Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 21 „Lómur hefur sig til nugs", æting frá 1917. Fuglar voru Lennart Segerstrále ætíd hugstæðir. Gömul mynd. Olíumálverk af fiskimönnum í finnska skerjagarðinum. Hluti af freskunni „Við lífsfljótið" frá árinu 1963. Þrír ættliðir listmálara: Hanna Frosterus, Lennart og Ulf Segerstrále. „Kristur". Vatnslitamynd frá árinu 1953. dapurlegu samtímaviðburðir í heiminum. Þar er að finna nýja myndbyggingu og þann hug- myndalega grundvöll sem átti eftir að einkenna list hans æ síð- an.“ Eftir síðari heimsstyrjöldina hófst tímabil stóru freskanna í list Segerstrále. Hann málaði altarisfreskur í kirkjur um allt Finnland og víða í Svíþjóð. I kringum 1960 málaði hann fresku í Sviss og 1964 málaði hann freskuna i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd að frum- kvæði séra Sigurjóns Guðjóns- son, en Loftur Bjarnason í Hval hf. kostaði verkið og gaf kirkj- unni. Lennart Segerstrále var mjög trúaður og kemur það fram í verkum hans, enda þótt þar megi jafnmikið sjá af veraldlegum og trúarlegum myndefnum. Sjálfur vitnaði hann iðulega í Jaques Maritain í þessu sam- bandi, en hann sagði einhverju sinni: „Það er ekki áríðandi fyrir kristinn listamann að skapa kristilega list, það er meira áríð- andi fyrir hann að vera kristinn og skapa góða list.“ Þrír ættlidir listmálara „Arið 1980 var haldin sýning á listaverkum eftir þrjá ættliði Segerstrále-ættarinnar, sem öll voru miklir listamenn. Það voru þau Hanna Frosterus-Seger- strále (1867—1946), sonur henn- ar Lennart og sonur hans Ulf Segerstrále (1916—1944). Þessi sýning vakti mikla athygli enda ekki algengt að slíkt listfengi gangi í erfðir í þrjár kynslóðir. Hanne Frosterus lærði í París á níunda tug síðustu aldar og varð þá fyrir miklum áhrifum af natúralismanum. Á æskuárum sínum hafði hún einhvern tíma látið í ljós þá ósk sína að fá að vera listmálari, húsmóðir og eignast tíu börn. Henni tókst það allt, nema hvað börn hennar urðu ekki fleiri en átta. í mynd- um sínum lýsir hún fyrst og fremst mannlífi innan veggja heimilisins. Sonarsonur hennar Ulf Seg- erstrále sem dó fyrir aldur fram í lok stríðsins, málaði hins vegar mest myndir í natúralískum anda af smágerðum fyrirbærum í náttúrunni, sem og af fólki. Þekktastur þessara þriggja ættliða listmálara af Seger- strále-ættinni varð þó Lennart og ég hef kynnst því á ferðum mínum með þessa dagskrá, sem ég hef gert um hann, að hann á ekki aðeins erindi til Finna eða Norðurlandabúa, sem þekkja þann grundvöll naíð sem hann byggir á í myndverkum sínum. Þegar ég sýndi dagskrána í Sviss fyrir nokkrum árum, voru meðal annarra viðstaddir all- margir Afríkubúar sem varla höfðu heyrt minnst á listamann- inn áður. Þeir urðu engu að síður djúpt snortnir af íist hans og sögu. Eg var vitanlega mjög ánægð- ur með þessar viðtökur bæði vegna þess að mér virtist að dagskráin hefði heppnast vel hjá mér og ekki síður fyrir hönd móðurafa míns sáluga." — SIB Valur Gíslason manns eða málefnis? Mér er nær að halda, að hann gæti ekki einu sinni strítt starfsbróður sínum af því að honum væri dálitið í nöp við hann. Ég heyrði Poul Reumert einu sinni segja þá sögu, að sig hafi langað til þess að ná sér dálítið niðri á einum kollega sín- um við Konunglega leikhúsið, enda sagðist hann hafa talið hann litinn leikara. Við skulum segja, að hann hafi heitið Hansen. Reumert sagðist einu sinni hafa hitt hann að morgni dags í leikh- úsinu og þá sagt við hann: „Það var skrítið, herra Hansen, en mig var að dreyma yður í nótt.“ „Það er merkilegt," sagði Hansen. „Hvað dreymdi yður?“ „Jú,“ sagði Reumert, „mér fannst ég vera dá- inn og vera kominn að Gullna hliðinu til Sánkti Péturs og ætlaði inn. En hann vildi ekki hleypa mér inn, þar væri ekkert pláss fyrir leikara. En ég grátbað hann um að lofa mér þó ekki væri nema að kíkja rétt sem snöggvast inn fyrir. Það féllst Sánkti Pétur loksins á. En þegar ég gægist inn fyrir, hvern sé ég þá nema yður, herra Hansen. Og þá segi ég auðvitað við Sánkti Pétur: „Þér sögðust ekki hafa neitt pláss fyrir leikara. En þarna sé ég herra Hansen." Þá segir Sánkti Pétur: „Herra Ha- nsen. Hann var aldrei neinn leik- ari.“ Valur Gíslason er áreiðanlega nógu gamansamur til þess að geta hafa sagt þetta, en hefði hann haldið, að hann særði með því kollega sinn, held ég, að hann hefði látið það ósagt. Þannig mað- ur er Valur Gíslason. Þetta veit auðvitað enginn betur en kona hans. Og það er ég líka handviss um, að ef hann væri ekki einmitt svona maður, þá hefði hann ekki eignazt jafngóða og merkiléga konu og Laufeyju Árnadóttur. Ef ég reyni að gera mér grein fyrir því, i hverju galdur listar Vals Gíslasonar er fólginn, kemur mér í hug atvik úr sögu málara- listarinnar. Picasso hélt einu sinni endur fyrir löngu sýningu í New York. Það var á hinu svo kallaða bláa tímabili hans, allt abstrakt, og hann hafði alltaf bláan gítar einhvers staðar á myndinni. Sum- ir gagnrýnendur sögðu sýninguna vera hneyksli. Aðrir sögðu, að þarna væri á ferðinni málari, sem yrði talinn mesti málari aldarinn- ar. Af þessu tilefni sendi ungt skáld þessa vísu til New York Times: Thuy say you play Iht* blut* títi it «•» r. Why don’l you play ihinijs as iht*y art*? And I rt*ply: Thinj’s as lht*y an*. art* t han^t'd upon Iht* lilut* ^uilar. Hliðstætt á við um Val Gísla- son. Með bláum gítar snilldarinn- ar í brjósti sínu breytir hann sjálfum sér á leiksviðinu í það, sem hann vill sýna okkur, án þess þó nokkurn tíma að hætta að vera Valur Gíslason. Ég sagði áðan, að Valur Gísla- son væri ekki aðeins mikill lista- maður, hann væri einnig mikill maður. Mig langar að endingu til að bæta því við, að mér hefur allt- af fundizt Valur Gíslason vera einn fárra íslendinga, sem með sanni væri hægt að nefna fyrir- mann, höfðingja, hann vera eins og brezkur aðalsmaður, eins og þeir gerast beztir, heldri maður í beztu merkingu þess orðs. Það er gaman að hafa fengið að kynnast slíkum manni, og ekki aðeins gam- an, heldur einnig lærdómsríkt. Ég veit, að ekki aðeins við, sem hér erum í kvöld, þökkum Val Gíslasyni fyrir list hans og fyrir kynnin af honum. Það gerir öll þjóðin. Með þeim orðum langar mig til þess að biðja ykkur að lyfta glösum og skála fyrir Val og Laufeyju.“ OPIÐ í DAG FRÁ 14—18 Nýja línan frá HAFA nú einnig fáanleg í hvítu Nýtísku HAFA baöinnréttingar í baöherbergið yöar. Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs. Einnig nýkomnar sauna-hurðir. VALD. POULSEN? SUDURLANDSBRAUT10 sími 86499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.