Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 Svo skulum viö til gleöinnar gá Umsjónarmaöur Jenna Jensdóttir rithöfundur „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd“ Fyrir tveimur árum áttu ég og fjölskylda mín ógleymanlega skemmtilegar stundir á heimili Þórs Jakobssonar, veðurfræð- ings og fjölskyldu hans í Toronto í Kanada. Þau höfðu búið erlend- is, bæði í Noregi og Kanada næstum tvo áratugi, samt voru þau rammíslensk í höfðinglegri gestrisni og háttum öllum. Og hér hitti ég aftur Véstein, soninn í fjölskyldunni. Hann er nú orðinn sextán ára og stundar nám i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fasið er hið sama, hógvært og hlýtt, augun frán og broshýr, þessi hlýja í framkomu vekur traust á svo ungum manni. Ég hefi beðið Véstein að segja mér dálítið frá þeirri skemmti- legu hugmynd að hjóla í þágu þeirra sem ekki geta hjólað, það er hann sem er upphafsmaður að því að flytja hugmyndina hingað til landsins frá Toronto og vinn- ur ötull að framkvæmdinni með öðru góðu fólki. Hann segir mér fyrst frá því að einn daginn er þau voru nýflutt til Toronto sáu þau göturnar fullar af hjólreiða- fólki. Þetta var svonefnt „Bike- a-thon“, sem haldið er vor hvert í Toronto. Þetta gæti kallast hjólaþon — sem skírskotaði til maraþon. En enginn mætti þó leggja þann skilning í það, af því að hér væri ekki um neina þrekraun að ræða. Aðeins yrði hjólað rólega. Vésteinn sagði, að hugmyndin um að hafa slíkan hjólreiðadag á Islandi hefði ver- ið ofarlega í huga þeirra feðga. Og nú á ári fatlaðra þótti þeim skemmtilegt að gera hana að veruleika. Þeir fengu alls staðar mjög jákvæðar undirtektir. Sjálfur hefur Vésteinn aðstoð- að Hermann Gunnarsson, íþrótta fréttamann við að kynna hjól- reiðadaginn í skólum borgarinn- ar. í Toronto var unga fólkið í meirihluta og hann vonar að svo verði einnig hér. Hann kynntist vel hjólreiðadeginum í Toronto þar sem hann tók þátt í „Hjóla- þoninu" þar fjórum sinnum. Hér sagði Vésteinn að þetta yrði með öðru sniði. Lagt verður af stað frá tíu skólum i borginni og hjólað eftir tilteknum götum að Laugardalshöll. Þar munu hjólreiðamennirnir afhenda áheit, sem þeir hafa safnað Vésteinn Þórsson meðal fólks dagana fyrir 24. maí til skyrktar lömuðum og fötluð- um börnum. Vésteinn vonaði að „Hjóla- þondagurinn" yrði mikill hjól- reiðadagur hjá ungum og öldn- um í Reykjavik, enginn sem sæi sér fært léti sitt eftir liggja. Þótt hann legði áherslu á það, í hæversku sinni, hve lítinn þátt hann sjálfur ætti í því að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd hér, sýndi hinn mikli áhugi hans að hann lætur ekki sitt eftir liggja og hefur raunar verið önnum kafinn síðan undirbún- ingurinn hófst. Hann var ákaf- lega þakklátur framkvæmda- nefndinni og ekki síst Sigurði Magnússyni, sem er aðalmaður- inn í skipulagningu að deginum, hve vel og fljótt þeir brugðust við. Og veðrið, það má enginn láta veðrið aftra sér, þátttakan má ekki minnka þótt það verði rigning eða hvassviðri, sagði Vésteinn brosandi. Með áhugann lögandi í augum og vonina um ágætt veður og mikla þátttöku á sunnudaginn, kveður þessi athyglisverði ungi piltur mig. Ef hann er dæmi- gerður fulltrúi æskunnar í land- inu megum við sem eldri erum sannarlega líta björgum augum til framtíðarinnar. Bifreiðatrygginga- hækkanirnar fyrir ríkisstjórn IIÆKKANABEIÐNI ábyrgðar trygginga bifreiða verður væntan- lega tekin fyrir f rfkisstjórn f næstu viku að sögn Svavars Gestssonar, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Svavar sagði að sökum anna í þinglok og margvísleg mál, sem ríkisstjórnin þyrfti að afgreiöa fyrir eftir helgi þinglok, kæmi þetta ekki fyrr til afgreiðslu. Tryggingaeftirlit ríkisins leggur til að hækkun ábyrgðartrygginga nemi 45,4% og verði það samþykkt hækka tryggingamar um 88,3% frá fyrra ári, því ríkisstjórnin hafði áður heimilað 29,5% hækkun ný- trygginga. Enn um bílbelti. Góð vörn ökumannsins eða slysagildrur. Ingi Bergmann svarar Eiði Guðnasyni, ómar Ragnarsson svarar „Bjarna Inga og co.“ og Guðmundur Jóhannsson segir: „Ég vil undirstrika, að gefnu tilefni, að því fer fjarri, að ég amist við því að bílbelti séu notuð af þeim sem þess óska af frjálsum og fúsum vilja, og svo held ég að sé einnig með aðra sem eru andvígir lögleiðingunni...“ „Að kvöldi skal dag lofa“ eftir Guðmund Jóhannsson Fimmtudaginn 14. maí birtist í Morgunblaðinu heilsíðugrein eftir Ómar Ragnarsson um skyldunotk- un bílbelta og sem átti jafnframt að vera svar og ávítunarskrif til undirritaðs og annarra, sem ekki hafa verið á sömu skoðun og hann í þessum efnum. Við lestur grein- arinnar mátti ætla að þar færi sá sem valdið og þekkinguna hefði. Eigi skal ég þekkinguna á umferð- armálunum vefengja. Hinsvegar var ýmislegt sem ég staldraði við svo sem þessa setningu: „Jafnve! þar sem aðstæður voru sérstakar, svo sem í Ölpunum þar sem bílar geta steypst niður hengiflug, eða í hollenskum sikjaborgum, þar sem mikið er um að bílar lenda ofan í síkjum, hafa bílbeltin þegar sann- að gagnsemi sína.“ Já er það svo? Ekki myndi mig fýsa þess að vera fastur við bílinn undir slíkum kringumstæðum. Og það hvarflaði að mér við þennan lestur hvort slegið hafi saman hjá þessum landsþekkta grínista gamni og alvöru, þó hér sé ekki um gamanmál að ræða. „Stóryrði vantar ekki,“ segir greinarhöfundur, og rétt mun það vera og hallast trúlega lítið á hjá með- og mótmönnum. Við sem höfum leyft okkur að koma skoð- unum okkar á lögleiðingu belt- anna á framfæri fáum svör í 11 liðum (einum betur en tala boð- orðanna) hjá greinarhöfundi. Harður í dómum Það leynir sér ekki að við höfum fallið á prófinu hjá þessum glað- béitta húmorista. Fram kemur í öllum svörum að við förum með „alrangt", „örgustu öfugmæli", „engin rök styðja þessa fullyrð- ingu“, „Þetta er ekki aðeins hæpið, þetta er rangt". Þetta heitir að vera viss í sinni sök, eða mái- flutningi. Á einum stað segir Ómar Ragn- arsson: Þetta eru samskonar rök og þau að banna ætti alla upp- skurði og lyf, vegna þess að í einstaka tilfellum misheppnist slíkar lækningaaðferðir.“ Auðvitað væri það jafn fárán- legt að lögleiða bann við lækn- ingaaðgerðum eins og að lögleiða notkun bílbelta. Annars er mér spurn: Er þetta ekki hæpin sam- líking? Það er einkaréttur hvers Guðmundur Jóhannsson. og eins að ráða því hvort hann neytir lyfja og lætur framkvæma aðgerðir á sér við meinsemdum sem hann hrjá og hefur verið gerð grein fyrir af læknum. Það er einmitt samskonar réttur sem við andófsmenn viljum að einstakl- ingurinn fái að varðveita varðandi notkun á bílbeltum. Því hefur verið haldið fram af áróðursmönnum fyrir notkun bíl- beltanna að mjög lítill hluti öku- manna sé andvígur lögleiðingunni. Persónulega er ég ekki eins viss um að svo sé. Nú er það eins víst sem nótt fylgir degi að hjá stórum hópi manna í þeim löndum þar sem notkun beltanna hefur verið lögleidd er hún sýndarmennskan ein, þannig að beltum er kastað Hugsað með Eiði Guðna- syni kvöldstund — um lög- leiðingu bílbeltanotkunar eftir Inga Bergmann Ég hef ekki orðið var við þessar greinar í hverjum „bílbeltum er fundið flest til foráttu", eins og Eiður Guðnason segir í Velvak- anda 16. maí sl. Aftur á móti hef ég orðið var við margar greinar „þar sem fullyrt er að ýmsir eigi því líf að launa að hafa ekki notað bílbelti, er slys bar að höndum" og hafa því verið á móti þvi að lögleiða notkun þeirra. Og þetta eru ekki aðeins fullyrðingar, þeim hefur verið fylgt eftir með beinum eða óbeinum könnunum. Þú biður þá, sem efast um réttmæti lögleið- ingar, að hugleiða „staðreyndir" í 8 liðum. Þó að ég telji mig hafa sent þér og öðrum nokkurs konar opið bréf í Mbl. 7. maí sl. eftir að hafa kynnt mér málið vel og lengi, ætla ég að verða við bón þinni og hugleiða málið með þér eina kvöldstund. Það sem á kann að vanta bið ég Eið Guðnason og bæta okkur upp í áðurnefndri grein. 1. Pottþéttum sönnunum í hvoru tilfellinu sem er (belti notuð eða ekki verður víst í flestum tilfellum seint eða aldrei komið við, þar sem til þess þyrfti að endurtaka sama slysið í smáu sem stóru með sama fólkinu með eða án belta eins og það hefði aldrei lent í slysinu áður. „Það er sannað með óyggj- andi og óhrekjanlegum rökum, að bílbelti dragi úr meiðslum, þau bjarga mannslífum," Það efar víst enginn. En það má einnig með nákvæmlega sama formála segja: að ónotuð belti hafi dregið úr meiðslum, þau hafi bjargað mannslífum. 2. Það gengur illa að fá fólk til að nota beltin þrátt fyrir mikinn og linnulítinn áróður í áraraðir. Það skyldi þó aldrei vera, vegna þess að fólki sýnist þau ekki vera sá bjarghringur, sem af er látið og fjöldi dæma er sífellt að sanna þeim? Þú segir: „Með því að lögleiða beltanotkun, fer hún strax upp í 80%—90%.“ Það má draga í efa, en beltin verða sömu slysa- og dauðagildrurnar eftir sem áður, nema hvað slíkum slysum fjölgar í hlutfalli við þessi 80%-90%. 3. „Ég trúi því ekki að þær 28 þjóðir sem hafa lögleitt notkun bílbelta hafi rangt fyrir sér.“ Trúir Eiður Guðnason því að allar aðrar þjóðir, þ.á m. mesta bílaþjóð heims, sem ekki hafa lögleitt notkun bílbelta, hafi rangt fyrir sér? Þú spyrð: „Er hugsanlegt að þeir tiltölulega fáu, sem hamast gegn notkun bílbelta hér á landi hafi rétt fyrir sér?“ Ef Eiður á við þá, sem eru á móti því að lögleiða notkun þeirra, þá tel ég það meira en hugsanlegt að þeir hafi rétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.