Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Islenskur handknattleikur: Mörg hrósyrdi hafa fallið í garð íslenskra handknattleiksmanna í gegnum áratugina. For- ráðamenn margra þeirra útlendu liða, sem hingað koma og keppa við landslið okkar, eiga oft ekki orð yfir „stórskyttur“ og baráttugleði íslensku leikmannanna. Margir frægir þjálfarar hinna erlendu liða hafa gjarnan látið þau orð falla i viðtölum, að við eigum leikmenn á heimsmælikvarða og með meiri samæfingu eigi íslenska landsliðið að skipa sér á bekk meðal 8 bestu handknattleiks- þjóða heims. í þessari fyrri grein um íslenska landsliðið verður reynt að gera úttekt á árangri íslenskra handknattleikslandsliða, horft um öxl, staldrað við og síðast en ekki síst horft fram á veginn og raunhæfir möguleikar okkar efnilega landsliðs, eins og það er skipað í dag, skoðaðir. lenska landsliðsins í dag? Hvað eigum við að setja markið hátt? Hvað er raunhæft? Eins og flestum, sem fylgjast með handknattleik er kunnugt, þá hefur sá háttur verið tekinn upp, að skipa þjóðum niður eftir styrk- leika í A-, B-, og C-þjóðir. Á síð- ustu árum höfum við rokkað á milli þess að vera A- eða B-þjóð og vonandi á það aldrei eftir að henda okkur að falla í C-hópinn. Það hefur nefnilega sýnt sig, að um leið og lið fellur einu sinni í C-hópinn (kjallarann) þá virðist erfitt að falla þangað ekki aftur. Frændur vorir Norðmenn hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir því á siðustu árum. í dag teljumst við til B-þjóða, og reyndar erum við um stundarsakir ansi aftarlega á merinni (8. sæti í síðustu B-keppni). íslensku landsliðsmennirnir láta ekki deigan siga, þó á móti hafi blásið og eru staðráðnir að bæta stöðu íslensks handknatt- leiks i næstu B-keppni, sem haldin verður í Hollandi á næsta ári. Forystumenn íslensks hand- knattleiks hafa alltaf sett markið hátt, ef til vill full hátt á stundum. Til að mynda fyrir heimsmeist- arakeppnina í Danmörku 1978, og ekkert minna en 1. eða 2. sæti kom til greina í B-keppninni eftir ör- Hvergi auðveldara en á íslantli að koma á samæfingu landsHðs Merk ártöl í sögu handknattleiksins Þjóðarstolt okkar íslendinga er mikið. Þegar íslenska landsliðið stendur sig vel, sérstaklega í handknattleik og knattspyrnu, vinnur glæsta sigra, er engu líkara en að öll þjóðin taki þátt í þeirri gleði, sem sigrinum fylgir. Áldrei er gleðin eins mikil og þegar Dan- ir eru teknir í karphúsið. Nægir þar að nefna þegar Islenska lands- liðið í handknattleik vann sinn fyrsta sigur í landsleik á erki- fjendunum, Dönum, 15—10. Leik- urinn fór fram 7. apríl 1968 í þétt- skipaðri Laugardalshöllinni. Við sem fermdumst þennan dag og fengum ekki að fara í Höllina munum seint fyrirgefa foreldrum okkar að fresta ekki fermingar- veislunni, og leyfa okkur að fara að sjá Danina burstaða. 1971 tókst íslenska landsliðinu að ná eftirminnilegu jafntefli gegn heimsmeisturum Rúmena og komast aftur í heimsfréttirnar. 1972 nær íslenska landsliðið þeim merka áfanga að komast á Olympíuleikana í Munchen, með því að hafna í þriðja sæti í for- keppni, sem haldin var á Spáni. Allir þeir, sem fylgdust með ís- lenska landsliðinu á ólympíuleik- unum í Munchen 1972, eru sam- mála um að ekkert nema óheppni hafi komið í veg fyrir að islenska landsliðið kæmist áfram i 8 liða úrslitin. Tékkum tókst þá að jafna (19—19) á elleftu stundu og leika síðar til úrslita í keppninni við Júgóslava, sem urðu Ólympíu- meistarar. Margir telja, að á þessum tíma hafi Islendingar átt einu sterkasta landsliði á að skipa, sem við höf- um nokkurn tíma átt. Þeir, sem léku með íslenska landsliðinu 1964 og náðu þeim ár- angri að hafna í 6. sæti heims- meistarakeppninnar, sem haldin var í Tékkóslóvakíu, telja senni- lega einnig að þeirra lið hafi verið það sterkasta sem Island hafi teflt fram. Enn aðrir telja að sterkasta landsliðið höfum við átt 1974, en flensa kom í veg fyrir, að þeir gætu sýnt sínar bestu hliðar í heimsmeistarakeppninni, sem haldin var í Austur-Þýskalandi. Svo mætti áfram lengi telja. Að mínu mati er samanburður sem þessi óraunhæfur og gerir lítið gagn. Málið þarf að skoða út frá styrkleika annarra landsliða og þeim handknattleik, sem leikinn er á hverjum tíma. Áfram með söguna. 1976 tekst íslenska landsliðinu að ná jafn- tefli 13—13 í Laugardalshöll. 1977 vinnast margir sætir sigrar gegn sterkustu handknattleiksþjóðum heimsins. Ekki lakari lið en Tékk- ar, Pólverjar og Vestur-Þjóðverjar lágu í valnum. Þessir sigrar unn- ust auðvitað í Laugardalshöll. Sama ár tryggði íslenska landslið- ið sér sæti á heimsmeistarakeppn- inni, með því að hafna í 4. sæti B-keppninnar, sem haldin var í Austurríki. Enginn gleymir 4 svört- um dögum í Danmörku 1978. 1979 næst langþráður sigur gegn Dön- um á útivelli í Baltic-keppninni. Sama ár hafnar íslenska landslið- ið í 4. sæti í forkeppni fyrir Ólympíuleikana, sem haldin var á Spáni. Ekki dugði það til þess að komast á sjálfa Ólympíuleikana, þar sem þátttökuþjóðum hafði verið fækkað úr 16 í 12. 1981 vinnast glæsilegir sigrar á Vestur-Þjóðverjum (á útivelli) og á Ólympíumeisturum Austur- Þjóðverja í Laugardalshöll. Sá ár- angur var þó að engu hafður, þeg- ar íslenska landsliðið fór svo- kallaða „helför" til Frakklands og fékk þar hina mestu útreið, hafn- aði í 8. sæti. Tveir landsleikjasigr- ar á heimavelli gegn Dönum í árslok björguðu þó andlitinu og flestir íþróttafréttaritarar töldu sigrana eftirminnilegustu íþrótta- viðburði ársins. Á þessari upptalningu sést að það skiptast á skin og skúrir hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár, en þó er greinilegt að æ erfið- ara verður með hverju árinu sem líður að standa þeim sterkustu snúning. Bæði er það að sterkustu þjóðir verða enn sterkari, t.d. Rússar (æfa kannski 5 til 7 tíma á dag) og nýjar þjóðir koma fram á sjónarsviðið, sem áður þurfti ekki að taka mjög alvarlega. Góð dæmi eru landslið Svisslendinga og Spánverja. Markmiðssetning, hver á hún að vera? Hver er raunveruleg staða ís- uggan sigur á Ólympíumeisturum Austur-Þjóðverja, rétt fyrir B-heimsmeistarakeppnina í Laug- ardalshöll að sjálfsögðu. Sigrar, en hvar og hvenær Forráðamenn austur-þýska landsliðsins áminntu okkur rétti- lega á þá staðreynd að ekki má byggja um of á heimalandsleikj- um, þeir gefa ekki rétta mynd af raunverulegri getu liðsins. Raun- veruleg staða okkar liðs kemur í ljós í stóru turneringunum, hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Góðir landsleikjasigrar 1977 voru til að mynda allir í Laugardalshöll. Að vísu vannst sigur á Spánverjum í B-keppninni sama ár, en þeir hafa sennilega bætt sig um helming síðan og eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.