Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
Stjórnarskráin og
f jölgun þingmanna
eftir Siggeir
Ólafsson
Stjórnarskrárnefnd er nú búin
að starfa alllengi, þótt ekki hafi
komið fyrir almenningssjónir ár-
angur af starfi hennar ennþá,
hvað sem því veldur.
í opinberu viðtali við formann
stjórnarskrárnefndar, dr. Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra, er
fór fram í vetur sl., var hann
spurður að því hvort í tillögum
nefndarinnar væri gert ráð fyrir
fjölgun alþingismanna. Af svari
ráðherrans mátti ráða að líkur
væru til þess.
Af skrifum dagblaðanna um
þetta mál virðast allir stjórnmála-
flokkar vera sammála um að þörf
sé á að fjölga alþingismönnum.
Hvers vegna þarf að fjölga
alþingismönnum? Ég hef ekki
heyrt nein rök fyrir því önnur en
að með því eigi að jafna misræmi
sem sé orðið milli Reykjavíkur,
Reykjaneskjördæmis og lands-
byggðarinnar á þingmannatölu
miðað við fólksfjölda, samkvæmt
núverandi kjördæmaskipun.
Hvers vegna á að halda við
þessari kjördæmaskipun? Hún
hefur þegar sannað að hún er
mjög óheppileg og lítt mundi bæta
að fjölga þingmönnum. Þessi kjör-
dæmaskipun hefur leitt til þess að
mjög erfitt hefir verið að mynda
ríkisstjórn og reyndar ekki tekist
nema með samsteypu margra
flokka. Slíkar ríkisstjórnir eiga
yfirleitt ekki erfitt með að starfa
og ná góðum árangri, þar sem oft
þarf að samræma mismunandi
sjónarmið. Einnig leiðir það af sér
offjölgun ráðherra sem hafa náð
hámarki í núverandi ríkisstjórn.
LandiÖ eitt kjördæmi
Þeir sem 'tala sem mest um
jafnvægi atkvæða, hvers vegna
beita þeir sér ekki fyrir því að
landið verði gert að einu kjör-
dæmi? Það er eina leiðin til að ná
sannanlegu jafnvægi atkvæða.
Að gera landið að einu kjör-
dæmi er hugsanlegur möguleiki,
þó með því skiiyrði að tryggja það
að landsbyggðin verði ekki afskipt
í þingmannatölu, en það er hægt
með lagasetningu um búsetu þing-
manna úti á landi hlutfallslega
miðað við fólksfjölda.
Hins vegar óttast ég fjölgun
stjórnmálaflokka ef landið væri
eitt kjördæmi og þeir eru þegar
nógu margir.
Einmennings-
kjördæmi
Á hinu endurreista Alþingi er
kom fyrst saman 1845 áttu sæti 20
þingmenn kjörnir í einmenn-
ingskjördæmum auk þess 6 þing-
menn konungskjörnir. Þessi
kjördæmaskipun mun hafa hald-
ist til ársins 1874 er Alþingi fékk
löggjafarvald. Þá voru tekin upp
tvímenningskjördæmi og þing-
mönnum fjölgað í 36.
Árið 1936 er tekið upp hlut-
failskosning í öllum kjördæmum.
Þingmönnum fjölgað í 52 þar af 11
uppbótarþingmenn.
Með stjórnarskrárbreytingu
1959 er landinu skipt í 8 kjördæmi
og þingmönnum fjölgað í 60. Það
er því aðeins á árunum 1845 til
1874 sem verður að telja að
einmenningskjördæmaskipulag
hafi ríkt hér á landi.
Síðan virðist sem löggjafinn
hafi verið að leita eftir heppilegri
kjördæmaskipun. Ekki fæ ég séð
að það hafi tekist enn. Það er því
höfuðnauðsyn að stjórnarskrár-
nefnd leysi þetta mál farsællega.
Ymsir reyndir stjórnmálamenn
telja að heppilegasta kjördæma-
skipunin sé einmenningskjördæm-
in og efast ég ekki um að það er
rétt ef vel tekst til með skiptingu
landsins. Kjördæmaskipun þarf
að vera þannig að skýrar línur
myndist í stjórnmálum og flokk-
um fækki heldur en fjölgi.
Fjölgun þingmanna
Ég tel að fjölgun þingmanna
eigi engan rétt á sér nema þing-
menn sanni fyrir þjóðinni að þeir
komist ekki yfir störf sín vegna
mannfæðar. Árið 1959 var ekki
þörf á að fjölga þingmönnum, það
hefði verið hægt að hafa einum
þingmanni færra í hverju kjör-
dæmi, svo þessi 11 uppbótarþing-
sæti. Þá hefði þingmannafjöldinn
verið sá sami, 52.
Ekki get ég séð að betur hafi
tekist að stjórna landinu eftir
þessa fjölgun þingmanna, nema
síður sé. Það er staðreynd að eftir
því sem þingmenn eru fleiri geng-
ur þinghald seinna og er þyngra í
„Það hafa oft heyrst
raddir úr öllum
stjórnmálaflokkum
um að það þyrfti að
spara í ríkisrekstrin-
um og það er sannar-
lega þörf á því... Nú
er tækifærið, háttvirt-
ir þingmenn, byrjið á
toppnum, fækkið
þingmönnum og
breytið kjördæma-
skipulaginu...“
Á Hásteinsvegi 42 bjuggu þau
hjón lengst. Ég get ekki lokið við
þessa grein án þess að minnast á
þetta hús, Það var eins konar
griðastaður. Á hverjum jólum
voru sungnir sálmar og vers og við
mörg tækifæri hittust vinir og
vandamenn, þar lærðist okkur að
þar sem kærleikurinn situr í
fyrirrúmi er aldrei fullt hús.
Um áraraðir var Þura heilsu-
tæp. Langtímum saman var hún
bundin við hjólastól. Samt var
hún höfðingleg og glæsileg kona,
skemmtileg í viðræðum.
Eitt sinn spurði ég um líðan
hennar. Elskan mín, ég er komin á
hunangskúr, hárið á honum Þór-
bergi Þórðarsyni er farið að roðna
aftur, svo að nú tek ég líka
drottningarhunang og bíð bara
róleg.
Þótt yfirbragðið einkenndist af
gleði og gáska hafði hún fastmót-
aðar skoðanir á mönnum og mál-
efnum. Alla tíð studdi hún Al-
vöfum. Því eðlilega þurfa flestir
að láta skoðanir sínar í ljós og
halda sínar ræður.
En mikið vorkenni ég háttvirt-
um þingmönnum þegar þeir flytja
sínar ágætu ræðúr yfir hálftóm-
um sal og auðum stólum, sem. oft
vill verða því að starfsbræður
þeirra nenna ekki að hlusta á þá,
vita sem er, að ræður þeirra
breyta oftast engu. Afgreiðsla
mála er yfirleitt ekki ákveðin i
þingsalnum heldur í herbergjum
flokkanna af forystumönnum
þeirra. Hvað á svo þetta málaþing
að þýða?
Ég held að þjóðin kæri sig ekki
um að launa menn við að æfa sig í
ræðumennsku.
Mér dettur í hug í þessu sam-
bandi að um nokkurra ára skeið
var ég með framkvæmdir fyrir
opinbera aðila, ríki og bæjarfélag
og hafði að sjálfsögðu vinnuflokka
við störfin. Mér hefði aldrei dottið
í hug að ráða fleiri til starfa en
þörf hefði verið fyrir, eða menn
sem jafnvel tefðu fyrir fram-
kvæmdum og láta síðan opinbera
aðila borga, enda hefði það að
sjálfsögðu ekki verið vel séð.
Þjóðin kýs þingmenn til starfa
til að setja lög og ráðstafa fjár-
munum þjóðarinnar eftir bestu
samvisku. Hún kærir sig ekki um
of marga til að togast á um þessar
fáu krónur sem hún aflar.
Sjómenn, verkamenn, bændur,
iðnaðarmenn og aðrir þegnar
þjóðfélagsins, sem bera uppi þjóð-
arbúið, óska ekki eftir fleiri þing-
mönnum í húsið við Austurvöll,
þýðuflokkinn og barðist fyrir þeim
sem minna máttu sín.
Hún var sjálf alþýðukona sem
lifði umbótatíma. Um árabil var
hún forstöðukona KFUK og bar
hag þess félags mjög fyrir brjósti,
33
þeir eru þegar of margir, en þjóðin
ætlast til að þeir vinni vel og hafi
ekki þingmannsstarfið í auka-
vinnu.
Ég tel að athugandi væri að
lengja kjörtímabilið t.d. í 6 ár, þá
fengist betri tími fyrir ríkisstjórn-
ir til að koma fram sínum málum
og meiri kyrrð myndi skapast í
stjórnmálum, auk fjárhagslegs
sparnaðar.
Við íslendingar berum okkur oft
saman við hin Norðurlöndin, og
sækjum margar fyrirmyndir í
ýmsum málum til þeirra.
Fyrir þá sem hampa svo mjög
höfðatölunni er ekki úr vegi að
athuga þingmannatölu á Norður-
löndunum miðað við fólksfjölda.
Það lítur þannig út hlutfallslega
reiknað:
Miðað við þingmannatölu í Dan-
mörku ættu að vera í íslenska
þinginu 17—18 þingmenn; miðað
við þingmannatölu í Noregi 16
þingmenn og miðað við þing-
mannatölu í Svíþjóð 10 þingmenn.
Já, svona lítur það nú út, en
hvers vegna þurfum við að vera
með allt að sex sinnum fleiri
þingmenn en hin Norðurlöndin.
Ég tel að þjóðin eigi heimtingu á
a'ð fá svör við því.
Og svo koma þingmenn fram
fyrir þjóðina og halda því fram að
það þurfi að fjölga þingmönnum
að minnsta kosti um 6 og svo þarf
að byggja stórhýsi yfir hjörðina,
af eðlilegum ástæðum. Það þarf
þrek til að bera þetta á borð fyrir
kjósendur. Þessir sömu menn
halda því fram að það sé ekki
hægt að breyta kjördæmaskipun-
inni, það náist ekki samstaða í
stjórnmálaflokkunum um það, og
einn frammámaður í stjórnmálum
hélt því fram að varasamt og
jafnvel hættulegt væri að hreyfa
mikið við kjördæmaskipuninni.
En ég tel að það sé hættulegur
og pólitískur loddaraskapur að
fjölga stöðugt þingmönnum eftir
því sem fjölgar á suðuvesturhorni
landsins. Svona framkoma sýnir
best óhæfni þessara manna til að
fara með umboð þjóðarinnar og
hafa hag hennar að leiðarljósi eins
og |>eim ber.
Eg tel að árið 1874 hafi verið
hitt á þá þingmannatölu sem sé
hæfileg fyrir okkar fámennu þjóð,
36 manns, og þó værum við með
helmingi fleiri þingmenn en Dan-
ir, og að sjálfsögðu Norðurlanda-
met í þingmannatölu og sennilega
heimsmet hlutfallslega.
Það hafa oft heyrst raddir úr
öllum stjórnmálaflokkum um að
það þyrfti að spara í ríkisrekstrin-
um og það er sannarlega þörf á
því.
Nú er tækifærið háttvirtir þing-
menn, byrjið á toppnum, fækkið
þingmönnum og breytið kjör-
dæmaskipulaginu.
Ég vil beina þessari tillögu
minni til stjórnarskrárnefndar:
1. Breytið kjördæmaskipuninni
frá því sem nú er. Ég hef bent á
tvær leiðir hér framar i grein-
inni.
2. Þingmönnum verði fækkað all-
mikið, helst í 36.
3. Kjörtímabilið verði .6 ár.
Kópavogi 11. maí 1981.
ekki síst æskulýðsstarfið. I slíkt
starf þarf eins og allir vita fyrst
og fremst trú og fórnarlund, sem
hún átti í ríkum mæli.
í gosinu bættust við eyjuna fjöll
og klettar. Við systkinabörnin
kveðjum klettinn okkar sem stóð
stöðugur þar til yfir lauk.
Við biðjum Guð að geyma hana
og fjölskyldu hennar. Sálm þann
sem hér fer á eftir lét hún oft
syngja að kveldi dags.
Ó vef mÍK vamKjum þinum
til verndar Jesú húr
ok Ijúfa hvild mér Ijáðu
þótt laniú breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu
mín einkaspeki ok ráö
ok lát um lífs míns da«a
mÍK lifa á hreinni náö.
Tak hurtu brot ok syndir
meö hloöi Jesú minn.
ok hreint mér koíÚu hjarta
ok hekan vilja þinn.
Mík Keym í Ka*slu þinni.
mín K»'ti náÖ þin bliú.
aÖ friö ok hvild mér ía*ri
hin faKra na turtiö.
(I>ýtt. MaKnús Runólfsson)
E.Þ.
Minning:
Þuríöur Guðjónsdóttir
frá Vestmannaeyjum
Hún var fædd á vordögum,
nánar tiltekið á Moldnúpi í Rang-
árvallasýslu 13. maí árið 1898.
Foreldrar hennar voru Guðjón
Jónsson útvegsbóndi í Vestmanna-
eyjum og kona hans, Ingveldur
Unadóttir. Ættir þeirra má rekja
austur í Rangárvalla- og Skafta-
fellssýslur.
Þuríður eða Þura, eins og hún
var almennt kölluð, ólst upp í
stórum systkinahópi, sem kenndur
er við Sandfell í Vestmannaeyjum.
í þessum hópi systkina, sem
þekktur hefur verið fyrir glað-
lyndi og dugnað, mótaðist Þura á
þann skemmtilega og góða hátt,
sem aðeins fáum er gefið.
Á þessu mannmarga heimili,
þar sem amstur og strit daganna
situr í fyrirrúmi, eru bundnar
minningar sem rísa hátt, og þá
ekki síst þegar árin færast yfir.
Árið 1918 giftist Þura heiðurs-
manninum Magnúsi Magnýssyni,
netagerðarmeistara, ættuðum af
Vatnsleysuströnd. Magnús er lát-
inn fyrir nokkrum árum. Var
heimili þeirra ætíð rómað fyrir
rausnarskap og eignuðust þau
þrjú börn: yngsta son sinn, Krist-
leif, misstu þau á besta aldri,
listrænan og duglegan mann sem
öllum var harmdauði. Eftirlifandi
kona hans er Jóna Óskarsdóttir.
Guðjón netagerðarmeistari, sem
kvæntur er Önnu Grímsdóttur, og
Ingveldur, sem hefur verið stoð
móður sinnar í veikindum hennar.
Einnig ólu þau upp systurson
Þuru, Ragnar Björnsson.