Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 25 Þaö hefur stórkostlega örv- andi áhrif á einbeitingu hugans, ef maður veit aö á aö hengja hann innan tveggja vikna, er haft eftir dr. Samuel Johnson. Kannski er það þessháttar ein- beiting í neyö, sem fékk mann- kynið til aö bregöa skjótt viö eft- ir að vísindamenn Rómarklúbbs- ins birtu sþár sínar í bókinni Endimörk vaxtar, um aö mann- kyniö sigldi í strand með mann- fjölgun, hagvexti, bruöli á gæö- um jarðar o.fl. Maöurinn hefur svo sem fyrr brugöiö viö, þegar í ógöngur stefndi og fundið tækni til að sveigja frá ófærunni. Nú erum viö því aö taka eina kollsteypuna enn í lifnaöarháttum í heiminum. Þriðja aldan aö ríöa yfir, örtölvu- byltingin, sem spáö er aö muni taka margfalt skemmri tíma en hinar afdrifaríku fyrri byltingar, landbúnaöarbyltingin fyrir þús- undum ára, sem tók aldir, og iðnbyltingin fyrir 300 árum, sem tók áratugi. Þessi veröi fremur talin í árum en öldum, en muni ekki síöur en hinar lífháttabylt- ingarnar tvær, gerbreyta lifnaö- arháttum á jöröinni. Enginn veit nákvæmlega hvernig áhrif hún muni hafa. En sjá má þó að hún muni og sé þegar farin aö breyta þessu vitlausa lífsmynstri okkar í þéttbýli og borgum, þar sem allir aka á sama tíma í vinnu sína í miöborgum, til að sitja í stórum skrifstofubyggingum viö bréfa- skriftir og síma eöa hrúgast aö langri framleiðslukeöju í verk- smiöjum. Örtölvubyltingin muni losa borgarbúa undan því aö sitja í umferðaröngþveiti tímun- um saman á hverjum degi og stjórnendur frá því aö eyöa óheyrilegum upphæöum í sam- gönguæðar og farartæki, spara mengunarvarnir og fjárfestingar í dýru miðbæjarhúsnæði. I staö- inn muni menn í gegnum tölvu- tæknina geta unnið í hreinlegum smákjörnum úti í hverfunum eöa jafnvel heima hjá sér í dreiTbýli eða þéttbýli, safna þar upplýs- ingum og senda fyrirmæli öll um aðgerðir gegn um þessa nýju tækni. Þótt ekki sé annað en sí- hækkandi olíuverð — sem viö finnum hér og nú rækilega fyrir á eigin skrokki — þá muni mann- fólkiö taka þessu fegins hendi og hætta þessu brjálaöa stórborg- arfyrirkomulagi á lífinu, sem viö hér viröumst enn vera aö undir- búa. Litum í kring um okkur. Verö- iö á örtölvum og öllum slíkum tæknibúnaöi fer hraðlækkandi meöan olíuverö og allt sem lýtur aö flutningi hraöhækkar. Sam- kvæmt svonefndri Nilles-könnun í Bandaríkjunum notar meöal- úthverfisbúi þar 64,6 kílóvött af orku á dag til og frá vinnu, en í meðaltölvustöö aðeins 100 til 125 vött og 1 vatt í síma. Orkusparnaður meö tölvuvinnu á staönum í staö gamla vinnu- lagsins sé i hlutföllunum 29:1, ef einkabíll er notaöur, en 11:1 þegar venjuleg hópflutningstæki eru notuö. Aö sjálfsögöu kemur verömunurinn fram í samkeppn- isveröi á allri framleiðslu og þaö ræður svo eflaust úrslitum. Þessi þriöja bylting, örtölvu- byltingin, kemur engu síöur en þær fyrri, landbúnaöarbyltingin og iðnbyltingin, til með aö hafa í för með sér miklar breytingar á lífsstíl, fjölskyldulífi, verömæta- mati og öllum daglegum lífs- háttum, er þegar farin aö hafa þaö. Massaþjóðfélagiö, sem varö til meö iðnbyltingunni og krafðist þess aö fólk hrúgaðist saman á litlum bletti í borgum í nánd viö stórar verksmiöjur og vinnustaöi á sama tíma, getur nú dreifst aftur. Fjarlægðir skiþta ekki svo miklu máli lengur, þegar bæöi störfin og afþreyingu eöa fræöslu má meö nýrri tækni flytja heim á heimilin eöa út í héruö og úthverfi. Því síðast- nefnda sjáum viö hér hatta fyrir meö myndbandi og gervihnött- um. Og þaö krefst þess aö vikið sé frá eldgömlum heföum og stjórnarháttum. Viö sjáum t.d. miöstýrt einkaleyfisútvarp vera aö veröa aö steinbarni, sem erf- itt verður aö ganga meö í mag- anum. Þaö sem kannski er mikilvæg- ast fyrir manneskjuna, er aö hin hefðbundna fjölskylda, eins og hún hefur þróast allt tímabil iönbyltingarinnar, er greinilega aö sigla félagslega í strand. Hratt vaxandi eru kröfur um aö eitthvað veröi gert til aö líma hana saman aftur. En fyrr á tim- um voru þaö einmitt samskiptin í störfum, sem treystu fjölskyldu- böndin eftir landbúnaðarbylting- una, þar til iðnbyltingin tók aö tæta fólkiö allan daginn sitt í hverja áttina. Nú veitir tölvu- tæknibyltingin aftur tækifæri til meiri samskipta og nálægðar í daglegu lífi. Auk þess sem fljót- unnari störfum verður að skipta á fleiri hendur og stytta þar meö vinnutíma. Og um leiö og fólk fer aö vinna heima og eiga lengri frítima, krefst þaö greinilega meira svigrúms til tómstunda- athafna, útivistar, hreyfingar og leikja í nánd viö heimilin. Dálítiö er því dapurlegt, með slíkar horfur viö sjóndeildarhring og þegar fariö að gæta, aö þá skuli stjórnendur Reykjavíkur- borgar allt í einu rjúka til og vilja malbika og steypa yfir frátekin útivistarsvæöi borgarbúa fram- tíðarinnar. Hafa að hugsjón aö búa til þétta húsaborg, útrýma grænu blettunum í hverfunum, og ganga á afþreyingarsvæöin, jafnvel Laugardalinn og Elliöaár- svæðiö. Eru þeir ekki dálítil tímaskekkja? Borgarbúar eru sýnilega ekki hrifnir. Jafnvel almennir alþýöu- bandalagsmenn, sem þó eiga frumkvöölana er beita sér af al- efli aö þessu, virðast ekki vilja meira af svo góðu. Létu þaö í Ijós í vali manna á lista sinn til næstu borgarstjórnarkosninga. Aðeins 21 vildi í forvalinu aö Sig- urður Haröarson, formaöur skipulagsnefndar, sem haröast gengur fram í þessari stefnu, yrði þar á lista og gæti fengið tækifæri til aö hafa áhrif á stjórnun borgarinnar næsta kjörtímabil. Eftir seinni umferö- ina er hann í Þjóðviljanum ekki nefndur, þar sem getið er 10 í efstu sætum, þ.e. þeirra sem viö sömu aðstæður og nú, yröu aö- al- og varafulltrúar. Stefna for- manns skipulagsnefndar fær ekki einu sinni hljómgrunn í hans eigin flokki. Samt ætla núver- andi kollegar hans þar á bæ, svo og meöreiðarsveinar úr hinum tveimur meirihlutaflokkunum, aö keyra þetta af þvílíkum krafti ofan í mannskapinn, aö allt kapp er lagt á aö úthluta byggingar- lóöum á viökvæmum útivistar- svæöum — þótt þau séu ekki tilbúin — fyrir kosningar, svo ekki sé hægt aö endurskoöa málið þótt borgarbúar kjósi. Var ekki einhver keisari sem lék á fiölu meðan borgin hans brann? yfir fara, með minni og minni mannafla. Frekari vinnsla hrá- efna í búvöru og sjávarútvegi felur í sér einhver atvinnutækifæri, en ljóst er öllum sjáandi og hugsandi mönnum, að nýiðnaður, smár og stór, verður að taka við bróður- parti vinnuaflsaukningar hér á landi á komandi árum og áratug- um. Stórvirkjanir með tilheyrandi orkuiðnaði kunna að vega þar þyngst, þó rangt sé að gera lítið úr meðalstórum og smærri iðnaðar- tækifærum. Það er seinlætið og framtaksleysið á þessum vett- vangi, bæði á sviði stórvirkjana, en ekkert síður á vettvangi orkuafsetningar, er tryggi arð- semi slíkra virkjana, sem stærstu brigð stjórnvalda felast í. Víða liggja víxlspor núverandi ríkis- stjórnar, en fall hennar felst í al- mannavonbrigðum með hin van- nýttu tækifærin í orku- og iðnað- armálum. Hvar er stjórn- arandstaðan Þegar varpað er ljósi á vanefnd- ir ríkisstjórnarinnar á hinum margvíslegustu sviðum eru við- brögðin gjarnan þessi: hvað hefur stjórnarandstaðan lagt til mála, hver eru hennar úrræði? Já, hverjar eru tillögur Sjálfstæðis- flokksins á sviði iðnaðar, iðju og virkjunarmála? Hér skulu nefnd nokkur þingmál, frumvörp og þingsályktunartillögur, sem þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa flutt á yfirstandandi þingi í þessum málaflokki: • 1. Krumvarp til orkulaga, sem fjallar um yfirstjórn og stefnu- mótun, orkuráð, orkustofnun, orkusjóð, orkuveitur, orku- vinnslu, orkudreifingu o.fl. Frumvarp þetta felur í sér stefnumótun um skipulag orkumála, langtímaáætlun um orkubúskap og aðrar meginlín- ur í þessum þýðingarmikla málaflokki. • 2. Hliðarfrumvarp með fram- angreindu frumvarpi, sem fjallar um Jarðboranir ríkisins, þ.e. framtíðarstarfssvið þessar- ar stofnunar. • 3. Tillaga til þingsályktunar um iðnaðarstefnu, sem felur í sér meginmarkmið, sem stefna beri að, leiðir að þessum markmið- um og einstaka framkvæmda- þætti. í greinargerð með þess- ari tillögu er m.a. fjallað um starfsskilyrði íslenzks iðnaðar og nauðsyn þess að skapa greininni jafnstöðu við aðrar atvinnugreinar. • 4. Tillaga til þingsályktunar um hagnýtingu orkulinda landsins til stóriðju, sem felur í sér hug- myndir um nýjan orkuiðnað, uppbyggingu stóriðju og kosn- ingu sérstakrar stóriðjunefnd- ar, sem hafi forgöngu um hag- nýtingu orkulinda landsins til orkuiðnaðar. • 5. Tillaga um staðarval stóriðju á Norðurlandi (sem þingmenn flokksins úr Norðurlandskjör- dæmi eystra flytja), sem felur í sér könnun á kostum þess að staðsetja orkuiðnað í þessum landshluta, í grennd við Akur- eyri eða Húsavík. • 6. Krumvarp um niðurfellingu að- flutningsgjalda á aðfóng sam- keppnisiðnaðar, sem nú á í vök að verjast, en meðflutnings- menn eru úr Alþýðu- og Fram- sóknarflokki. • 7. Krumvarp til laga um skipan olíuleitarmála og hagnýtra hafs- botnsrannsókna á íslenzku yfir ráðasvæði, sem e.t.v. tengist ekki beint þessum málaflokki, fljótt á litið, en gæti þó gert það, ef mál þróuðust þann veg. Hér er engan veginn um tæm- andi lista að ræða þeirra þing- mála, er þingmenn Sjálfstæðis- flokksins standa að í umræddum málaflokki, og hvergi nærri farið ofan í hvert mál eins og æskilegt hefði verið. Öll þessi þingskjöl eru tiltæk þeim (hjá Alþingi), sem hefðu hug á að glugga í þau frek- ar, en að baki þeirra og greinar- gerða sem fylgja, liggur mikil vinna — og þar er að finna mikinn fróðleik. Hagnýting orkulinda til orkuiðnaðar Rétt þykir að enda þetta bréf á tillögu sjálfstæðismanna um hag- nýtingu orkulinda til stóriðju. „Alþingi ályktar að: 1. hagnýta skuli orkulindir lands- ins til stóriðju svo að auka megi atvinnu um land allt og bæta lífskjörum þjóðarinnar; 2. í því skyni verði stefnt að því að koma á fót a.m.k. 3—4 nýjum stóriðjuverum á næstu 15 árum á þeim stöðum á landinu þar sem þess er þörf og staðhættir og aðrar aðstæður henta, enda sé hægt að flytja þangað nægi- lega orku á hagkvæman og ör- uggan hátt. Auk þess skal stefnt að því að stóriðjuverin, sem fyrir eru í landinu, verði stækkuð sem fyrst; 3. við uppbyggingu stóriðju verði haft samstarf við innlend og erlend fyrirtæki, sem hafa yfir að ráða nauðsynlegri tækni- þekkingu, markaðsaðstöðu og fjármagni. í samstarfssamn- ingum við þau og samningum um eignaraðild að stóriðjuver- um skal fara eftir eðli hvers máls og aðstæðum á hverjum tíma. í öllum slíkum samning- um skal að því stefnt, að inn- lendir aðilar, sem þess óska. geti þegar í upphafi átt hlut í stóriðjufyrirtækjum og geti, þegar fram líði stundir, keypt hlut hinna erlendu aðila í þeim; 4. forgöngu um hagnýtingu orku- linda landsins til stóriðju skuli hafa sérstök nefnd, stóriðju- nefnd, skipuð 7 mönnum, sem kjörnir séu hlutfallskosningu á Alþingi til fjögurra ára í senn. Varamenn skulu kosnir á sama hátt. Nefndin kýs sér formann úr hópi nefndarmanna; - 5. stóriðjunefnd skuli eiga frum- kvæði að og samræma samn- ingaviðræður milli virkjunar- aðila og annarra innlendra að- ila annars vegar og stóriðjufyr- irtækja hins vegar um eignar- aðild, orkusölu, staðsetningu stóriðjuvera o.fl og gera á grundvelli þeirra tillögur til ríkisstjórnar um framkvæmdir, sem hún telur rétt að stofna til; 6. stóriðjunefnd skuli hafa sam- starf við stjórnvöld, stofnanir orkukerfisins, umhverfismála, efnahags- og fjármála svo og rannsóknastofnanir. Skal hún notfæra sér þjónustu þessara aðila, eftir því sem við verður komið. A vegum hennar skal að jafnaði hvorki stunda rann- sókna- og þróunarstarfsemi á sviði iðnaðar- og orkumála né aðra starfsemi, sem aðrir opinberir aðilar hafa með höndum. Heimilt er nefndinni að leita samstarfs við hvern þann aðila, sem hefur sérþekk- ingu á málum er varða störf hennar. Opinberum aðilum er skylt að veita nefndinni hverjar þær upplýkingar, sem hún óskar; 7. stóriðjunefnd ráði sér fram- kvæmdastjóra. Framkvæmda- stjóri ræður aðra starfsmenn að fengnu samþykki nefndar- innar; 8. kostnaður af starfi stóriðju- nefndar greiðist úr ríkissjóði; 9. stóriðjunefnd skuli skila árlega skýrslu til Alþingis um störf sín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.