Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 37 l»otta kort er úr riti, sem gefið var út af „Efterretningstjeneste" danska hersins í júlí 1980 og fjallar um árásarleiðir Varsjárbandalagsins gegn Danmörku. Kortið sýnir aðstöðuna við Eystrasalt og ferðir og æfingar á vegum Varsjárbandalagslandanna. Síðastliðið haust efndu Varsjárhandalagslöndin til víðtækustu æfinga sinna á Eystrasalti til þessa. Á fundinum með Knud Jörgensen kom fram, að mestu landgönguæftngarnar fóru fram á svipuðum slóðum og 1970, en þar eru staðhættir mjög Ifkir og á Sjálandi. fram til starfa í hernum, einkum flotanum. Komi til átaka eða séu um það gefin sérstök fyrirmæli á spennutímum, munu herstjórnir NATO taka að sér að stjórna vörn- um Færeyja. Danska herstjórnin í Færeyjum gegnir þessum skyldum á friðar- tímum: — Gæsla á yfirráðasvæði Færeyja á sjó og landi. — Gæsla fullveldis með því að koma í veg fyrir að brotið sé gegn færeyskum réttindum á sjó eða landi og dansk-færeyskum hags- munum. — Eftirlit með fiskveiðum, gæsla innan fiskveiðilögsögu Færeyja og samstarf við slysavarnaþjónustu landstjórnarinnar. — Leitar- og neyðarþjónusta. — Hvers konar aðstoð við stjórn- völd í Færeyjum. A stríðstímum eru skyldurnar þessar: — Að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að verjast hugsanlegri árás eða annars konar ásókn. — Flotastjórn siglinga og flota- stjórn fiskveiða. Flotinn hefur aðstöðu í Þórs- höfn á Færeyjum og þar er einnig ratsjárstöð til eftirlits með flug- vélum. Þessi stöð er nátengd loft- vörnum Stóra-Bretlands og nær- liggjandi svæða. Eitt eftirlitsskip með þyrlu er ávallt í Færeyjum til að sinna landhelgisgæslu og einn- ig eftirlitskútter. Flugvélar létta af og til undir með skipunum við eftirlitsstörfin. Grænland Grænland er hluti af því svæði, sem heyrir undir Vestur- Atlantshafsflotastjórn SACL- ANTs. A friðartímum fer ég með æðstu stjórn hermála á Græn- landi eins og í Færeyjum. 1951 gerðu Bandaríkjamenn og Danir með sér varnarsamning um Græn- land. Samkvæmt honum leggja Bandaríkjamenn til liðsafla til varnar Grænlandi í samræmi við nauðsyn hverju sinni. Bandarískir hermenn eru nú með stöðvar í Thule og Syðra-Straumfirði — þar starfa danskir tengslaforingjar, sem tyggja sambandið milli Bandaríkjamanna og dönsku her- stjórnarinnar á Grænlandi. A friðartímum gegnir her- stjórnin á Grænlandi þessum skyldum: Eftirlit á landi, sjó og í lofti. Leitar- og björgunarþjónusta. Eft- irlit með fiskveiðum. Fjarskipti. Eftirlit með nýtingu náttúruauð- linda. Aðstoð við vísindaleiðangra og aðra leiðangra. Miðunarþjón- usta fyrir skip og flugvélar. Is- könnun og leiðsögn fyrir skip á hafíssvæðum. Vöruflutningar. Að- stoð við almennar siglingar og einstakar byggðir o. fl. Samstarf við grænlensk yfirvöld. Á stríðstímum gegnir her- stjórnin á Grænlandi þessum skyldum: Eftirlit á landi, sjó og í lofti. Varnir grænslensks yfirráðasvæð- is. Flotastjórn siglinga og fisk- veiða. Nýting skipa og flugvéla í einkaeign. Samræming á nýtingu fjarskiptatækja. Herstjórnin á Grænlandi hefur aðsetur í Grönnedal, sem er í suð- vestur hluta Grænlands. Hún ræður yfir tveimur eftirlitsskipum búnum þyrlum og þremur eftir- litskútterum. Á sumrin fær hún einnig til ráðstöfunar 4 sérsmíð- um mælingaskip. Ein flugvél af gerðinni C—130 Hercules er ávallt á Grænlandi og er heimavöllur hennar í Syðra-Straumfirði. Vélin sinnir einkum ískönnun, landhelg- isgæslu og birgðaflutningum. Sleðaflokkurinn SIRIUS hefur aðsetur í Daneborg á austurströnd Grænlands. I flokknum eru 6 hundaeyki, auk þess ræður hann yfir vélbátum. Sleðaflokkurinn heldur uppi gæslu í óbyggðum á norðaustur og norður hluta Græn- lands. Við störf sín nýtur hann stuðnings frá Station Nord, þar sem nokkrir hermenn eru allan ársins hring og halda opinni flugbraut. Eins og af þessu má sjá er ekki mikill liðsafli undir herstjórninni á Grænlandi, síst af öllu, ef tekið er mið af því, hve gífurlega stórt landið er. Hlutfallslega eru Danir þó á friðartímum virkari í gæslu á Norður-Atlantshafssvæðinu sjálfu en margar aðrar aðildar- þjóðir NATO. Með þessu starfi stuðla Danir að upplýsingaöflun um ferðir frá Varsjárbandalags- löndunum á þessum slóðum. Lokaorð Með hliðsjón af þeirri ógn, sem að okkur steðjar, hef ég leitast við að draga saman höfuðþættina í dönskum varnarmálum og lýst því, hvernig við reynum að leysa þau verkefni, sem á okkur hvíla. Ég tel, að fyrir Dani hafi sam- starfið innan Atlantshafsbanda- lagsins þróast í þá átt, að sam- vinnan um lausn einstakra verk- efna verði sífellt mikilvægari. í suðri hefur samvinna Dana og Þjóðverja um varnir Slesvíkur og Holtsetalands, Jótlands, eyjanna og siglingaleiðanna haft það í för með sér, að bandamenn okkar skerast vafalaust í leikin, verði Danmörku ógnað. Á sama hátt hefur samvinna Dana og Banda- ríkjamanna styrkt öryggið á norð- urslóðum. Samstarfið í varnar- málum á Norður-Atlantshafi er sér í iagi mikilvægt, og fyrir Danj skiptir Island sköpum, þegar hug- að er að daglegu starfi á Græn- landi og samgöngum við það. Dugi viðbúnaður okkar ekki til að koma í veg fyrir styrjöld og aukist spennan á þessu sameigin- lega svæði okkar, ræður úrslitum, hvort okkur tekst að flytja liðs- auka á vettvang. Við þær aðstæð- ur gegnir ísland lykilhlutverki ekki síst til að halda opnum sigl- ingaleiðunum frá Norður-Amer- íku til Norður-Evrópu — og jafn- framt til Færeyja og Grænlands. Varnir í Suður-Danmörku skipta á hinn bóginn sköpum fyrir varnir víglínunnar í Mið-Evrópu, fyrir varnir Suður-Noregs og fyrir varnir hinna mikilvægu siglinga- leiða um suðurhluta Norðursjávar og Ermasund. Bæði eru lönd okkar því mjög mikilvæg fyrir varnir Atlants- hafsbandalagsríkjanna, þegar lit- ið er til lokunar „sundanna" (GIUK-hliðsins og út úr Eystra- saltinu), án þess að loka þeim verður lífæð NATO, leiðin yfir Atlantshafið, ekki varin. Kortið er úr ritinu Gll'K hliðið og sýnir DEW-línuna svonefndu, sem er ratsjárkeðja frá Kanada um Gramland, ísland og Færeyjar til Hjaltlandseyja. Myndin er einfölduð og sýnir aðeins tvær af fjórum ratsjárstöðvum á Grænlandi. Hæstiréttur: Ógildi kosninga í Geithellna- hreppi staðfest SÍÐASTLIÐINN þriðjudag féll dómur í Hæstarétti þar sem staðfest var ógilding kosninga í Geithelinahreppi í Múlasýslu 25. júní 1978 og var þar með endir bundinn á fjögurra ára þrætu í hreppnum. Dómur Hæstaréttar er merkilegur að því leyti, að mál verða ekki tekin undan dómstólum nema gegn skýrri lagaheimild og var þannig hrundið liðlega aldargamalli venju um, að sveitarstjórnar- kosningar séu endanlega úr skurðaðar af stjórnvöldum; það er að skjóta megi úrskurði ráð- uneytisins undir dómstóla. Hér var um prófmál að ræða. F'orsaga málsins er sú, að 10. júní 1978 fóru fram kosningar í Geithellnahreppi og voru þær kærðar til félagsmálaráðuneyt- isins. I september 1978 úrskurð- aði ráðuneytið kosninguna ógilda. Að nýju. var kosið til hreppsnefndar og sýslunefndar 10. júní 1979. Aðaláfrýjendur reistu kröfu sína um ógildingu kosninganna 25. júní 1978 á þrenns konar annmörkum. í fyrsta lagi, að oddviti hafi rofið pakka þann með kjörseðlum sem kom frá prentsmiðju í Reykjavík. í öðru lagi, að kjörseðill hafi verið úr svo þunnu efni, að sjá mátti í gegnum hann þó tvíbrotinn væri. Þetta hafi valdið því, að eigi hafi verið tryggt að kosning hafi ver- ið leynileg og í þriðja lagi reistu aðaláfrýjendur kröfu sína um ógildingu, að sami kjörseðillinn hafi verið notaður til kosningar hreppsnefndar og sýslunefndar og svo úr garði gerður, að ekki hafi verið skilmerkilega greint, að um sjálfstætt kjör hafi verið að ræða til hreppsnefndar ann- ars vegar og sýslunefndar hins vegar. Gagnáfrýjendur kröfðust þess, að viðurkennt yrði með dómi gildi hreppsnefndarkosn- inganna 10. júní 1978 og að úr- skurður félagsmálaráðuneytis- ins frá 5. september 1978 yrði felldur úr gildi og jafnframt að felldur verði úr gildi úrskurður ráðuneytisins frá 3. ágúst þess efnis, að kosningarnar 10. júní 1979 eigi að standa óhaggaðar. Hæstiréttur úrskurðaði varð- andi þessi atriði, að hvað fyrsta lið áhræri, þá hafi eigi verið sýnt fram á, að um misferli með pakkann hafi verið að ræða. Um annan lið úrskurðaði Hæstirétt- ur, að kjörseðill hafi eigi verið svo úr garði gerður, sem lög áskilja. Og varðandi þriðja lið úrskurðaði Hæstiréttur, að ekki hafi verið skilið greinilega á kjörseðlinum milli frambjóð- enda til hreppsnefndar og sýslu- nefndar. Hæstiréttur staðfesti á þessum forsendum niðurstöðu héraðsdóms um, að kosningin 25. júní 1978 skyldi ógild. Lögmaður aðaláfrýjenda var Haraldur Blöndal, hrl., en lög- maður gagnaðila var Baldur Guðlaugsson, hrl. Jllorpnnlilntiiíi AIGLYSINGA SÍMINX ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.