Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 Borgarráð: 19 einbýlishúsa- lóðum úthlutað Flugleiðir: Viðræður um sölu á Air Bahama Air Bahama-flugið lagt niður FLUGLEIÐIR hafa sagt upp öllum starfsmönnum sínum hjá Air Bahama nema einni áhöfn flugmanna <>x allt útlit er fyrir að rekstur Air Bahama verði Fiskveiðasjóður mun nú hafa samþykkt samninxa um smíði a.m.k. sjö háta i raðsmiðaverk- efni íslenskra fiskiskipa. Er þar um að ræða tvo samninxa hjá Stálvik í Garðabæ, tvo hjá Báta- lóni i Hafnarfirði, tvo hjá Slipp- stöðinni á Akureyri <>x einn hjá Uorxeir & Ellert á Akuranesi. Að söxn Jóns Sveinssonar, forstjóra Stálvikur hf„ eru skipasmiðir mjöx ánæxðir með þá ákvörðun iðnaðarráðherra að veita 90% lán til raðsmíði þessarar, það hafi verið það sem gera þurfti. Jón kvað Stálvík hafa þegar gert fimm samninga í raðsmíð- inni, og væru það allt 35 metra bátar, og fleiri samningar væru í bígerð. „Við þyrftum að vera með þrjá báta af þessari stærð í smíðum að staðaldri," sagði Jón,„ ef vel ætti að vera og fullsmíða þrjá árlega. Það myndi hæfa Stálvíkurstoðinni eins og hún er í dag. Og bátaflotinn er orðinn gamall, hann hefur elst um ca. 8% frá því 1971, en þá var meðalaldur báta i landinu nálægt ellefu árum, og meðalævi þeirra um 22 ár, en nú er meðalaldurinn 12‘/i ár og meðalævin 25 ár, sem er vitaskuld alltof mikið, og það hlýtur að vera dýrt viðhaldið á elstu bátunum. Bátaflotinn þarfnast því nauðsyn- lega endurnýjunar og ríkisstjórn- in hefur gert það sem átti að vera búið að gera fyrir löngu, að veita 90% lán útá þessi raðsmíðuðu lagður niður. Næstu áætlaðar flugferðir hafa verið afboðaðar, en yfir standa viðræður við aðila utan Bahama um kaup á flugfé- laginu. Eins og Morgunblaðið skip. Ég reikna með því, að við byrjum á fyrsta bátnum í rað- smíðinni seint í næsta mánuði," sagði Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur. hefur sagt frá, hefur Air Bahama-vélin verið send inn á áætlun Atlantshafsflugsins með aukningu á ferðum til Chicago og New York, tvær ferðir í viku. Flugleiðir munu ekki hefja þennan rekstur á ný nema það sé fjárhagslega hagkvæmt, en við- ræður um þessa ákvörðun Flug- leiða eiga eftir að fara fram við stjórnvöld á Bahama. Að undan- förnu hefur Air Bahama haldið uppi einni áætlunarferð á viku á milli Luxemburgar og Bahama. Búið er að segja upp fjórtán flugfreyjum og sex öðrum starfs- mönnum, en þeir þrír flugmenn úr hópi Bahamamanna, sem störfuðu hjá flugfélaginu, hafa fengið vinnu við flutningana fyrir Air India. Flugleiðir reka nú tvær Áttur á Atlantshafsleiðinni, tvær í verkefnum fyrir Air India og tvær eru í leiguverkefnum í Saudi-Arabíu. Af þessum sex Áttum eiga Flugleiðir þrjár, en hafa tekið hinar á leigu. BORGARRÁÐ Reykjavikur út- hlutaði í gær nitján einbýlishúsa- lóðum i Suðurhliðum og í Foss- vogi. Til úthlutunar í Suðurhlíð- um voru G einbýlishúsalóðir, en í Fossvogi 13 lóðir. Sex umsækjendur voru með 106 stig eða fleiri, samkvæmt lóðaút- hlutunarreglum og fengu þeir lóð- ir, án þess að til útdráttar kæmi. Þeir eru: Suðurhliðar: Lerkihlíð 8, Hjalti Jón Þorgrímsson, Hagamel 29, Rvk. Lerkihlíð 9, Jóhann Egg- ert Jóhannsson, írabakka 34, Rvk. Fossvogur: Aðalland 17, Hjálm- ur S. Sigurðsson, Austurbergi 10, Rvk. Áiftaland 3, Guðjón Pálsson, Kötlufelli 11, Rvk. Ánaland 1, Sigurður Jónsson Hraunbæ 1, Rvk. Ánaland 3, Guðmundur Á. Pétursson, Stuðlaseli 29 Rvk. Dregið var á milli þeirra um- sækjenda sem höfðu 104 stig og hlutu eftirtaldir lóð, samkvæmt því: Suðurhlíðar: Lerkihlíð 3, Gísli Teitsson, Fornhaga 24, Rvk. Lerki- hlíð 6, Þorleifur Guðmundsson, Háaleitisbraut 109, Rvk. Reynihlíð 12, Halldór Þ. Halldórsson, Ægis- síðu 88, Rvk. Víðihlíð 6, Sigríður Inga Ingvarsdóttir, Bogahlíð 15,Rvk. Fossvogur: Álfaland 1, Maggi Jóh. Jónsson, Háaleitisbraut 109, Rvk. Álfaland 5, Bergsteinn Þór Gizurarson, Kleppsvegi 92,Rvk. Álfaland 1, Bjarni P. Magnússon, Bústaðavegur 109, Rvk. Alfaland 3, Sveinn Guðmundsson, Maríu- bakka 8, Rvk. Álfaland 5, Krist- ENDANLEG tilkynning hefur ekki borizt frá Nígeríumönnum um hámarksverð á skreið, sem þeir hafa samið um kaup á við söluaðila hér á landi. í stórum samningum, sem gerð- ir voru í febrúar, var miðað við 310 dollara fyrir hvern pakka, en stjórnvöld i Nígeríu hafa síðan haft afskipti af málinu og ákveðið að setja verðþak á skreiðina. mann Eiðsson, Engihlið 16, Rvk. Kjarrvegur 1, Ólafur S. Ólafsson, Efstasund 93, Rvk. Kjarrvegur 3, Hjörleifur Jónsson, Safamýri 23, Rvk. Markarvegur 1, Egill Árna- son, Hörðalandi 24, Rvk. Markar- vegur 3, Gunnar Mogensen, Bú- landi 1, Rvk. Næstu rétthafar eru Fossvogur: 1. Hrefna Ó. Arnkels- dóttir, Seljalandi 7, Rvk. 2. Rögn- valdur Johnsen, Hvassaleiti 123, Rvk., 3. Sigurjón H. Sindrason, Leirubakka 6, Rvk. Suðurhlíðar: 1. Gunnar Guð- jónsson, Tunguvegi 17, Rvk. 2. Ásgeir Guðmundsson, Austur- bergi 14, Rvk. 3. Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, Bakkaseli 2, Rvk. Jafntefli á Akureyri ÞÓR. Akureyri og Breiðablik gerðu jafntefli, 1 — 1, I leik lið- anna í fyrstu deild i knattspyrnu, sem fram fór á Akureyri i ga-rkveldi. Staðan í hálfleik var þannig að hvorugt liðið hafði skorað mark. Guðmundur Skaptason náði for- ystunni fyrir Þór á 61. mínútu, en Helgi Bengtsson jafnaði metin fyrir Breiðablik á 75. mínútu. Lið Þórs var mun betra í leiknum og átti m.a. skot í stöng og einu sinni björguðu Breiða- bliksmenn á línu. í samningum Norðmanna um skreiðarsölu til Nígeríu eru verðin í norskum krónum. Þar sem doll- arinn hefur styrkzt verulega gagn- vart norsku krónunni fá Norð- menn nú sem nemur 273,5 dollur- um fyrir pakka af skreið. Islendingar semja hins vegar í dollurum og hafa staðfestingu frá Nígeríu um að verð á skreið frá Islandi verði áfram miðað við dollara, en ekki norskar krónur. Þá telja söluaðilar sig einnig hafa fullvissu fyrir því að há- marksverð á a-skreið verði ekki ákveðið lægra en 290 dollarar á pakka. Óstaðfestar fréttir frá Níg- eríu herma að miðað verði við 290 dollara sem hámarksverð, en aðr- ar fréttir, sem heldur hafa ekki verið staðfestar, greina frá 310 dollara verðþaki. Sauðburður gengur vel „SAUÐBURÐURINN er haf- inn og ég veit ekki annað en hann gangi vel hvarvetna um landið,“ sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Jónas sagði, að veður væru góð og hjálpaði það mikið. Hann kvað misjafnt hvort ær bæru úti, mishlýtt hefði verið á landinu, en taldi, að sauðburður færi víða fram úti. Björgvin Guðmundsson: Engin skylda að hætta í borgarstjórn um lejð og ég hef starf hjá BÚR „ÉG ER EKKI búinn að taka ákvörðun um hvernig ég mun standa að þeim málum en ég mun hefja störf hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur þann 1. október,“ sagði Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður um hvort hann myndi segja af sér sem borgarfulltrúi og borgarráðs- maður þegar hann tæki við framkvæmdastjórastöðu hjá BÚR. Aðspurður sagði Björgvin að hann myndi segja af sér for- mennsku í útgerðarráði, en sú staða myndi ganga til einhvers alþýðuflokksmanns, samkvæmt málefnasamningi borgarstjórn- armeirihlutans, en Björgvin sagði að ekki væri afráðið hver myndi taka við formennskunni. Björgvin var spurður að því hverjir myndu taka sæti hans í borgarstjórn og borgarráði, ef hann léti af þeim störfum og svaraði hann því til að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir væri vara- maður hans í borgarráði og myndi hún því taka það sæti að sér frágengnum. Sigurður E. Guðmundsson væri hins vegar 1. varafulltrúi í borgarstjórn og myndi hann væntanlega taka sæti þar sem aðalfulltrúi, ef hann hætti. „Það er engin skylda sem hvílir á mér að láta af þessum störfum um leið og ég tek við framkvæmdastjórastarf- inu, en hitt er ljóst að þetta getur ekki farið saman þegar til lengdar lætur," sagði Björgvin. Hann sagði jafnframt aðspurð- ur, að hugsanlegt væri að hann sæti í borgarráði og borgar- stjórn út kjörtímabilið, en hann væri ekki búinn að ganga frá þessum málum. Raösmíðaverkefni islenskra fiskiskipa: Fiskveiðasjóður hefur samþykkt smíði sjö báta Hámarksverð á skreið er enn ekki ákveðið Norðmenn selja skreiðarpakkann á 273,5 dollara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.