Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 2 7 Katrín Fjeldsted: Hef mesta reynslu af heilbrigðismál- um og kvennapólitík Ragnar Júlíusson í FRAMHALDI af niðurstöðu fund- ar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík í fvrrakvöld um skipan framboðslista fyrir borgar stjórnarkosningarnar í vor, sneri Mbl. sér til Katrínar Fjeldsted, sem skipar ellefta sæti listans og þar með baráttusætið, og þeirra þriggja sem skipa þrjú næstu sæti þar fvrir neðan, en nokkrar umræður urðu á fundinum um ellefta sætið. Samtal- ið við Katrínu birtist annars staðar Jóna Gróa Sigurðardóttir hér á síðunni, en hér fara á eftir svör hinna þriggja við spurningunni um afstöðu þeirra til niðurstöðu fundarins um skipan framboðslist- ans. Ragnar Júlíusson: „Ég var í ellefta sæti listans samkvæmt úrslitum í prófkjöri. Kjörnefnd bauð mér 12. sætið og ég samþykkti það. Meira hef ég ekki um það að segja." Margrét S. Einarsdóttir Jóna (íróa Sigurðardóttir: „Eins og fram hefur komið í frásögn Mbl. af fundinum, þá sætti ég mig fullkomlega við mitt sæti og hlíti niðurstöðum kjör- nefndar, eins og ég lýsti yfir á fundinum." Margrét S. Einarsdóttir: „Ég tel að ég hafi látið skoðun mína ótvírætt í ljós á fundinum og ég get því einungis endurtekið það sem ég hef áður sagt. Séu menn óánægðir með störf kjör- nefndar, þá er eðlilegt að það komi fram, en að fenginni niður- stöðu, þegar fundurinn er búinn að samþykkja listann, tel ég jafn eðlilegt að fólk standi saman um þann lista. Það er mál númer eitt.“ „ÞAÐ ERl' ekki liðnar nema 19 klukkustundir síðan framboð mitt var ákveðið og ég er varla reiðu- búin að ræða það í smáatriðum. Mér er sýnt mikið traust og ég ætla að standa undir því,“ sagði Katrín Fjeldsted, er blaðamaður innti hana eftir því hvernig henni litist á að vera í 11. sætinu, baráttusætinu Katrín Fjeldsted á lista Sjálfstæðisflokksins til borg- arstjórnarkosninganna í Keykjavík í vor. Hver er reynsla þín af pólitík? „Hvað er átt við með pólitík? Hafa ekki flest okkar störf póli- tíska þýðingu? I hefðbundnum skilningi orðsins tók ég þátt í stjórnmálastarfi í menntaskóla og háskóla. Ég var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnarkosninga fyrir rúmum áratug. Eftir margra ára dvöl er- lendis var ég í stöðu aðstoðar- borgarlæknis um skeið og er nú yfirlæknir Heilsugæzlustöðvar- innar í Fossvogi. Þessi störf krefjast verulegrar þátttöku í stjórnun, en þau gefa manni líka innsýn í mörg vandamál fólks.“ Á hvaða málaflokka ætlar þú að leggja áherzlu? „Ég held ég hafi áhuga á flestu, sem lýtur að velferð borgarbúa, en hef þó mesta reynslu og þekk- ingu á heilbrigðismálum og kvennapólitík. Auðvitað hef ég áhuga á mörgu þótt sérþekking sé ekki fyrir hendi og má þar nefna umhverfismál, skipulagsmál, uppeldismál og málefni lista," sagði Katrín. Stöndum saman að fenginni niðurstöðu — segir Margrét Einarsdóttir Gurevich vann maraþonskák og er nú einn efstur SF 750 þurrljósritunarvél DMITRI (iurevich hefur nú foryst- una á Reykjavíkurskákmótinu og er eini keppandinn sem hefur unnið all- ar þrjár skákir sínar. Þessi frábæra byrjun hins rúmlega tvítuga Banda- ríkjamanns, sem fluttist frá Sovét- ríkjunum fyrir tveimur árum, gekk þó ekki átakalaust fyrir sig, því skák hans við Elvar (iuðmundsson fór hvorki meira né minna en fjórum sinnum í bið. Hcnni lauk síðan í gær, þegar biðskákir frá fyrstu þremur umferðunum voru hreinsaðar upp með sigri Gurevich. Gott dæmi þess, hversu erfið þessi skák var, er að Elvar féll á tíma í 125. leik, einum leik áður en hann náði fimmtu tímamörkunum! Þá hafði skákin staðið í tólf og hálfa klukkustund og lengst af ver- ið jafnteflisleg, en Elvar lék af sér í 106. leik og eftir það var ekki hægt að halda taflinu. Þegar Elvar hafði lokið þessari skák, varð hann síðan að taka til við biðskák við Kogan, sem eins og Gurevich er landflótta Rússi, bú- settur í Bandaríkjunum. Þeirri skák lauk með jafntefli. í fjórðu umferð tefla þeir saman í toppbaráttunni, Gurevich og Bozidar Ivanovic, núverandi skákmeistari Júgóslavíu. Ivanovic átti einnig tvær biðskákir, aðra við Kaiszauri frá Svíþjóð, sem lauk með jafntefli eftir hátt á annað hundrað leiki og í hinni vann hann Magnús Sólmundarson. Viðureign þessara tveggja maraþonskák- manna verður án efa skemmtileg, ef þeir hafa þá náð að hvíla sig eftir að hafa teflt sjö klukkutíma daglega. Lokin á skák Gurevich pg Elvars voru afar skemmtileg. í þessari stöðu hafði Bandaríkjamaðurinn hvítt og átti leik: Svart: Elvar Guðmundsson Stöðumynd I Hvítt: Gurevich (Bandar.) 124. Kb6! — Hxe5, 125. Bc6+ og hér féll Elvar á tíma er hann var að leita að leið til að stöðva hvíta peð- ið. Vart þarf að taka fram, að eng- in slík leið fyrirfinnst í stöðunni. I þriðju umferðinni á fimmtu- daginn gerðist það að Jónas P. Er- lingsson var svo óheppinn að falla í gildru gegn Kogan í byrjuninni sem kostaði hann peð. Svart: Jónas P. Erlingsson Hvítt: Kogan (Bandar.) Síðasti leikur Jónasar var 9. — Rb8-d7? 10. Rxc6! — Bxc6, 11. exd5 — exd5, 12. cxd5 — Bb7, 13. d6 - Bxg2, 14. dxe7 — Dxe7. Nú hefur hvítur unn- ið peð, enda vann hann skákina um síðir, þrátt fyrir að Jónas berðist eins og ljón. Þessi skák er reyndar sérlega gott dæmi um það hversu lítil byrjanaþekking háir mörgum ís- lensku þátttakendanna á mótinu. Ef þeir sleppa hins vegar óskadd- aðir út í miðtaflið, standa þeir sig hins vegar oftast vel, þó við ofur- efli sé að etja. - ■ ■ ------------ fyrir allan venjulegan pappír... Sú smæstaíheimi! SF 750 Ijósritar á allan venjulegan pappír og flestan óvenjulegan, þykkan sem þunnan, krómaðan, hvítan, litaðan, teikni, glærur, eða þitt eigið bréfsefni. Hámarks framköllunargæði og sérstak- lega einföld í notkun. Innbyggð örtölva tryggir fullkomið eftirlit með viðhaldi og aðgerð. Sérstaklega ódýr í viðhaldi og rekstri. SF 750 hentar hvaða fyrirtæki sem er, — stóru sem smáu, vegna hentugleika og smæðar sinnar. SF750 STÆRÐ: 43X42 CM HÆÐ: 28 CM AÐEINS 32 KG. STÆRÐIR PAPPÍRS: Frá A6 — B4 ÞYNGD PAPPÍRS: Frá 60—160 g FJÖLDI EINTAKA: 10 st. á mínútu. Kannið verð og greiðsluskilmála. SF 750 — EIN AF FJÖLMÖRGUM FRÁ SHARP. ifiSk. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 17244 r *»f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.