Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 41 lands og fór þegar í Myndlista- og handíðaskólann, í Textildeild- ina, sem þá var nýstofnuð. Þá var hún Þorbjörg Þórðardóttir nýkomin frá námi í Svíþjóð í þessari grein og kom með nýj- ustu aðferðir þaðan. Heppin þar.“ Út af hverju tauþrykk en ekki eitthvað annað? Æi. Það hefur komið af sjálfu sér eins og hvað annað. Það er gaman að vinna við tauþrykk þó það sé erfitt og illa keypt. Það er sennilega eina skýringin að frá- töldum þessum stóru sem erfitt er að útskýra og enginn skilur." Allar myndirnar eru af fatn- aði. „Já, það er þessi áhugi á ein- földum grunnsniðum fatnaðar. Einfaldur, þægilegur fatnaður, góður fyrir skrokkinn og hlýr. Ekki þessar öfgar sem eru í nú- tíma klæðnaðinum. í tauþrykk- inu er fatnaðurinn aðeins orðinn form og litir. Ég kann vel við það.“ Og þú gerir meira en tau- þrykk. „Ég sauma líka. Ég er að sauma núna tveggja metra stóra kápu nákvæmlega eins og þá sem var á sýningu ASÍ fyrir ári síðan. Það er hvít kápa á hvítum fleti. Aðrar vinnuaðferðir en sömu mótíf. Þessi kápa fer á sýningu á Akureyri í næsta mánuði. Svo finnst mér afskap- lega gaman að vinna í leikhúsi við leikmyndagerð. Þegar ég vinn við tauþrykk er ég ein, sem er mjög gott, en svo þykir mér líka afskaplega þægilegt að vinna í hópvinnu í leikhúsi. Það er spennandi og gott fyrir mig að vinna með fólki að einhverju takmarki." — ai. aðalsölum safnsins sýning á uppstillingum í íslenskri myndlist á 20. öld. A Listahátíð í Reykjavík, dagana 5. til 30. júní, verður í Listasafninu sýning á málverk- um og grafík eftir kínverska listmálarann Walasse Ting. Ting starfar að jafnaði í New York, en verk hans hafa verið sýnd víða um heim. Verkin eru „fígúratív" og mjög litrík. 3. júlí til 15. september verður í öllum sölum safnsins sýning á íslenskum landslagsmyndum í eigu þess. Með því móti gefst erlendum ferðamönnum kostur á að sjá í hnotskurn þróun ís- lensks landslagsmálverks á 20. öld. 2. til 31. október verður svo í aðalsölum Listasafnsins yfir- litssýning á verkum Jóns Þor- leifssonar (1891 — 1961). Starfsemi námshópa fyrir al- menning hefst 11. febrúar næstkomandi, en þá mun Hörð- ur Ágústsson listmálari hefja röð fyrirlestra um íslenska myndlist á 20. öld. Mun hann taka ákveðið tímabil fyrir í hverjum fyrirlestri, en þeir verða fjórir alls. Starfi hópsins lýkur 4. mars. Þann 11. mars hefur Guð- björg Kristjánsdóttir listfræð- ingur röð fjögurra fyrirlestra um hræringar í myndlist eftir 1945, einkum erlendri. Ef góð þátttaka verður í þess- um tveimur námshópum verður væntanlega framhald á þessari fræðslustarfsemi að hausti. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU Opió prófkjör Alþýóuflokksins um helgina Kosiö í Sigtúni og lönó laugard. kl. 13—18 sunnud. kl. 10—19 Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hefur starfaö af miklum krafti og dugnaði í borgarstjórn Reykjavíkur. Gerum sigur hennar sem stærstan í próf- kjörinu. Stuðningsmenn. Upplýsingasímar 74431 og 73621 Er gamla eldhúsinnréttingin farin að gefa sig? — eöa vantar þig jafnvel innrétt- ingar í nýja húsiö? — Kalmar innrétting er rétta svariö. Fjölbreytni, hagkvæmni og stílhreint útlit sitja í fyrirrúmi hjá okkur. Lítiö viö í sýningarsal okkar í Skeifunni 8 eöa hringiö eftir bæklingi. Reynið þjónustuna. kalmar innréttingar hf SKEIFUNNI8, SIMI82011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.