Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAI 1981 Miklar breytingar í liði ÍBV Miklar svintinnar hafa orAið i liði ÍBV frá því í fyrra. Sex leikmenn hafa horfið á braut en i þeirra stað hafa Eyjamenn fenjíið aftur í sínar raðir Valþór Sig- þorsson sem lék með FII í fyrra og þeir nafnarnir Ingólfur Ing- ólfsson úr Breiðabliki og Ingólf- ur Sveinsson frá Vopnafirði hafa gengið í raðir Eyjamanna. ÍBV-liðið er því sennilega það lið sem knattspyrnuáhugafólk á hvað erfiðast með að spá í nú í upphafi mótsins. Eyjamenn hafa svo sem áður orðið fyrir blóðtök- um sem þessum og er skemmst að minnast ársins 1979 i því sam- bandi. þá urðu Eyjamenn að horfa á eftir mörgum góðum leikmönnum en urðu samt sem áður íslandsmeistarar. Eyja- menn hafa löngum eflst við mót- læti og baráttukraftur og leik- gleði hefur oft fleytt þeim vel áfram. I»að var létt yfir strákunum í ÍBV-liðinu þegar Mbl.menn heim- sóttu þá á æfingu í vikunni og ekki var vart við neina svartsýni hjá þeim. Við röbbuðum stuttlega við þjálfara liðsins. Kjartan Másson. og tvo gamalreynda kappa. Snorra Rútsson og Viðar Elíasson. — hkj. Meistaraflokkur ÍBV 1981. Liðið varð íslandsmeistari 1979, en mannabreytingar síðan hafa orðið töluverðar. „Ma búast við því að þreytu gæti í byrjun“ — segir Kjartan Másson þjálfari ÍBV Kjartan Másson þjálfari ÍBV er ekki með öllu ókunnugur fyrstu deildinni þvi hann var þjálfari með Viktori Helgasyni árið 1979 þegar Eyjamenn unnu langþráðan sigur í fyrstu deild. Kjartan hefur einnig þjálfað i Sandgerði og Færeyjum með mjög goðum árangri. Kjartan þekkir vel sælukennd sigurstund- arinnar. Mbl. spjallaði litillega við Kjartan Másson á dögunum. — Ilvernig hefur undirbúningi ykkar Eyjamanna fyrir fyrstu deildina verið hagað? „Við byrjuðum æfingar 18. janúar, fórum frekar rólega af stað en síðan var smásaman hert á þessu. Strákarnir hafa mætt mjög vel og tekið vel á á æfingum. Gamalkunnugt vandamál hefur komið • upp hjá okkur síðasta mánuðinn, leikmenn okkar hafa verið yfirkeyrðir í vinnu. Þeir hafa komið beint úr vinnu á æfingar og farið aftur í vinnu að æfingu lokinni. Atvinnurekendur hafa verið nokkuð liðlegir og leyft mönnum að mæta á æfingar. Erum við þakklátir þeim fyrir. Það má búast við að þreytu gæti Kjartan Másson í fyrstu leikjunum. Þá höfum við átt við nokkur meiðsli hjá leik- mönnum að kljást, en við eigum að góða og liðlega lækna og hjúkrun- arfólk sem 'hefur verið okkur ákaflega hjálplegt að koma mönnum i leikfært ástand." — Hjá ykkur hafa orðið veru- legar mannabreytingar. „Já heldur betur. Það er slæmt að þurfa að horfa á eftir góðum leikmönnum á borð við Tómas Pálsson, Svein Sveinsson, Sighvat Bjarnason og Hreggvið Ágústsson yfir í önnur félög, auk þess sem Óskar Valtýsson hefur lagt skóna á hilluna og Gústaf Baldvinsson hefur verið frá vegna meiðsla. Þetta er gífurleg blóðtaka svona í einu vetfangi. En í staðinn höfum við endurheimt Valþór Sigþórsson og Ingólfur Sveinsson og Ingólfur Ingólfsson hafa komið til liðs við okkur. Þá hafa komið upp nokkrir ungir og efnilegir strákar svo við höfum ágætum mannskap á að skipa. Mórallinn er mjög góður og allir ákveðnir að gera sitt besta." — Hvernig leggst svo mótið í þig Kjartan? „Þetta leggst ágætlega í mig, við eigum sömu möguleika og önnur lið. Ég held að þetta verði jöfn og hörð barátta og ekkert Iið verði áberandi betra en önnur lið í deildinni. Það er út í bláinn að vera nú að spá einhverju um það hvaða lið beri sigur úr býtum. Liðin eiga eftir að reita stig hvert af öðru.“ - Hkj. Lokastaðan í 1. deild í fyrra Valur 18 13 2 3 41:16 28 Fram 18 11 3 4 23:19 25 Akranes 18 8 4 6 29:20 20 Víkingur 18 7 6 5 24:23 20 Breiðablik 18 8 1 9 25:20 17 Vestm.eyjar 18 5 7 6 25:28 17 KR 18 6 4 8 16:25 16 FH 18 5 5 8 24:23 15 Keflavík 18 3 7 8 16:26 13 Þróttur 18 2 5 11 13:25 9 Árangur ÍBV ÍBV LÉK fyrst í 1. deild sumarið 1968 og varð þá í 5. sæti deildar- innar með 9 stig. Einu sinni hefur félagið orðið íslandsmeist- ari, sumarið 1979, en tvívegis hefur Iiðið hafnað í 2. sæti deildarinnar, árið 1971 og 1972. 1973 hafnaði félagið i 3. sætinu með 17 stig og sumarið 1977 var liðið einnig í 3. sæti deildarinnar, þá með 21 stig. Árið 1975 varð félagið neðst i 1. deild og tapaði meira að segja aukaleik gegn Þrótti vegna fjölgunar í 1. deild. Árið eftir sigraði liðið hins vegar örugglega i 2. deild. Á siðasta keppnistímabili hafnaði liðið i 6. sæti 1. deildar fékk 17 stig. Viðar Elíasson sagði Viðar Eliasson i viðtali við Mbl. Viðar er einn af leikreyndari leikmönnum ÍBV, hefur undan- farin ár leikið bakvörð en hefur nú fært sig fram á miðjuna. Aðspurður um 1. deildarkeppn- ina í ár sagði Viðar: „Þetta mót verður óvenjulega jafnt, félögin munu taka stig hvert af öðru. Eg býst við að Víkingur, Fram, ÍBV og KR verði liðin í toppbarátt- unni og ég held að KA eigi eftir að koma á óvart í sumar. Trú mín er sú að minna verði skorað af mörkum en oft áður, liðin leggi meiri áherslu á varnarleik- inn vegna þess hve deildin er nú Breiddin í liðinu ekki minni en áður — segir Viöar Elíasson „ÉG ER bjartsýnn á sumarið jöfn, jafnari en um langt árabil. hjá okkur í ÍBV. Við höfum æft Við Eyjamenn munum leggja sérlega vel í vetur og breiddin í okkur alla fram og ég sé ekkert liðinu er ekki minni þrátt fyrir því til fyrirstöðu að okkur vegni að við höfum misst marga vel í sumar ef við sleppum við leikmenn frá þvi í fyrra, það meiriháttar meiðsli." kemur maður i manns stað.“ — hkj. Snorri Rútsson Stefnum ákveðnir á toppinn ÞAÐ ER langt siðan við höfum komið eins vei undirbúnir til leiks i 1. deildinni og nú, við höfum æft geysivel i vetur en það mun há okkur fyrstu vik- urnar að þreyta er i mann- skapnum vegna mikils vinnuá- lags síðasta mánuðinn,“ sagði Snorri Rútsson í spjalli við Mbl. Snorri er nú einn af „gömlu“ mönnunum í liði ÍBV, marg- reyndur leikmaður sem hefur unnið liði sínu vel í mörg ár. „Mótið verður mjög jafnt og íjóst að hvert stig verður mjög dýrmætt. Lið okkar nú er skemmtileg blanda eldri og reyndari leikmanna og svo ungra og efnilegra peyja. Eg vil engu Snorri Rútsson spá um röð liða í mótinu, við höfum lítið séð til mótherja okkar og raunar er lítið mark takandi á þessum vorleikjum á mölinni, þetta breytist allt þegar á grasið er komið. En það er alveg víst að við í ÍBV-liðinu munum leggja allt okkar í þetta mót og stefnum ákveðið á topp- inn.“ - hkj. á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.