Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 7 Sumarbústaður Óska aö taka á leigu lítinn sumarbústaö í sumar. Tvennt fulloröiö í heimili. Þarf aö vera í nágrenni Reykjavíkur (ca. 100—200 km fjarlægö). Tilboð sendist MorgunbJaöinu merkt: „S — 9732“, fyrir 29. maí. Lýðháskóli í Skálholti Almennt framhaldsnám. Fjöldi valfrjálsra greina. Leiötogamenntun. Samfélag og vinakynni. Hringið í síma 99-6870. Skálholtsskóli. Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig og 'l gerðu mér níutíu dra afmœli mitt sem ánægju- legast með heimsóknum, gjöfum og árnaðarósk- um. Björn Grímsson. Þakkir Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og skeytum á 90 ára afmæli mínu S.mai sl. Guð blessi ykkur öll Þorbjörg Sigrún Jóhannesdóttir, Surtsstöðum. Hagbeit Tekin veröa hross í hagbeit aö Ragnheiöarstöðum fimmtudaginn 28. maí kl. 10 viö efri hesthús félagsins. Hafiö samband viö skrifstofuna fyrir þann tíma vegna skráningar og númera. Ragnheiðarstaðir Þeir, sem hafa haft hesta á fóörum þar í vetur, eru beönir aö hafa samband viö skrifstofuna eigi síöar en 27. maí, þetta er mjög áríöandi. Fáksfélagar Takiö þátt í sameiginlegum útreiöartúr í Heiömörk í dag. Lagt af staö, kl. 15.00 frá efri hesthúsum Fáks. Hestamannafélagið Fákur. Til sölu International 540 Payloader, árgerö 1077 Ármuta 3 Reykiavik Sim 38900 Dæmalaust smekkleysi AthvKli. var vakin á þvi í Stakstf'inum fyrir skömmu. að á sínum tíma hefði Þjóðviljinn ekki treyst sér til að birta upphafskafla ræðu þeirrar. sem Ólafur R. Grimsson flutti á lands- fundi Alþýðubandalags- ins í nóvember sl. vejjna þeirrar ósmekklejfu samlíkinKar. sem þar var gerð milli Karls Marx og Jóns Sigurðs- sonar forseta. Nú hefur Ólafur R. Grímsson komiö ár sinni svo vel fyrir borð á Þjóðviljan- um. eftir að sérstökum fulltrúa hans. Baldri Óskarssyni. var troðið þar inn. að hann getur fengið þessa kafla birta úr ræðu sinni. Gerði Baldur óskarsson það sl. fimmtudag. Kaflarnir sýna dæmalaust smekk- leysi, svo að ekki sé meira sagt. Er sem betur fer óalgengt. að menn dragi Jón Sigurðsson með þessum hætti inn i dægurbaráttuna og á minning hans annað skilið. Hér skal tekinn kafli úr ræðu ólafs R. Grimssonar til staðfest- ingar á smekkleysinu: „Sömu misserin og Karl Marx og Friðrik Engels sömdu rétt fyrir miðja siðustu öld stefnu- ávarp um sameiningu öreiga allra landa, sem engu hefðu að týna nema hlekkjunum einum en heilan heim að vinna, þá sat Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn og sendi íslendingum hug- vekju í Nýjum félagsrit- um, þar sem réttur vor til sérstaks rikis var rökstuddur með tilvísun i sögu þjóðarinnar og menningu. Sú staðreynd, að sterkasta hugsjónaákall verkalýðsstéttarinnar og grundvallarritgerð islenskrar sjálfstæðis- hreyfingar voru samin á sömu misserunum fyrir röskum 130 árum, sýnir okkur hvc lengi tveir höfuðþræðir okkar stefnu hafa legið saman i tímans rás ... Þótt verkalýðsstéttin hafi brotið margan hlckkinn. sem Marx og Engels LEONID BREZHNEV visuðu til við lok komm- únistaávarpsins, og yfir 100 þjóðriki hafi verið stofnuð i öllum heimsálf- um á undanförnum ára- tugum, þá er alþjóðlegt drottnunarvald auðsins enn svo magnað að verk- efnin á okkar tið eru bæði brýn og efniviður mikilla orlaga." Það er engin furða, þótt jafnvel Þjóðviljan- um hafi á sinum tima blöskrað að þurfa að birta þessi ósköp. Hins vegar ruglast dóm- greindin hjá Baldri ðskarssyni jafnan. þeg- ar ólafur R. Grimsson er annars vegar. Furðu- leg ræða Hér með er þeirri ósk komið á framfæri við Baldur Óskarsson, að hann birti orðrétt þá ræðu, sem ólafur R. Grímsson flutti i umræð- unum um skýrslu utan- ríkisráðherra að kvöidi 15. maí sl. Þegar ólafur Jóhann- esson fylgdi skýrslu sinni úr hlaði. komst hann svo að orði: „Hug- myndir þær, sem Brezh- nev, forseti Sovétríkj- anna. setti fram á ÓLAFUR R GRÍMSSON flokksþingi kommúnista i vetur og áréttaði siðan í bréfi til forsvarsmanna vestrænna ríkja. er sjálfsagt að skoða. Bréfi því, er hann sendi for- sætisráðherra verður að sjálfsögðu svarað og má raunar vera. að það hafi þegar verið gert. Það er sjáifsagt að kanna til þrautar hver alvara býr á bak við og hvort þar eru hugsanlega opnaðar einhverjar dyr. Auðvitað skiptir mestu máli að viljinn sé sýndur i verki." Ekki verður sagt, að Ólafur Jóhannesson telji bréf Brezhnevs marka nein timamót, hann veit ekki einu sinni, hvort því hefur verið svarað. Annað verður uppi á teningnum. þegar ólaf- ur R. Grimsson tekur sér fyrir hendur að leggja út af þessum kurteislegu orðum utan- rikisráðherra. ólafur R. Grimsson sagði, innskot- ið er frá Eiði Guðnasyni: „Ég tel það hins vegar alveg hárrétt mat (EG: Fer Brezhnev með utan- ríkismálin?) hjá utanrik- isráðherra, að margt í þessari ræðu (Brezh- nevs, innsk.) fól i sér athyglisverðan blæ- KARL MARX brigðamun og hugmynd- ir. sem vert er að leggja eyrun við og skoða eins og hæstv. utanrikisráð- herra sagði." Ólafur R. Grimsson sagði, að talsmenn Sjálf- stæðisflokksins i utan- rikismálum forðuðust að nefna E1 Salvador „vegna þess að þeir standa með auðstéttinni þar. sem er að drepa í hverjum mánuði hundr- uð og þúsundir manna til þess að verja rétt sinn til áframhaldandi auðs, vegna þess að það eru fáeinar fjölskyldur i E1 Salvador, sem i krafti morða og hervalds eru að halda auðnum frá hinu fátæka fólki. sem þar er.“ Um varnir Noregs sagði ólafur R. Grims- son: „Auðvitað eru ýms- ar þjóðir i heiminum. sem hafa eins konar málamyndaher. en það vita það allir, að ef á þær væri ráðist af stórveld- unum. þá megnar þessi her ekki neitt. Og her Noregs megnar á engan hátt til varnar, ef Sov- étrikin færu að ráðast á Noreg. Hvers konar bull er það að halda það. að her Noregs geti stundað einhverjar varnir." Ólafur R. Grímsson stendur nú fyrir mikilli auglýsingaherferð í kringum sjálfan sig á kostnaö Evrópuráðsins og þriöja heimsins. Við skulum vona, að hann leggi eins mikla áherslu á aö dreifa ræöum sínum um utanríkismál á Alþingi íslendinga erlendis og á mynda- og greinasend- ingar um sjálfan sig til íslenskra blaða. Rásaöur krossviöur til inni- og útinotkunar Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm. Finnsk gæöavara á hagstæðu verði “BifgcfiH^vJoorMoerzluHÍ#^ BJORNINN Skúlatúni 4. Sími 251 50. Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.