Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 Rætt við Ólaf Jóhannesson utanríkisráðherra um stöðu utanríkismála í þinglok . sá maður myndi varla fyrir- finnast, sem væri að mynda ríkisstjórn og veitti Alþýðu- bandalaginu stöðvunarvald, þá væri miklu nær að afhenda flokknum bara utanríkisráð- herraembættið. Auk þess fengist varla nokkur maður utan Al- þýðubandalagsins til að taka að sér utanríkisráðherraembættið, ef hann væri settur undir neitun- arvald þess við embættisfærslu sína... „Ekki bjartsýnn a flugstöðvarinnar í tíð þessarar stjórnar“ — Á utanríkisráðherrafundi Atlantshafshandalagsins var mjög mikil samstaða. Það er síður en svo ágreiningur milli nýju ríkisstjórnarinnar í Bandaríkjun- um og ríkisstjórna í Vestur- Evrópu, sagði Óiafur Jóhannesson utanríkisráðherra, þegar blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann í vikunni, og spurði ráðherr- ann fyrst, hvort á nýlegum fundi ráðherra NATO-ríkjanna í Róm, þar sem fulltrúar ríkisstjórnar Ronald Reagans sátu í fyrsta sinn, hafi komið fram ágreiningur milli Evrópumanna annars vegar og Bandaríkjamanna hins vegar. — í fréttatilkynningu fundar- ins, hélt Ólafur Jóhannesson áfram, kemur fram, að ráðherr- arnir ítreka ákvörðun bandalags- ins frá því í desember 1979 um að koma fyrir kjarnorkueldflaugum í fimm Evrópulöndum til varnar gegn sovéskum eldflaugum, sem beint er gegn Evrópu. Miðað er við, að hið nýja varnarkerfi komi til sögunnar 1983. Jafnframt þess- ari ítrekun var endurtekin yfirlýs- ingin um mikilvægi þess, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn taki upp viðræður sín á milli um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu. Alexander Haig utanrík- isráðherra Bandaríkjanna mun ræða þetta mál við sovéska starfs- bróður sinn, Andrei Gromyko, þegar þeir hittast í haust á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Er von manna, að eftir þann fund og undirbúning embætt- ismanna undir hann geti afvopn- unarviðræðurnar hafist. Takist samkomulag um afvopnun eða viðunandi vígbúnaðareftirlit, mun ekki ráðist í það af hálfu NATO- ríkjanna að koma varnareldflaug- um sinum fyrir. — Auðvitað er ávallt einhver blæbrigðamunur á máli manna, þegar ráðherrar 15 landa hittast á fundi, hélt utanríkisráðherra áfram, en meginhluti fundarins fór fram fyrir luktum dyrum, þar sem aðeins sátu ráðherrar og fastafulltrúar aðildarlandanna. Óhætt er að segja, að menn hafi miklar áhyggjur af þróun mála bæði í Evrópu, fyrir botni Mið- jarðarhafs og á olíusvæðunum við Persaflóa. — Nú hittir þú Alexander Ilaig á einkafundi fyrir ráðherra- fundinn sjáifan, hvað fór ykkur á milli? — Já, við ræddum saman. Þær viðræður voru almenns eðlis og snerust ekki sérstaklega um ís- land. Raunar hitti ég einnig fyrr- um ráðamann í Bandaríkjunum,. Walter Mondale, varaforseta Jimmy Carters. Við hittumst af tilviljun á hóteli mínu í Róm, þar sem Mondale bjó einnig. Hann rifjaði upp fundi okkar á íslandi og sagðist vera á leið til Suður- Ítalíu til að kynna sér ástandið á jarðskjálftasvæðunum þar og hvernig aðstoð Bandaríkjamanna vegna hamfaranna hefði nýst. — Þið Alexander Haig hafið ekki rætt um stöðu flugstöðvar- málsins? — Nei, ég sá ekki ástæðu til þess, eins og það mál stendur nú. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar eru skýr ákvæði, sem veita Alþýðubandalaginu heimiid til að stöðva framgang málsins. Fyrst Alþingi vildi ekki samþykkja heimild til lántöku vegna bygg- ingarinnar, heimild, sem í engu hefði breytt valdi Alþýðubanda- lagsins til að koma í veg fyrir framkvæmdir, þá er ég ekki bjartsýnn á framgang þessa máls í tíð þessarar ríkisstjórnar. ís- lendingar byggja ekki flugstöð á Keflavíkurflugvelli miðað við það. „Ræddir þú flugstöðv- armálið við Alexander Haig? — Nei, ég sá ekki ástæðu til þess, eins og það mál stend- ur nú“ hvað hún kostar, ef þeir ættu einir að standa straum af öllum kostn- aði. Bandaríkjamenn myndu hafa lagt 45—50 milljónir dollara til byggingarinnar. Sá er munurinn á þessari nýju flugstöð og þeirri, sem nú er notuð á Keflavíkur- flugvelli, að íslendingar myndu leggja verulegt fé til þeirrar nýju, en á sínum tíma hafði enginn samviskubit af því að láta gefa sér núverandi flugstöð. Svo að tím- arnir breytast, hvað sem mönnun- um líður. — Elliot Richardson var hér í vikunni og gerði grein fyrir hugmyndum embættismanna- nefndarinnar um skiptingu land- grunnsins milli íslands og Jan Mayen. Hvað viltu um þær segja? — Eins og fram hefur komið í blöðum eru þessar tillögur sátta- nefndarinnar frábrugðnar því, sem að var stefnt, þegar rætt var um beina skiptingu á landgrunn- inu milli íslands og Jan Mayen. „Til dæmis hafa þeir ( Efnahagsbandalagið) áhuga á að fá að at- hafna sig í íslenskum höfnum“ Vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að landgrunnið þarna er hvorki hluti af Islandi né Jan Mayen heldur má rekja það til Grænlands. Þessar rannsóknir hafa einnig sýnt, að auðvelt er að afmarka það svæði, þar sem ef til vill mætti finna olíu. Sáttanefndin leggur ekki til að dregnar verði skiptilínur heldur geri Noregur og ísland með sér samning um sam- eiginlega nýtingu á því svæði, þar sem olía kann að leynast. Tæplega % hlutar þess eru utan 200 mílnanna íslensku, en tunga teyg- ir sig inn í okkar lögsögu, og er hún rúmlega V* af sameiginlega nýtingarsvæðinu. Rétt er að hafa í huga að frá 200 mílna mörkunum okkar eru aðeins 90 mílur yfir til Jan Mayen, þess vegna er skiljan- legt að erfitt hefði verið að draga skiptilínur á því svæði. Mér sýnist þetta góður og skynsamlegur grundvöllur undir viðræður ríkis- stjórna landanna. Hér hafa hug- „Slökunarstefnan á vissulega erfitt upp- dráttar. En hvaða kost annan höfum við?“ myndir sáttanefndarinnar fengið jákvæðar undirtektir hjá flokkum og í utanríkismálanefnd. Norð- menn munu einnig þeirrar skoð- unar, að hér sé um umræðu- grundvöll að ræða. — Verður gengið frá endan- legu samkomulagi nú á næst- unni, eða er hugsanlegt að beðið verði, þar til eftir þingkosn- ingarnar í Noregi i september? — Á þessu stigi get ég ekkert sagt um það, hvenær ríkisstjórn- irnar taka málið til meðferðar sín á milli. Æskilegt er, að frá samkomulagi sé gengið fyrir norsku kosningarnar, því að sú stjórn, sem nú situr í Noregi er gjörkunnug þessu máli. — Hver er staðan í viðræðum okkar við Efnahagsbandalagið um fiskveiðimál? — Embættismenn frá okkur hittu fulltrúa Efnahagsbandalags- ins að máli í Brússel 29. apríl. Á þeim fundi héldum við fram okkar „Það er síður en svo ágreiningur milli nýju ríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum og ríkisstjórna í Vestur- Evrópu“ sjónarmiðum og þeir sínum. Við lögðum til að ræða sameiginlega rammasamning um fiskvernd og fiskveiðar og kvótaskiptingu, en óskir okkar eru þær, að við fáum heimild til að veiða loðnu, rækju og karfa innan grænlensku lögsög- unnar, svo að aðalatriðin séu tíunduð. Auk þess viljum við, að bandalagið viðurkenni ákvörðun okkar um hámarksafla á loðnunni, sem gengur héðan inn í lögsöguna við Austur-Grænland. Þeir telja alveg útilokað að veita okkur það ákvörðunarvald. I upphafi viðræðnanna sögðust þeir ekki geta rætt um kvótaskiptingu, fyrr en rammasamningur hefði verið gerður. Síðar breyttu þeir um afstöðu og sögðust reiðubúnir að kanna, hvort ekki mætti ræða rammasamninginn og kvótann sameiginlega. Fiskifræðingar munu nú huga að kvótaskipting- unni, en embættismennirnir munu hittast aftur á fundi í júlí. — Efnahagsbandalagið er ekki reiðubúið til slíkra samn- inga, nema þeir séu byggðir á gagnkvæmni. Hvað getum við látið í staðinn fyrir veiðiheimild- ir á yfirráðasvæði þess? — Þegar litið er til gagn- kvæmni, getur ýmislegt komið til álita. Til dæmis hafa þeir áhuga á að fá leyfi til að athafna sig í íslenskum höfnum. Um þetta er þó of snemmt að segja nokkuð á þessu stigi. — Nú er Belgía aðili að banda- laginu og við það land höfum við fiskvciðisamning. Hvernig teng- ist hann þessu máli? — Þeir vilja, að Belgíusamning- urinn verði hluti af samkomulag- inu við bandalagið, en við viljum halda honum þar fyrir utan það, þótt sjálfsagt sé að líta á hann, þegar gagnkvæmnin er metin. — Hvað viltu segja um fram- gang mála á Madrid-ráðstefn- unni, þar sem rætt er um frið, öryggi og samvinnu í Evrópu á grundvelli Helsinki-samþykktar- innar frá 1975? — Þegar fundum ráðstefnunn- ar var frestað fyrir páska, höfðu hlutlaus ríki á henni lagt fram tillögur um afvopnunarmál, þar sem reynt var að samræma sjón- armiðin milli svonefndrar pólskr- ar tillögu Austur-Evrópuríkj anna og frönsku tillögunnar, sem Vest- urlönd studdu. 5. maí hófst ráð- stefnan síðan að nýju. Lítið hefur miðað, en þó sýnast menn örlítið bjartsýnni nú en áður um að fundarhaldið verði ekki árangurs- laust og út verði gefin sameiginleg yfirlýsing og ákveðið að hittast aftur eftir nokkur misseri. — Er ekki hægagangurinn á þessari ráðstefnu, sem nú hefur staðið miklu lengur en ætlað var, staðfesting á því, að tími slökun- ar er liðinn? — Slökunarstefnan eða „dé- tente" á vissulega erfitt uppdrátt- ar. En hvaða kost annan höfum við? Ef haldið verður áfram að vígbúast, getur það ekki endað nema með ósköpum. Á ráðstefn- unni í Madrid er rætt um mörg mál fyrir utan tillögurnar um afvopnunarmál, sem miða að því að um þau verði haldin sérstök ráðstefna. Misjafnlega miðar í þessum málum. Til dæmis vill austurblokkin alls ekki ræða um mannréttindamál, hún telur þar um innanríkismál sin að ræða, en Vesturlönd vísa til Helsinki- samþykktarinnar og vilja að gerð verði úttekt á framgangi mann- réttinda miðað við ákvæði hennar og einnig á því, hvernig samskipti austurs og vesturs á sviði fjölmiðl- unar og einstaklingssamskipta „Auðvitað er einnig nauðsynlegt að meta óskir varnarliðsins um aukið geymslurými undir eldsneyti. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.