Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 45 Sjötug f dag: Svava Ólafsdótt- ir - Aftnæliskvedja Það er næstum því ótrúlegt, að hún Svava Ólafsdóttir Eskihlíð 26 skuli í dag vera orðin sjötug. Svo ung er hún enn í anda, glöð og reif, að beint lægi við að vefengja aldur hennar, ef hann stæði ekki svart á hvítu í kirkjubókunum. Á þessum merkisdegi ævi hennar er mér bæði ljúft og skylt að flytja henni hugheilar afmælis- og árnaðar- óskir mínar og fjölskyldu minnar með alúðarþökk fyrir kynnin góðu, samvinnu og samstarf um 11 ára skeið. Svava Ólafsdóttir er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og upp- alin í hjarta bæjarins við Austur- völl, dóttir Þóru Bjarnadóttur og Ólafs Kárasonar kaupmanns á ísafirði. Svava ólst upp hjá Gróu, móðursystur sinni og Þorvaldi Þorvarðssyni, prentsmiðjustjóra og hefur alið allan aldur sinn hér í Reykjavík, ef undan er skilinn smátími, er hún dvaldist hjá móð- ur sinni og stjúpföður norður á Húsavík. Snemma kom í ljós að Svava var prýdd mörgum góðum kostum, er gerðu hana að eftirsóknarverðum samferðamanni á lífsveginum. Gáfuð er hún og glaðvær, listræn og söngelsk og félagslynd og fórn- fús með afbrigðum, í fáum orðum sagt flestum þeim kostum búin sem eina konu mega prýða. Hinn 6. júní árið 1931, þá 19 ára að aldri, giftist Svava Jökli Pét- urssyni málarameistara, miklum hæfileika og drengskaparmanni og stóð sambúð þeirra í tæp 42 ár, en mann sinn missti Svava 27. maí árið 1973. Þau hófu búskap með tvær hendur tómar, en rík af mann- kostum og bjartsýnni trú á lífið og úrkosti þess og með dugnaði, reglusemi og nýtni blómgaðist brátt hagur þeirra í farsælu hjónabandi, þar sem hamingjusól- in skein í heiði. Lengst af stóð heimili þeirra í eldri hluta borgar- innar en um árið 1965—1966 flutt- ust þau upp í Árbæjarhverfið, þar sem þau reistu sér fallegt hús að Fagrabæ 11. Ógleymanlegt verður okkur vinum Svövu heimili þeirra hjóna. Þar vitnaði allt jafnt úti sem inni um reglusemi, snyrti- mennsku og smekkvísi húsbænd- anna og listræn viðhorf og hand- bragð þeirra. Þar ríkti menning- arlegt andrúmsloft, góðhugur og Reyðarfjörður: Sigurjón Olason formaður Sjálf- stæðisfélagsins Reyðarfirði, II. febrúar. AÐALFIJNIHJR Sjálfstæðisfélagsins var haldinn 31. janúar, þar sem ný stjórn var kosin. Formaður er Sigurjón Olason, meðstjórnendur eru Arnþór Inirólfsson, Páll Klísson, Markús < Juð hrandsson og Þorvaldur Aðalsteins- son. í kjördæmisráð voru kjörnir Hilmar Sigurjónsson og Jónas Jónsson. Skráðir félagsmenn eru nú 34. — Gréta AtGLYSINGA SÍMINN KR: glaðværð, greiðasemi og gestrisni. Og þessa alls nutu þeir hinir mörgu, sem sóttu þau hjónin heim og áttu með þeim ánægjustund á fallegu heimili þeirra og hver fór ekki glaðari í bragði og ríkari í huga af þeirra fundi. Svo rúmgott og skilningsríkt var hjarta þeirra. Og Svövu er það svo eðlislægt að kæta og gleðja og sjá broslegu og björtu hliðarnar á tilverunni, en henni er ekki síður lagið að sætta, hugga og græða, svo næm er hún á hagi annarra og kjör. I þeim efnum brást henni sjald- an ratvísin að mannlegu hjarta. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið, sem allir eru á lífi, hinir gjörvulegustu menn, en þeir eru: Ingólfur, málarameistari, Garðar bankagjaldkeri og Stefán Gunnar kennari. Auk drengjanna þriggja fæddist þeim meybarn sem kom andvana og aldrei fékk litið dags- ins ljós. Kynni okkar Svövu hóf- ust, er ég kom í ársbyrjun 1971 til starfa í Árbæjarsöfnuði og ég hafði ekki lengi dvalist í Árbæn- um, er mér varð það ljóst, að Svava og Jökull voru aðaldrif- fjaðrirnar í öllu félagslífi hverf- isbúa og vart hægt að hugsa sér samkomuhald og gleðistundir án þeirra því að alls staðar voru þau hrókar alls fagnaðar, glettin, gam- ansöm og skemmtu með gaman- málum. Svövu var svo einstaklega lagið að hýrga, gleðja og kæta með græskulausu gamni og kímni. En Svava sá einnig og ekki síður alvarlegri hliðar lífsins og allan þarfan og góðan félagsskap studdi hún með ráðum og dáð. Og það munar um mannkostakonur á borð við Svövu þar sem þær veita lið. Árbæjarsöfnuður átti í henni og þeim hjónum báðum einlæga hollvini, sem bezt kom í ljós er undirbúin var bygging safnaðar- heimilisins. Þar reyndust þau hin- ir traustustu liðsmenn í hvívetna og hvöttu með ráðum og dáð til framkvæmda. Það fór ekki hjá því að svo fé- lagslynd og ósérhlífin kona sem Svava er lenti í ýmsum félags- störfum. Þegar Kvenfélag Árbæj- arsóknar var stofnað árið 1968 var hún óðar komin í nefndarstörf og stjórn og formaður félagsins var hún um skeið og dreif starfið áfram með dugnaði sínum og krafti og smitandi áhuga. Og þeg- ar eiginkonur málarameistara stofnuðu með sér félagsskap var Svava kjörin formaður og var svo lengi. Ófáar eru þær ráðstefnurn- ar, sem Svava sótti fyrir hönd þess félags bæði hér heima og erlendis og marga vini eignaðist hún í öðr- um löndum eftir þessar ferðir. Svava hefur ævinlega haft mik- ið yndi af tónlist og fögrum söng og sjálf hefur hún um langt árabil sungið með kórum hér í borginni. Óhætt er því að fullyrða að Svövu þurfti aldrei að leiðast af verk- efnaskorti. Eitt vekur aðdáun, hversu mörgu hún komst yfir að sinna. Svo virtist sem Svava hefði alltaf tíma fyrir alla og fjölþætt- um störfum sínum gegndi hún með sama lifandi áhuganum og glaða og góða huganum. Ég og fjölskylda mín eigurri Svövu ótalmargt gott að þakka frá liðnum samvistarárum, sem ég minnist nú með miklu þakklæti. Ég þakka Guði mínum fyrir að hafa eignast hana að samstarfs- manni og vini og bið hann að blessa henni ókomin æviár. Svo ung er Svava enn í anda, að ekki á hér við að tala um ævikvöld. Og því segi ég: Megi síðari hluti ungl- ingsáranna þinna Svava, verða þér bjartur og heiðríkur í ætt við birt- una og gróandann eins og líf þitt hefur verið fram að þessu. Lifðu heil Guðmundur Þorsteinsson baðinnréttingar í öllum málum og gerðum **í***' ! Eigum fyrirliggjandi sturtuklefa og hurðir fyrir sturtubotna. Ofnþurrkaður furupanill og furubitar í loft á lager til afgreiðslu strax. sýningarsalur Höfum opnað nýjan sýningarsal þar sem við sýnum: eldhúsinnrétt- ingar, klæðaskápa, baðinnrétt- ingar o.ffl. Hagstætt verð. Leitið tilboða. Góðir greiðsluskilmálar og stuttur afgreiðslufrestur. Heimsækið okkur í sýningasal okkar. Tréval hf. "=» Nýbýlavegi 4, Kópavogi, sími 40800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.