Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 Sögulegt hlutverk Sjálfetæðisflokksins að veita nú forystu Hér fer á eftir í heild ræða Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar í eldhúsdaKsumræðum sl. þriðjudaxskvöld: Engin mál ber hærra um þessar mundir ert orkumálin. Það er af því að meRÍnverkefnið nú er að hagnýta hin gífurlegu verðmæti, sem fólgin eru í orkulindum landsins. En leiðin til þess eru m.a. stórvirkjanir í fallvötnum landsins. Þess vegna lögðum við sjálf- stæðismenn fram á þessu þingi frumvarp um ný orkuver í Fljóts- dal, í Blöndu, við Sultartanga og stækkun Hrauneyjafossvirkjunar. Hér eru meir en tvöfaldað virkjað vatnsafl í landinu. Með þessum framkvæmdum, sem við sjálf- stæðismenn leggjum til, verður hægt að fullnægja orkuþörfinni samkv. orkuspá hvað varðar heimilisnotkun, húshitun og al- mennan iðnað. En auk þess skap- ar þetta möguleika til nýrrar stóriðju, sem nemur í lok fram- kvæmdatímabilsins árlegri notk- un, sem er allmiklu meiri en öll núverandi stóriðja notar á ári. Stefna sjálf- stæðismanna Samkvæmt frumvarpi okkar sjálfstæðismanna eru gefin fyrir- mæli um að reisa og reka þau raforkuver, sem þar greinir. Jafn- framt eru sett viss skilyrði fyrir því, að þetta megi verða. Mælt er svo fyrir, að taka verði ákvörðun um stóriðju á Austurlandi jafn- hliða ákvörðun um Fljótsdals- virkjun. Leiðir þetta af þeirri staðreynd, að hagkvæmni þessar- ar stórvirkjunar er beinlínis háð stóriðju. Enn fremur er kveðið á um, að ekki komi til ákvörðunar um byggingu Blönduvirkjunar fyrr en tryggð hafa verið nauð- synleg réttindi vegna virkjunar- innar. Við sjálfstæðismenn leggjum til, að Landsvirkjun eða lands- hlutafyrirtækjum sé falið að reisa og reka orkuver þau, sem hér um ræðir. Ef engin landshlutafyrir- tæki yrðu stofnuð í þessum til- gangi utan núverandi veitusvæðis Landsvirkjunar, bæri að fela Landsvirkjun að reisa og reka þessar virkjanir. Þessi ákvæði frumvarpsins um virkjunaraðila eru í samræmi við tillögur okkar sjálfstæðismanna um skipulag orkumála. Við sjálf- stæðismenn bárum fram snemma á þessu þingi frumvarp til orku- laga. Er þar um að ræða fjölbreytileg og róttæk nýmæli, sem miða að því að svara kröfum tímans um skipulag þessara mikilvægu mála. Margháttaðar tillögur er að finna um nýmæli er varða skipan og starfsemi Orku- ráðs, Orkustofnunar og Orku- sjóðs, jöfnun orkuverðs og gerð orkumálaáætlana til langs tíma. í frv. okkar sjálfstæðismanna um ný orkuver er gert ráð fyrir, að framkvæmdum verði lokið á 10 árum og kveðið er á í frv., að undirbúningi að byggingu orku- veranna, svo og framkvæmdunum sjálfum, skuli hraðað svo sem kostur er. Til þess að þetta megi verða er nauðsynlegt að hefjast þegar handa og hvar sem við verður komið. Með tilliti til þess kveður frv. ekki á um forgang fram- kvæmda, áfangaskipti eða röðun orkuvera, sem reisa skal. Það er gert ráð fyrir, að hagkvæmnis- og öryggissjónarmið ráði gangi framkvæmda og þau vinnubrögð verði viðhöfð, að þeim verði öllum lokið á framkvæmdatímabili heildaráætlunar um byggingu allra virkjananna. Það gæti verið beiniínis til þess að tefja og torvelda framkvæmd þessarar áætlunar um virkjunarfram- kvæmdir, ef í lögum væri kveðið á um röðun framkvæmda. Þetta leiðir af því að nú liggur ekki Ijóst fyrir í öllum tilfellum hvenær verður lokið undirbúningi fram- kvæmda eða forsendum fyrir framkvæmd verði fullnægt. Þess vegna verður að vinna að þessum verkefnum eftir því, sem í ljós kemur, hvernig þau liggja fyrir til úrlausnar. Slík vinnubrögð eru bezta tryggingin fyrir því að ljúka megi framkvæmdunum öllum á hinum tiltekna tíma. Hvad er ad frétta af ríkisstjórninni? En hvað er að frétta af ríkis- stjórninni í þessum málum? Það var ekkert að frétta þaðan lengi vel. En iðnaðarráðherra hefur legið þversum eins og þvara í gangvegi allra aðgerða. Ekkert hefur mátt gera í skipulagi orkumálanna vegna þess, að ráð- herrann hefur ekki fundið út, hvernig hann getur komið i veg fyrir þá þróun, að fólkið í hinum einstöku landshlutum taki orkumálin í sínar hendur, svo sem raun hefur orðið á með Orkubú Vestfjarða og þróunin stefnir í með Hitaveitu Suðurnesja. Ekk- ert má gerast í byggingu orkuvera meðan ráðherrann bjástrar við að leysa þá óleysanlegu þraut að stofna til stórvirkjunar á Aust- fjörðum án stóriðju. En nú loks á lokadögum þingsins er drattast til að bera fram frumvarp til laga um raforkuver. Og hvað felur nú þetta frum- varp ríkisstjórnarinnar í sér? Að svo miklu leyti sem frumvarpið markar nokkra stefnu er þar tekinn versti kosturinn. Þar er ekki um að ræða framkvæmdir, sem er einungis sniðinn stakkur að þörfum heimilisnotkunar, hús- hitunar og almenns iðnaðar. Þar er heldur ekki gert ráð fyrir stóriðju, sem er grundvöllur fyrir stórátaki í virkjunarmálunum. Valinn er versti kosturinn, sem eru stórvirkjanir án nauðsynlegs orkumarkaðar, sem stóriðjan ein getur skapað. Slík stefna, eða réttara sagt stefnuleysi, leiðir til sjálfheldu í orkumálum þjóðar- innar. Frumvarp ríkisstjórnarinnar ber vott um ráðleysi í skipulags- málum orkuframleiðslunnar. Gef- ist er upp við að lögfesta hlutverk Landsvirkjunar um allt land sem aðalorkufyrirtækis. Heldur skal fara bónarveg eða samningaleið til að /reista þess að fá Lands- virkjun til þess að reisa og reka orkuver utan núverandi veitu- svæðis fyrirtækisins. Því eru gerðir skórnir, að þessar fyrirætl- anir takist ekki og skal þá styðj- ast við Rafmagnsveitur ríkisins sem virkjunaraðila. Útilokað er, að fólkinu i hinum einstöku lands- hlutum heimilist, ef það óskar, að taka virkjunarmál í eigin hendur í formi landshlutafyrirtækja. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er þess ekki gætt, að hraðað verði öllum undirbúningi og fram- kvæmdum að virkjunum. Heldur eru vangaveltur um röðun virkj- unarframkvæmda. Lögfesting á framkvæmdaröð verður hinsveg- ar til trafala, ef hugur fylgir máli um þær stórvirkjanir, sem frum- varpið tiltekur á framkvæmda- tímabilinu. Frumvarpið er þannig í fleiru sannköiluð vansmíð, sem ber vott um vingulshátt og sýndar- mennsku í orkumálunum. Undirmál Iðnaðar- ráðherra Staðan í orkumálunum í dag blasir við þannig, að undirmál iðnaðarráðherra hindra virkjun Blöndu. Bein andstaða ráðherra við stóriðju kemur í veg fyrir Fljótsdalsvirkjun. Stjórnarsátt- málinn bannar Sultartangavirkj- un. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um raforkuver boðar lögfestingu á aðgerðarleysinu. Frumvarp okkar sjálfstæð- ismanna um ný orkuver markar stærsta sporið, sem tekið hefur verið i virkjunarmálum lands- manna. Hér er um að ræða stærsta átakið, sem enn hefir verið gert til þess að nýta orku- lindir landsins til verðmætasköp- unar fyrir þjóðarbúið. Stefna þess í framkvæmd þýðir þáttaskil í íslenzkri hagsögu. Hér er á ferð mál, sem ætti að vera hafið yfir hversdagsleika og dægurþras. Hér er mál fyrir þjóðina til að samein- ast um. En því miður er því ekki að heilsa. Það er við dragbíta að fást, sem stjórna orkumálunum í dag. En megum við þá ekki vænta þess, að allir sjálfstæðismenn standi saman um stefnu flokksins í orkumálum? Að frumvarpi okkar sjálfstæð- ismanna um ný orkuver, sem ég hefi gert hér að umtalsefni, standa allir þingmenn flokksins, hvort sem þeir eru í stjórnar- andstöðu eða hafa stutt ríkis- stjórnina. Þetta er ekki tilviljun. Stefna sú, sem þar er mörkuð, er svo ótvíræð og eindregin í anda sjálfstæðisstefnunnar, stefnumót- unar flokksins í orku- og stóriðju- málum fyrr og síðar. í trú á land og lýð er nú kallað á menn til dáða. Flokkurinn vill marka stefnu til grundvallar bættum lífskjörum og atvinnuöryggis. Það er í anda sjálfstæðisstefnunnar, sem leitt hefur þjóðina á undan- förnum áratugum frá fátækt til bjargálna. Valið stendur milli stefnuleysis orkumálaráðherrans, Hjörleifs Guttormssonar, og stór- huga stefnu Sjálfstæðisflokksins. Enginn sannur sjálfstæðismaður getur lotið vilja kommúnista í svo örlagaríku máli fyrir hina ís- lenzku þjóð. í afstöðunni til orkumálanna í dag skilur á milli feigs og ófeigs. Ekkert annaö en ótíðindi En ekki er ein báran stök. í vindmylluslag ríkisstjórnarinnar við verðbólguna er ekki annað en ótíðindi að hafa. Forsenda fyrir gjaldmiðilsbreytingunni um síð- ustu áramót var sú, að hún væri liður í víðtækri stefnumótun til þess að koma á jafnvægi í efna- hagsmálunum. Gjaldmiðilsbreyt- ing er ráðstöfun þess eðlis, að hún getur orðið til þess að skvetta olíu á verðbólgubálið, ef forsendur hennar eru ekki fyrir hendi. Ríkisstjórnin . þverskallaðist í þingbyrjun við kröfu okkar sjálf- — Ræða Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar í eldhúsdags- umræðum stæðismanna um að móta og leggja fram efnahagsstefnu, sem gæti orðið grundvöllur fyrir gjaldmiðilsbreytingunni. Hún sagðist mundu leggja fram efna- hagsmálastefnu sína um leið og gjaldmiðilsbreytingin færi fram. Þannig voru tilkomin bráða- birgðalögin, sællar minningar, sem ríkisstjórnin setti á gamlárs- dag. Þannig var ekkert gert til þess að skapa fyrirfram það traust á gjaldmiðilsbreytingunni, sem nauðsynlegt var. En verra var þó hitt, að þegar bráðabirgða- lögin litu dagsins ljós var þar ekki um að ræða neina stefnumörkun, sem hafði nokkurt gildi til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmál- unum, hvort sem gjaldmiðils- breytingu hefði verið fyrir að fara eða ekki. En verst er það, að glatað er það tækifæri, sem hefði getað orðið til styrktar og stuðn- ings við raunhæf úrræði til við- náms gegn verðbólgunni, því að gjaldmiðilsbreyting er ein- stæður atburður en ekki hvers- dagslegar aðgerðir. Engin heildarstefna Meginávirðingar núverandi rík- isstjórnar í meðferð efnahags- mála eru þær, að ekki er um neina heildarstefnu að ræða. Skamm- tímaráðstafanir til svokallaðs við- náms gegn verðbólgu, sem ríkis- stjórnin vaknar upp til á þriggja mánaða fresti, og nú síðast að loknu páskaleyfi, eru þess vegna þegar bezt lætur vottur úrræða- leysis og fálmið eitt. Sér til huggunar gamnar ríkisstjórnin sér svo við hugleiðingar sínar um verðbólguhorfurnar. Spár eru birtar um það, hvað verðbólgan færi hátt, annars vegar, ef ríkis- stjórnin héldi að sér höndum, og hins vegar, ef eitthvað væri að gert. Þykir þá þakkarvert, ef ekki má einu gilda. Það þykja mikil tákn og furður, þegar menn þykj- ast geta spáð í t.d. 5 stiga lækkun á verðbólgunni rétt eins og slíkt skipti sköpum við verðbólgustig, sem nemur 50% eða meiru, hvað þá heldur þegar slíkt byggist á föslun vísitölunnar. Meðan þessu fer fram finnur almenningur æ meir fyrir hrammi verðbólgunnar, sem stöð- ugt skerðir hag heimilanna og þrengir stöðu atvinnuveganna. Ekki skal ríkisstjórnin vænd um það, að hún vilji ekki ráða bót á verðbólgunni. En um Ieið og hún ber sig til við það kyndir hún undir verðbólguþróunina. Fram- ferði og æði ríkisstjórnarinnar má líkja við ökumann, sem stígur á hemla bifreiðar sinnar um leið og hann gefur inn meira benzín. En svo er sýndarmennskan mikil, að haldið er að þjóðinni, að þetta sé harla góð aðferð og vænleg til árangurs í viðnámi gegn verð- bólgu. Það væri ósanngjarnt gagnvart núverandi ríkisstjórn að halda því fram, að ekki hafi stundum áður verið brotinn pott- ur í þessu efni. En það er áhyggjuefni, að nú skuli menn vera hættir að fyrirverða sig fyrir ávirðingar sínar, heldur þykja menn að meiri, eins og ríkis- stjórnin gerir. Glundroöi og óvissa Af þessum ástæðum er þess ekki að vænta, að ríkisstjórnin sé í raun fær um að gera nokkrar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu. Þvert á móti munu aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar, þegar til lengdar lætur, auka á glundroöa og óvissu í efnahagsmálunum. Það er nauðsyn að höggva að rótum verðbólguvandans með kerfisbreytingum. Það er ekki nægilegt að hafa fögur markmið í augsýn, ef menn vilja ekki fara leiðir, sem nauðsynlegar eru til þess að ná þeim. Þykjustunni og sýndarmennskunni verður að linna. Ef til dæmis það á að lækka skatta, þarf að skapa skilyrði fyrir því, að það sé hægt, með því að endurskipuleggja ríkisfjármál- in á þann veg, að færð séu verkefni frá ríkinu til sveitarfé- laga og einstaklinga. Ef menn vilja losna við víxláhrif kaup- gjalds og verðlags, verður að breyta fyrirkomulagi vísitölu- greiðslna þannig, að verðbætur á laun verði miðaðar við þjóðartekj- ur. Ef menn vilja koma í veg fyrir gengissig og gengislækkanir sem óhjákvæmilega fylgifiska fisk- verðsákvarðana, verður að hætta að taka ákvörðun um fiskverð án tillits til markaðsverðs erlendis. Þannig verður að ráðast að orsakavöldum verðbólguhraðans einum af öðrum. Það ætti að vera hægt að ná víðtækari samstöðu um ýmsar slíkar grundvallarað- gerðir, sem höfða til rökréttrar afstöðu, ef mönnum er alvara að veita verðbólgunni viðnám. Sögulegt hlutverk En til slíks þarf forustu, for- ustu umfram allt. Þjóðin er orðin þreytt á vingulshætti og vettl- ingatökum. Og þjóðin á ekki skilið að vera á fölskum forsendum hlaðin böggum hildar vegna hald- lausra aðgerða gegn verðbólgu. En þjóðin hefur ekki um að taka á sig byrðar, ef þeim er réttlátlega skipt og þær skila árangri í bættum lífskjörum til frambúðar. Það er sögulegt hlutverk Sjálf- stæðisflokksins að veita nú for- ustu. Stjórnmálaflokkar eru grundvöllur þess lýðræðis og þingræðis, sem við búum við og viljum búa við í framtíðinni. Það verður ekki framhjá þessu gengið. Og okkur sjálfstæðismönnum ætti ekki að vera þetta síst ljóst vegna þess, að við höfum þá sannfær- ingu, að einmitt okkar flokkur sé burðarásinn í þeirri stjórnmála- skipan, sem er hér á landi. Ef burðarásin brestur, þá fellur hús- ið og við vitum ekkert, hvað rís úr rústunum. ísland verður annað land heldur en það hefur verið, ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki sihni stöðu í þjóðfélaginu og mótar þjóðlífið eins og hann hefur gert í hálfa öld. Góðir sjálfstæðismenn um land allt. Við höfum skyldum að gegna við þjóð okkar og flokk. Við stöndum nú í ströngu. Enn er ekki of seint að taka höndum saman. Enn er tími til stefnu. Enn faila ekki öll vötn til Dýrafjarðar. Við skulum ekki æðrast. Við skulum hafa það hugfast, að málstaður okkar, hugsjón okkar, er gædd þeim eiginleika, að hún felur í sér mátt til þess að breyta erfiðleik- um og andstreymi í nýjar vonir, nýjan kraft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.