Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 16
16 Kammersveit Reykja- víkur efnir til tónleika í dag klukkan 16 í Gamla Bíói. Tónleikarnir eru helgaðir Igor Strav- insky, sem orðið hefði 100 ára 18. júní næst- komandi. Meðal verka á efnisskránni er Elegía í minningu J.F.K. eða Sorgarljóð um John F. Kennedy, Bandaríkja- forseta, sem myrtur var í nóvember 1963. Bandaríska blaðið The New York Times birti á sínum tíma viðtal við Igor Stravinsky um þetta verk við Ijóð eftir W.H. Auden. Fer viðtal- ið hér á eftir ásamt Ijóði Audens. Viðtalið er tek- ið úr bókinni Themes and Conclusions eftir Stravinsky, sem út kom að honum látnum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 John F. Kennedy Sorgarljóð í minningu J.F.K. eftir Stravinsky og Auden New York Timesr. Hvað viljið þér segja um uppruna Elegíurmar, Stravinsky? Stravinsky. Hugmyndin sótti á mig um miðjan janúar 1964. Mér fannst menn gleyma atburðinum í nóvember of fljótt, og mig langaði til að mótmæla. Tókuð þér annars eftir því, hvernig ýmis fyrstu viðbrögð við launmorðinu minntu á mann- fræðilegar lýsingar á hinu guðdómlega konungdæmi? Raun- ar gerðist það þá í annað sinn á skömmum tíma, að menn sýndu þessi lotningarfullu óttaviðbrögð, hitt skiptið var hin víðtæka hræðsla við að týnast í sólmyrkv- anum, ég minntist af þessu tilefni sagna galdralækna um reiði guð- anna. Eftir morðið skaut einnig upp hinni arfgengu trú, að ha- mingja samfélagsins eigi rætur að rekja til hamingju konungsins, konungsmorðið væri því ekki að- eins hin örgustu helgispjöll heldur jafnframt aðför að kynþættinum öllum. Menn af honum væntu þess, að þeim yrði einnig refsað, ekki með plágu, heldur einhverju öðru. Auðvitað brugðust margir við á annan veg, sumir notfærðu sér vafalaust áfallið til að slá sér upp persónulega: „Forsetinn er dáinn, þess vegna verð ég að skilja við konuna mína,“ sögðu þeir eða eitthvað í þá veru. En nú hef ég tapað þræðinum ... Elegy for J.F.K. eftir W.H. Auden When a just man dies, lamentation and praise sorrow and joy are one. Why then? Why there? Why thus, we cry, did he die? The heavens are silent. What he was, he was; What he is fated to become depends on us. Remembering his death how we choose to live will decide its meaning. When a just man dies, lamentation and praise sorrow and joy are one. Við dauða réttláts manns veröa harmur og lof sorg og gleði eitt. Hviþá? Hví þar? Hvi svo, hrópum við, dó hann? Himnarnir þegja, hann var það, sem hann var: Örlög hans eru núna á okkar herðum. Minnumst dauða hans af lífi okkar ræðst það sem í honum felst. Viö dauða réttláts manns verða harmur og lof sorg og gleði eitt. (Lytftid er birl hér eins og það er sungið við lag Str#vinsky.) Times: Þér sögðust hafa viljað I.S.: Með því að minnast. En ekk- mótmæla... ert af þessu snertir verkið sjálft W.H. Auden mjög mikið. Það er lítið, þögult Ijóð. Times: Hvernig kom samvinna yð- ar og Audens til? I.S.: Að minni beiðni. Auden þekk- ir minn takt. Auk þess mátti treysta því, að í viðkvæmu máli eins og þessu, myndi hann forðast alla væmni, en þegar ég segi þetta hef ég í huga alían hinn þung- fleyga sagnakveðskap og sinfón- íska tilfinningahita, sem slíkir at- burðir geta kallað fram og orðið til afsökunar um tíma. Eg gaf honum fáeinar óljósar ábend- ingar, þær skiptu engu máli en hjálpuðu honum kannski dálítið til að komast af stað. Ég sagði honum, að ég væri fremur með eitthvað einfalt í huga en stór- verk, svo að hann hefði textann sem einfaldastan. En Auden er næstum of flinkur. Hann er ekki aðeins mjög næmur á tónlist held- ur á svo auðvelt með að beygja sig undir agavald hennar, að það verður að fara í kringum hann svo að hann komi nægilega mikið fram í- sviðsljósið. í þessu tilviki orti hann Ijóð af hæfilegri lengd, lokasetningar þess eru þannig að þær eiga alls staðar heima og þær má endurtaka hvar sem er eins og viðlag. Ég samdi fyrst laglínu fyrir þessar fljótandi ljóðlínur. Ahugi hans á hljómi málsins kom til dæmis fram í því, að á síðari stigum bað hann um að „í stað orðsins sadness kæmi sorrow. of mörg s í því fyrra og hið síðara hljómar betur.“ Times: Hvenær byrjuðuð þér að semja? I.S.: Ég fékk ljóðið i hendur í byrj- un mars, nokkrum dögum áður en ég fór í tónleikaferð til Cleveland. Strax og ég las það fékk ég hug- myndir um laglínur, en fyrsta lín- an, sem ég vissi, að gæti aldrei staðið sjálfstæð, varð til í flugvél frá Los Angeles til Ohioborgar: the hea-vens are si-lent Ég sýni þessar tvær nótur, af því að þær eru endurtekning úr tónmáli mínu allt frá því ég skrif- að Les Noces og þar til Concerto in D varð til, og ég hef notað þær bæði fyrr og síðar — þær eru í raun ævilöng árátta. Times. Og aðrir hlutar verksins? I.S.: Ég skrifaði söngröddina fyrst og ekki fyrr en henni var lokið áttaði ég mig á því, hvernig ég gat tengt hana við hljóðfærin. Schön- berg samdi Fantasíu sína með þessum hætti, fyrst fiðluröddina og síðan fyrir píanóið. Ég lauk við verkið 1. apríl og það var frum- flutt í Los Angeles fimm dögum síðar. Seinna í sama mánuði út- setti ég það fyrir messósópran. Times. Mynduð þér kalla tónlist- ina tólf-tóna? I.S.: Nei. Á þeim merkimiða er ekki lengur mikið að græða; tólf- tóna-aðferðin er ekki lengur til, og sannir merkisberar tólf-tónanna eru nær því útdauðir með öllu. Sería, eða röð, sem var eitt sinn dyggilega byggt á við tónsmíðar (ég segi ekki að hún hafi komið í stað þyngdarlögmálsins) er nú á tímum sjaldnast annað en upp- hafspunktur. Hvað sem því líður er varla þess virði að ætla að skil- Igor Stravinsky greina Elegíuna út frá þessu sjón- arhorni. Ætti ég að varpa ein- hverju ljósi á þá aðferð, sem ég beitti, skal ég játa, að ég hafði þegar tengt saman hinar einstöku laglínur, þegar ég áttaði mig á seríumynstrinu í þeim. Þetta skýrir innhverft upphaf söng- raddarinnar og andhverfa klarín- etturöddina: serían kemur fyrir annars staðar í verkinu. Erfitt er "áð segja fyrir um hvernig þetta raðast. Times. Er skyldleiki milli seríunn- ar og ljóðsins? I.S.: Aðeins að því leyti, að hinar sautján „nótur" haikunnar (jap- anskur bragarháttur, innsk. þýð.) rúmast innan einnar hendingar í seríunni. Times. Var það yðar hugmynd eða Audens að styðjast við haikut I.S.: Audens. Við höfðum raunar rætt um annan bragarhátt, en Auden gengur núna í gegnum ha/ku-tímabil, sjáið þér, eins og þegar Byron orti allt í þríhendum. Annars finnst mér aðeins unnt að tala um Elegíuna sem haiku, ef maður telur atkvæðin. Efni henn- ar er skyldara kristnum hugar- heimi en austurlenskri dulúð. Times. Aðeins ein spurning að lok- um, Stravinsky. Notið þér þrjú klarínett fyrir áhrif frá Berceuses du chat (Vöggulög kattarins)? I.S.: 0, nei, Berceuses er allt ann- ars konar meistarakisa ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.