Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Einn dag velur kirkjan okkur til þess að minna sér- staklega á Biblíuna, og kallar því daginn Biblíudaginn. Á þetta sína hliðstæðu í því, að einn sunnudagur er kallaður bænadagur kirkjunnar, enda þótt ekki þurfi að taka það fram, að bænin er ekki tak- mörkuð við einn sunnudag, ekki að heldur neinn sérstakan dag, heldur en bænaiðjan hverjum degi ætluð. Svo mun það einnig vera, hvað Biblíuna sjálfa áhrærir, enda þótt einn dagur kirkjuársins beri heiti hennar. Allir dagar eiga að vera dagar Biblíunnar, ekkert síður en bænarinnar, þar sem Biblíuna þarf að lesa, hugleiða efni hennar og tengja hvoru tveggja bæninni. Og þessi annar sunnudagur í níuviknaföstu, þegar lestur Passíusálmanna er rétt kom- Biblíudagurinn: Bók inn af stað, er dagur Biblíunn- ar. Það er eðlilegt að svo sé, þegar litið er til guðspjalls dagsins. Það fjallar um sáð- manninn, sem dreifði sæðinu með hendi sinni víðs vegar, unz allt var komið þar yfir, sem hann hafði gengið. En hann virðist harla kærulaus, þessi sáðmaður, þar sem hann gætir þess ekki nógu vandlega, hvar sæðið hans fellur, og þess vegna er það útilokað, að hann nái þeim bezta árangri, sem hugsanlegur er. Jafnvel borg- arbúi, að maður tali nú ekki um meðal bónda, gæti því kennt honum margt. Þar væri hægt að benda á samsetningu gróðurmoldar, fjalla um ýmiss konar efni, sem þar þurfa að vera til staðar, til þess að vöxt- ur sæðisins verði sem bezt tryggður, og það er þá ekki sízt nauðsynlegt að huga að áburði, og hvernig bezt sé að blanda honum við gróðurmoldina, áð- ur en sæðið fellur. En nú fer vitanlega ekki milli mála, að sæðið í dæmi- sögunni er Guðs orð, og þá för- um við nærri um það, hver muni hinn margvíslegi jarð- vegur, sem þetta orð Guðs fell- ur í. Þar hljótum við að þekkja okkur sjálf. Hversu oft höfum við ekki verið eins og þyrnum þakin jörð, þegar orð Guðs hefur verið boðað okkur? Eða mætti kannski finna í huga okkar líkingu við hörku göt- unnar, sem gerir sáðkorninu ómögulegt að spíra og skjóta rótum? Og þekkjum við þá kannski líka frá einhverjum stundum, að við höfum verið eins og sá jarðvegur, sem bezt tryggir ávöxt með margföldun útsæðis, þegar allt það er til staðar, sem bezt tryggir árangur? Nei, lánsöm erum við, að sá sem sæðinu dreifir er ekki vandlátur, heldur gefur öllum hið sama tækifæri. Þakklát megum við vera, að hann velur ekki aðeins þá úr, sem mestar líkur finnast hjá um góðan ávöxt og þar með um góðan árangur. Hætt er við, að þá mundu mörg okkar verða af- skipt, sem í dag höfum nóg tækifæri til þess að taka í móti og vonandi þá einnig, einhvern tímann eða á vissum stundum, að verða svo næm fyrir hinu rétta samspili bænar og lest- urs, að líkja megi við þann jarðveg, sem skilaði mótteknu jafnvel hundraðföldu. En snúum okkur aftur að bókinni, þar sem sæðið hefur verið blaðfest og varðveitt. Gömul er hún, og ná rætur jafnvel miklu lengra aftur, heldur en til þeirra einstakl- inga, sem fyrst eru nafn- greindir til sögunnar. Með vissum rétti má segja það, að orð Guðs, sem Biblían varð- veitir, sé jafngamalt mannin- um sjálfum sem hugsandi ein- staklingi, þar sem maðurinn hlaut að fara að leita tilgangs með lífi sínu, um leið og hann fór að reyna að gera sér grein fyrir sjálfum sér, og þá leitaði hugur hans til upphafs, og þar tók hann til við að gera sér grein fyrir Guði. Vissulega var Og nú er ný Biblíuþýðing kom- in út og hefur verið kynnt. I 3ja hefti Kirkjuritsins 1981, sem Prestafélag íslands gefur út, er merk grein eftir dr. Þóri Kr. Þórðarson, þar sem hann veitir lesanda margvíslega hjálp til undirbúnings þess, að árangur fylgi þegar Biblían er skoðuð og lesin. Hún er nefni- lega ekki auðveld, og það er hægt að misstíga sig til fót- brots á síðum hennar, ef fyllsta aðgæzla er ekki viðhöfð og að því hugað, hvert stefnt er. Og um leið og ég bendi á þessa grein prófessorsins, þá harma ég það, að umræður ha- fa ekki verið meiri um þessa Biblíu-þýðingu og þessa tíundu útgáfu ritningarinnar á ís- lenzku en raun ber vitni. Von- andi er, að því valdi frekar virðing fyrir Biblíunni og þeim, sem þar hafa fjallað um, Guðs og manns sú mynd ófullkomin í upphafi, rétt eins og sköpunarfrásagan upplýsir í undurfögru ljóði sínu á upphafssíðum þessarar miklu bókar, þar sem það hef- ur löngu síðar verið skráð, sem fyrr hefur verið kveðið um í kyrrð kvöldsins og einn varð- veitt til að segja öðrum. Kannski þar hafi verið værð- arsöngur móður yfir barni sínu eða öldungur skilað sem arfi í hendur hinum ungu, þar til jöngu síðar, að það var fest í skráðu letri? Þær voru því furðulegar skammdegisumræðurnar um sköpun og trú í fyrra. Og engin furða, þótt maður spyrji sjálf- an sig um árangur fermingar- fræðslunnar, þegar fáfræðin kom þar svo átakanlega í ljós. Þar var svo margt, sem hryggði, af því að sumir virt- ust álíta, að við einhvern lest- ur í rúnum vísindanna, hefðu þeir öðlazt þann sannleika, að hann útilokaði trúna, og þeim var svo aftur svarað af öðrum, sem vildu taka hvern stafkrók og túlka hann þannig, að þar hefði Guð sjálfur lesið skrifara sínum fyrir og því mætti þar við engu hrófla og taka öllu sem jafnþýðingarmiklu, aðeins ef það fyndist á síðum hinnar helgu bókar. En Guð starfar ekki þannig, og fátt segir okkur það einmitt greinilegar en bókin hans sjálfs. Þar er ekki allt eins, þótt fjallað sé um sömu at- burði. Þar er ekki allt eins, þótt fjallað sé um sömu at- burði. Þar er ekki allt jafnt, ekki einu sinni allt fagurt og til eftirbreytni. Og þessu er einfaldlega þann veg farið, af því að Guð lætur sæði sitt falla víðar en þar, sem uppskeran er tryggð fyrirfram, og fyrir það höfum við von, öll, en ekki að- eins þeir, sem búa yfir hundr- aðföldum gróðurmætti. Opin- berun Guðs er ekki stein- runnin, hún er stöðug verð- andi, alltaf að fæðast, alltaf að þroskast, af því að við erum að breytast, og við erum kerið, sem djásnið varðveitir. Meðal annars vegna hins framanskráða er nauðsynlegt að endurskoða þýðingu á ritum Biblíunnar og framsetningu. heldur en áhugaleysi á Guðs orði. Og nú er dagur Biblíunnar og aðalfundur elzta íslenzka félagsins, Biblíufélagsins og er hann öHurr. opinn eins og fé lagið er sjálft. En allt starf þess miðar að því að gera Bibl- íuna handgengna sem allra flestum og veita um leið skýr- ingar og leiðsögn. Og það væri óskandi, að sem flestir þægju slíkt og margir Biblíudagar fylgdu. Hér er ekki fjallað um löngu liðna viðburði, heldur sýnir bókin okkur hin lifandi Guð að starfi og í hinni hæstu opinberun sonarins sjálfs. En hún sýnir okkur líka manninn, sköpun Guðs. Ekki aðeins manninn í árdaga eða fyrir öldum, heldur manninn eins og hann er í dag, með dyggð sinni eða brestum, með hörku sinni eða kærleika, með trú sinni eða sjálfselsku. Ný Biblíu-þýðing'kemur með ný orð, og það er eðlilegt og nauðsynlegt, tímarnir breytast og málið með. En eitt er þó óbreytanlegt, og það er Orðið, sem við fögnum ekki aðeins á helgum jólum, heldur allt árið, því Orðið er Jesús. Hann er óbreytanlegur, af því að kær- leikurinn breytist ekki, af því að Guð er hinn sami frá eilífð til eilífðar. Vegna hans er Biblían til, en ekki hann vegna hennar. Opinberunin felst þess vegna aldrei í bókstaf, hún er í andanum, sem sveigist til sam- ræmis við allt það, sem lifir, og til samræmis við skilning kynslóðanna. Sáðmaðurinn var ekki hirðulaus, hann var kærleiks- ríkur, svo að allir gætu fengið, en ekki aðeins hinir „beztu“. Okkur er fengið sáðkornið í bók Guðs, þannig kynnumst við honum og okkur sjálfum um leið. Biblíudagurinn er því ekki síður dagur mannsins, ekki hins steinrunna manns, heldur mannsins, sem í dag gengur um götur, breyskur en þó með von, harður, en þó þess umkominn að taka á móti sæð- inu, svo að ávöxtur þess verði sýnilegur. Trúin vex nærð af anda Guðs, sú næring felst í bókinni hans í samfélagi kirkj- unnar. MATVÖRUBÚÐ TIL LEIGU Matvörubúö í góöu hverfi í Reykjavík til leigu, góö velta, miklir framtíðarmöguleikar. Mjög góö bíla- stæöi. Tilboö sendist Morgunblaöinu fyrir 18 þ.m., merkt: „Góö sala — gott hverfi — 8372“. Dýralæknir Viötalstímar daglega eftir umtali. Helga Finnsdóttir, dýralæknir, Skipasundi 15, sími 37107. Verðlækkun á veióarfærum Viö bjóðum nú verulega verölækkun á útgerö- arvörum frá COTESI í Portúgal, svo sem botn- vörpuneti til afgreiöslu beint úr Tollvöru- geymslu, tilbúnum botnvörpum og hlutum í þær, blýteinum fyrir þorskanet, bólfæraefni, landfestatógi o.fl. Símar 13480 — 15953. HF. GENGI VERÐBRÉFA 14. FEBRÚAR 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Sölugengi pr. kr. 100.- RÍKISSJÓÐS: 1970 1. flokkur 7.537.49 1970 2. flokkur 6.053,36 1971 1. flokkur 5.332,33 1972 1. flokkur 4.667,11 1972 2. flokkur 3.961,07 1973 1. flokkur A 2.907,95 1973 2. flokkur 2.678.46 1974 1. flokkur 1.849,12 1975 1. flokkur 1.515,89 1975 2. flokkur 1.141,84 1976 1. flokkur 1.081,87 1976 2. flokkur 869,23 1977 1. flokkur 807,33 1977 2. flokkur 675,99 1978 1. flokkur 550,90 1978 2. flokkur 434,79 1979 1. flokkur 367.64 1979 2. flokkur 285.27 1980 1. flokkur 215,70 1980 2. flokkur 170,12 1981 1. flokkur 149,27 1981 2. flokkur 111,80 tryanin*..«m»risk»rteina umfram verö- Iryg^^!! «3.2-6%. VERDTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Innlausnarverd Sedlabankans m.v. 1 árs tímabil frá: 05.02. 1982 5.835,90 25.01. 1982 4.490,55 25.01. 1982 2.578,29 10.01. 1982 1.456,40 25.01. 1982 1.098,93 10.03. 1982 1.046.64 25.01. 1982 836.35 25.03. 1982 780.59 VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEDSKULDABRÉF MEÐ LANSK JARAVÍSITOLU: A — 1972 2.672,19 Sölugengi m.v. nafnvexti Avöxtun B — 1973 2,178.83 2*/a% (HLV) umfram C — 1973 1.853,02 1 afb./ári 2 afb./ári verðtr. D — 1974 1.571,33 1 ár 95.79 96.85 7% E — 1974 1.074,85 2 ár 93,83 94,86 7% F — 1974 1.074.85 3 ár 91,95 92,96 7% G — 1975 712,98 4 ár 90.15 91,14 7% H — 1976 679,38 5 ár 88.43 89,40 7% I — 1976 516,91 6 ar 86.13 87.13 7%% J — 1977 480.98 7 ár 84.49 85.47 7V«% Ofanskráð gengi er m.v. 5% ávöxtun 8 ar 82.14 83.15 7Va% p.á. umfram verðtryggingu auk vinn- 9 ar 80,58 81,57 7 V?% ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- 10 ár 77,38 78.42 8% in út á handhafa. 15 ár 70.48 71.42 8% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOOSSÖLU mbiKniMMNiM ísumim ma VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.