Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 t Litli sonur okkar, MAGNÚS ÖLVER, lést aðfaranótt 8. febrúar. Jarðarförin hefir fariö fram í kyrrþey. Sólveig Margrét Magnúsdóttir, Kristján Sígurðsson. t Maðurinn minn og faöir okkar, GUDLAUGUR GUOMANNSSON, Þorsteinsgötu 19, Borgarnesi, sem lést af slysförum 8. febrúar sl., veröur jarðsunginn frá Borg- arneskirkju þriöjudaginn 16. febrúar kl. 14.00. Helga Haraldsdóttir og börnin. t Utför TORFHILDAR TORFADÓTTUR, Nönnustíg 14, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 15. febrúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Guólaugur Jónsson og börn. Torfhildur Torfa- dóttir - Minning Fædd 8. mars 1913 Dáin 5. febrúar 1982 Mánudaginn 15.2. nk. verður Torfhildur Torfadóttir jarðsett frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, en hún lést 5. feb. sl. eftir langa og þjáningafulla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún var dóttir Sigur- bjargar Sigurðardóttur, ættaðrar „yaf Vatnsleysuströnd, og Torfa ' Jónssonar, ættaðs úr Borgarfirði. Torfhildur, eða Hildur eins og hún var ævinlega kölluð, ólst upp á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd hjá fósturforeldrum sínum, Stein- unni Helgadóttur og Eyjólfi Jónssyni. Kynni okkar Hildar og ævilöng vinátta hófst þegar í barnæsku á Ströndinni, þar sem við vorum sessunautar í skóla og fermingar- systur. Eftir að við höfðum hvor um sig stofnað heimili höguðu ör- lögin því svo til að við urðum nágrannar í Vesturbænum í Hafn- arfirði og allt til hinstu stundar héldust með okkur náin kynni sem aldrei féll skuggi á. Hildur var alla tíð einstaklega greiðvikin og veitul kona. Góð- gerðir hennar og gjafir til þeirra sem minna máttu sín voru oft meiri en lítil efni hennar eigin heimilis leyfðu, ekki síst á fyrstu búskaparárunum, kreppuárunum, þegar þröngt var í búi hjá flestum. Þó voru góðverk hennar á fárra vitorði, enda var það fjarri Hildi að flíka því sem hún gerði öðrum til góða. Allt þar til heilsan bilaði var Hildur þrekmikil og dugnaðar- forkur til allra verka. Á uppvaxt- arárunum heima hjá fósturfor- eldrunum, sem hún minntist ávallt með hlýju, kappkostaöi hún að verða sem mest að liði og gekk oft til verka sem að öðru jöfnu þóttu ekki á færi unglingsstúlku. I sínum eigin búskap, í hlut- verki sjómannskonunnar, sinnti hún heimili og börnum af alúð auk þess sem hún vann mikið utan heimilisins. Eftirlifandi eiginmaður Hildar er Guðlaugur Jónsson. Þau hófu búskap í Hafnarfirði 1934, en þá og lengi síðan starfaði Guðlaugur sem sjómaður. Þau eignuðust 4 börn sem öll urðu myndar- og t Utför móöur okkar, GUDNYJAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Sörlaskjóli 22, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 16. febrúar kl. 1.30. Sigrún Gunnarsdóttir, Pétur Sv. Gunnarsson. t Utför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR, Hátúni 10 A, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag 16. febrúar kl. 13.30. Inga Frantz, John Frantz, Haraldur Lýðsson, Ólöf Sveinsdóttir, Guðrún Lýðsdóttir, Þorsteinn Frióriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför eiginmanns mins, föður og stjúpfööur, VILHJÁLMS JÓNSSONAR vélstjóra, Álftamýri 48, veröur gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Agatha H. Erlendsdóttir og börn. t Útför mannsins míns, föður, tengdafööur og afa, ÞORGILSAR BJARNASONAR, Laugavegi 11, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 16. febrúar 1982 kl. 10.30 f.h. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á sjúkrasjóð Sjómannafélags Reykjavíkur. Hóimfríöur Benediktsdóttir, Sigvaldi S. Þorgilsson, Ástríöur Johnsen, Hólmfríöur Sigvaldadóttir, Jón Arason, Inga Dóra Sígvaldadóttir, Anna María Sigvaldadóttir, Þorgils Már Sigvaldason. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför sonar okkar, unnusta, bróöur, mágs og fraenda, HANNESAR KRISTINS ÓSKARSSONAR, Ásavegí 30, Vestmannaeyjum. Sigriöur Siguröardóttír, Óskar Elías Björnsson, Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Ármann Óskarsson, Guðrún Óskarsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Auðberg Ólí Valtýsson, Óskar Elías Óskarsson, Guöný Oskarsdóttir, Ármey Óskarsdóttir, Sigurður Sigurbergsson og systkinabörn. Aslaug Agústsdótt- ir — Kveðjuorð „Hversu yndislegir eru á fjöll- unum fætur fagnaðarboðHns, sem friðinn kunngjörir, gleðitíðindin flytur, hjálpræðið boðar og segir við Zion: Guð þinn er sestur að völdum." Þessi orð frá Jesaja-spádóms- bók grípa hug minn, er ég meó örfáum þakkarorðum vil minnast kærrar húsmóður minnar, for- stöðukonu KFUK og prestskon- unnar frú Áslaugar Ágústsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur eftir langt og farsælt ævistarf. Hún er nú komin heim í dýrðina hjá þeim Drottni og Frelsara, sem hún elsk- aði og þjónaði hér. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að þjóna um stundarsakir á heim- ili þeirra hjóna, frú Áslaugar Ág- ústsdóttur og vígslubiskups sr. Bjarna Jónssonar. Ég hef svo margs að m innast frá heimili þeirra hjóna, en aðeins fátt eitt mun ég rifja upp hér. Sérstaklega er mér minnisstætt, hvernig þau prestshjón unnu öll sín störf með virðingu fyrir einstaklingnum, af alúð og einlægni hjartans og há- tíðleik og glæsibrag. Ég minnist allra prestsverka, sem fram fóru á heimili þeirra. Óhætt er að segja, að heimili þeirra hjóna var önnur kirkja sr. Bjarna. Þar komu ein- stæðir hæfileikar frú Áslaugar vej fram og nutu sín. Hún var með afbrigðum hlý í viðmóti við alla, sem að garði bar og tók á móti þeim með reisn. Hún jók á hátíð- leik og yndisleik allra athafna heima fyrir með frábæru píanó- spili og söng. Ég minnist páskamorgnanna, er hús þeirra hjóna fylltist af fólki eftir morgunmessu. Þá var öllu starfsfólki kirkjunnar og skyld- fólki boðið í kaffi. Þetta voru ánægjulegar stundir. Frú Áslaug var í mínum augum hin aðdáunar- verða og fullkomna prestskona, sem fylgdi manni sínum við nær öll hans prestsverk. Ég hugsaði oft, að þessi kona ætti að halda námskeið og kenna ungum prestskonum listina að vera hin þjónandi prestskona. Ég minnist morgunstundanna, þegar frú Ás- laug safnaði öllu heimilisfólkinu inni í stofu, þar sem sr. Bjarni beið með opna Biblíu og hafði síð- an helgistund með því. Ég minnist og hve létt var að vinna, þegar tónar stórmeistaranna bárust til mín frá stofunni, þar sem prests- t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall eigin- manns míns, fööur, sonar og bróöur, JÓNS VATTNES KRISTJÁNSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir góöa læknishjálp og hjúkrun. Sigríöur Brynjúlfsdóttir, Dagur Tómas Vattnes, Lovísa Vattnes, Kristján Vattnes og systkini. t Alúóarþakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför systur, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGFRÍDAR SIGURDARDÓTTUR frá Patreksfiröi, Torfufelli 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum viö læknum, hjúkrunarliöi og ööru starfs- fólki á Vífilsstaöaspítala, fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Jóhanna Siguröardóttir, Erla Jennadóttir Wiium, Vilhelm G. Kristinsson, Sigfríöur Inga Wiium, Margrét Sigrún Wiium, Jenný Hugrún Wiium, Stefanía Gunnlaug Wiium, Kristján Wiium, Ásgerður Ágústsdóttir, Kjartan Bjarnason, Alexandro Harrera, Þorsteinn Hansen, Elín Ósk Wiium og barnabarnabörn hinnar látnu. dugnaðarfólk: Sverri kvæntan Hrafnhildi Steindórsdóttur, Eyst- ein, kvæntan Ólöfu Gunnarsdótt- ur, Ástu gifta Einari Ólafssyni, og Margréti, gifta Unnþóri Stefáns- syni. Á kveðjustundinni eru mér efst- ar í huga þakkir fyrir góð kynni frá mér og minni fjölskyldu og hennar fjölskyldu bið ég allrar biessunar. ..Kar þú í friúi fridur i .uds þíg blessi, hafúu þökk fyrir allt og atlt." (Vald. Briem) •'Kagnhildur Magnúsdóttir frúin lék á hljómborðið af sinni frábæru leikni. Eða hvað það ha- fði notaleg áhrif á mig að sjá frú Áslaugu lesa í Nýja testamentinu, er hún tók sér hvíldarstund eftir að vera úti með manni sínum við prestsverk. Og ekki má gleyma því, hve þau hjón voru góð við þá sem minna máttu sín og voru und- ir í lífsbaráttunni. Frú Áslaug var forstöðukona KFUK um langt árabil, og í því félagi áttum við langt og ánægju- legt samstarf. Okkar góða sam- starf hélst eftir að ég fór að vinna á skrifstofu KFUK. Þá var oft gott að leita til hennar. Henni var lagið að leysa úr mörgum vandanum. Sem forstöðukonu KFUK, minnist ég hennar sem hins trúfasta, trausta og virðingarverða ieið- toga, sem vildi gera allt vel og þráði það eitt að sjá vöxt í starf- inu, sjá Guðs ríki koma með krafti. Það var áhugamál þeirra hjóna. Ég minnist síðustu orða frú Áslaugar í KFUK. Mig minnir, að það væri á aðalfundi, en þá hvatti hún og áminnti KFUK-konur að hleypa ekki heimsandanum inn í starf KFUK. Oft þurfti sr. Bjarni að halda uppi málsvörn fyrir fagn- aðarerindið meðan hann var for- maður KFUM. Það er mannbætandi að kynnast og starfa með hreinlyndu, göfugu og góðu fólki. Ég þakka Guði mín- um af hjarta fyrir að hafa fengið að kynnast svo náið vígslubisk- upshjónunum og fjölskyldu þeirra. Ég þakka ykkur öllum í fjölskyld- unni góð kynni um leið og ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið ykkur blessunar Guðs. Við sam- gleðjumst yfir því, að frú Áslaug er komin heim að hásæti náðarinn- ar, þakkandi og lofsyngjandi Guði ásamt hinum himneska skara, segjandi: „Honum sem í hásætinu situr og lambinu sé lofgjörðin og heiðurinn og dýrðin um aldir alda.“ Jóna Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.