Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 í húsi listmálara MorKunblaöið/ÓI.K.M. Steinþór Sigurðsson býr í stórskemmtilegu húsi við Fossa- götu. Hann segir að þar sé kyrr- látt — eins og í sveitinni. En flugvöllurinn? Það er ekkert ónæði af honum. Þær fljúga ekki hér yfir, flugvél- arnar, við erum ekki í fluglínu sem þeir kalla. Þetta er gott hverfi og notalegt. Eins og lítið þorp í miðri Reykjavík. Og Vatnsmýrin. Já, Vatnsmýrin er skemmtileg á sumrum og vorin. Það er meira varp hér en nokkurn grunar. Ég legg til að Vatnsmýrinni verði breytt í votlendisgarð. Þá yrðu grafin hér sýki og mýrin vernd- uð, svo fuglarnir hefðu frið og í framhaldi af þessu mætti leggja göngustíga og brýr. Það má aldrei slétta mýrina og gera hana véltæka fyrir sláttuvélar bæjarins. Þá væri friður fugl- anna úti. Steinþór á sér vinnustofu í litlum bílskúr. Við keyptum þetta hús fyrir einum tíu árúm, segir hann: og þá var starfrækt hér bílaverk- stæði, svo það var í rauninni hægur vandi að búa sér úr því vinnustofu. Þetta er ágætt vinnupláss, en mætti vera helm- ingi stærra. Hvernig fer skammdegið í þig Steinþór, og málverkið? Ja, ég vinn nú lítið við mál- verkið þessar vikurnar — en það ,er ekki útaf skammdeginu í sjálfu sér. Ég er fastráðinn við Leikfélag Reykjavíkur, svo vet- urnir fara mestan part í leikhús- ið. A sumrin hef ég fremur tíma fyrir málverkið. Þó koma eyður í þetta á veturna, eins og gengur, og þá hef ég góðan frið hér á vinnustofunni. Ég skipti mér sem sagt milli leikhússins og málverksins og af því náttúru- lega er ég ekki afkastamikill málari. Steinþór krossleggur fætur og kveikir sér í sígarettu. Maður kominn undir fimmtugt, þrekinn og breiðleitur, góðlegur og hlær inní sig. Næst ætlar hann að segja lítillega frá námsárunum. Eg var fimm ár við nám í listaháskólanum í Stokkhólmi. Þegar ég loksins útskrifaðist fór ég á flakk; keypti mér mótorhjól og keyrði um Evrópu. Endaði svo fyrir rest suður á Spáni og þar kom ég mér fyrir í Barcelona og stundaði nám þar hátt á annað ár. Ég lifði eins og blómi í eggi, en einn dag ber svo við að ég fæ fréttir af saltskipi á austur- strönd Spánar á leið til íslands. Þá ákvað ég að það væri tími til kominn að halda heim. Ég sím- aði til Kola & salts, sem þá hét, og fékk leyfi til að fara heim með þessu skipi með allt mitt hafurtask. Alkominn heim byrj- aði ég svo kennslu í Handíða- skólanum. Nokkru síðar gerist Gunnar Hansson skólastjóri við skólann og hann fékk mig fljót- lega til að vinna með sér fyrir Leikfélagið. Síðan hef ég verið þar meira og minna viðloðandi. Steinþór sprettur uppúr sæti sínu, grípur til pensilsins og fer að dedúa við mynd eina stóra. Ég hvíli alltaf þessar myndir mínar, segir hann og tínir útúr sér orðin: Já og helst lengi. Svo kem ég að þeim aftur og sé þær með augum ókunnugs manns. Nei, það skiptir mig engu máli hvaða tíma sólarhrings ég vinn að mynd — en ég verð að fá að klára hana í dagsbirtu. Það verð ég að fá að gera. Hann leggur frá sér pensilinn og sest á ný. Já, ég kann þessari skiptingu vel — milli leikhússins og mál- verksins. Ætli það séu ekki ein tuttugu ár sem ég hef verið hjá Leikfélaginu. Það á vel við mig að starfa innan um fólk og vinn- an hjá Leikfélagi Reykjavíkur krefst mikillar samvinnu, þver- öfugt við málverkið þar sem maður er einræðisherra. Þessi mynd þarna, Steinþór? Já. Þetta er óljós minning um nokkuð sem ég upplifði eitt sinn inná öræfum. Úr alfaraleið heitir hún. Ég reyni að koma þarna til skila minningu úr öræfaferð — en alls ekki að kortleggja lands- lagið. Það sátu einhver hughrif í mér úr þessari ferð og þau reyni ég að setja á mynd. Þessar myndir mínar eru yfirleitt áhrif frá því sem ég hef upplifað og frá umhverfinu. Einhver sagði að þær væru ljóðrænar — en útí þá sálma kæri ég mig ekki að fara. Eini mælikvarðinn í mynd- list er hvort mynd sé góð eða vond. Manni finnst þær ýmist góðar eða vondar. Það er allt og sumt og þarf í rauninni ekki neinar fræðilegar ritgerðir. Annað hvort finnst manni mynd góð eða vond. Þú ert ekki pólitískur í þínum myndum? Nei, áróður á lítið erindi í myndir. Ég hef í sjálfu sér ekk- ert á móti pólitík, en það er með pólitíkina eins og landslagið, að það verður engin mynd listaverk aðeins af því hún sýnir landslag. Það er hægt að hugsa sér að póli- tísk mynd sé listaverk, mikil lif- andis ósköp, en ég lít svo á að það séu lögmál myndlistarlegs eðlis að gera mynd að listaverki, en ekki hvort það sé í henni póli- tískur áróður eða landslag eða eitthvað annað. Það eru til svo- kallaðir naívistar meðal málara, fullorðin börn, og þeir geta gert tæra myndlist af brjóstvitinu einu saman og hjartans ein- lægni, en á hinn bóginn getur djúpvitur hugsjónamaður í póli- tík ekki gert góða mynd, nema hann sé jafnframt listamaður. Að lokum Steinþór Sigurðs- son: Hvað finnst þér um það sem er nú að gerast í myndlistinni? Þær hræringar sem eru í myndlistinni í dag einkennast af hömluleysi og það er í sjálfu sér ágætt. Það er allt betra en stöðn- un. Ég hef nú gaman af ýmsu sem ungir myndlistamenn eru að gera — en mér þykir verst hvað þessir performansar þeirra eru oft andskoti leiðinlegir! Lágmarksverð á loðnu og loðnuhrognum VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarks- verð á loðnu og loðnuhrognum frá 1. janúar til loka vetrarloðnuvertíðar 1982: Fersk loðna til frystingar; undir 55 stk. í kg kr. 2,20 hvert kíló en 55 stk. o.fl. í kg kr. 1,80 hvert kíló. Fersk loðna til beitu, beitufryst- ingar og skepnufóðurs; ein króna kílóið. Loðnuhrogn til fyrstingar; fimm krónur kílóið. Nýr forseti í Costa Rica San Jnsc. ('osla Kica. Al*. LUIS Aiberto Monge, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks Costa Rica, bar nýlega sigurorð af fjórum fram- bjóðendum til forsetakjörs, þ.á m. frambjóðanda stjórnarflokks lands- ins, Kafael Calderon, og verður þar með næsti forseti Costa Rica. Hann tekur við í maímánuði. Monge bíður það viðamikla verk að reyna að forða landi sínu frá allsherjar gjald- þroti, en gjaldmiðill landsins hefur verið felldur um mörg hundruð pró- sent á skömmum tíma og verðbólg- an hefur aukizt mjög hröðum skref- um. Monge er 56 ára og var fram- bjóðandi Þjóðfrelsisflokksins í kosningunum. Hann kom fram í sjónvarpi eftir að ljóst var að hann hafði sigrað og hvatti landa sína til að fylkja sér að baki nýj- um forseta og kvaðst mundu leggja hart að sér til að leiða land- ið út úr öllum þeim ógöngum sem það er nú í. Lækkandi kaffiverð á heimsmarkaði og hækkandi 'olíu- verð hefur átt sinn þátt í efna- hagsvanda landsins og erlendar lántökur síðustu árin hafa verið langt umfram það sem Costa Rica getur staðið við. Calde, 32ja ára og fyrrverandi utanríkisráðherra Sameiningar- flokksins, sem er við stjórn í land- inu, er sambræðsla fjögurra flokka undir forystu fráfarandi forseta, Rodrigo Odio Carazo. Samkvæmt stjórnarskránni situr forseti aðeins í eitt fjögurra ára kjörtímabil. Thorpe fram- kvæmdastjóri hjá Amnesty l.nndon. Al*. JEREMY Thorpe, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, var í dag skipaður for- stjóri Bretlandsdeildar Amnesty International. Fjörutíu og tveir sóttu um starfið. Thorpe tekur við því í næsta mánuði og hefur um eitt þúsund sterlingspund á mán- uði í laun. í Bretlandsdeild Amn- esty International eru um sautján þúsund félagar. Formaður Amn- esty International í London, Roger Brioettet, kunngerði þetta og sagði að Thorpe væri mjög ánægð- ur að hafa fengið starfið, sem er hið fyrsta sem hann tekst á hend- ur síðan hann var sýknaður í um- töluðum réttarhöldum eins og ít- arlega var frá sagt á sínum tíma. Verðlaun veitt fyrir uppskrift- ir með silungi BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur veitt Kristínu Gestsdóttur verð- laun úr Framleiðnisjóði landbún- aðarins fyrir bók hennar „220 gómsætir sjávarréttir", sem Bóka- útgáfan Örn og Örlygur hf. gaf út. Verðlaunin voru veitt fyrir upp- skriftir og leiðsögn um matreiðslu á silungi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.