Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAI 1981 21 Fimm konur í nýrri ríkisstiórn Fálldins Réttarhaldi frestað New York, 22. maí. AP. í DAG var frestað um 21 dag að hefja réttarhöld yfir Mark D. Chapman, meintum morð- ingja John Lennons, og byrja þau þá 22. júní. Var þetta ákveðið að beiðni verjanda Chapmans, en ástæðan var ekki skýrð í fjölmiðlum. Handtök- ur í Alsír AlsírborK. 22. maí. AP. UM FIMMTÍU manns voru hand- teknir eftir miklar róstur meðal stúdenta í AlsírborK, Annaba o»? Bejaia i þessari viku. Eftir því sem næst verður komist áttust við fylkingar umbótasinna og meðlima í Bræðralagi múslima. í Annaba grýttu óeirðaseggir stjórnarbyggingar og kveiktu í bílum. Allt undanfarið ár hefur ókyrrð verið ríkjandi í háskólum landsins og er undirrótin ágreiningur um það hvort arabíska skuli vera ríkjandi tungumál í háskólunum. Berbar frá Kabylie-héraðinu sætta sig ekki við arabísku heldur krefj- ast þess að tungu þeirra og menn- ingu sé gert jafnhátt undir höfði. Frá Guðfinnu RaKnarsdóttur. fréttaritara Mbl. i Stokkhólmi. 22. maí. ÞRIÐJA ríkisstjórn Thorbjörn Fálldins var kynnt fyrir sænska þinginu í morgun en það er minnihlutastjórn miðflokkanna tveggja, Miðflokksins og Þjóðarflokksins. í stjórninni eru tíu ráðherrar Miðflokksins og sjö ráðherrar Þjóðarflokksins og að auki einn óflokksbundinn. Fimm nýir ráðherrar bættust í hópinn í stað þeirra átta, sem hurfu af sjónarsviðinu með Hægri flokknum. Ráðherrafjöldinn er því 18 1 stað 21 áður. Miðflokkurinn fékk þrjá nýja ráðherra og Þjóðarflokkurinn tvo. Tvær nýjar konur eru í stjórninni, Karin Áhrland, sem er heilbrigð- ismálaráðherra, og Ulla Tíllander, skólamálaráðherra. Þótt konur séu nú jafnmargar og áður — fimm konur í stjórn — eru þær hlutfalls- lega fleiri núna, þar sem ráðherr- um hefur verið fækkað, eða 28% af stjórninni. Það sem kannski kom mest á óvart var, að embætti fjármálaráð- herrans, sem Gösta Bohman gegndi, var lagt niður. Málefni fjármála voru flutt yfir á efna- hagsmálaráðherrann, Rolf Wirtén, úr Þjóðarflokknum. Almennt þykir hlutur Þjóðarflokksins betri en í gömlu stjórninni. En flestir höfðu talið að Miðflokkurinn tæki nú við fjármálunum. Þjóðarflokkurinn fékk einnig embætti viðskipta- málaráðherra í sinn hlut en Mið- flokkurinn fékk varnarmálin og þar bættist nýtt nafn í hópinn, Torsten Gustafsson. Að öðru leyti einkennist þessi nýja stjórn Thor- björn Fálldins af litlum breyting- um. Allir fyrri ráðherrar, nema einn, sitja í sömu embættum og áður en margir bæta við sig ráðuneytum, þar sem embættin voru lögð niður. Auðséð er að Fálldin hefur kosið að breyta eins litlu og mögulegt var, þar sem aðeins er rúmt ár til kosninga. Allir nýju ráðherrarnir eru þing- menn og því öllum hnútum kunn- ugir í vinnubrögðum þingsins. „Við munum leitast við að ná sem víðtækastri samvinnu við úr- lausn mála,“ sagði Thorbjörn Fáll- din í yfirlýsingu í morgun. Og hann bætti við, „en við munum halda fram stefnu miðflokkanna." Hann tók skattasamkomulag miðflokk- anna og jafnaðarmanna sem dæmi um hvernig hægt væri að ná góðum árangri þrátt fyrir ólíkar stjórn- málaskoðanir. „Skattabreytingin er mikilvægur liður í virku starfi okkar," sagði Fálldin og bætti við: „Hún mun örva framkvæmdir, vinnuafköst og sparnað, auk þess sem hún vinnur gegn verðbólgunni. En efnahagsástandið í Svíþjóð er alvarlegt," undirstrikaði Thorbjörn Fálldin. „Markmið okkar er að spara 12 milljarða 1982—1983.“ Hann skýrði ekki nánar hvernig spara skuli en sagði að útgjöld sveitarfélaganna mættu aðeins hækka um 1% á komandi ári. Annars var yfirlýsing Fálldins að mestu sú sama og yfirlýsing borg- araflokkanna þriggja 1979. Loforð Fálldins um að taka tillit til krafna Hægri flokksins settu einnig svip sinn á yfiriýsingu hans. Hann sagði m.a., að skattar atvinnurekenda yrðu ekki hækkaðir meira en nauð- syn krefði í sambandi við jaðar- skattabreytinguna. Auk þess lofaði hann breytingu á lögum um öryggi við vinnuráðningar en núverandi lög hafa sætt mikilli gagnrýni Hægri flokksins og atvinnurek- enda. Hvað sem öllum loforðum líður, er ljóst að engin létt verkefni bíða úrlausnar hinnar nýju stjórnar. Ástandið í efnahagsmálum er al- varlegt. Það er ekki hlaupið að því, að spara 12 milljarða í þjóðfélagi sem þegar hefur skorið utan af flestu. Atvinnuleysið eykst einnig stöðugt og í vetur búast margir við, að meira en 3% verði atvinnulaus- ir. Svo bíða stjórnarinnar einnig nánari úrvinnsla í skattamálum. Þar er ekki síðasta orðið sagt. íranir ná mikil- vægu f jalllendi Picassomynd slegin á 36 millj. kr New York. 22. maí. SJÁLFSMYND Pablo Pieasso frá árinu 1901 var í dag seld á uppboði í New York fyrir 5,3 milljónir dollara (um 36 millj- ónir ísl. króna) og er það hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir málverk eftir hann og reyndar mesta upphæð sem boðin hefur verið i verk eftir 20. aidar málara. Myndin er 74x61 cm að stærð og höfðu uppboðshaldarar áætl- að að hún myndi fara á l'Ai—2 milljónir dollara. Mesta verð sem greitt hefur verið fyrir Picassomynd fram að þessu var 1980, 3 milljónir dollara. Sjálfsmyndin sýnir Picasso í prófíl, klæddan í hvita skyrtu og með rautt hálstau. Ekki hefur verið birt nafn kaupandans. Á sama uppboði var einnig seld mynd eftir Renoir á hærra verði en áður hefur verið greitt fyrir myndir hans „Tvær stúlk- ur að lesa“ fór á 2 milljónir dollara. Það hæsta sem greitt hefur verið fyrir málverk mun vera 6,4 milljónir dollara fyrir mynd eftir Turner „Juliet og barn- fóstra hennar", og var það í maí á sl. ári. Beirút. 22. mai. AP. ÍRANIR sögðust i dag hafa náð hinu hernaðarlega mikilvæga All- ah Akbar-fjallahéraði i vestur- hluta íran úr klóm irösku innrás- arherjanna. en átta mánuðir eru nú liðnir frá því Persaflóastriðið brauzt út. Pars-fréttastofan sagði, að yfir 300 íraskir hermenn hefðu verið felldir í átökum um fjalllendið, og rökum reistar, er stoðum jafn- framt skotið undir kenningar urn heimsendi, því loftsteinar gera ekki boð á undan sér, og að sögn Alvarezar eru þúsundir loftsteina, sem eru 10 kílómetrar að þver- máli, á fleygiferð um sólkerfið. Giskað er á, að um 1.300 svokall- aðir Apollo-loftsteinar séu í grennd jarðar, en kennsl hafa þó aðeins verið borin á 30 þeirra. Margir vísindamenn aðhyllast kenningar Alvarezar, en þeir eru þó líka til sem vilja meina, að eyðingin mikla hafi verið af völd- um mikils hitaskeiðs, sem hvorki dýr né plöntur hafi getað lagað sig að. Sagði bandarískur vísinda- maður af þeim skóla, að eyðingin hefði orðið eftir að mikil eldvirkni á jörðinni á fimm milljón ára skeiði fyrir 65 milljónum ára, hefði myndað svokölluð „gróður- húsaáhrif“, en við það hefði hiti og samsetning lofttegunda gert dýr- um og plöntum ókleyft að lifa um mestallar jarðir. 555 verið teknir til fanga. Sagði fréttastofan, að 23 íranskir her- menn hefðu fallið. Fjalllendið er í nokkurra kíló- metra fjarlægð frá írösku landa- mærunum og norðvestur af Ahwaz í olíuhéraðinu Khuzistan. Iranir sögðust hafa komið Írökum í opna skjöldu með skyndiárás á 160 kilómetra langri víglínu. Sagði fréttastofan, að 35 íraskir skrið- drekar hefðu verið eyðilagðir og mikið magn vopna og skotfæra verið gert upptækt. Útvarpið í Bagdad sagði í dag, að komið hefði til harðra átaka í umræddu fjallahéraði, en skýrði hvorki frá mannfalli né lagði út af yfirlýsingum írana. Tilræðismaður var flogaveikur Istanbul. 22. mai AP. EITT stærsta blað Tyrklands skýrði frá því í dag, að Mehmet Ali Agca tilræðismaður Jóhannesar Páls páfa hefði i æsku fengið einkenni af flogaveiki er siðar hefði leitt til árásargirni hans. Blaðið skýrði frá þessu eftir sam- töl við ættingja hans og lækna. Blaðið sagði, að þessi veikindi hefðu loðað við Agca þar til hann var 10 eða 11 ára gamall, en hann er nú 23 ára. Blaðið hafði þó eftir Hittast Schmidt og Mitterand um helgina? Washinjtton. 22. raai. AP. HELMUT Schmidt kanslari V-Þýzkalands. sem nú er i heim- sókn hjá Reagan Bandaríkjafor- seta. sagði í dag að ekki væri loku fyrir það skotið að hann færi til fundar við hinn nýja forseta Frakklands, Francois Mitterand. i París um helgina. Schmidt hefur rætt við Haig utanríkisráðherra, Weinberger varnarmálaráðherra og fleiri fyrir- menn í Washington, en talið er að í viðræðum sínum við þá og Reagan hafi Schmidt lagt ríka áherzlu á þá skoðun sína að Bandaríkin megi ekki láta af forystuhlutverki sínu í heimsmálum. Heimildamaður innan Banda- ríkjastjórnar segir að ástandið í Miðausturlöndum hafi borið á góma í samtölum Schmidts og Reagans, auk þess sem efnahagsm- ál hafi verið til umræðu. Versnandi efnahagur V-Þýzkalands á undan- förnum mánuðum á að mati Schmidt rætur sínar að rekja til hækkunar vaxta í Bandaríkjunum að nokkru leyti. læknum, að varla hefðu veikindi hans verið nægilega mikil til að gera hann að „miskunnarlausum morðingja". Hafði blaðið eftir móður Agcas, að skyndilega hafi liðið yfir piltinn aðeins viku eftir að hann fæddist. „Varirnar urðu rauðar og hann var meðvitundarlaus um stund,“ sagði móðirin. Hún sagði hann hafa fengið köst af þessu tagi allt þar til hann var á ellefta aldursári. „En þótt hann fengi ekki þessi köst lengur, þá leiddu þau til þess að hann varð árásargjarn, tortrygg- inn og innhverfur," sagði móðirin. Faðir Agca, sem var kolanámu- maður, lézt úr sjúkdómi þegar Agca var átta ára. Sagði blaðið hann hafa verið ofdrykkjumann er oft hafi beitt eiginkonu sína likamlegu ofbeldi. Móðir Agca sagðist hafa verið of fátæk til að fara með hann til læknis eða kaupa lyf við sjúk- dómi hans. Formælandi ítölsku lögreglunnar sagði í dag, að búið væri svo til alveg að gefa upp alla von um að hafa orð að sönnu upp úr Agca. Agca var í dag fluttur í öflugt fangelsi fyrir utan Rómarborg. Læknar sem stundað hafa Jó- hannes Pál páfa sögðu í dag, að páfi væri nánast úr allir hættu, og að formieg tilkynning þar að lútandi yrði trúlega gefin út um helgina. Mehmet Ali Agca Flugslys í Mexíkó Oaxaca. Mexíkó. 22. mat. AP. BRAK flugvélar af gerðinni Corvair-440, sem saknað hafði verið siðan á miðvikudag, fannst i klettóttu fjalllendi suður af borginni Oaxaca í dag. Allir sem með vélinni voru fórust, 17 far- þegar og þriggja manna áhöfn. Flugvélin, sem gat borið allt að 40 farþega, var í innanlandsflugi. Enn er ekki vitað hvað olli slysinu, en flugvélin flaug inn í fjallgarð í 100 kílómetra fjarlægð frá brott- fararstað. Allir farþegarnir voru mexíkanskir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.