Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Kópavogshæli: Um 30% hafa snúið til „VIÐ TELJUM að um 30% þeirra, sem gengu út af Kópavog.shæli hafi snúió til vinnu. I'essu fólki var hótaó, meðal annars að það missti réttindi sín og harnaheimilispláss. Ég tel að þessar hótanir hafi haft einhver áhrif á að fólk sneri til vinnu á Kópavogs- h;elið. en hins vegar hefur enginn snúið til haka á Kleppi, enda engum hótunum beitt þar,“ sagði Stefán As- geirsson, á verkfallsvakt ófaglærðs starfsfólks, sem gengið hefur út af vinnii Kópavogshæli og Kleppsspítala til að leggja áherzlu á bætt kjör. „Við höfum enn ekkert heyrt frá ríkisvaldinu og viðkomandi verka- lýðsfélögum. Svo virðist sem verið sé að freista þess að einangra okkur. Við buðum fram neyðarvakt til að létta undir með starfsliði á Kleppsspítala og Kópavogshæli og það boð stendur enn, en hefur hingað til verið hafnað,“ sagði Stef- án Asgeirsson. Ragnar Arnalds um bankaskattana: Venjulegir tekju- og eignaskattar „l'AD EK fyrst og fremst vcrið að tala um venjulegan tekju- og eignaskatt, en það er aðeins spurning um, hvcrnig skattlagningin fer fram á þessu fyrsta ári, mcðan ekki er búið að koma þessu inn í kerfið," sagði Kagnar Arn- alds fjármálaráðherra aðspurður um í hvaða formi skattlagning á banka og sparisjóði verður, en sú skattlagning cr meðal þess sem yfirlýst var í boðskap ríkisstjórnarinnar um efna- hagsmál nú nýverið. Kagnar sagðist vænla þess að frumvarp þessa efnis sæi dagsins Ijós í næstu viku, en það va-ri þó ekki að fullu vitað enn þá. Auk fyrrnefndrar skattlagningar hefur fjármálaráðherra haft til meðferðar aðra þætti úr svonefnd- um „efnahagspakka". Samkvæmt heimildum Mbl. munu frumvörp til breytinga á lögum vegna þessa væntanlega afgreidd í ríkisstjórn á þriðjudag og í framhaldi af því verða þau lögð fram á Alþingi. Hér er um að ræða breytingu á lögum Tónleikar í minningu Stravinskys KAMMERSVEIT Reykjavíkur held ur tónleika í dag klukkan 16 í Gamla bíói, í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Igors Strav- inskys. Einvörðungu verða flutt verk eftir Stravinsky á tónleikun- um, og spanna þau yfir 30 ára tímabil, frá 1938 til 1968. Stjórn- andi hljómsveitarinnar á tónleik- unum er Paul Zukofsky. vegna tollafgreiðslugjaldsins, einn- ig mun vera að vænta sérstaks frumvarps um skyldusparnað, sem taka skal af skattstofni yfir ákveðnum tekjum. Mvnd Mhl. Kmilia Starfsfólk Kleppsspítala yfirgefur sjúkrahúsid á fimmtudag þeg- ar ólögleg vinnustöðvun þess hófst. Borgarsjóð- ur getur ekki hlaupið undir bagga — segir Sigurjón Pétursson um vanda Hitaveitunnar „ÉG GET lítið annað um þetta sagt en að þessi hækkun er of lítil, og hún þýðir að það verður að draga saman seglin hjá Hitaveitunni," sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, í samtali við Mbl., er hann var spurður álits á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að leyfa 15% hækkun á gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur. — Hitaveitan hafði farið fram á 45% hækkun. Sigurjón kvað enn ekki ljóst hver áhrif þetta myndi hafa á starfsemi Hitaveitunnar, eða hvort svo gæti farið að ný hús fengju ekki heitt vatn á þessu ári. Ljóst væri að borgarsjóður gæti ekki hlaupið undir bagga með fyrirtækinu meðal annars vegna þess að rekstur fyrirtækisins snerti fleiri sveitarfélög en Reykjavík. Atvinnumálaráðstefna Fjórðungssambands Norðlendinga: Búsetuþróun á Norðurlandi virðist snúast til verri vegar UM HELGINA, 5.-6. febrúar, var haldin á Akureyri ráðstefna um at- vinnumál á Norðurlandi. Var hún haldin á vegum Fjórðungssambands Norðlcndinga í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Markmið ráð- stefnunnar var að gera úttekt á ástandi atvinnumáia á Norðurlandi um þessar mundir. í því skyni skyldi safnað saman fáanlegum upplýsing- um og víðtæk umræða fara fram um þessi mál. Miklar upplýsingar komu fram um þessi mál segir í frétt frá Fjórðungssambandi Norðlendinga. „Mönnum varð ljóst að viðfangs- efnið „atvinnumál á Norðurlandi" er mikið og margbrotið. Virðist heldur halla undan fæti í þessum efnum. Fram kom að á síðasta ári var búsetuþróun á Norðurlandi óhagstæð, en á Norðurlandi eystra fjölgaði um 0,74% og á Norður- landi vestra um 0,53% á meðan fólksfjölgun í landinu varð 1,23%. Á árunum 1970—1979 fjölgaði aft- ur á móti að meðaltali um 1,3% á Norðurlandi á ári meðan fjölgun fólksins á landinu öllu var 1,2% að meðaltali á ári. Greinilegt er að tiltölulega hagstæð búsetuþróun á Norðurlandi á síðasta áratug virð- ist vera að snúast við. Sama þróun sést í atvinnuleysisskráningu síð- ustu ára en á síðasta ári var at- vinnuleyi á Norðurlandi það mesta sem mælst hefur sl. 7 ár. Þá voru að meðaltali 155 manns á atvinnu- ieysisskrá á Norðurlandi. En síðan 1975 hafa 120 manns verið á at- vinnuleysisskrá hér norðanlands, en til samanburðar má geta þess að á sama tíma voru að meðaltali slétt eitt hundrað manns á skrá á höfuðborgarsvæðinu. Lögð var áhersla á að uppbygg- ing atvinnulífsins í fjórðungnum sé ekki einkamál atvinnurekend- anna, heldur séu það hagsmunir Norðlendinga allra sem þar koma Á síðasta ári var mesta atvinnuleysi síðustu sjö ára til. Meginatriði hagstæðrar at- vinnuþróunar voru talin þessi: A) Að skapaðar verði almennar forsendur fyrir hallalausum rekstri framleiðslufyrirtækja. B) Komið verði á betri skipulagn- ingu í sölu- og markaðsmálum, fyrst og fremst á ýmsum þátt- um fiskútflutnings. C) Aukning útflutnings byggist að miklu leyti á því að íslenskri framleiðslu verði sköpuð sér- staða í kynningu erlendis eins og kostur er. D) Orka er mikilvæg undirstaða atvinnulífsins og er því eitt af meginatriðum að tryggja hag- stæða orkuöflun í fjórðungn- um.“ Reykjavík undir vinstri stjórn: Manndómsskortur og dáðleysi í framkvæmdum og fjármálum — segir Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „ÞAÐ ER afskaplega mikill manndómsskorlur og dáðleysi í hvívetna sem einkennir uppgjöf borgarfulltrúa vinstri flokkanna, þreylan á rúmlega þriggja ára sam- búð er orðin yfirþyrmandi, enda vart við öðru að búast. Sjálfstæð- ismcnn höfðu jafnan varað kjós- endur sína við því, að þessum þremur flokkum tækist ekki að stjórna borginni á mannsæmandi hátt,“ sagði Markús Örn Antons- son borgarfulltrúi á fundi borgar- stjórnar nýlega, en þá gerði hann að umtalsefni störf núverandi meirihluta borgarstjórnar. I ræðu sinni nefndi Markús m.a. útitaflið við Lækjargötu og sagði, að útitaflið væri talandi dæmi um þann brag sem verið hefði á með- ferð borgarmála í Reykjavík undir vinstri stjórn. Síðan sagði Markús: „Málið var frámunalega illa undirbúið af þeim pólitísku ábyrgðarmönnum, sem um fram- kvæmdaáætlunina áttu að fjalla. Það var ráðizt með offorsi í fram- kvæmdir, unnið daga og nætur og borgaður sérstakur bónus, að þvi er virtist til þess eins að for- svarsmenn þessa meirihluta gætu baðað sig í frægðarsól við vígslu taflsins á afmælisdegi Reykjavík- ur. Þegar upp var staðið, hafði þessi framkvæmd við Lækjargötu kostað Reykvíkinga 1,7 milljónir króna í stað 300 þúsunda, sem áætlanir gerðu ráð fyrir og höfðu verið lagðar til grundvallar þegar ákvarðanir um verkið voru teknar. Þegar í óefni var komið, vildi ábyrgðarmaður númer eitt, for- maður umhverfismálaráðsins, vera úr leik og tóku að heyrast úr því horni ámælisorð í garð borgar- verkfræðings og annarra vondra manna, sem ættu sök á því hvern- ig farið hefði," sagði Markús. „En þetta er hinn alvanalegi leikur í samstarfi vinstri flokk- anna í borgarstjórn Reykjavíkur. í jafn víðtækum og umfangsmiklum rekstri og framkvæmdum og borg- in stendur í þarf jafnan að vera fyrir hendi virk pólitísk stjórnun fjármála, fyrst og fremst með það að leiðarljósi að gæta fyllsta að- halds í meðferð almannafjár. Þessi stjórnun og þetta aðhald er ekki til hjá vinstri meirihlutanum í Reykjavík. Þegar hlutirnir eru komnir úr böndunum, flýja þeir hver af öðrum af hólmi, hinir fótfráu borgarfulltrúar meirihlut- ans, og ef þeir geta ekki skellt skuldinni á hina pólitísku gagnað- ila í þessu dæmalausa samstarfi, er gjarnan gripið til þess ráðs að kenna embættismannavaldinu um. Lítið leggst fyrir margan kappann, sem barði sér á 'brjóst við síðustu kosningar og bauð embættismönnum borgarinnar byrginn, en ætlaði að hefja sjálfan sig til æðstu metorða og láta hinar pólitísku nefndir og ráð stjórna ferðinni í einstökum málaflokk- um,“ sagði Markús Örn Antons- son. Pétur Eysteinsson, iðnráðgjafi Fjórðungssambands Norðlendinga, gerði grein fyrir niðurstöðum könnunar á atvinnumálum, sem gerð var meðal sveitarstjórna þéttbýlisstaða á Norðurlandi. Sig- urður Guðmundsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar, ræddi um þörfina fyrir ný atvinnutækifæri á Norðurlandi. Sveinn Úlfarsson, hagfræðingur Kjararannsóknar- deildar, kynnti meginniðurstöður rannsóknar sem gerð var á fyrri hluta síðasta árs um skiptingu vinnuafls eftir starfsgreinum, launaflokkum o.fl. Guðmundur Sigvaldason, fulltrúi hjá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga, sagði frá þróun atvinnuleysis á Norður- landi síðustu sjö árin skv. upplýs- ingum Vinnumáladeildar Félags- málaráðuneytisins. Hjörtur Ei- ríksson, framkvæmdastjóri Iðn- aöardeildar Sambandsins, talaði af hálfu Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og ræddi um stöðu og horfur í útflutningsiðnaði (öðr- um en fiskiðnaði). Ingólfur Jóns- son, framkvæmdastjóri Reynis hf. á Akureyri, talaði af hálfu Lands- sambands iðnaðarmanna og raeddi um horfur í byggingaiðnaði. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skjaldar hf. á Sauðárkróki, talaði af hálfu Vinnuveitendasambands íslands og ræddi hann um stöðu fiskvinnslunnar á Norðurlandi. Að lokum flutti Þóra Hjaltadóttir, forseti Alþýðusambands Norður- lands, erindi um viðhorf sam- bandsins til atvinnumálanna. Er- indi um nýjungar í framleiðslu flutti Ástþór Ragnarsson (um iðnhönnun), Jónas Bjarnason (nýj- ungar í fiskiðnaði) og Ásgéir Leifsson (úrvinnsla áls). í lok ráðstefnunnar voru helstu niðurstöður hennar dregnar sam- an af Bjarna Aðalgeirssyni, bæjar- stjóra á Húsavík, formanni Fjórð- ungssambandsins. Fundarstjórar voru Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, og Lárus Ægir Guðmundsson, sveit- arstjóri á Skagaströnd, en fund- arritari Þorsteinn Jónatansson, verkalýðsfélaginu Einingu á Akur- eyri. Ráðstefnugestir voru rúmlega eitt hundrað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.