Morgunblaðið - 23.06.1981, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981
r
ÍSLENSKA karlalandsliðinu í
frjálsum íþróttum tókst ekki að
komast í undanúrsiitakeppnina
i Evrópukeppninni eins og svo
margir höfðu vonað. íslenska
liðið átti fremur siæman síðari
dag í Luxemborg og hafnaði í
fjórða sæti í keppninni, hlaut 58
stig. Sex stigum á eftir Iiði
íriands, sem varð í þriðja sæti
með 64 s#ig. bað var sterkt lið
Danmerkur sem sigraði, hlaut
71 stig í keppninni og Tyrkir
sem komu mjög á óvart, hlutu
69 stig. Luxemborg rak svo
lestina með 37 stig. brátt fyrir
að íslenska liðinu tækist ekki
að komast áfram, voru margir
ljósir punktar hjá íslensku
keppendunum og i liðinu eru
nokkrir frábærir afreksmenn.
Engin þjóð hlaut fleiri sigur-
vegara í keppninni en Island,
íslendingar náðu að sigra í sex
greinum, írar í fimm, Danir í
fjórum, Tyrkir i fjórum og Lux-
emborg sigraði í einni grein. En
aftur á móti ráku íslendingar
svo lestina í sjö keppnisgreinum.
Það sem reið baggamuninum í
keppninni að þessu sinni, var að
bæði grindahlaupin gáfu aðeins
eitt stig og keppendur í þeim
greinum brugðust. í sjö hlaupa-
greinum, hlaut ísland aðeins tíu
stig, en Oddur Sigurðsson, sem
var tvímælalaust maður móts-
ins, færði íslandi fjórtán stig í
þeim þremur hlaupagreinum
sem hann keppti í. Oddur sigraði
í 100 og 200 metra hlaupunum og
varð annar í 400 metra hlaupinu.
Sér í lagi var sigur Odds í 200
metrunum glæsilegur, hann
hljóp mjög vel og áttu mótherjar
hans aldrei neina möguleika.
Oddur slakað verulega á síðustu
60 metra hlaupsins, en var samt
mjög nálægt því að setja ís-
landsmet, hljóp á 21,55 sekúnd-
um.
Stangarstökkvarinn efniiegi,
Sigurður T. Sigurðsson, stökk 5
metra og var mjög nálægt því að
fara yfir 5,10 metra. Formaður
frjálsíþróttasambandsins Örn
Eiðsson sagði eftir keppnina, að
þrátt fyrir góðan árangur hjá
íslenska liðinu i ýmsum grein-
um, hefði það valdið miklum
vonbrigðum að liðinu skyldi ekki
takast að komast áfram. „Ég
gerði mér góðar vonir, en þær
brugðust. Tyrkirnir voru til
dæmis með mun sterkara lið en
nokkur átti von á. Það sem fór
verst með lið okkur var hversu
fáum stigum millivegalengdar-
hlaupararnir skiluðu inn.“
Sigurður Björnsson, varafor-
maður FRÍ og liðstjóri landsliðs-
ins sagði að hann teldi þetta
jafnsterkasta landslið sem ís-
land hefði teflt fram í svona
keppni og því væru það mikil
vonbrigði að ekki skyldi takast
að ná einu af þremur ‘efstu
sætunum. „Það eru grindahlaup-
in, 800 metrarnir og löngu
hlaupin sem brugðust okkur að
þessu sinni," sagði Sigurður.
Evrópumótið í frjálsum íþróttum:
ísland komst ekki
— þrátt fyrir flesta sigra af öllum
— landinn rak lestina í 7 greinum
bað kom strax fram á fyrri
degi Evrópukeppninnar i Lux-
emborg hvesu hörð keppnin var
og jöfn. Eftir fyrri dag keppninn-
ar voru ísland og Danmörk með
forystuna, höfðu hlotið 33 stig, en
írland var i þriðja sætinu með
aðeins einu stigi minna. í fjórða
sætinu var svo Tyrkland með 31
stig. Luxemborg rak lestina með
21 stig. íslendingar hlutu fjóra
sigurvegara fyrri daginn, Hreinn
Ilalidórsson sigraði með glæsi-
brag í kúluvarpi, Oddur Sigurðs-
son sigraði í 100 metra hlaupi og
síðan komu tveir óvæntir sigrar.
Jón Oddsson varð sigurvegari i
langstökki og Einar Viljálmsson
sigraði i spjótkasti. En i þremur
greinum ráku íslendingarnir
lestina, 10 km hlaupi, hástökki
og 400 metra grindahlaupi.
Oddur varð annar í 400 metra
hlaupi. Jón Diðriksson þriðji i
1500 metra hlaupi og islenska
hoðhlaupsveitin varð þriðja i
4x100 metra boðhlaupi.
Úrhellisrigning var áður en
keppnin hófst og töluverðir pollar
á brautinni, en keppt var á nýjum
og stórglæsilegum leikvangi sem
heitir Esch-Alzette og er um 20
kílómetra frá Luxemborg. En þeg-
ar fyrsta keppnisgreinin hófst,
stytti upp og ágætt veður var
meðan á sjálfri keppninni stóð.
Fyrsta keppnisgreinin var 400
metra grindahlaup.
400 m jrrind:
Eftir eitt þjófstart komust
keppendurnir úr startblokkunum.
Þorvaldur Þórsson keppti fyrir
hönd íslands í þessari grein og
hljóp hann mjög vel framan af.
Hann var í öðru sæti þegar
keppendurnir komu út úr síðustu
beygjunni inn á beinu brautina, en
var þá orðinn þungur og farinn að
stífna upp. Þorvaldur náði ekki
réttri skreflengd á milli síðustu
grindanna, missti hina keppend-
urna fram úr sér og varð lang
síðastur. Mjög hörð keppni var
milli Tyrkjans og Danans, en
Tyrkinn sigraði á síðustu metrun-
um, hljóp á 52,59 sekúndum.
Þorvaldur fékk tímann 56,69 sek-
úndur, sem er Iangt frá hans
besta.
Úrslit:
1. Solmas, Tyrkl. 52,59
2. Have, Danm. 52,66
3. Currid, írl. 53,02
4. Savic, Lux. 54,90
5. Þorvaldur Þórsson, ísl. 56,69
1500 m hlaup
Keppendurnir í 1500 metrunum
fóru mjög greitt af stað og voru í
einum hnapp fyrstu 1200 metrana.
Millitíminn á 400 metrunum var
ein mínúta, 800 metrana hlupu
þeir á 2 mínútum sléttum og 1200
á 3 mínútum og einni sekúndu.
Þegar 300 metrar voru eftir í
mark var Jón Diðriksson í fjórða
sæti, en tókst á síðustu 100
metrunum að komast fram úr
Dananum og ná þriðja sætinu í
hlaupinu. Tími Jóns var 3:47,68,
sem er hans besti tími í ár. írinn
Taylor sigraði mjög örugglega,
hljóp létt og fallega á 3:44,29.
Úrslit:
1. Taylor, írl. 3:44,29
2. Timurlenk, Tyrkl. 3:45,35
3. Jón Diðriksson, ísl. 3:47,68
4. Sörensen, Danm. 3:48,52
5. Bloden, Lux. 3:49,96
100 metra hlaup:
Oddur Sigurðsson náði fremur
slæmu starti í 100 metrunum og
varð í fjórða sæti er komið var
fram á miðja braut. En þá tók
hann mikið kapp, seig fram úr
keppinautum sínum og sigraði
glæsilega á 10,93 sekúndum.
Crslit:
1. Oddur Sigurðsson, ísl. 10,93
2. Catrazli, Tyrkl. 10,97
3. Atkinson, Irl. 11,06
4. Martinelli, Lux. 11,08
5. Karlsen, Danm. 11,15
Örlítill mótvindur var í keppn-
inni.
Kúluvarp:
Hreinn Halldórsson hafði gífur-
lega yfirburði í kúluvarpinu,
kastaði 19,69 metra, annar varð
daninn Henningsen með 16,99.
áfram
Hreinn kastaði 19,25 í fyrsta kasti,
19,69 í þriðja kasti en öll köst hans
voru yfir 19 metra utan eitt, sem
var ógilt.
Úrslit:
1. Hreinn, ísl. 19,69
2. Henningsen, Danm. 16,99
3. Harpigan, írl. 14,96
4. Zeimetz, Lux. 14,83
5. Erkmen, Tyrkl. 12,90
400 metra hlaup
Oddur Sigurðsson þurfti að
keppa í 400 metrunum aðeins 15
mínútum eftir að hann hljóp 100
metrana. Oddur hafði því litla
hvíld á milli, fór beint úr 100
metra hlaupinu í það að koma
startblokkunum fyrir í 400 metr-
unum. Hann hafði ekki einu sinni
tíma til að mæta í verðlaunaaf-
hendinguna fyrir 100 metra
hlaupið. Þrátt fyrir það hljóp
Oddur mjög vel. Hann var á
annarri braut og þegar komið var
út úr síðustu beygjunni inn á
beinu brautina, hafði hann
tveggja metra forystu. Gífurleg
barátta var síðustu 90 metrana á
milli Odds og danska hlauparans
Jens Smedegaard og á síðustu
metrunum tókst Dananum að
smeygja sér fram úr og sigra. Þess
má geta, að danski hlauparinn er
gífurlega góður 400 metra hlaup-
ari og á best 45,8 sekúndur. Það
var greinilegt að Oddur hefði
þurft meiri hvíld á milli hlaupana.
Á síðustu metrunum var Oddur
greinilega þreyttur og hann sagði
eftir hlaupið að hann hefði fengið
krampa í kálfana.
Úrslit:
1. Smedegaard, Danm. 46,62
2. Oddur Sigurðss. ísl. 47,66
3. Delanie, Irl. 48,09
4. Abhman, Tyrkl. 49,28
5. Junker, Lux. 50,91
Eftir þessa keppnisgrein hafði
ísland tekið forystu, hreppt 18
stig, en Irland var í öðru sæti með
17 stig.
Spjótkast:
Einar Vilhjálmsson sigraði
óvænt í spjótkasti, kastaði 70,68
metra. Eftir keppnina sagði Ein-
ar: „Ég hafði ekki ætlað mér að
keppa fyrr en í júní vegna meiðsla
í öxl, en þar sem Sigurður Ein-
arsson var meiddur, tók ég
áhættu, fór í keppnina og stend
núna uppi sem sigurvegari. í
keppninni sjálfri varð ég að vanda
útkastið til að komast hjá sárs-
auka í öxlinni, og það heppnaðist.
Að sjálfsögðu var ánægjulegt að
sigra,“ sagði Einar.
Úrslit:
1. Einar, ísl. 70,68
2. McHugh, írl. 65,98
3. Martby, Danm. 63,10
4. Krier, Lux. 58,54
5. Kabal, Tyrkl. 56,32
Hástökk:
Unnar Vilhjálmsson var óhepp-
inn í hástökkskeppninni, hann
„Gæti enn slegið
Islandsmetið"
- segir Hreinn Halldórsson
HREINN Halldórsson var mik-
ill yfirburðasigurvegari í kúlu-
varpinu á undankeppninni i
frjálsum íþróttum sem fram fór
í Luxemborg um helgina.
Hreinn hefur átt við slæm
meiðsl að striða að undaníörnu
og eigi alls fyrir löngu varð
hann að gangast undir upp-
skurð þar sem hann átti við
liðmús að striða. í Luxemborg
spurði blaðamaður Mbl. Hrein,
hvort hann hefði náð sér af
meiðslunum.
„Já, ég er orðinn nokkuð góður
af meiðslunum, uppskurðurinn
heppnaðist vel, en ég má samt
gæta þess að kasta ekki of mikið
eða of oft, ofgera handleggnum."
Hreínn Halldórsson er orðinn
33 ára gamall og á undanförnum
árum hefur hann jafnvel haft á
orði að hann myndi hætta að
keppa í kúluvarpi. Þegar blm.
Mbl. spurði hann hvort þetta
væri síðasta keppnisárið svaraði
Hreinn: „Að undanförnu hefur
hvert ár átt að verða það síðasta.
Satt best að segja veit ég ekki
sjálfur hvenær ég legg kúluvarp-
ið á hilluna. Ég hef ánægju af
þessu og þetta togar í mann.
Hvort ég hef náð mínu besta er
spurning sem erfitt er að svara
og þó ég sé að kasta miili 19 og
20 metra þessa stundina, tel ég
sjálfur, að ég eigi alveg mögu-
leika á því að bæta íslandsmetið
mitt, þó svo að ég geri mér
vissulega grein fyrir því, að
möguleikarnir minnka með ári
hverju. Það sem hefur háð mér
er að ég hef átt við langvarandi
meiðsl að stríða, fyrst í hnénu og
síðan í öxl og olnboga. Ég þarf að
sleppa við meiðsl í langan tíma
til þess að ná mér á strik. Ég
þarf að fá meira vald á tækninni,
ná meiri samhæfingu í allt
kastið," sagði þessi eljusami
íþróttamaður að lokum.
Þr. skrifar frá
Luxemborg
byrjaði á 1,90 metrum og fór
léttilega yfir þá hæð, sleppti 1,95,
en felldi síðan 2 metra þrisvar
sinnum. í öll skiptin virtist Unnar
vel vera yfir ránni, en felldi með
hælunum á niðurleið.
Úrslit:
1. Ozdamar, Tyrkl. 2,11
2. Axen, Danm. 2,08
3. Wintersdorf, Lux. 2,04
4. Murrey, írl. 1,95
5. Unnar, ísl. 1,90
10 km hlaup
Gunnar Snorrason keppti fyrir
íslands hönd í þessari grein.
Gunnar setti persónulegt met í
hlaupinu, hljóp á 33:36,34 sekúnd-
um. Þess má geta að Gunnar er
matsveinn á strandferðaskipi og
hefur því lítinn tíma til æfinga.
Millitíminn eftir 5 km hjá fyrstu
mönnum var 14:48,1 mínúta.
Úrslit:
1. Sakariesen, Danm. 29:30,1
2. Tracey, írl. 29:31,17
3. Ayac, Tyrkl. 29:32,52
4. Agosta, Lux. 31:36,48
5. Gunnar, ísl. 33:36,34
Langstökk:
Jón Oddsson sigraði í lang-
stökkinu. Sigur hans kom nokkuð
á óvart, hann byrjaði keppnina
vel, stökk 7,10 metra í fyrsta
stökki. Sigurstökk Jóns var 7,14
metrar, en keppnin í langstökkinu
var gífurlea hörð og mikið senti-
metrastríð. Daninn Eriksen varð
annar, stökk 7,10 metra. írinn
Atkinson varð því þriðji, stökk
7,08 metra.
Jón sýndi í þessari keppni, að
hann er mikill keppnismaður og
gefur sig ekki fyrr en í fulla
hnefana. Eftir keppnina sagði Jón
að hann ætti að geta miklu betur,
þrátt fyrir að atrennan passaði þá
væri eins og eitthvað væri að sem
hann vissi ekki almennilega sjálf-
ur hvað væri. Sennilega væri það
uppstökkið af plankanum.
Úrslit:
1. Jón, ísl. 7,14
2. Eriksen, Danm. 7,10
3. Atkinson, írl. 7,08
4. Geltzen, Tyrkl. 6,91
5. Forh, Lux. 6,42
4x100 metra boðhlaup:
Islensku sveitina í 4x100 metra
boðhlaupi skipuðu þeir Sigurður
T. Sigurðsson stangarstökkvari,
sem hljóp fyrsta sprett, Oddur
Sigurðsson á öðrum spretti,
Hjörtur Gíslason á þriðja spretti
og Sigurður Sigurðsson á fjórða
spretti. Islenska sveitin varð í
þriðja sæti, hljóp á 42,56 sekúnd-
um. Islensku hlaupararnir hlupu
all vel, en eins og oft áður hefðu
skiptingar hlaupara mátt vera
betri, enda var samæfing þeirra
litil. Sveit Luxemborgar marði
sigur í greininni, hljóp á 41,76
sekúndum, í öðru sætinu var sveit
Tyrkja á 41,90 sekúndum. Eins og
sjá má á tímanum var hart barist.
Sveit írlands varð í fjórða sæti,
42,69 sekúndur og danska sveitin
rak lestina, 42,70 sekúndur.
SÍÐARI keppnisdagurinn í Lux-
emborg hófst á 110 metra grinda-
hlaupi. Veður var mjög gott til
keppni, glampandi sólskin og
stafalogn. Þorvaldur Þórsson,
sem átti að keppa í grindinni
fyrir íslands hönd fann fyrir
eymslum I læri i upphituninni og
treysti sér þvi ekki til að hlaupa.
Því var brugðið á það ráð að láta
Hjört Gislason koma inn sem
varamann. Hjörtur varð siðastur
i hlaupinu, hljóp á 15,47 sekúnd-
um. Baráttan í hlaupinu stóð
milli Danans og Tyrkjans og
hafði Daninn betur, sigraði á
þremur sekúndubrutum. Eftir
þessa fyrstu keppnisgrein síðari
daginn var fsland komið niður i
fjórða sætið i stigakeppninni með
34 stig.
Úrslit:
1. Jörgenson Danm. 14,64
2. Agribas Tyrkl. 14,67
J