan 00.30 að
slökkviliðsmönnum fór að veita
betur í baráttunni við eldinn og
hann var ekki að fullu slökktur
fyrr en um klukkan 03.00.
Var þá þak hússins fallið að
hluta og húsið að öðru leyti afar
illa farið. í auglýsingadeildinni
var allt ónýtt og vélar og tré-
smíðaverkstæði mikið skemmdar
en þó er von til að þær séu ekki
ónýtar. Eldur komst aldrei í
gamla (elsta) mjólkursamlags-
húsið sem er áfast en skemmdir
af reyk og vatni urðu all miklar á
gólfteppa- og sportvörulager sem
þar er geymdur.
Um upptök eldsins er lítið vitað
en talið er sennilegt að hann hafi
komið upp á fyrstu hæð og verið
búinn að búa um sig og loga í
a.m.k. eina til tvær klukkustundir
áður en hans varð vart. Ekkert
reykskynjarakerfi var í húsinu.
Mikinn reyk lagði frá eldinum,
einkum suður með brekkunum,
sunnan við Grófargil. Varð hinn
versti óþefur í mörgum húsum á
þeim slóðum.
Að sögn Björns Baldurssonar
deildarstjóra vöruhúss KEA
komst dálítill reykur inn um
loftræstiop og eftir stokkum inn
á bakganga lyftuhúss og salerni
verslunarhúss KEA en þessum
opum var lokað í skyndi og límt
yfir allar dyr svo að lítill eða
enginn reykur barst inn í vöru-
geymslur eða sölubúðir. Þar urðu
því að hann taidi engar eða
óverulegar reykskemmdir.
Staðgengill hótelstjóra á Hótel
KEA sagði að anddyri hótelsins
hefði fyllst af reyk sem lagði upp
um stiga og ganga svo að
mönnum hefði verið erfitt um
andardrátt. Einnig hefðu þau
gistiherbergi sem snéru á móti
norðri orðið hart úti. Þau her-
bergi og aðrar vistarverur sem
snéru í aðrar áttir svo sem
matsalir og eldhús sluppu hins
vegar vel og þar varð reykurinn
ekkert vandamál. Hótelið var
meira en hálffullt af dvalargest-
um sem tóku hinu óvenjulega
ástandi með mesta jafnaðargeði.
Aðeins tveir þeirra kusu að flytja
burtu af hótelinu.
- Sv.P
Ragnar Arnalds um f járveitingu tll Verðjöfnunarsjóðs:
Féð kemur ekki úr ríkissjóði
„bETTA mál heyrir undir sjávar-
útvegsráðherra og féð kemur
ekki úr ríkissjóði í öllu falli,“
sagði Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra i samtali við Morgun-
blaðið, en hann var spurður.
LÁTINN er á Borgarspitalanum
Ingvar Sigurður ólafsson, 27
ára, eftir slys sem varð við
Laugarnestanga i Reykjavik 5.
marz sl.
Sigurður heitinn var á litlum
plastbát ásamt tveimur félögum
sínum þegar bátnum hvolfdi.
Mönnunum þremur var bjargað en
Sigurður var meðvitundarlaus er
hann náðist úr sjónum. Hann var
lagður inn á gjörgæzludeild Borg-
arspítalans og lézt þar 16. maí sl.
án þess að komast til meðvitund-
ar.
Sigurður heitinn var fæddur 29.
hvernig ætti að útvega fé sem
vantar í frystideild Verðjöfnun-
arsjóðs, en hvorki er gert ráð
fyrir slíkri fjárveitingu í fjárlög-
um né i lánsfjáráætlun.
Spurningu um hvort þessi fjár-
janúar 1954. Hann átti heima að
Kársnesbraut 93, Kópavogi.
MATTHÍAS Bjarnason kvaddi
sér hljóðs á Alþingi og gerði að
umtalsefni löggjöf um vinnu-
vernd 22. maí 1980 sem fjallar
um lengd vinnudags.
Sagði hann lög þessi þverbrotin
veiting myndi ekki tengjast fjár-
málaráðuneyti, ef til kæmi, sagði
Ragnar, að hann vildi ekki slá því
föstu, hvort ráðuneytið hefði ein-
hverja milligöngu í því máli, en
ráðuneytið hefði yfirleitt ekki haft
slíkt með höndum.
„Hins vegar ábyrgðist ríkis-
stjórnin að útvega sjóðnum það fé
sem á kynni að vanta og hefur
lengstum verið talað um, að Seðla-
bankinn myndi annast þá fyrir-
greiðslu. En ég vil ekkert fullyrða
um hvernig þetta verður gert, það
geta komið fleiri leiðir til greina,
á Alþingi þessa dagana með alltof
löngum vinnudegi þingmanna og
starfsfólks. Spurði hann hvort það
væri við hæfi, að löggjafinn sjálf-
ur gæfi slíkt fordæmi.
ég vil ekkert um það segja. En ég á
ekki von á, að ríkissjóður komi þar
neitt við sögu. Þetta er bara
spurning um ábyrgð á t.d. ein-
hverju láni, eða að fjárins verði
aflað með einhverjum hætti,“
sagði Ragnar.
Hann sagði ennfremur, að á
sínum tíma hefði verið rætt um 10
milljarða gkr. fyrirgreiðsiu á
þessu ári, en þörf sjávarútvegsins
í þessum efnum hefði reynst miklu
minni en ráð var fyrir gert. Það
stafaði m.a. af gengishækkun doll-
arans.
„Ég get ekkert sagt um þetta
mál nú, það er verið að skoða það,“
sagði Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra í samtali
við Morgunblaðið, en hann var
spurður hvernig færi með fjár-
veitingu í frystideild Verðjöfnun-
arsjóðs.
„Það er ekkert hægt að segja um
þetta eins og stendur, a.m.k. ekki
opinberlega. Það er verið að vinna
í þessu máli nú og þetta er ekki
afgreitt mál,“ sagði ráðherrann.
Alþingi:
Lög um sjó-
efnavinnslu
FRUMVARP til laga um sjóefna-
vinnslu á Reykjanesi var samþykkt
sem lög frá Álþingi í gærkveldi.
Samþykkt var nýtt bráðabirgða-
ákvæði svohljóðandi: „Ekki er heim-
ilt að hefja framkvæmdir við stækk-
un verksmiðjunnar (saltverksmiðj-
unnar) í fjörutíu þúsund tonna
afköst, fyrr en Alþingi hefur heimil-
að byggingaframkvæmdir með
þingsályktun. Þó er heimilt að ljuka
hönnun, bora gufuholu og setja upp
gufuhverfil til rafmagnsfram-
leiðslu."
Skáksveit Búnaðarbankans:
Tveir sigrar og
eitt jafntefli
SKÁKSVEIT Bunaðarbanka ís-
lands vann sveitir tveggja banka í
London og gerði jafntefli við þá
þriðju.
Fyrst kepptu þeir við National
Westminster Bank og var teflt á átta
borðum. Unnu íslendingar 5—3.
Næst kepptu þeir við Midland Bank
og unnu 6—2. Síðast kepptu þeir við
Loyds Bank og gerðu jafntefli, 4—4.
I íslensku sveitinni eru þéir Jó-
hann Hjartarson sem keppti á fyrsta
borði. Á öðru borði kepptu fyrir
hönd Búnaðarbankans Bragi Kristj-
ánsson, á þriðja Leifur Jósteinsson,
Stefán Þ. Guðmundsson á fjórða,
Guðjón Jóhannsson á fimmta, Krist-
inn Bjarnason á sjötta, Björn Sig-
urðsson á sjöunda og Guðmundur H.
Thoroddsen á áttunda borði.
Náttúruvernd-
arráð hafnar
uppfyllingu
við Ægisíðu
Náttúruverndarráð fjallaði á
fundi sínum í gær um hugmyndir um
landfyllingu á fjörunni framan við
Faxaskjól í Reykjavík, inn að Ægi-
síðu. Samþykkti ráðið einróma að
mæla gegn því að þessi landfylling
yrði framkvæmd, og senda bréf með
rökum fyrir því til borgarráðs.
Sex umsóknir um
stöðu tónlistar-
stjóra útvarps
Á FUNDI útvarpsráðs I gær voru
kynntar fi umsóknir um starf tón-
listarstjóra útvarpsins. Mun ráðið
fjalla um umsækjendur á fundi
sínum þriðjudaginn 2. júní.
Umsækjendur eru: Ingibjörg Þor-
bergs fulltrúi, Jón Örn Marinósson
varadagskrárstjóri, Sigurður Egill
Garðarsson tónlistarkennari, Soffía
Guðmundsdóttir tónlistarkennari og
Þuríður Pálsdóttir tónlistarkennari.
Einn umsækjandi óskaði nafnleynd-
ar.
Kolmunna-
veiðin að
glæðast
Eskitlrðh 21. maí.
Kolmunnaveiði hefur heldur
glæðst siðustu daga. Júpiter land-
aði hér i gær þúsund lestum og i
dag landaði Grindvikingur einnig
þúsund lestum.
Jón Kjartansson kom að landi
með 250 lestir og bilað spil og þarf
hann að sigla til Noregs til viðgerð-
ar, sem áætlað er að taki 12 daga.
Bátarnir eru nú sem óðast að fara
af stað eftir þorskveiðibannið og
fara tveir þeirra á troll, tveir fara á
net og minni bátar ýmist á net eða
færi.
Sumarblíða hefur verið hér að
undanförnu og hiti komist allt upp
í 19 stig í forsælu.
Slysið við Laugarnestanga:
Maðurinn látinn
Matthías Bjarnason í umræðum á Alþingi:
Alþingi brýtur lög
Vinnuverndarlögin þverbrotin á Alþingi
Ævar.