Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
8
Bænadagur kirkjunnar
*
Minnst 1000 ára kristniboðs á Islandi
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa.
Sr. Þórir Stephensen. Kl. 2
messa. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Bænadagsguðsþjónusta í safnað-
arheimili Árbæjarsóknar kl. 11
árd. Sr. Guðmundur Þorsteins-
spn.
ÁSPRESTAKALL: Messa að
Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Messa kl. 2 e.h. í Breiðholtsskóla.
Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl.
2. Sr. Jón Bjarman messar.
Organleikari Guðni Þ. Guð-
mundsson Dómprófastur.
DIGRANESPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Sr.Þorbergur Kristjáns-
son.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa
kl. 10 árd. Prestur sr. Lárus
Halldórsson.
FELLA- og Ilólaprestakall:
Guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr.
Valgeir Ástráðsson messar. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Altarisganga. Organ-
isti Jón G. Þórarinsson. Upp-
stigningardagur: Kvöldsamkoma
kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa
kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Messa kl. 2. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11. Organleikari Ulf Prunner, Sr.
Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2 e.h. prófastsvisitasía. Sr.
Ólafur Skúlason, dómprófastur
predikar. Sr. Árni Pálsson.
LANGIIOLTSKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 2. Organleikari Jón
Stefánsson. Prestur Sig. Haukur
Guðjónsson. Heiðursgestir að
þessu sinni íbúar við Ferjuvog,
Glað- og Goðheima. Áhugafólk
um aukið starf fyrir aldraða í
Langholtssöfnuði boðar til fund-
ar með eldra fólki í safnaðar-
heimilinu miðvikudaginn 27. maí
kl. 2. e.h. Sóknarnefnd.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugard. 23. maí: Guðsþjónusta
að Hátúni lOb, níundu hæð kl. 11
árd. Sunnud. 24. maí: Guðsþjón-
usta kl. 11 í umsjá Margrétar
Hróbjartsdóttur, safnaðarsyst-
ur. Þriðjud. 26. maí: Bænaguðs-
þjónusta kl. 18. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl.14. Orgel og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SELJASÓKN: Guðsþjónusta að
Seljabraut 54 kl.ll f.h. Athugið
breyttan messutíma. Sóknar-
prestur.
t6.SELTJ ARN A RNESSÓKN:
Guðsþjónusta kl. 11 árd. í félags-
heimilinu. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Aðalsafnaðarfundur í
Félagsheimilinu kl. 15.00. Sókn-
arnefndin.
FRÍKIRKJAN I Reykjavík:
Messa kl. 2. Organleikari Birgir
Ás Guðmundsson, Prestur sr.
Kristján Róbertsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safn-
aðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðu-
maður Daníel Glad. Almenn
guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður
Einar J. Gíslason.
KFUM & K, Amtmannsstíg 2b:
Samkoma kl. 20.30. Sr. Frank M.
Halldórsson talar.
HJÁLPRÆÐISIIERINN: Bæn
kl. 20 og kl. 20.30. Hjálpræðis-
samkoma.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30
árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúm-
helga daga er lágmessa kl. 6
síðd. nema á laugardögum, þá kl.
2 síðd. í þessum mánuði er lesinn
Rósakransbæn eftir lágmessu kl.
6 síðd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk
messa kl. 11 árd.
MOSFELLSSPRESTAKALL:
Messað að Mosfelli kl. 14. Að
messu lokinni verður haldinn
aðalsafnaðarfundur. Sóknar-
prestur.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 2 síðd. örn Jónsson djákni
flytur hugleiðingu. Sr. Bragi
Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd.
FRÍKIRKJAN i Hafnarfirði:
Guðsþjónusta kl. 14. Minnst
Kristniboðsársins sérstaklega.
Safnaðarstjórn.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Messa í Skálholtskirkju kl. 14.
Lagt af stað frá Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 10.30 árd. Sóknar-
prestur.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Messa
kl. 8. 30 árd. Rúmhelga daga er
messa kl. 8 árd.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Safnaðarfélagið
hefur kaffisölu að lokinni messu
í Kirkjulundi og rennur ágóðinn
til Líknarsjóðs Keflavíkurkirkju.
Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA:
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30
árd. og kl. 14. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl.
11 árd, Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl.
10 árd. Sóknarprestur.
„Maður getur orðið
svartur á einum
degi uppi á jökl
„ÞAÐ VAR í íebrúar sl.
sem Snjóferðir hf. var
stofnað í þeim tilgangi að
gefa fólki kost á að ferð-
ast um hálendið ok jökla,
en hinKað til hefur það
einungis verið á færi ein-
stakra manna sem átt
hafa tæki til þess og
húnað,“ sagði Erling
Ólafsson, í viðtali við
Mbl. en hann ásamt
Þorsteini Baldurssyni
standa að þessu fyrir-
tæki.
„Við erum þegar búnir að
fara fjórar ferðir upp á Lang-
jökul og hafa þær allar tekist
mjög vel, og virðist mikill áhugi
vera fyrir þessu. Það eru sjö
vélsleðar sem við erum með er
Ferðaskrifstofa ríkisins leigir
en fyrirtækið er rekið í sam-
vinnu við Ferðaskrifstofuna.
Það skal tekið fram að þetta er
ekki nein ferðaskrifstofa sem
við rekum, heldur leigjum við
einungis sleðana fyrir fólk og
svo er okkar maður með í
ferðunum til að kenna á þá og
fylgjast með þeim. Sá er einnig
leiðsögumaður.
I sumar verður t.d. einn
maður frá okkur í Húsafelli.
Það er mjög góð aðstaða þar,
hiti og rafmagn og eldavél en
fólk verður að hafa nesti með
sér. Á Húsafelli er einnig sund-
laug. Þessar ferðir eru oftast
farnar um helgar á laugardegi
og sunnudegi en það er ekkert
atriði að fara um miðja viku eða
hvenær sem er. Fólk getur líka
leigt skíði en það er mjög
gaman að láta draga sig á
snjósleða. Langjökull er einmitt
mjög heppilegur fyrir svona
ferðir, lítið um sprungur og
hann er auðveldur yfirferðar.
Svo er þarna maður frá okkur
sem gjörþekkir svæðið.
Nú, það er allur gangur á
þessum ferðum en ef þetta er
t.d. helgarferð, þá er lagt upp
frá Húsafelli á laugardags-
Skáli Jöklarannsóknafélagsins, Kirkjuból, í vetrarskr-
úða.
morgni á jökulinn og farið upp
á hann svona miðjan. Síðan er
hægt að fara að Þursaborg, sem
er einhver fallegasti staður á
jökli sem til er. Þá er farið að
Péturshorni, sem er lítið fjall er
stendur upp af jöklinum og
síðan að Fjallkirkju, en þar er
skáli Jöklarannsóknafélagsins,
Kirkjuból, sem menn geta hvílt
sig í og matast. Ef veður og vilji
er fyrir hendi er jafnvel mögu-
leiki á að fara niður á Hvera-
velli, þar snúið við og haldið
heim á Húsafell aftur. Næsta
dag er svo hægt að fara eitt-
hvert annað um jökulinn.
Jú, jú, þessar ferðir eru fyrir
alla aldurshópa þó það sé nátt-
úrulega erfiðara að fara með
börn í svona ferðir um vetur.
Tveggja daga ferðir kosta svona
á bilinu 1300 til 1500 nýkrónur.
Það ætti kannski að minna fólk
t.
Erling Ólafsson
á að hafa með sér sólarolíur til
að bera á sig til varnar gegn
sólbruna. Einn dagur á jökli í
sól getur verið á við viku eða
hálfan mánuð á einhverri sól-
arströndinni. Það er reyndar
sama hvort sólin skín eða ekki,
það er svo afskaplega mikil
Þursaborg á Langjökli
birta þarna á jöklinum vegna
endurkasts.
Næsta vetur er meiningin að
fara í svona sleðaferðir um
nágrenni Reykjavíkur og myndi
þá verða farið um Mosfells-
svæðið, Hengilssvæðið og jafn-
vel Skjaidbreiðssvæðið. Annars
er fólk alveg sjálfráða með það
hvert það fer, en maður frá
okkur verður að fylgja. Er
einnig fyrirhugað að fara í
Landmannalaugar og fleiri
staði.
Ferðaskrifstofa ríkisins er nú
að auglýsa svokallaðar pakka-
ferðir með útlendinga um há-
lendið í vetur og eru það að
hluta til sleðaferðir.
Eins og ég sagði hér áðan þá
er geysilegur áhugi fyrir þess-
um ferðum og er núna uppselt í
ferðir þrjár næstu helgar. Þeir
sem áhuga hafa á að notfæra
sér þetta geta snúið sér til Gísla
Jónssonar og Co. eða til Ferða-
skrifstofu ríkisins.