Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Jóhann Jakobsson, efnaverkfræðingur á rannsóknastofu sinni, ásamt syni sínum, Lárusi, sem starfar þar með honum. Olían er eins og blóðið segir til um heilsu vélarinnar Rannsóknir af ýmsu tagi og þörfin fyrir rannsóknastarfsemi hefur med nútíma lifnaóarháttum og aukinni tækni farið mjög vaxandi á undanförnum áratugum. Á íslandi hefur nær öll slík starfsemi verið í höndum opinberra stofnana. Ekki þó alveg. Til er einkarannsóknastofa, Efnarannsókna- og verkfræðistofan Fjölver sem selur þjónustu sína og hefur gert það í 20 ár, þótt ekki hafi hennar verið getið í blöðum. Eigandinn er Jóhann Jakobsson efnaverkfræðingur og hann er svo ákveðinn í að þannig vilji hann haga sínu starfi, að hann hefur þrisvar sinnum sagt lausum stöðum hjá ríkinu til að geta starfað sjálfstætt. Hann var á sínum tíma í 16 ár sérfræðingur og síðar forstöðumaður Iðnaðardeildar Atvinnudeildar HÍ, sem síðar varð Rann- sóknastofnun iðnaðarins. Var þá farið að langa til þess að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Seinna var hann með störfum við rannsóknastofu sína for stöðumaður Almannavarna og enn seinna í 3 ár verksmiðjustjóri í Sements- verksmiðjunni og leigði þá stofuna á meðan. En þegar kom að því að hann velja a milli, gat hann ekki stofu, segir hann. Og síðan hefur þar Jóhann tekur að sér tæknilegar rannsóknir og prófanir. Frétta- maður Mbl. lagði leið sína út í Ör- firisey, þar sem hann hefur rúm- góða rannsóknastofu. Flutti þang- að fyrir 3 árum. Hann byrjaði 1. febrúar 1962 við þröngar aðstæður í Garðastræti 45. — Fékk húsnæði hjá þeim öðlingsmanni Sighvati Einarssyni pípulagningameistara, segir hann. Og þar var hann með rannsóknastarfsemi sína í 17 ár. — Grundvöllur þess að hægt var að reka slíka rannsóknastofu, var sá að ég fékk þá almennan samning við olíufélögin, þar sem ég tók að mér allar þær prófanir, sem þau þyrftu að láta gera, út- skýrir Jóhann. Fyrir þau hefi ég svo unnið síðan og það orðið 70-80% af umsetningunni. I þessi 20 ár hafa rannsóknir á brennslu- olíu og smurolíum færzt nær ein- göngu hingað. Og eftir að verðlag tók að hækka á olíu á seinni árum, hefur bætzt við þjónusta við Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins vegna olíu sem þeir nota á spenna og rofa í dreifikerfinu. Annar þáttur bættist við hjá litið sig fra sinni sjalfstæðu rannsokna- verið hans aðalstarf. okkur þegar farið var að leggja slitlag á vegi. Síðan hefur Vega- gerðin þurft á okkar þjónustu að halda, og hefur það aukizt á síð- ustu árum, einkum þó að sumar- lagi. Auk starfa fyrir olíufélögin og við olíur, leysum við af hendi alls konar rannsóknastörf, sem tengd eru kemískum prófunum, og eru það um 20% af umsetning- unni. Hvað er það sem olíufélögin þurfa að láta gera? — Allt sem til fellur í landinu í sambandi við olíustöðvar, dreif- ingu á olíu innanlands og notkun hennar. Vandamál koma upp vegna innflutnings á eldsneyti, varðandi smurolíu a vélum, vegna óhreininda í olíu o.fl. Ef slíkur vandi kemur upp hjá einstakling- um, snúa þeir sér gjarnan til olíu- félaganna og verkefnin koma gegn um þau til mín. Eða þeir koma beint hingað, ef þeir vita þá um að þessi þjónusta er til, en hún hefur aldrei verið auglýst, útskýrir Jó- hann. Stundum leita þeir til opinberra rannsóknastofnana, sem vísa þeim hingað. I vissum tilfellum vísa ég líka verkefnum, sem hingað koma til opinberu rannsóknastofnananna, svo sem Iðntæknistofnunar og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, ef það á betur við eða er hagkvæmara. Ég hefi frá upphafi haft gott sam- band við þessar stofnanir, enda eru þar gamlir kunningjar mínir frá fyrri árum. — Hluti af þjónustunni við olíufélögin eru prófanir á flug- vélaeldsneyti, bætir Jóhann við. Það verður að margprófa eftir gildandi reglum áður en það er tekið í notkun eftir uppskipun, úr stöð eða eftir flutninga milli staða, hvar sem er á landinu. Og ég hefi ágæta aðstöðu til að ann- ast það og veita þá þjónustu. Með árunum hefur þörfin fyrir þessa þjónustu, sem hér er veitt, aukizt mikið. Olían hefur orðið dýrari, og menn hafa í vaxandi mæli notað olíurannsóknir sem lið í fyrirbyggjandi viðhaldi véla. Ef olían er í góðu ástandi eftir ein- hvern tíma, þá er vélin í lagi. Olían er eins og blóðið í líkaman- um, sem getur gefið til kynna að ekki sé allt með felldu. Geturðu nefnt dæmi? Skyndiprófun í skipum BÚR — Enginn hefur gengið lengra í að fylgjast meö olíunni en Bæjar- útgerð Reykjavíkur. í 10 ár hafa þeir varla látið skip fara út án þess að gera skyndiprófun á olí- unni. Ef eitthvað er að, þá kippa þeir því í lag áður en skipið fer. í sambandi við viðhald skipa og til að fyrirbyggja tjón kemur slíkt að verulegu gagni. Annars hefðu þeir ekki haldið því áfram. Ýmsir fleiri hafa farið inn á þessa braut með Stuöningsmenn Sigurðar E. Guömundssonar borgarfulltrúa minna á aö prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík vegna kom- andi borgarstjórnarkosninga, fer fram nú um helgina í lönó og Sigtúni viö Suöurlandsbraut. Á laugardag er opið kl. 1—6 og sunnudag kl. 10—7. Áhugamenn og velunnarar eru hvattir til þátttöku. Kosningaskrifstofan er í Glæsibæ, símar 82782 og 82784. Stuðningsmenn. skip sín, en enginn eins reglulega og BÚR. Ég veit raunar fleiri dæmi um það, að hægt hefur verið að koma í veg fyrir verulegt tjón með því að finna á þennan hátt gallana. Rannsókn á olíunni segir mikið til um ástand allra véla. En hvað þá með olíu á bílvélum? — Lítil olía er á vélinni í bif- reið, þannig að eðlilegt er að skipta um olíu reglulega. Um ástand vélarinnar gegnir öðru máli. Þar gæfi olíurannsókn mik- ilvægar upplýsingar, hliðstætt því sem er um stærri vélar. Við göngum um rannsóknastof- una, sem er stór og rúmgóð. Jó- hann vinnur nær allar rannsókn- irnar sjálfur, með aðeins einum aðstoðarmanni, Lárusi Jóhanns- syni. Hann hefur smám saman verið að koma upp góðum tækja- búnaði. — Minn tækjabúnaður er kannski ekki fullkominn saman- borið við þær rannsóknastofur, þar sem sjálfvirknin er meiri. En ég hefi ekki rekizt á að að þær tölur, sem héðan koma, hafi ekki verið eins réttar, segir Jóhann. Hér er það nákvæmnin og sam- vizkusemin sem gildir. Fyrir þann sem selur sína þjónustu á frjáls- um markaði, er aðalatriðið að senda aldrei frá sér rangar tölur — sem ekki hefur raunar komið fyrir hér enn. Ef eitthvað er, sem vafi geti leikið á, þá verður bara að endurtaka prófunina þótt það kosti tíma og fyrirhöfn. Hvernig er verðið hér á svona sérunninni þjónustu? — Sennilega er þessi þjónusta hvergi í heiminum ódýrari en hér. Síðustu tölur, sem ég hef, sýna að við erum hér um 50% fyrir neðan erlendar rannsóknastofur. Til dæmis hefi ég spurnir af því að fyrirtæki í Noregi tekur 5000 doll- ara fyrir að þjónusta skip á þenn- an hátt yfir árið fyrir utan send- ingarkostnað. Jú, ég gæti tekið slíkt verk á ársgrundvelll fyrir um helming af þessari upphæð, en ég hefi aldrei verið beðinn um það. Að sjálfsögðu þyrfti maður þá að búa sig út til þess að hafa slíka þjónustu, því ekki er hægt að kaupa dýr tæki fyrir eitt og eitt skip eða upp á von og óvon. Úr því þetta þykir borga sig fyrir erlend skipafélög, ætti það sama að gilda hér. Ég hefi stundum velt því fyrir mér, hvenær íslendingar ætli að fara að taka þessi verk og ýmis önnur inn í landið og láta Islend- - inga njóta atvinnunnar. Viðtal við Jóhann Jakobsson, efna- verkfræðing, sem rekur einu einka- rannsóknastofuna, sem selur þjónustu sína Láta skipafélögin vinna svona verkefni erlendis? — Já, skipafélögin virðast trúa því að svona þjónusta hljóti að vera betri í útlöndum, svarar Jó- hann. Þar kemur kannski til þetta landlæga útlendingadekur. Ef sér- fræðingurinn heitir erlendu nafni eða stofnunin heitir útlendu nafni, þá á allt að vera í lagi. Ég hefi komið á stórar rannsóknastofnan- ir, þar sem búnaður var yfir- gripsmeiri en hér, en aldrei rekizt á það að tölurnar þaðan séu áreið- anlegri. A þessum stóru stöðum vinna kannski tugir manna, ekki allir sérfræðingar. Sumir geta verið mjög öruggir, en aðrir klúðr- arar eins og gengur. Þú segir að ekki hafi á þessum 20 árum komið fyrir að röng út- koma úr prófunum færi út af þinni stofu. Hefur það verið ve- fengt og reynt á það? — Já, fyrir 15 árum var ég til dæmis búinn að gera prófun á flugvélaeldsneyti, sem varnarliðið notar á sínar vélar. Þeir höfðu gert sömu prófun á rannsókna- stofu hersins á Vellinum og út- koman var ekki sú sama og mín. Ég taldi eldsneytið í lagi eða inn- an leyfðra marka, en þeir að það væri utan markanna. Ég var kall- aður suður eftir, og við fórum yfir allt verkið saman. Prófanirnar voru margendurteknar, og alltaf kom út mín tala. Á meðan höfðu þeir lokað til öryggis öllu sínu kerfi. Ég var ákaflega ánægður með sjálfan mig, ekki sízt af því að þeir hafa mun dýrari og betri bún- að. Fyrir nokkrum árum kom það líka fyrir við mælingar hjá mér, að vissir eiginleikar í olíu féllu utan þeirra marka, sem eðlilegt mátti telja. Þá voru sendir hingað tveir menn frá viðkomandi fyrir- tæki, erlendis, til að athuga hvort þetta gæti staðizt. Þeir settust hérna sinn hvoru megin við mig, meðan ég gerði mínar mælingar. Og sannfærðust um að þær væru réttar, þrátt fyrir einfaldari tæki en á stóru rannsóknastofunum. Unnið þegar þörf krefur í spjalli okkar kemur fram að tilraunir hafa nokkrum sinnum verið gerðar til að reka einkarann- sóknastofur, en engin enzt jafn lengi og efnarannsóknastofan Fjölver, sem nú er sú eina í einka- eign sem selur þjónustu sína. — En mér sýnist þessi starfsemi orð- in svo föst í atvinnulífinu, að hún hljóti að halda áfram að vaxa fremur en minnka, segir hann. — Jú, það var annasamt, eink- um meðan ég var einn, segir hann. En þetta er sjálfstætt og frjálst starf. Sá sem vill starfa sjálfstætt og hafa af því lífsafkomu á allt sitt undir því að sinna því vel og störf eins og þetta krefjast þess að þeim sé sinnt þegar þörf er fyrir þau. Þjónustuna verður að inna af hendi um hæl. Flugvél eða skip hafa ekki efni á að bíða eftir því að vita hvort allt sé í lagi. Of dýrt að tefja þau. Fólk eins og ég, sem hefur sitt lifibrauð af því sem það afkastar, það verður að sinna sínu starfi og sinna því þegar þörf er á. Já, ég geri það. Eftir að ég fékk aðstoðarmann, er það raunar miklu hægara. — Ég er hæstánægður með þetta svona, segir Jóhann í lokin. Enginn mundi geta fengið mig til að gera annað — nema ef það væri að koma stálbræðslu af stað. Ég er nefnilega einn af stálbræðslu- mönnum. En það er önnur saga. Fréttamaður treystir því ekki. Og kveður í snatri áður en Jóhann er kominn í gang með að lýsa nauðsyn þess að íslendingar komi sér upp stálbræðslu og spari ... _ E.Pá. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.