Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981
25
Frumvarp:
Einokun
afnumin
Friðrik Sophusson, Stéin-
þór Gestsson og Albert Guð-
mundsson, þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, hafa lagt fram
frumvarp til breytinga á lög-
um um Framleiðsluráð land-
búnaðarins, sem felur í sér
afnám einokunarákvæðis um
sölu matjurta— og gróður-
húsaframleiðslu. Frumvarpið
gerir ekki ráð fyrir annari
breytingu á starfsemi Græn-
metisverzlunar ríkisins. Lagt
er til að lögin taki gildi í
ársbyrjun 1982 þann veg að
Grænmetisverzlunin, núver-
andi framleiðendur og hugs-
anlegir nýir heildsöludreif-
endur fái nokkurn aðlögun-
artíma þar til lögin taka gild.
Flutningsmenn telja að af-
nám einokunar sé til hins
góða fyrir neytendur og að
Grænmetisverzlunin geti
starfað áfram þótt sérrétt-
indi fyrirtækisins séu afnum-
in, „en nú er álitamál hvort
gildandi löggjöf brýtur ekki í
bága við 69. grein stjórn-
arskrárinnar", segir í grein-
argerð þeirra með frumvarp-
inu.
Aætlaður skatt-
stofn 1980:
Fimmtíu
milljarðar
gamalkróna
- þar af 31 í skatta
í umræðu á Alþingi um tekju-
skattsfrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar upplýsti Birgir ísleifur Gunn-
arsson (S) að heimild 59. greinar
skattalaganna um áætlun tekna
til skattlagningar hefði verðið
notuð í 19.300 tilfellum árið 1980.
Þessi tala skiptist þannig eftir
skattumdæmum: 1) Reykjavík,
áætlun á 3604 einstaklinga, Vest-
urlandsumdæmi 1854, Vestfjarð-
aumdæmi 1160, Norðurland vestra
2125, Norðurland eystra 2860,
Austurlandsumdæmi 2017, Suður-
landsumdæmi 2663, Vestmanna-
eyjar 222 og Reykjanesumdæmi
2975.
Skattstofn, sem til varð við
þannig áætlaðar tekjur, var sam-
tals rúmlega 50 milljarðar gkróna.
Útsvör, tekjuskattar og sjúkra-
tryggingargjöld af þannig áætluð-
um tekjum hjá skattstofum, sam-
kvæmt þessari lagagrein, námu
samtals um 31 milljarði gkróna á
liðnu ári.
Stjórnarandstaöa um orkufrumvarpið:
Orkumálin á Alþingi
í þeim miklu umræðum, sem
orðið hafa um orku- og iðnað-
armál á Alþingi í vikunni sem
leið, kom mjög glöggt fram, hver
er munurinn á stefnu ríkis-
stjórnarinnar og stjórnarand-
stöðunnar. Samstarf tókst með
Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu-
flokknum um breytingatillögur á
hinu máttlausa frumvarpi iðn-
aðarráðherra um ný orkuver.
Þær breytingartillögur boðuðu
nýja sókn í byggingu orkuvera
og jafnframt að byggð skyldu ný
iðjuver á sviði orkufreks iðnað-
ar. Á sama tíma og þetta gerðist
var stjórnarliðið að reyna að
koma sér saman um tillögur,
sem útvötnuðu enn meira hið
stefnulausa frumvarp iðnaðar-
ráðherra.
Óánægja með
frumvarp ráðherra
Það var þegar ljóst í síðustu
viku, eftir að iðnaðarráðherra
fyrir Alþingi til samþykktar.
M.ö.o. málið er jafn óleyst sem
fyrr og engin stefna mótuð um
næstu framkvæmdir. Það á allt
að bíða og enginn frestur settur
um það, hvenær ákvörðun eigi að
taka.
Enn ein bókin
Þá er bætt inn í frumvarpið
tveimur nýjum ákvæðum. Hið
fyrra er um það, að áður en
tillögur um framkvæmdir verði
lagðar fyrir Alþingi, þá skuli
liggja fyrir frá nokkrum stofn-
unum greinargerð um þjóðhags-
lega hagkvæmni virkjunarleiða
og þýðingu þeirra fyrir raforku-
kerfi landsins. Hitt ákvæðið er
um það, að jafnframt skuli
ríkisstjórnin leggja fram „grein-
argerð um þá möguleika sem
fyrir liggja um nýtingu orkunn-
ar til orkufreks iðnaðar". Takið
eftir orðalaginu. Það á ekki að
„Sniðgengur forsend-
ur stærri virkjana“
Orkunýting þarf að haldast
í hendur við orkuöflunina
lagði frumvarp sitt fram, að
mikillar óánægju gætti með
frumvarpið, bæði hjá stjórnar-
andstæðingum og stjórnarsinn-
um á þingi. Gagnrýnisefni voru í
meginatriðum tvö:
í fyrsta lagi var engin ákveðin
stefna um byggingu nýrra
orkuvera í frumvarpinu. Þar
voru taldar upp þær virkjanir,
sem til greina hefur komið að
byggja. I frv. fólst engin stefna
um það í hvaða röð skyldi byggt
né hvaða skilyrði skyldi uppfylla
fyrir byggingu hverrar virkjun-
ar. Þetta kom mjög á óvart,
þegar hafðar eru í huga digrar
yfirlýsingar ráðherra um að
fyrir þinglok yrði lagt fram frv.
um ákveðna stefnu í virkjun-
armálum.
I öðru lagi var frumvarpið
botnlaust að því leyti, að í því
fólst engin stefna um nýtingu
orkunnar og allt tal ráðherra
hefur miðað að því, að rétt sé að
fara sér hægt í uppbyggingu
orkufrekra iðjuvera og að bygg-
ing þeirra sé ekkert skilyrði
fyrir stórvirkjunum, eins og t.d.
á Austurlandi. Er þá vandséð til
hvers eigi að nota alla þá orku,
sem þessar væntanlegu stór-
virkjanir gefa.
Tillögur sjálístæðis-
manna og Alþýðuflokks
í byrjun vikunnar settust því
nokkrir þingmenn Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks niður til að
móta sameiginlegar breytinga-
tillögur við frumvarpið. Þær
tillögur voru tilbúnar á þriðju-
dagskvöld. Aðalatriði þeirra eru
eftirfarandi: Mörkuð er ákveðin
stefna í byggingu þriggja stórra
virkjana og kveðið á um, hvaða
skilyrði þurfi að uppfylla til að
þessar virkjanir fari af stað.
Þannig er því slegið föstu, að
Fljótsdalsvirkjun skuli byggð,
þegar samið hafi verið um stór-
iðju á Austurlandi. Gert er ráð
fyrir því, að Landsvirkjun reisi
og reki þessar stórvirkjanir að
fengnu samþykki eignaraðila
fyrirtækisins og að frekari
ákvörðun þurfi ekki að koma til
kasta Alþingis aftur öðru vísi en
í formi lánsfjárheimilda.
Þá er í breytingatillögum
okkar mjög tekið af skarið um
nýtingu orkunnar. Sett skuli á
stofn sérstök orkusölunefnd,
kosin af Alþingi, sem hafi það
verkefni að vinna að samninga-
gerð um sölu á raforku og um
byggingu og rekstur á orkufrek-
um iðjufyrirtækjum. Skal nefnd-
in vinna að því að leita hag-
kvæmra sölusamninga á raforku
til iðnaðar og miða störf sín við
það, að sala raforku til orkufreks
iðnaðar fjórfaldist til ársins
1999. Sérstaklega skuli nefndin
hraða samningsgerð um bygg-
ingu þriggja nýrra iðjuvera, eins
á Norðurlandi, eins á Austur-
landi og eins á Suðvesturlandi
eða Suðurlandi, auk stækkana á
þeim iðjuverum, sem fyrir eru.
Breytingartillögur
stjórnarliðsins
Þegar sjálfstæðismenn og al-
þýðuflokksmenn höfðu lagt fram
sínar breytingartillögur, leit svo
út um tíma, að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar næði ekki fram að
ganga. í tvo sólarhringa var
enginn fundur boðaður um málið
í iðnaðarnefnd Neðri deildar, en
iðnaðarráðherra og fleiri stjórn-
arliðar voru á hlaupum um allt
þingþús og báru saman ráð sín í
öllum skotum. Tilgangurinn var
greinilega sá að breyta frum-
varpinu á þá leið, að Eggert
Haukdal myndi ekki greiða at-
kvæði gegn frumvarpinu, en
hann var einn af flutnings-
mönnum þeirra breytingatil-
lagna, sem stjórnarandstaðan
flutti.
Á fimmtudagseftirmiðdag sáu
breytingatillögur stjórnarinnar
dagsins ljós. Um þær verður
varla annað sagt, en að lengi
getur vont versnað. Með þessum
breytingatillögum varð frum-
varpið enn máttlausara og raun-
ar ekki hægt að sjá neinn tilgang
með samþykkt þess. Hvað fólst í
breytingatillögum ríkissjórnar-
innar? I fyrstu grein eru taldar
upp virkjanir og aðgerðir, sem
Landsvirkjun eru heimilaðar á
Þjórsársvæðinu. Síðan er ríkis-
stjórninni heimilað að semja við
Landsvirkjun um að reisa og
reka Blönduvirkjun, Fljótsdals:
virkjun og Villinganesvirkjun. I
næstu grein er þetta síðan allt
tekið til baka, en þar segir, að
tillögur um framkvæmdir við
nýjar vatnsaflsvirkjanir og
virkjunaráfanga, þar á meðal
um framkvæmdaröð skuli lagðar
leggja fram stefnu eða tillögur
um orkufrekan iðnað. Nei, það á
að leggja fram „greinargerð um
möguleika", þ.e.a.s. enn eina
skýrslu í bókarformi. Þessar
breytingatillögur gera frum-
varpið ennþá óaðgengilegra.
Atkvæðagreiösla
Úrslitaatkvæðagreiðslan í
Neðri deild fór fram skömmu
eftir hádegi á föstudag. Aðal-
breytingatillaga Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks var felld
með 19 atkv. gegn 17. Albert
Guðmundsson greiddi atkvæði
gegn þeirri tillögu, en Eggert
Haukdal var með. Breytingatil-
laga stjórnarliðsins var sam-
þykkt með 19 atkv. gegn 17.
Albert Guðmundsson greiddi at-
kvæði gegn þeirri tillögu, en
Eggert Haukdal með. Þar með
var málið ráðið í deildinni og
framgangur frumvarps iðnað-
arráðherra tryggður.
Með því lögfestir Alþingi, að
áfram skuli ríkja sú stefna
aögerðarleysis og afturhalds,
sem ráðið hefur í orku- og
iðnaðarmálum undanfarin ár.
Samþykkt hefur verið frumvarp,
sem felur í sér lítið annað en að
allt málið skuli koma til Alþing-
is að nýju einhverntíma síðar og
að engar nýjar framkvæmdir í
nýjum virkjunum megi hefjast
fyrr en að því loknu. Með þessu
frumvarpi hefur einnig verið
hafnað nýjum stórátökum í upp-
byggingu orkufreks iðnaðar.
Ekki hefur ríkisstjórnin haft
sóma af þessu máli né þeir
þingmenn, sem veitt hafa þessu
frumvarpi brautargengi.
Samningsrof fjármálaráðherra segir BSRB:
Málshöfðun vegna álagningar fóðurbætisskatts
TVENN bráðabirgðalög vóru
staðfest á Alþingi i gær: 1)
frumvarp til laga um breytingu
á löKum um Framleiðsluráð
iandbúnaðarins (staðfesting á
fóðurbætisskatti) ok 2) staðfest-
ing á lögum um breytingu og
viðauka við lög um kjarasamn-
inga BSRB, til staðfestingar
bráðabirgðalögum frá 9. sept-
ember sl.
• Stjórnarskrárbrot?
Verzlunarráð íslands sendi þing-
mönnum efri deildar bréf í gær og
kunngerði þeim, að einn aðili ráðsins
hefði ákveðið að hefja mál til endur-
greiðslu á fóðurbætisskattinum — og
láta þann veg á það reyna, hvort
bráðabirgðalögin stangist á við stjórn-
arskrána. Vitnaði Verzlunarráðið til
umsagnar Helga V. Jónssonar hrl., sem
teldi skattinn stjórnarskrárbrot, og
prófessors Jónatans Þórmundssonar, er
teldi mikinn vafa leika á réttmæti
hans.
Þar eð þingmenn sverðu eið, þess
efnis, að halda stjórnarskrána, beindi
ráðið þeim tilmælum til þeirra, að
staðfesta ekki viðkomandi lög.
Frumvarpið var staðfest með 13
atkvæðum stjórnarliða og þingmanna
Alþýðuflokks.
• Samningsrof af
hálfu fjármálaráð-
herra, segir BSRB
Fyrir þingdeildinni lá jafnframt bréf
frá BSRB, undirritað af Kristjáni
Thorlacius og Haraldi Steinþórssyni,
þar sem segir m.a. um samskipti
bandalagsins og fjármálaráðherra,
varðandi umrædd bráðabirgðalög:
„Með tilvísun til yfirlýsingar fjár-
málaráðherra um rýmkun samnings-
réttar, sem varð grundvöllur samkomu-
lags um aukinn samningsrétt BSRB.,
sem síðar var samþykkt af félagsmönn-
um BSRB. í allsherjaratkvæðagreiðslu,
mótmælir stjórn BSRB. túlkun þeirri,
sem fram kemur í bréfi ráðherrans og
telur hana samningsrof."
Frumvarp til staðfestingar á þessum
bráðabirgðalögum var og samþykkt
með atkvæðum stjórnarliða.